Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 43
-----------------------------%
GUNNAR
BIRGISSON
Birgisson
Rcykja-
+ Gunnar
fæddist
vík 20. febrúar 1974.
Hann lést á heimili
sínu 5. september síð-
astliðinn. Gunnar var
stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamra-
hlfð vorið 1999. For-
eldrar hans eru
Salóme Rannveig
Gunnarsdóttir, f.
26.11. 1952, og Birgir
Þór Sigurbjörnsson, f.
9.6. 1950. Hálfsystk-
ini: Ái'ni Þór Birgis-
son, f. 21.10. 1978,
Berglind Birgisdóttir, f. 11.10.
1984, Karen Birgisdóttir, f. 28.7.
1992, og Ingunn Kristjana Þork-
elsdóttir, f. 7. júní 1995.
Utför Gunnars fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30. Jarðsett verður
í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Við höfum þekkt Gunnar frænda
frá blautu barnsbeini og hafa vegir
okkar legið saman alla tíð. Þú varst
alltaf svo duglegur strákur, barst út
mörg dagblöð, varst duglegur að
læra og góður í íþróttum. Það sem
einkenndi þig helst var hvað þú
varst viðkvæmur, góður og svolítið
kíminn. Alltaf var jafngaman að
hitta þig og mömmu þína og fi'ábært
að fylgjast með ykkur Pétri, því þið
áttuð svo vel saman og voruð oft eitt-
hvað að bralla. Ósjaldan man maður
eftir ykkur þar sem þið voruð hreint
alveg að farast úr hlátri eins og á jól-
unum þegar þið voruð að spá í að
fara bara að poppa því þið voruð
orðnir svo leiðir á að bíða eftir að
gjafirnar yrðu opnaðar.
Það voru margar gleðistundir sem
við áttum saman og fyrir það verðum
við alltaf þakklát. Ekki óraði okkui'
fyrir því þegar við dvöldum saman á
Borgum um verslunarmannahelgina
að við ættum ekki eftir að hitta þig
aftur. Við hlógum, spjölluðum og
tefldum fram á nótt. Þú vannst nú
flestar skákimar en vildir nú ekki
gera mikið úr því, bara heppni sagðir
þú, alltaf jafnlítillátur ogrólegur. Það
er svo óendanlega eríltt að þurfa að
kveðja þig svona ungan og sárt til
þess að vita að Guð hafi lagt á þig
þyngri byrðar en þú gast borið, elsku
Gunni. Nú ert þú farinn til Guðs en
við munum alltaf vai'ðveita minning-
una um þig í hjarta okkar. Megi góð-
ur guð styrkja mömmu þína, Kela,
litlu systur, pabba þinn og alla þá er
þigsyrgja.
Hrafnhildur, Kristján
og Elín Ýr.
Elsku Gunni frændi, ég þakka fyrir
allar þær stundir sem við áttum sam-
an, öll jólin, öll sumrin og alla veturna.
Ég man þegar við vorum yngri og ég
tók alltaf strætó til þín vestur í bæ og
þú komst alltaf á móti mér til þess að
ég þyi'fti ekki að labba alla leiðina
einn heim til þín. Og þegar mamma
þín bannaði okkur að sofa með lokað-
ar dyr vegna þess að við vorum tveh'
inni í svona litlu herbergi, ég held að
við höfum hlegið að því í tvo daga. Og
þegar við héngum heilu og hálfu dag-
ana í Commandor-tölvunni þinni að
reyna að klára Bolder Dhas leikinn,
þótt mér sé illa við að viðurkenna það
held ég að þú hafir klárað hann á und-
an mér. Einum ái'amótunum held ég
að við höfum eytt í að hlæja að mál-
verki sem Gerður málaði, en Mettu
frænku fannst það ekki alveg jafn-
fyndið. Önnur áramót sprengdum við
götusaltkassa með heimatilbúinni
sprengju sem þú hafðir eytt deginum
í að búa til, komum inn og þóttumst
ekkert vita hvaða svakahvellur þetta
var fyrir utan. Þegar við fórum saman
á ættarmótið fyrir vestan og villtumst
svo rosalega að við vorum tveim tím-
um lengur en allir aðrir á leiðinni, tók-
um ekki einu sinni eftir því þegai' við
fórum framhjá Búðardal. Nú ert þú
farinn en ég mun aldrei gleyma þeim
tíma sem við áttum saman. Ég kveð
þig með söknuði.
