Morgunblaðið - 13.09.2000, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Athugasemd
FRAMKVÆMDASTJÓRI Lands-
samtaka sauðfjárbænda gerir í
Morgunblaðinu í dag [þriðjudag]
grófa atlögu að Baugi og verð-
myndun þar með rakalausum
ósannindum. Framkvæmdastjór-
inn heldur þar fram að álagning
Baugs á frosnu lambalæri án hæk-
ils sé 108%. Þetta er fjarri sanni.
í Morgunblaðinu 29. ágúst kom
fram leiðrétting frá undirrituðum
á eigin ummælum sem fram komu
í viðtali í Morgunblaðinu 27. ágúst.
I leiðréttingunni fólst að undirrit-
aður hafði farið rangt með kílóverð
á lambalæri en átt var við verðlag í
* Færeyjum en ekki á íslandi.
Það hlýtur að teljast til tíðinda
að sjálfur framkvæmdastjóri
Landssamtaka sauðfjárbænda
haldi því fram að innkaupsverð
verslana á frosnum lambalærum
án hækils sé 400 kr./kg á íslandi.
Betur væri að sú staðreynd ætti
við fyrir íslenska neytendur.
Verðlistaverð Sláturfélags Suður-
lands, svo dæmi sé tekið, er 741
kr./kg í dag. Smásöluverð er nú
989 kr/kg. m. vsk. Heildsöluverð á
sömu vöru var 688 kr./kg. vorið
1999. Hækkun á verðlistaverði af-
urðastöðva er því 7,7% á þessu
tímabili.
Afsláttakjör Baugs hafa ekki
aukist á þessum tíma og er inn-
kaupsverð Baugs á bilinu 670-680
kr. /kg. í dag. Álagning Baugs á
frosnu lambalæri er því innan við
fjórðungur af því sem fram-
kvæmdastjórinn fullyrðir að hún
sé og væri hann maður að meiri ef
hann bæðist opinberlega afsökun-
ar á rangfærslum sínum.
Kveðja,
Jón Asgeir Jóhannesson
forstj. Baugs
Námskeið í Felden-
krais-aðferð
NÁMSKEIÐ í Feldenkrais-aðferð
verður haldið helgina 16. og 17. sept-
ember í sal Tónlistarskólans í
Reykjavík, Laugavegi 178, 4. hæð
(Stekk). Leiðbeinandi er Sibyl Urb-
ancic. Þrjár kennslustundir verða
hvorn dag: kl. 10-11.30, kl. 12,- 13.30
og kl. 14.30-16. Námskeiðið sem fer
fram á íslensku er opið öllum, byrj-
endum sem lengra komnum, segir í
fréttatilkynningu.
Upplýsingar og skráning á skrif-
stofu Félags íslenskra hljómlistar-
manna. Feldenkrais-aðferðin er
kennsluaðferð sem notar kerfi
líkamshreyfinga til að bæta meðvit-
und um beitingu líkamans. Dr.
x Moshe Feldenkrais var verkfræðing-
ur og eðlisfræðingur. Árangurslaus
leit hans að lækningu við þrálátum
hnjámeiðslum leiddi til þess að hann
fór að athuga hreyfingar og hreyfi-
mynstur líkamans og möguleikana á
að breyta þeim, segir í tilkynning-
unni. Honum
tókst að ráða bót
á hnjámeiðslun-
um en lét ekki
þar við sitja held-
ur hélt áfram
ævilangt að þróa
þá aðferð sem við
hann er kennd og
stunduð er víða
um heim.
Námskeiðið er byggt á hóp-
kennslu-aðferð Feldenkrais, Aware-
ness through Movement (skynjun
gegnum hreyfingu). Þetta er kerfi
einfaldra hreyfinga sem henta öll-
um. Þær eru gerðar hægt og þægi-
lega, án sársauka, eftir leiðbeining-
um kennarans. Hver og einn
athugar hreyíi- og stöðuvenjur sín:
ar með hjálp leiðbeinandans. I
hverjum tíma er eitthvert hreyf-
ingamynstur tekið fyrir og í lok
tímans eru umræður.
Heilsudagar fyrir karl-
menn í Vatnaskógi
HELGINA 15.-17. september efna
Skógarmenn KFUM í fyrsta sinn
til heilsudaga fyrir karlmenn í
. Vatnaskógi. Helgin er hugsuð fyrir
karlmenn, 17 ára og eldri, sem vilja
efla heilbrigði sitt til líkama, sálar
og anda.
