Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Samtal íss og elds Eftir frumsýningu í Reykjavík hefur Baldur eftir Jón Leifs verið sýndur í Bergen og Helsinki. Gagnrýnendur eru á einu máli um stórfengleika verksins en hafa hrifist á ólíkan hátt. EITT STÆRSTA samstarfsverkefni þriggja menningarborga, Reykjavík- ur, Bergen og Helsinki, „Baldur“ eft- ir Jón Leifs, hefur nú verið sýnt í borgunum þremur við framúrskar- andi undirtektir og hafa gagnrýnend- ur notað stór orð við að lýsa áhrifum tónlistar Jóns Leifs og dansverks finnska ballettmeistarans Jorma Uotinen við leikmynd og ljós hinnar norsku Kristinar Bredal undir stjórn fínnska hljómsveitarstjórans Leifs Segerstam. Nútxmaieg sýn hins forna Þýski gagnrýnandinn Dirk Schúm- er var viðstaddur frumflutninginn í Laugardalshöllinni og skrifaði í Frankfurter Allgemeine Zeitung hinn 1. september 2000: „Hin litla ís- lenska þjóð getur verið hreykin af því að hafa tekist að manna á eigin spýt- ur risahljómsveitina íyrir „Baldur“. Frábær tónlistarvinna í skólum allt til fjarlægustu og snjóþyngstu út- kjálka geiir að verkum, að nú eru starfandi í allri Evrópu merkilegir söngvarar frá íslandi. Það hefur einnig fært sinfómuhljómsveit lands- ins á hærra stig [sem heitir á hinu fomgermanska landsmáli Sinfón- íuhljómsveit]. Finninn Leif Segerstam, sem stjórnar verkinu einnig í hinum nor- rænu menningarborgunum, Bergen og Helsinki, stjómaði hljómsveitinni af krafti, án þess þó að ofgera hinum smágerðu sporam Baldurs um sorg og ástarþjáningu, sem nánast era stigin á staðnum. Þótt tónskáldið byggi á munaði Síð-Wagnertímans, hlédrægu tón- máli Pfítzners og kvikmyndatónlist hleður hann upp svallhljómum þai- sem hann notar jafnt germanskar lýrar og mikilúðgar sérstakar pákur og risahristur. Við það verða til vand- lega samin hávaðaáhrif, svipuð og Hollendingurinn Louis Andriessen notar í sviðsverkum sínum fyrir slag- verk: lúðraþytur ragnaraka. Margur víkingurinn hefði vissulega fallið fyrir borð á langskipi sínu íyrir mætti tón- anna. Hvort skyldi mega rekja þessa næstum æðislegu hávaðaklasa til ótt- ans í Þýskalandi brúnstakka, fram- úrstefnuhrottamennsku mótaðrai- af vitsmunadýrkun eða - eins og oftast er gert ráð fyrir - hins tignarlega en ógnvekjandi landslags á Islandi? Jón skapaði þar með að minnsta kosti nú- tímalega sýn hins foma sem endur- ómar líka geðveikislega í ofmettuðum eyrum.“ Schumer hrósar í hástert finnsku aðaldönsuranum þremur og bætir svo við: „...En það sem íslensku dansararnir afrekuðu í frábærri sviðsmynd úr eldi, málmi og ís - vísun LJÓSMYNDALEIKUR á mbl.is Úrslit Úrslit í stafrænni IJósn Canon og <0> Nýherja verða kynnt á mbl.ÍS í dag, miðvikudag, milli kl.17.00 og 18.00. Athugaöu það! Caoon íf cB>nýherji Morgunblaðið/Jim Smart Atriði úr verkinu Baldur eftir Jon Leifs, danshöfundur er Jorma Uotinen. til heimaslóðanna, eldfjallaeyjunnar - hvað snertir ímgerða líkamlega sam- hæfingu og milda innlifun í ólgandi tónlistina er allrar aðdáunar vert. Þessi ballett 270.000 manna þjóðar er allt annað en póstkassafirma dansamatöra, hann er stórkostlegur flokkur á heimsmælikvarða." Leiklist íslensks landslags Auli Rasenen, listagagnrýnandi stærsta blaðs Finnlands, Helsingin Sanomat, fjallaði í tvígang um sýn- inguna. Eftir sýninguna í Bergen skrifaði hann: „Vúlkanísku þættirnir í tónlist Jóns Leifs og epísku minnin í kóreógrafiu Uotinens tengjast vel saman í sjónrænni veislu sýningar- innar: I ekta ísjökum í leikmynd Kristinar Bredal, skínandi ljósum og eldáhrifum, í ;,eldgosum“ Sinfóníu- hljómsveitar Islands undir stjórn Leifs Segerstam. Tónlist Jóns Leifs endurspeglar leiklist