Ef stormamir aukast og
stórviðrinhækka
og straumurinn ýfist og
bylgjumarstælÁa,
ef vinir í heiminum fljót-
legafækka,
þá flý ég, ó Jesú, tilþín.
Efeinmanaverðégáís-
þaktri heiði
og andi minn stynur, sem
gleðina þreyði,
ef finnst mér að þjóðimar
framhjámérsneiði,
þá flý ég, ó Jesú, til þín.
Eflangarmigsártuppí
ljóssalinn bjarta,
ef leiðast mér tekur í skugganum svarta,
ef frostþakið döggtár mér fellur að hjarta
þá flý ég, ó Jesú, til þín.
Þinn frændi,
Pétur.
Það er sárt að kveðja þig, elsku
Gunnar, svona ungan og ofsalega
góðan dreng.
Við hittumst yfirleitt ái'lega eftii' að
þú fórst að stíga þín fyrstu spor, minn-
isstæðust eru jólaboðin hennai' ömmu
þinnar og mömmu okkar. Það var svo
bjart yfir drengnum sem heilsaði öllum
með kossi að það hreinlega birti yfir
stofunni. Þegar við eltumst og þorðum
að tala meh'a við þig varð okkur ljóst
að þú varst ekki bara myndarlegur
heldur einnig sérstaklega notalegur í
samræðum. Enda höfðum við oft á orði
hvílíkan gæðapilt þú hefðir að geyma.
Það hefði verið notalegt að hittast oft-
ar, sú hugsun á ekki aðeins við núna
þegar þú ert farinn frá okkur heldui'
einnig á meðan þú lifðir en lítið var
gert í þeim málum eins og allt of al-
gengt er. Ömmu þinni, sem þótti svo
vænt um þig, fannst yndislegt að fá þig
og vitum við að hún þráði meira af
nærveru þinni en úr varð. Þegar ekk-
ert jólaboð var haldið í okkar fjöl-
skyldu gat hátíðin liðið án þess að við
hittum þig og það gerðist því miður síð-
ustu árin. í síðasta jólaboði sem við
hittumst í fyrh' þremur árum komst
þú, myndarlegur að venju, og við dáð-
umst að þér, framkomu þinni, hlýleika
og dugnaði. Við hittum þig reyndar
nokkrum sinnum þessi þrjú ár sem nú
eru liðin en aldrei urðum við vör við
þann erfiða sjúkdóm sem þú áttir við
að stríða og að lokum dró þig til dauða.
Því miður, það sýnir að við þekktum
þig einfaldlega ekki nógu vel. Við
þekktum þann Gunnar sem var bros-
mildur og innilega hlýr og bjartur, sem
hóf nám en gerði síðan hlé á því, sem
algengt er, tók svo aftur upp þráðinn,
sem ekki er á allra færi, og lauk stú-
dentsprófi, hjólaði langar vegalengdir í
vinnu sína og vai' einfaldlega, reglu-
samur og heilbrigður ungm- maður.
Erfiðleikamir fóru að sjálfsögðu ekki
fram hjá þínum nánustu sem núna
upplifa ólýsanlega sorg. Okkar tár eru
aðeins dropi í þeii'ra haf.
Við vitum að þér líður vel núna,
Gunnar, afi þinn hefur tekið vel á móti
þér. Hann er lánsamur að fá slíkan
gullmola til sín þótt það hafi verið
mörgum árum of snemma.
Feigðardómur fallið hefur
fjöregg lífsins brothætt er.
Enginn veit hver annan grefur,
óvíst hvert eitt fótmál hér.
Hver er fær að skýra og skilja.
skapa gjört og dauðans mátt.
Allt skal lúta æðri vilja,
okkar vonir bregðast þrátt
Horfinn er nú hógvær drengur
hjartans sanna góðleik bar.
Höggvinn sundur hljómskær strengur
harmsár viðbrögð saknaðar.
Óvæntvarstu af örlögunum
útkallaðurfarartil.
Þig við ætíð muna munum
minningsúerþérvil.
Vegferð lísins grandvar gekkstu
greiðasemiræktirvel.