Dagskráin tekur mið af þessu og
er áhersla lögð á heilsusamlega
hreyfingu, hollt og gott fæði, nær-
ingu fyrir sál og anda og vinnu í
þágu Vatnaskógar. Verkloka Birki-
skála verður minnst á laugardags-
kvöldinu og í kjölfarið ganga menn
að veisluborði og hátíðarkvöld-
vöku með lifandi tónlist og fjöl-
breyttri dagskrá fram eftir kvöldi.
Á sunnudeginum verður farið í
vettfangsferð í Skorradal og end-
að með helgistund í Fitjakirkju.
Verð er kr. 2.900 og fer skráning
fram hjá KFUM.
Dagskrána má sjá á slóðinni
www.kfum.is.
Kynning á starfsemi í
Gjábakka og Gullsmára
STARFSEMI í Gjábakka, Fann-
j. borg 8 og Gullsmára, Gullsmára 13,
sem eru félagsheimili í Kópavogi
sérstaklega ætluð eldra fólki, verður
kynnt dagana 13. september í Gull-
smára og 14. september í Gjábakka
og hefst kynningin báða dagana kl.
LEIÐRÉTT
Vísa Káins
Lesandi hringdi og benti á að
rangt hefði verið farið með vísu Ká-
ins í pistlinum Hugsað upphátt, sem
* birtist síðastliðinn sunnudag. Rétt
ervísansvona:
Af langri reynslu lært ég þetta hef:
að láta Drottin ráða meðan ég sef.
En þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða,
og þykist geta ráðið fyrir báða.
Beðist er velvirðingar á þessum
- mistökum.
14. Félag eldri borgara í Kópavogi
kynnir fyrirhugaða starfsemi og
margir áhugamannahópar kynna
sína starfsemi. Frístundahópurinn
Hana-nú, sem er hluti af félags-
starfi eldra fólks í Kópavogi og hef-
ur það meginmarkmið með starf-
semi sinni að breyta viðhorfum til
þess að verða og vera gamall, mun
kynna fjölbreytta starfsemi og fé-
lagsheimilin kynna það félags- og
menningarlíf sem í boði verður á
vegum félagsstarfsins. Ýmsar nýj-
ungar í handmennt verða kynntar
svo sem japanskur pennasaumur,
leirmótun, nýjungar í kortagerð
o.fl.
Þátttökuskráningar verða á
kynningardögum m.a. á fyrirhuguð
námskeið o.fl.
Fólk á öllum aldri er hvatt til að
mæta og fylgjast með hvað er að
gerast í félagsstarfinu í Kópavogi.
Heitt verður á könnunni og
heimabakað meðlæti selt á vægu
verði.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Dvöl - dagvist
í Kópavogi
MIG langar að segja frá
Dvöl í Kópavogi, sem er
dagheimili í Reynihvammi
34. Dvöl er fyrir fólk sem er
með slæmsku á taugum og
jafnframt fyrir fólk sem er í
andiegri þvingun. Þarna er
dásamlegt starfsfólk sem
styður og styrkir andlega
og líkamlega og gefur mik-
ið af sér, er yndislegt og
hlýtt. Þetta heimili býður
upp á mat og kaffi, alls kon-
ar föndur og fær fólk til
þess að vinna að sínum
áhugamálum, mála, pijóna,
teikna og svo framvegis.
Stuðningsaðilar frá Rauða
krossinum eru þarna og
fagfólk. Ég vill benda fólki
á að banka upp á og segja
bara góðan daginn. Það er
tekið vel á móti öllum.
Þarna er opið frá 9-16
virka daga og allt fólkið
sem þarna dvelur eru gest-
ir og margir hverjir hafa
komist út á vinnumarkað-
inn, sem þarna hafa dvalið.
Verslunin Cartis
Mig langar að senda versl-
uninni Cartis í Hamraborg
1 mínar bestu kveðjur fyrir
frábæra þjónustu og kurt-
eisi sem maður finnur orðið
sjaldan í verslunum. Jafn-
framt er verðinu haldið í
lágmarki, þannig að maður
verður alveg undrandi.
Eigandi Cartis og starfs-
fólk á heiður skilið.
Ransý.
Hræfuglar!
ÞAÐ var vægast sagt
furðulegt að sjá fjölda af
„rauðum og róttækum"
Stalínistum mæta til að
mótmæla glæpaverkum Li
Peng. Stalin reyndi að svið-
setja fólsuð réttarhöld, þar
sem Islendingar voru með-
al gesta og hafðir að fíflum
samkvæmt venju! Auk þess
hurfu menn hundruðum og
þúsundum saman og voru
drepnir bæði heima og í
hernumdu löndunum.
íbúarnir voru vissulega
með eins konar band fyrir
munninum í áratugi. Þorðu
aldrei að tjá sína skoðun og
eru ýmsir þvingaðir í þessu
tilliti ennþá t.d. í Eystra-
saltsríkjunum. íslenskir
námsmenn í A-Þýskalandi
og Tékkóslóvakíu upplifðu
allir rækilega hræðslu
þagnarinnar, en heim-
komnir gerðust þeir samt
blysberar kommúnismans
og ættu að skammast sín
talsvert. Þegar þeir reyna
að mæta til slíkra mótmæla
til að næla sér í syndakvitt-
un, verðskulda þeir orðið
„Hræfuglar".
Gamall fyrrv. gjaldkeri
Heimdallar.
Flugbreyting
NÚ hefur verið endumýjuð
austur-vestur flugbrautin í
Reykjavík og næst á dag-
skrá mun vera endurnýjun
norður-suður brautarínnar.
Auk þess hefur verið lýst
yfír því, að flugbrautir
verði lagðar í nágrenni
þéttbýlis fyrir kennslu og
ferjuflug. Margir hafa lagt
orð í belg um þessar fram-
kvæmdir enda mikið í húfí.
Það hlýtur að vera þægi-
legt fyrir flugfólk að hafa
flugbrautir þvers og kruss í
höfuðborginni þótt þægind-
in séu óheyrileg fyrir fjölda
fólks sem býr nálægt
brautunum. Iskyggileg er
sú endemis vitleysa, að
nauðsynlegt sé vegna flug-
öryggis, að flugvélar skríði
yfír helstu stofnanir þjóð-
arinnar um aldur og ævi.
Nú er tækifæri til að slá
tvær, eða jafnvel þrjár flug-
ur í einu höggi. Hættum við
fyrirhugaða norður-suður
flugbraut í mýrinni. Leggj-
um brautina þar sem
kennsluflugvöllurinn á að
koma, hvort sem það verð-
ur í Kapelluhrauni eða ann-
ars staðar. Verður þá unnt
að lenda þar í þau fáu
skipti, sem ekki verður
hægt að lenda á austur-
vestur brautinni nýju. Það
þarf ekki að fjölyrða um
tækifærin sem skapast, t.d.
fæst landrými fyrir Há-
skóla Islands og Landspít-
ala, einnig hið nýja óska-
barn þjóðarinnar, Islenska
erfðagreiningu og marga
aðra, bæði fyrir sunnan og
norðan Reykjavíkurflug-
völl. Vandræðalaust verður
að leggja veg frá Hring-
braut að nýrri íbúðarbyggð
í Skerjafirði. Er þetta ekki
lausn fyrir næstu ár eða
áratugi, sem margir verða
álíka óánægðir með, eða
jafnvel langflestir ánægðir
með?
Ibúi við Sóleyjargötu.
Lýsing Bergsins
NJARÐVÍKINGUR hafði
samband við Velvakanda
og langaði að óska Keflvík-
ingnum Steinþóri Jónssyni,
höfundi listaverksins
Bergsins, svo og öðrum
Reyknesingum til ham-
ingju með eitt glæsilegasta
listaverk landsins.
Pollý er týnd
POLLÝ er dökkbröndótt
læða og hvarf frá Hallveig-
arstíg, föstudaginn 1. sept-
ember sl. Hún er með bleik/
rauða ól, merkisspjald og
flóaól. Hún er nýflutt og því
miður gleymdist að breyta
heimilisfanginu og síman-
um á merkispjaldinu. Þeir
sem hafa séð til hennar
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 562-4150 eða
699-7663 eða hafið sam-
band við Kattholt í síma
567-2909. Pollýjar er sárt
saknað.
SKÁK
llmsjón Ilelgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Staðan kom upp í bráða-
banaeinvígi danska stór-
meistarans Lars Schandorff
(2520), svart, og finnska al-
þjóðlega meistarans Aleksei
Holmstein (2383) í fyrstu
umferð Svæðamóts Norður-
landa sem senn fer að ljúka í
húsakynnum Taflfélagsins
Hellis. 16...Re2+! 17.KÍ2
17.Bxe2 var ekki heldur
áferðafallegt sökum t.d.
17.. .Dxe3+ 18.HÍ2 Bd4.