íslensks landslags, hraun- breiður, fjallgarða og grösuga fleti sem skiptast á, en kóreógrafía Uotin- en hughrif af tæra ljósi og lofti, sér- staklega í dansatriði Nínu Hyvárin- en. í tónlistinni talar náttúran og virk, gjósandi eldfjöll, í kóreógraf- íunni yfirjarðneskur léttleiki. Að baki Loka má einnig heyra hvernig hið illa þrammar fram. Það er engin tilviljun að Jón Leifs hóf að semja Baldur á tímum síðari heims- styrjaldarinnar þegar hann bjó í Þýskalandi með konu sinni sem var af gyðingaættum. Verkið er svar hans við misnotkun nasista á norrænni menningu. Jonna Uotinen upphefur sömu menninguna í sínum lífi-æna en mikil- fenglega listdansi. Hægar hreyfingar Baldurs (Sami Saikkonen) bergmála sefandi tóna tilfinninganæmra strok- hljóðfæra. Æstur og skrykkjóttur dans Loka (Aapo Siikala) svarar aft- ur á móti til pákuhögganna sem dynja á eyrunum. Á milli þeiiTa svífur Nanna (Nina Hyvárinen), sú sem Baldur elskar, eins og fallegt blóm í efnisheimi manna. Þau njóta stuttrar stundar saman þar sem líkamar þeirra kyss- ast mjúklega í hægum fimleikahreyf- ingum. Þetta hefði getað orðið tilgerðar- legt en Uotinen stílfærir dansinn þannig að hann fær á sig blæ högg- myndalistar. Mennimir mynda tót- emsúlur í skugga Loka. Þegar hið illa hefur hrósað sigri hangir Baldur eins og Kristur í önnum þeirra. Á meðan gengur hljómsveitin ber- serksgang, ísinn brennur og logarnii' teygja sig í átt að koparplötunum. Baldur sýnir að samstarf menning- arborganna getur kallað fram dýra list. Þess vegna er það miður að verk- ið var aðeins flutt eitt kvöld og að Björgvinjarbúar þekktu ekki sinn vitjunartíma. Einungis tveir þriðju hlutar sæta í Grieghallen vora fylltir en fagnaðarlætin í lokin fylltu höllina þegar áhorfendur risu úr sætum.“ Sýningin styrkst og þroskast Eftir sýningu Baldurs í Helsinki var hrifning Auli Rasanen enn meiri og sagði hann sýninguna hafa batnað að gæðum. „Miðað við framsýning- una fýrir hálfum mánuði hafði sýn- ingin þroskast og styrkst. Níu manna hópur íslenska dansflokksins hafði tekið sýnilegum framförum eftir framsýninguna og dansaði af mun meiri einbeitingu 'og var samstilltari en í heimaborg sinni. Dansararnir sem vora fengnir að láni frá (finnska) þjóðarballettinum (Sami Saikkonen, Nina Hyvarinen, Aapo Siikala) vora sannfærandi í Reykjavík, en fyrir framan áhorfenduma heima í Hels- inki var dans þeirra slíkur að þeir geisluðu af innlifún. Sinfóníuhljómsveit Helsinkiborgar var minningar Jóns Leifs verðug og lék undir stjóm Leifs Segerstam á frábæran hátt - jafnvel betur en Sin- fóníuhljómsveit Islands í Reykjavík. Aðalsinfóníuhljómsveit Islands er ekki af sömu gæðum, því að ekki hef- ur tekist að ráða nægilega færa hljóð- færaleikara í allar stöður. I söng- köflunum komu fram Suomen filharmoninen kuoro (Fílharmónísk- ur kór Finnlands) og Loftur Erlings- son, íslenskur bassasöngvari. Jorma Uotinen hefur tekið rétta ákvörðun, þegar hann hefur skapað viðhafnar- kóreógrafíu við sinfóníska tónlist Jóns Leifs. Tónlistin er ófrjósöm og einsleit/flöt eins og íslenska náttúran, og hefur bara nokkra dramatíska kafla sem líkjast eldgosi. Þó að Leifs hafi verið kallaður „Sibelius" íslend- inga vantar náttúramynd tónlistar hans þau hughrif sem tónlist Sibel- iusar framkallar. Jafnvel í lýrískxim þáttum er hljómurinn einfaldur og harður. Snilldarleg leikmynd Kristínar Bredal samsvarar fullkomlega kóreó- grafískum hugmyndum Uotinen. Rýmið virðist teygja sig út í óenda- nleikann, alveg eins og íslenska landslagið með jöklum sínum og hraunbreiðum. Samtal íss og elds í leikrænustu köflum verksins er frá- bærsjónleikur..." Á dagskrá allra óperuhúsa