Förunauta þinna fékkstu
fyllsta traust og vinarþel.
Vegir stóþast, vinir senda
vinarkveðju og þakkargjörð.
Löng er fór á leiðarenda
lífssól rís á nýrri jörð.
(Daníel Kristinsson.)
INGIBJORG EFEMIA
JÓNSDÓTTIR
+
Ingibjörg Efemía
Jónsdóttir fædd-
ist á Brekku, Seylu-
hreppi, Skagafjarð-
arsýslu, 16. maí
1904. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki
24. ágúst siðastliðinn
og fór útfór hennar
fram frá Glaumbæj-
arkirkju 2. septem-
ber.
Hinn 24. ágúst síð-
astliðinn andaðist
elskuleg tengdamóðir
mín, Ingibjörg Jónsdóttir, á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki. Hugur minn
reikar á vit minninganna, sem
spanna á fimmta tug ára. Frá fyrsta
degi tóku tengdaforeldrar mínir,
Sigurður Sigurjónsson og Ingibjörg
Jónsdóttir, mér sérstaklega vel, og
þannig voru mín kynni við þessi
sómahjón öll þessi ár. Sigurður Sig-
urjónsson andaðist 1983. Segja má
að andi hans svífi enn yfir vötnun-
um, þótt 17 ár séu liðin frá andláti
hans. Nú kveð ég tengdamóður
mína, Ingibjörgu Jónsdóttur. Henn-
ar þáttur í lífi fjölskyldu okkar og
hvernig hún fylgdist með hverjum
fjölskyldumeðlim er aðdáunarverð-
ur.
Hún hélt sínu andlega atgervi til
hinsta dags og fylgdist með börnum
sínum, barnabörnumm og barna-
barnabörnum og öllum þeim sem
tengdust fólkinu hennar, eins og
hún orðaði það. Enginn var settur
til hliðar hjá tengdamóður minni.
Það var rúm fyrir alla í hennar stóra
hjarta, sem sést hvað best á því að
ömmubörnin báru hana síðasta
spölinn á vit feðra
sinna. Ingibjörg ólst
upp í foreldrahúsum á
Grófargili í Seyl-
uhreppi í Skagafirði.
Þar stöldruðu menn
við, þegar þeir fóru í
svokallaðar kaupstað-
arferðir til Sauðár-
króks. Og eftir að Sig-
urður Sigurjónsson og
Ingibjörg Jónsdóttir
giftust árið 1933 og
fluttust frá Holtskoti
árið 1935 að Marbæli,
stöldniðu þeir sem
fram hjá fóru nú við á
Marbæli.
I dag ganga flestir hinn svokall-
aða menntaveg til að eiga meiri
möguleika á lífsleiðinni. Þegar Ingi-
björg var ung stúlka vann hún
nokkur ár á Mælifelli. Að auki vann
hún sem starfsstúlka á Hótel Villan-
óva á Sauðárkróki. Einnig starfaði
hún á saumastofu í Reykjavík og á
gamla spítalanum á Akureyri. Svo
virðist sem hún hafi óafvitandi verið
að búa sig undir það merka ævi-
stai'f, sem henni var ætlað. Það var
ekki venja í þá daga að kaupa tilsn-
iðin föt, hvorki á börn né fullorðna.
Þegar börn hennar voru sofnuð, tók
saumaskapurinn við. Þar sem hún
var sístarfandi kom hún með ólík-
indum miklu í verk á sinni löngu
ævi, og það voru margir sem nutu
góðs af því.
Ekki má gleyma því að nokkrir
menn og konur, sem voru farin að
heilsu og áttu hvergi höfði sínu að
halla, fengu athvarf hjá þessum
öndvegis hjónum, og enduðu síðustu
ævidagana á Marbæli. Og sumir
þeirra dvöldu þar jafnvel í nokkur
Elsku Salóme og Birgir, við vottum
ykkur okkar' innilegustu samúð, sem
og ykkar mökum, systkinum Gunn-
ars og öllum þeim sem syrgja hann.
Rdsa og Agúst Heimir,
Vignir og Anna.
