Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 27
Komdu í reynsluakstur
Grand Vitara er þekktur sem aflmikill, sterkbyggður jeppi, byggður
á grind og með hátt og lágt drif. I nýjum Grand Vitara eru m.a.
ABS-hemlar með EBD'hemlajöínun, aukið farþegarými, umhverfis'
vænni vél og fleiri spennandi nýjungar. Líttu við og reynsluaktu
liprum og spameytnum alvöm jeppa.
3-dyra: frá 1.840.000,-
5-dyra: frá 2.190.000,-
5-dyra: 23.510,- á mánuði
Dæmi um meðalafborgun miðað við 1.100.000 kr.
útborgun (t.d. bíll tekinn upp í), i E0 mánuði.
SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 2B 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. SUZUKI BILAR HF
Hafnarfjörður:GuðvarðurEliasson,Grænukinn20,simi555 1550.Hvammstangi:Bna-ogbúvélasalan,Melavegi 17,sfmi451 22 30. gke,funnj y/ Sjmj 558 51 00
fsafjörður BLIagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. www suzukibilar is
LISTIR
Litil en STORmerkilen merkivel
bfother p -1o u ch 1250
Enn og aftur kemur Brother á óvart með nýrri merkivél.
Hún er skemmtilega nýtískuleg en samt er allt þetta gamla
góða enn til staðar að viðbættum fjölda nýjunga.
\ íslenskir stafir
► 5 leturstærðir
► 9 mismundandi leturútlit
► 6, 9 og 12 mm prentboröar
► Prentar í tvær linur
^Prentborðar í mörgum litum
► Rammar, borðar og tákn
Rafport
NýbýlavegM4, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102.
Umboðsmenn: Volti ehf., Vatnagöröum 10. Raftækjav. Skúla Þórssonar, Álfaskeiði 31, Hatnarf., Bókabúö K^flavíkur. Rafþjónusta
S Sigurdórs, Akranesi. Straumur, lsafiröi. Iskraft, Akureyri. ðryggi ehf., Húsavík. Geisli, Vestmannaeyjum. Arvirkinn hf., Selfossi.
[jjr * Meðan birgðir endast.___________________________________________________________________________
Bókmenntahátíð
-2000
Upplestur-
inn nýtur
vinsælda
Fransk-marokkanski rithöfund-
urinn Tahar Ben Jelloun hefur til-
kynnt stjórn Alþjóðlegu bókmennta-
hátíðarinnar að
hann komist því
miður ekki á há-
tíðina að þessu
sinni af persónu-
legum ástæðum.
Jelloun mun eiga
í erfíðum deilum
opinberlega við
fyrrverandi barn-
fóstru fjölskyld-
unnar og þarf að sögn að sinna þeim
málum þessa dagana. Franskir
fjölmiðlar munu hafa tekið þetta mál
upp á arma sína og er það í sviðsljós-
inu í Frakklandi þessa dagana.
Jelloun átti að taka þátt í tveimur
dagskrárliðum á bókmenntahátíð-
inni, upplestri í Norræna húsinu á
föstudagskvöld og umræðum á sama
stað í hádeginu á laugardaginn, en
af því verður ekki. Dagskrá hátíðar-
innar breytist ekki að öðru leyti
vegna þessa, segir í tilkynningu frá
stjórn hátíðarinnar.
SALURINN, KÓPAVOGI KL. 20
Caput
Tónlistarhópurinn CAPUT frumflytur
verk eftirAtla Ingólfsson. Auk þess
veróa flutt verk eftir SunleifRasmus-
sen Surround og Hróðmar I. Sigur-
björnsson.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR-
HÚS KL. 17
cafe9.net
Eldjárnsfeðgamir Þórarinn og Kristján
stilia saman listræna strengi Ijóðs og
gítars í dagskrá sem nefnist „Poetry
Guitar“ með aðstoð frá DJ Bunuel og
Arrtu Pakalo víbrafónleikara frá Finn-
landi. Um erað ræða skipuiagðan
spuna sem varpað verðurá 50 fer-
metra sýningartjald í Hafnarhúsinu.
www.cafe9.net
IÐNÓ KL. 20.30
Alþjódleg bókmenntahátíð í Reykja-
vík
Upplestur Kerstin Ekman, André
Brink, A.S. Byatt, Margrétar Lóu
Jónsdóttúr og Einars Kárasonar.
Hátíðin stendur til 16. september.
www.nordice.iswww.reykjavik2000.is,
wap.olis.is
UPPLESTUR erlendra og inn-
lendra rithöfunda í Iðnó á alþjóðlegu
bókmenntahátíðinni nýtur mikilla
vinsælda meðal almennings. Á
mánudagskvöldið hlýddi fjölmenni á
norsku skáldkonuna Linn Ullmann,
þýska rithöfundinn Ingo Schulze og
íslensku skáldkonurnar Ingibjörgu
Haraldsdóttur og Diddu lesa úr
verkum sínum. Þýddum texta er-
lendu höfundanna er varpað jafnóð-
um upp á tjald svo áheyrendur eigi
auðvelt með að fylgjast með.
í gærkvöld lásu færeyski
rithöfundurinn Jógvan Isaksen,
lettneska skáldkonan Nora Ikstena
og tékkneski rithöfundurinn Ivan
Klíma ásamt Sjón og Pétri Gunnar-
ssyni úr verkum sínum. I kvöld lesa
sænska skáldkonan Kerstin Ekman,
suður-afríski rithöfundurinn André
Brink, breska skáldkonan A.S.
Byatt, Margrét Lóa Jónsdóttir og
Einar Kárason.
Tahar Ben
Jelloun
kemur ekki
Morgunblaðið/Kristinn
Linn Ullman las úr skáldsögu
sinni í Iðnó á mánudagskvöldið.
13. september