Carl Gunnar Ahlén, tónlistargagn- rýnandi Svenska Dagbladet, heíúr um langt skeið haldið tónlist Jóns Leifs á lofti við landa sína og í niður- lagi lofsverðrar umsagnar sinnar seg- ir hann: „Þetta merkilega tónverk ætti að vera reglulega á dagskrá allra norrænna óperahúsa. Árangur Jorma Uotinens er að hann hefur opnað aðrar dyr en tónskáldið veitir lykil að og Leif Segerstam sýnir að ekkert í nótunum traflar ferðina. Hvað er nú til hindrunar því að við fá- um að sjá meistaraverk Jóns Leifs á sænsku leiksviði?" Mats Liljeroos skrifar í Kultur laugardaginn 9. sept- ember: „Baldur er eitt merkilegasta og framlegasta balletttónverk 20. aldarinnar og það er tímabært að höf- undur þess hljóti sinn verðskuldaða sess sem ein sérkennilegasta og frumlegasta röddin í nútímatónlistar- sögu.“ Jan Peter Kaiku segir í sama blaði að..þessi sýning ætti að passa fullkomlegasem dæmi um norræna menningu, t.d. í New York, þegar norrænir víkingar verða þar áber- andi í haust.“ Lokatónleikar Radda Evrópu í kvöld Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Raddir Evrópu æfa í Reykholti. UNGMENNAKÓRINN Raddir Evrópu lauk tónleikafor sinni um Evrópu í gærkvöld með tónleikum í Grieghallen í Bergen. Tónleikaferðin, sem hófst hér í Reykjavík með tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst sl., hefur leitt kórinn á milli menning- arborganna árið 2000 þar sem hann hefur komið fram á eftirtöldum stöðum: Brussel, 29. ágústíPalais des Beaux Arts, Helsinki, 31. ágúst í kirkju heilags Jóhannesar og 1. september í Kaarli-kirkjunni í Tall- inn, heimaborg tónskáldsins Arvo Part, að viðstöddum menntamála- ráðherra íslands og Eistlands. í Kraká sungu þau í kirkju hcilagrar Katrínar 3. september að viðstödd- um forseta Póllands og tveim dög- um síðar í Óperuhúsinu í Avignon. Tónleikarnir í Bologna voru haldnir 7. september í Evrópu tónleikasaln- um, í aðaltónleikasal Santiago de Compostela hinn 10. september að viðstöddum borgarstjórum Reykja- víkur og Compostela. Lokatónleik- arnir verða haldnir í Grieghallen í Bergen í kvöld, 12. september, þar sem verndari kórsins, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd ásamt borgarstjóra Bergen. Raddir Evrópu hafa hvarvetna fengið frábærar viðtökur og hús- fyllir verið í öllum borgunum. í dómi sem birtist f pólska dagblaðinu Dziennik Polski segir m.a.: „Eftir tónleikana á sunnudag sátu áheyrendur sem bergnumdir eftir þennan engilfagra söng og með djúpstæðan skilning á tónlist- inni, sem mun óma í hugum áheyr- enda um langt skeið. Ungu söngvar- amir geisluðu af gleði og hamingju þar sem þeir fluttu hina fjölbreyttu tónlist.... Ég vildi að við gætum fengið að njóta fleiri slíka tónleika." Ur Gazeta Krakowska: „Það kemur í Ijós að Raddir Evrópu geta verið hljómfagrar og samstiga. Það sannar kórinn Raddir Evrópu, samansettur af ungum söngvurum, sem eru fulltrúar hinna níu menningarborga Evrópu árið 2000. Kórinn, sem Reykjavík á frumkvæðið að, söng á ógleyman- legum tónleikum í kirkju Heilagrar Katrínar.... Söngskráin, scm var metnaðarfull og um leið erfið, var flutt af miklu hæfileikafólki sem augljóslega er bæði einstaklega áhugasamt og ánægt með að njóta í sameiningu þessarar tónlistarlegu reynslu.... Áheyrendur tóku ein- staklega vel á móti túlkun unga fólksins, sérstaklega á síðasta verk- inu, Evrópu Rapp AD 2000 (eftir Atla Heimi Sveinsson), þar sem bás- únan og kórinn, hvíslandi, klapp- andi og „talandi" kallast á. Raddir Evrópu hafa fengið sams- konar viðbrögð í öðrum Evrópu- borgum." Islensku söngvararnir í Röddum Evrópu eru væntanlegir heim á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.