Nú er elsku besti vinur okkar dá-
inn. Gunni var sá sem leiddi þennan
vinahóp saman og var í rauninni mið-
punktur hópsins. Við komum hver úr
sinni áttinni en frá unglingsárum hef-
ur líf okkar meira eða minna leyti
fléttast saman í einum streng. En nú
þegai' vinur okkar er fai-inn skilur
hann eftir sig stórt skarð sem aldrei
verður fyllt.
Við minnumst Gunna sem trausts
vinar sem alltaf var hægt að tala við
um alla hluti. Hann gat verið nokkuð
stefnufastur og skoðanir hans breytt-
ust ekki með vindáttinni. Hann vildi
byggja á rökum og ræða sérhvert mál
niður í kjölinn. Hann hafði til að bera
sérstaka gáfu til að sjá málin frá sjón-
arhornum sem aðrir komu ekki auga
á. Alltaf var þó stutt í húmorinn.
Oftar en ekki var safnast saman
heima hjá Gunna þar sem við gátum
troðið í okkur poppi og bruðið klaka í
góðu yfirlæti hjá Salome og Kela.
Heimili þeirra var okkur ætíð opið og
alltaf var okkur tekið af hlýju og
rausnarskap.
Fjöldi góðra minninga streyma
fram í hugann þegar við minnumst
Gunna. Ferðalög, innanlands og utan
settu lit á tilveruna. Skemmtiferðim-
ar til London, Benidorm, Akureyrar,
Þórsmerkur, Dalvíkur og margra
fleiri staða verða löngum í minni hafð-
ar. Þá var glatt á hjalla og Gunni jafn-
an hrókur alls fagnaðar.
Góðar gáfur og hæfileikar Gunna
birtust með ýmsu móti. Þótt það sé að
vísu ekki strangasti mælikvarði á
getu manna í skákíþróttinni þá var
hann ofjarl okkar allra á því sviði og í
íþróttum var hann vel liðtækur, KR-
ingur af lífi og sál. Hvar sem Gunni
kom var hann vel liðinn og átti auð-
velt með að kynnast fólki.
Máltækið segir að enginn viti hvað
átt hefur fyrr en misst hefur. Eflaust
eru þetta orð að sönnu.Við vissum
hins vegar alltaf hvað við áttum í
Gunna. Enginn sem naut þess að eiga
hann að vini þurfti að ganga að því
gruflandi hvem mann hann hafði að
geyma. I ævistreng minninganna
verður þráður Gunnars Birgissonar
alltaf skær og lýsandi. ^
Fjölskylda hans syrgir nú góðan
dreng. Það gemm við líka, vinir hans,
og það munum við gera um ókomin
ár. Hann mun ætíð koma upp í hug-
ann þegar góðs manns verður getið.
Blessuð sé minning hans. Guð vemdi
fjölskyldu hans og ástvini.
Andrés, Anton, Einar,
Rundlfur, Jdhann og Oskar.
Mig langai' með nokkmm orðum
að minnast Gunnars vinar míns.
Gunna kynntist ég fyrir nærri átta
ámm, er við unnum saman með skljíár'
í Hagkaup. Ég tók sti-ax eftir þessum
fallega strák og þegar við kynntumst
kom í Ijós að hans innri maður var
ekki síðri. Ekki leið á löngu þar til við
vomm orðin kæmstupar. Ég á marg-
ar yndislegar minningar frá þessum
tíma sem ég mun ávallt varðveita.
Þrátt íyrir að við hættum seinna sam-
an þá hélst okkar vinskapur áfram.
Attum við oft góðar stundii' saman,
með bíóferðum í heimsóknir eða bara
með spjalli í símann. Gunni var góður
og traustur vinur og það var alltaf
jafn þægilegt að leita til hans með öll
mál. Nálægð hans fannst mér alltaf
jafn hlýleg og notaleg.
Ég gleymi því ekki hve stoltur
hann var þegar hann tilkynnti mér
mamma hans og Keh ættu von a
bami. Og hve gaman hann hafði af því
að fylgjast með Ingunni litlu dafna og
þroskast.
Gunni lagði mikið uppúr því að við
yi'ðum ávallt vinii'. Og það vorum við.
Þó eðlilega minnkuðu samskiptin
eftir að ég kynntist þeim manni sem
ég er trúlofuð í dag.
