Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Syðri hluti Miklubrautar milli Kringlumýrar-
brautar og Grensásvegar breikkaður í 3 akreinar
Ný frárein af Kringlu yfir
á Miklubraut kemur síðar
REYKJAVIK
Þriðja akrein
Breikkun
MtKLABRAUT
BSSK
Þriðja akrein
Breikkun
Þriðja akrein
KRINGLAN
Heimildi-lféQágerQin
Miklabraut frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi
Framkvæmdir við
breikkun hefjast senn
BRAGI Vignir Jónsson og Amar-
verk ehf. áttu lægstu tilboð í breikk-
un Miklubrautar, milli Kringlumýr-
arbrautar og Grensásvegar, um eina
akgrein. Framkvæmdir eiga að hefj-
ast á næstunni og meginhluta þeiri'a
á að ljúka á tveimur mánuðúm.’
Tilboð í breikkunina voru opnuð í
gær hjá Innkaupastofnun Reykja-
víkurborgar en borgarverkfræðing-
urinn í Reykjavík og Vegagerðin
standa að framkvæmdinni. Verkið
var boðið út í tvennu lagi, í svo-
nefndum 3. og 4. áfanga vegna þess
hvað framkvæmdatíminn er skamm-
ur þannig að hægt væri að fela
tveimur verktökum að vinna það.
Framkvæmdatíminn er um tveir
mánuðir en frágangur tekur síðan
lengri tíma og þarf verktakinn ekki
að skila verkinu endanlega af sér
fyrr en 1. júní í vor.
Níu tilboð bárust í hvorn verk-
áfanga fyrir sig en þrjú fyrirtæki
100 ára og
í fullu fjöri
ÞEIR eru 100 ára samtals, Pálmi
Andrésson í Kerlingadal í Mýrdal
og Benzinn hans. Pálmi er sjötugur
í dag, miðvikudag, og bíliinn er
þrítugur á þessu ári. Og báðir eru í
fuliu fjöri.
Merzedes Benz-sendibifreið
Pálma er gamall ísbfll frá Kjörís. Á
sínum tíma var á honum flutninga-
kassi með kæii- og frystivélum. Er
hann nú notaður sem kælir og
frystir á næsta bæ, hjá Fagradals-
bleikju ehf. Pálmi smíðaði nýjan
fiutningakassa á bflinn og notar
hann til að keyra út vörur fyrir KÁ
íVík.
áttu lægstu tilboðin í öllum tilvikum.
Lægstu tilboð voru undir kostnaðar-
áætlun. Bragi Vignir Jónsson átti
iægsta tilboð í 3. áfanga, 20,8 milíj-
ónir kr., en Arnarverk ehf. og Háfell
ehf. áttu nsgstu boð. Kostnaðaráætl-
un hljóðaði upp á 21,8 milljónir. Arn-
arverk ehf. átti lægsta tilboð í 4.
áfanga, 20,9 milljónir, en Bragi
Vignir Jónsson og Háfell komu þar
næst á eftir. Kostnaðaráætlun hljóð-
aði upp á 24,3 milljónú’.
Aukið umferðaröryggi
Tilgangur breikkunarinnar er að
auka umferðarrými og umferðarör-
yggi á Miklubraut. Eftir fram-
kvæmdina verður Miklabraut að
minnsta kosti þrjár akgreinar í báð-
ar akstursstefnur allt frá Kringlu-
mýrarbraut að Höfðabakka. Fram
hefur komið hjá vegamálastjóra að
áætlanir um frekari breikkun Miklu-
brautar vestur í bæ liggja ekki fyrir.
Eins og sést á meðfylgjandi korti
verður breikkunin frá gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og austur fyr-
ir aðrein frá Kringlunni til norðurs
inn í miðeyju en eftir það er gatan
breikkuð til suðurs. Breikkunin er
þrír metrar og framkvæmdasvæðið
um 1,5 km að lengd. Beygjureinar
fyrir vinstri beygju á gatnamótum
: Miklubrautar við Rringlumýrar-
braut og Háaleitisbraut verða
lengdar nokkuð. Síðar er áætlað að
færa frárein Kringlu inn á Miklu-
braut til vesturs en það verður ekki
gert í þessum áfanga. Þá verða nú-
verandi gangstígar meðfram Miklu-
brautinni færðir fjær og jarðvegs-
mönum og gróðri komið fyrir milli
stígs og götu meðfram íbúðum við
Hvassaleiti.
Miklubraut verður ekki lokað á
meðan á framkvæmdum stendur.
Verktaki fær þó til umráða einn
metra af núverandi akbrautum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kampýlóbakter fannst í
vatnsbólum Hólmvikingfa
Sláturhús og
fiskvinnslu-
hús lokuð
MATVÆLAVINNSLA er lömuð
á Hólmavík eftir að kampýló-
bakter fannst í vatnsbólum stað-
arins og íbúarnir eru hvattir til
að sjóða neysluvatn.