17.. .Rxf4! 18.Df3 Rxd3+
19.cxd3 Dxb2+ 20.Kgl Be6
21.Habl Dxa2 Svartur er
með betri stöðu og þrem
peðum yfir sem hann nýtti
sér örugglega til sigurs
nokkru síðar.
Svæðamót Norðurlanda
heldur áfram 13. september
kl. 17:00 í félagsheimili Tafl-
félagsins Hellis, Þangbakka
1, Mjódd. 3. umferð, bráða-
banaeinvígi. Áhorfendur eru
velkomnir.
COSPER
Mamma, páfagaukurinn gleypti segulstálið mitt.
Víkverji skrifar...
AÐ er kunnara en frá þurfi að
segja að ein árangursríkasta
aðferð til að selja vöru er að höfða
til barna. Þess vegna beina auglýs-
endur í auknum mæli auglýsingum
til barna og unglinga. Hugmyndin
er sú að fá börnin til að nauða í for-
eldrum sínum um að kaupa eitthvað
í trausti þess að foreldrarnir gefist
upp og kaupi það sem auglýst er.
Víkverji þekkir af eigin raun hversu
þessi sölumennska er árangursrík.
Fyrir stuttu var hringt heim til
Víkverja. í símanum var kona sem
spurði hvort bjóða mætti syni Vík-
veija að vera viðstaddur sjónvarps-
upptökur á bamaþætti á Stöð 2.
Víkveiji varð nokkuð undrandi á
þessu óvænta boði en þáði að sjálf-
sögðu boðið fyrir hönd sonarins.
Þegar sonurinn kom heim úr skól-
anum varð hann að vonum glaður
og spenntur vegna fyrirhugaðrar
sjónvarpsupptöku. Daginn eftir fór
hann strokinn og greiddur í skólann
í betri fötunum en sjónvarpsstöðin
hafði verið svo höfðingleg að bjóð-
ast til að sækja piltinn í skólann og
skila honum heim. Drengurinn kom
sæll og glaður heim með skólatösk-
una á bakinu og sagði foreldmm
sínum stoltur frá nýrri lífsreynslu.
Foreldrarnir hlustuðu glaðir á en
minntu piltinn unga siðan á að huga
að heimalærdóminum. Og hvað
kemur þá ekki upp úr töskunni!
Bréf frá Stöð 2 þar sem segir:
„Handhafi þessa gjafabréfs fær 1
mánuð í áskrift að Stöð 2 hjá Is-
lenska útvarpsfélaginu hf. Áskrift-
ina ber að nýta fyrir 1. mars 2001.“
xxx
ETTA vinsamlega bréf hefur
valdið talsverðu uppnámi á
annars friðsælu heimili Víkverja.
Ekki skal efast um að tilgangur
sjónvarpsstöðvarinnar var góður.
Stöðin hefur sjálfsagt viljað leysa
gesti sína út með gjöfum eins og
gert er á bestu bæjum. Umræða
um bréfið á heimili Víkverja fór
hins vegar fljótlega út í þann farveg
að sonurinn krafðist þess með tals-
verðri festu að fjölskyldan gerðist
áskrifandi að Stöð 2 til frambúðar.
Hann benti á að allir kunningjar
hans væru með Stöð 2 og þar væru
miklu skemmtilegri teiknimyndir
en á Ríkissjóiivarpinu.
Víkverji hafði hins vegar nýverið
ákveðið að taka mið af tilmælum
þjóðhagsstofustjóra og seðlabanka-
stjóra og beita auknu aðhaldi í
rekstri heimilisins, þ.e. að spara.
Heldur þunglega var því tekið í ósk
sonarins. Hann hefur hins vegar
erft þrautseigju föður síns og krafð-
ist með enn meiri þunga að fá Stöð
2. Víkverji gaf á endanum afsvar
sem aftur kallaði á upphrópanir og
óvinsamleg ummæli sonarins. Þar
kom að eiginkona Víkverja blandaði
sér í málið með þessari meinlegu
athugasemd: „Ég skil nú ekki af
hverju þú getur ekki látið þetta lít-
ilræði eftir drengnum; maður sem
er nýbúinn að kaupa bíl fyrir mörg
hundruð þúsund."
Af þessu tilefni vill Víkverji taka
fram eftirfarandi: Víkverja hefur
nú verið þröngvað í þá stöðu að
þurfa að velja á milli annars vegar
grundvallarsjónarmiða sem hann
hefur sett í rekstri heimilisins og
uppeldi sonarins og hins vegar
heimilisfriðar. Eins og vænta má er
það heimilisfriðurinn sem ræður
gerðum Víkverja eins og svo oft áð-
ur.