Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ * 52 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 Dýraglens Grettir Ljóska 6UE55 WHAT, CHUCK! UUE UUERE L05TINTHE W00P5.. IT WA5 50 PARK UJE COULPN'TSEE ATHING! Veistu hvað, Kalli. Við vorum villt í skóginu. Það var svo dimmt að við sáum ekki handa okkar skil. U)E FOUNPOURLUAYHOME BY CH0MPIN6 WINTER6REEN CANPY ANPMAKIN6 5PAK.K6! PRETTY CLEVER, HUH ? ALSO, UIE BR0U6MT YOUR 5TUPIP P06 MOME.. Við fundum leiðina heim með því að bryðja vetrarliljuohunammi og búa þannig til neista. Snjailt? Við komum Sjáumst þegar Vetrar- skyggja tekur, liljuoha? Kalli. líka með hundinn þinn heimska. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sigurbjörn biskup og börnin hans Frá Jóhönnu Jóhannsdóttur: ÞAÐ má með sanni segja að borið sé í bakkafullan laekinn að nefna öll þau skrif, jákvæð eða neikvæð, varðandi túlkun á þeim ummæl- um biskups, sem svo miklar deilur hafa vakið, svo sem vænta mátti. Menn í svonefndum „æðstu embætt- um“ eða í „valdastörfum“ sneiða vart hjá slíku. En er ekki mál að linni, a.m.k. um stundar- sakir þar til þeim málarekstri, sem væntanlegur er, lýkur? Megum við fá að minnast biskups, sem gegndi störfum sínum með sérstakri reisn og miklum sóma. Ræðusnillings, sem um hver áramót hreif „heiðna sem kristna" - og þá sem aldrei höfðu í kirkju komið eða haft áhuga á nokkrum trúarbrögðum, þannig að öll þjóðin, að heita má, hlustaði. Að lokum. Við umræður um kristnihátíð hefur mjög borið á skiptum skoðunum um fjármál, þ.e. nauðsynlegan kostnað og hóflegan, eða óhófseyðslu og fáránlegan fjáraustur. Þar sem hóf og óhóf eru mjög teygjanleg hug- tök læt ég kyrrt liggja. Flestir telja þó dagskrá, bílastæðamál og annað aðgengi hafa verið til fyrir- myndar. En þar varð kristnihátíðarmönn- um illa á í messunni. Enginn virð- ist hafa leitt hugann að því að ekki séu allir jafn fótfráir, yngri sem eldri, svo ekki nefnist þeir sem sitja í hjólastólum. Sagt er að hvergi hafi verið möguleikar á að aka frá almennum bílastæðum beint inn á sjálft hátíðarsvæðið, og þar með öllum fótfúnum meinaður aðgangur. Það mættu hátíðarstjór- ar almennt taka til athugunar. JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Ásvallagötu 28, Reykjavík, lögg. skjalaþýðandi og dómtúlkur. Er jóga fyrir Frá Guðjóni Bergmann: í STARFI mínu sem jógakennari lendi ég oft í því að fólk kemur að máli við mig. Flestir eru forvitnir og mörg samtöl enda á því að fólk segir: „Eg verð endilega að fara að kíkja í tíma til þín.“ En stundum enda samtölin á öðrum nótum, með afsökunum. Margir segja: „Eg að fara í jóga? Blessaður vertu, ég er allt of stirð/ur. Ég get ábyggilega ekki neitt.“ Eða þá: „Ég hef enga þolinmæði í jógaástundun." Eg beini þessum orðum mínum sér- staklega að þeim sem þetta segja eða hugsa. Teygir á stirðum Líkamsæfingar jóga eru sér- staklega til þess fallnar að teygja á líkamanum. Meiri hluti hvers jógatíma fer í að teygja á sinum og vöðvum með því að gera styrkjandi og liðkandi æfingar. Æfingarnar eru þess eðl- is að allir geta gert eitthvað. Byrj- endur og lengra komnir geta verið að æfa sömu jógastöðuna og allir fá jafnmikið út úr henni. Æfing- arnar teygja mjög djúpt á vöðva- vefnum og losa þannig um eitur: efni og langvarandi stirðleika. í æfingunum er einnig undið upp á liði og losað um spennu sem þar mig? hefur myndast. Til eru dæmi þess að gigtarsjúklingar hafi fengið bata af reglubundinni jógaástund- un. Sama á við um marga aðra langvarandi sjúkdóma en tekið skal fram að jógaástundun er fyrst og fremst fyrirbyggjandi. Friður og þolinmæði I þjóðfélagi sem okkar þar sem allt byggist meira og minna á hraða er jógaástundun einkar holl. Vegna þess hvernig við nálgumst æfingarnar getur jógatími orðið að hreyfihugleiðslu sem endar síðan með djúpri slökun. Óþolinmóðir geta öðlast þolin- mæði og streitusjúklingar geta dregið verulega úr streitueinkenn- um með reglubundinni ástundun. Til langs tíma litið getur jógaiðk- andi öðlast hugarró og innri frið. Fyrir alla Jógaástundun hefur aukist veru- lega á Vesturlöndum undanfarin ár og ekki virðist draga úr áhug- anum. Ef þú heldur að jógaástund- un sé eitthvað sem gæti hentað þér, eða þú ert ekki viss, skaltu endilega fara í prufutíma. Hver veit? Jógaástundun gæti breytt lífi þínu. Hún breytti mínu. GUÐJÓN BEGMANN, jógakennari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.