Við eftirlit Heilbrigðiseftirlits
Vestfjarða fannst kampýlóbakt-
ermengun í vatnsbólum á
Hólmavík í fyrradag. Heilbrigð-
isfulltrúi Vestfjarða lét yfirdýra-
lækni og Fiskistofu vita og
hvatti íbúana tii að sjóða neyslu-
vatn. Fiskistofa fyrirskipaði
vinnslustöðvun í rækjuvinnslu og
saltfiskverkun á Hólmavík og
sendi mann á staðinn til að taka
sýni af vatni og afurðum. Fisk-
markaður starfar áfram þar sem
hann getur starfað án þess að
nota vatn úr vatnsbólunum. Þá
var slátrun hætt í sláturhúsi
Goða hf. á Hólmavík.
Loftopin voru ekki
nógu vel varin
Anton Helgason heilbrigðis-
fulltrúi skoðaði vatnsbólin á
mánudag og tók ný sýni. Vatns-
bólin eru tveir brunnar og er
vatnið síað í gegnum áreyrar.
Hann segist hafa gert athuga-
semdir við frágang á öðrum
brunninum. Loftop hafi ekki
verið nógu vel varin og þannig
kunni sýklar úr umhverfinu að
hafa borist í vatnið. Tekur Anton
fram að vatnsbólin séu ágætlega
umgengin og girt af. Mengunin
var ekki mikil og engir saurkó-
lígerlar fundust. Telur Anton að
búið sé að laga brunninn.
Búist er við niðurstöðum úr
rannsóknum á nýju sýnunum
liggi fyrir á föstudag. Ef sýnin
reynast hrein verður hægt að
hefja vinnslu á nýjan leik.
Fé flutt á
Hvammstanga
Slátrun var stöðvuð í slátur-
húsi Goða hf. á Hólmavík á
mánudag þegar upplýsingar bár-
ust um mengun vatnsbólanna en
það var einungis annar dagur
haustslátrunar í húsinu. Um 800
fjár er slátrað þar á dag þegar
slátrun er komin í fullan gang.
Jón Vilhjálmsson sláturhússtjóri
segir að mengunin hafi komið á
óvart því vatnsbólið hafi hingað
til verið talið öruggt. Féð var
strax flutt úr sláturhúsinu og til
slátrunar á Hvammstanga en
sláturhúsið þar er í eigu sama
fyrirtækis. Þar verður fé
Strandamanna slátrað þá daga
sem lokað er á Hólmavík.
Um 30 manns vinna í slátur-
húsinu, mest bændur og búalið,
og var fólkið sent heim. Unnið
er að hreinsun sláturhússins
meðal annars með því að setja
klór inn á vatnskerfi eins og
leyfilegt er. Vonast Jón til þess
að slátrun geti hafist aftur í lok
vikunnar.
!
I
Söludeild í Fornahmdi K‘r ókeypis Iandslagsráðgjöf
Breiðhöföa 3 • Sími 585 5050 á WWW.bmValIa.ÍS
www.bmvalla.is
Lögregla fann skrokka af hreindýrum sem felld voru í óleyfí
Innsiglið var rofið og
á bak og burt
kjötið
LÖGREGLAN á Egilsstöðum telur
sig vita með nokkurri vissu hver
felldi a.m.k. hluta af hreindýrunum
sem felld voru í óieyfi á Jökul-
dalsheiði fyrir skömmu.
Við húsleit á bæ einum í Jökuldal
á föstudaginn fundust skrokkar af
fimm hreindýrum sem lögreglan
telur að hafi verið veidd án tilskil-
inna leyfa. Hreindýrsskrokkarnir
fundust í frystigámi sem komið hef-
ur verið fyrir inni í einu útihúsanna
við bæinn. Þar sem lögreglan hafði
ekki aðgang að frystigeymslum var
ákveðið að innsigla gáminn og skiija
skrokkana þar eftir. Þegar lög-
reglan vitjaði um gáminn í fyrradag
var hins vegar búið að rjúfa innsigl-
in og stela skrokkunum. Heimilis-
menn kváðust ekki hafa orðið varir
við þjófana þrátt fyrir að útihúsið
með gámnum liggi þétt upp að íbúð-
arhúsinu.
Rof á innsigli alvarlegt brot
Helgi Jensson, fulltrúi sýslu-
manns á Egilsstöðum, segir að rof á
opinberu innsigli og þjófnaður sé
stórum alvarlegra brot en veiði-
þjófnaður. Við því liggi auk þess
harðari refsingar.
Þegar veiðileyfi er gefið fyrir
hreindýrum fá veiðimenn hækil-
bönd frá hreindýraráði sem þeir
binda um hækil dýranna eftir að
þau hafa verið felld. Þannig er hægt
að ganga úr skugga um að
hreindýrsskrokkar hafi verið
fengnir með lögmætum hætti. Ekk-
ert dýranna á bænum í Jökuldal var
með slík hækilbönd.
Karen Erla Erlingsdóttir hjá
hreindýraráði segir að þegar menn
hyggja á hreindýraveiðar þurfi Jieir
að verða sér úti um veiðileyfi. Aður
en veiðar hefjast þurfa veiðimenn-
irnir að tilkynna um ferðir sínar til
hreindýraráðs, bæði hvenær þeir
leggja á fjall og aftur þegar þeir
koma til baka. Engar slíkar tilkynn-
ingar bárust í umræddu tilviki.
I