Elsku Salóme, Þorkell og Ingunn
Kristjana, ykkur og öðrum aðstan-
dendum og vinum sendi ég mína
dýpstu samúð. Ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur á þessari erfiðu stundtS*
Það er með miklum söknuði sem ég
kveð þig, elsku Gunni minn. Ég bið al-
góðan Guð að varðveita þig og minn-
ingu þína.
Vertu Guði falinn.
Þín vinkona,
UnaHlín.
ár eða til hinstu stundar. Það skal
tekið fram að þetta gerðist áður en
eldri borgarar fengu ellilífeyri eða
aðstoð frá hinu opinbera. Síðustu
árin var Ingibjörg á öldrunarheimil-
inu á Sauðárkróki. Það var gott að
heimsækja tengdamóður mína þar.
Hún fylgdist vel með öllu, sem var
að gerast hjá okkar fólki. Það kom
oftar fyrir að við fengum nýjustu
fréttir hjá henni, en að það værum
við sem segðum henni þær. Eins og
áður segir vorum við svo lánsöm, að
hún hélt sinni andlegu heilsu og
reisn til hinsta dags. Ollu því góða
fólki sem þar starfaði vil ég þakka
fyrir sérstaklega góða og nærgætna
umönnun við tengdamóður mína.
Ég var svo gæfusamur fyrstu
hjúskapar ár mín að kynnast
tengdaforeldrum mínum vel. Við
áttum heima fyrstu árin hjá þessum
merku hjónum á Marbæli. Börnin
okkar munu án efa búa að því ævi-
langt. Sá þáttur, sem hvað ríkastur
var hjá tengdaforeldrum mínum,
var fyrst og fremst manngæska og
virðing fyrir þeim sem þau umgeng-
ust og þó sérstaklega þeim sem
þurftu á hjálp að halda og þeim sem
minna máttu sín í lífinu.
Það er ekki hægt að minnast
tengdamóður minnar nema minnast
um leið á tengdaföður minn, vegna
þess hve nátengd þau voru í orði og
æði. Það var sama hvað þau tóku sér
fyrir hendur. Ætíð voru þau sam-
stiga og gerðu hlutina eins og það
væri ein hönd og einn maður. Það
var gaman að heimsækja tengdafor-
eldra mína. Alltaf var matur eða
brauð á mörgum diskum, þegar
maður kom í heimsókn. Ef þau vissu
að von væri á heimsókn voru tilbúin
rúm. Það var sama á hvaða tíma sól-
arhringsins var komið.
Þegar afa- og ömmubörnin uxu úr
grasi var það eins og framhalds-
saga. Hennar börn og langömmu-
börnin áttu sama rúm í hjarta
tengdamóður minnar. Þeir ful-
lorðnu voru hennar börn í dýpsta
skilningi þeirra orða. Ingibjörg og
Sigurður töldu alla menn jafna, en
fjölskyldan var það sem öllu máli
skipti í lífi þeiri-a, enda uppskáru
þau svo sannarlega árangur af erfiði
sínu. Það sést best á því að börn
þeirra reistu glæsilegan sumarbúst-
að á einum fallegasta stað á Mac*_
bæli til þess að dveljast þar sem
næst æskuslóðum sínum. Nú dvelja
börn Ingibjargar og Sigurðar og
fjölskyldur þeirra hluta af hverju
sumri í nánd við æskuheimili sitt.
Arni Sigui'ðsson, bóndinn á Mar-
bæli, mágur minn, og Ragnheiður
Guðmundsdóttir, kona hans, og
börn þeirra halda svo sannarlega
hefðinni áfram og rækta vina- og
fjölskyldutengslin, eins og tengda-
foreldrar mínir gerðu af svo mikilli
kostgæfni. Þannig heldur lífið
áfram hjá þessari samhentu fjöl-
skyldu, sem hefur búið á Marbæli
frá 1802, og eru þau hjónin, Árni og
Ragnheiður, fimmtu ábúendur frá
þeim tíma.
Tendrast sól í sálu mér,
sútíburtustrýkur.
Ætíð mun ég þakklát þér,
þartilyfirlýkur.
Allar stundir okkar hér
er mér ijúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(H.S.M.)
Haraldur S. Magnússon.
Handrit afmælis- og minningargreina skum*
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). • Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnqg^u
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunuff*