Morgunblaðið - 13.09.2000, Side 15

Morgunblaðið - 13.09.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 15 Morgunblaðið/Kristján. Þorsteinn Ingólfsson, bóndi í Gröf í Eyjafjarðarsvcit, synir hans Ingólfur og Páimi, barnabarnið Kormákur og systkinin Hermann og Guðlaug Gunnarsbörn frá Svertingsstöðum voru að taka upp kartöflur. Aðalfundur Eyþings um ferðaþjónustu Möguleikar svæð- isins óþrjótandi FERÐAÞJÓNUSTA hefur allar for- sendur til að dafna og aukast frá því sem nú er í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum og möguleikar svæðisins nánast óþrjótandi. Þetta segir í ályktun aðalfundar Eyþings, sam- taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum en hann var hald- inn um liðna helgi. „Vinna þarf að lengingu ferða- mannatímans og að hver heimsókn standi lengur. Það má t.d. gera með átaki í bættu aðgengi að náttúruperl- um svæðisins og öðru því sem vekur áhuga ferðamannsins, t.d. fornminj- um (Hofstaðir, Gásar o.fl.) Huga þarf að frekari afþreyingu t.d. í tengslum við hvalaskoðun á Húsa- vík, heilsuböð við Mývatn, kláfferju í Hlíðarfjalli svo eitthvað sé nefnt, segir í ályktun Eyþings um ferða- þjónustu. Kartöflu- uppskera í góðu meðallagi KARTÖFLUBÆNDUR í Eyjafirði eru í óða önn að taka upp kartöflur sínar þessa dagana en að sögn Ólafs G. Vagnssonar ráðunautar hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar er upp- skeran nokkuð misjöfn en þó yfir- leitt í góðu meðallagi. Ólafur sagði vegna mikilla þurrka seinni partinn í júlí væri uppskeran í sandgörðum víða ekki merkileg en þeim mun betri í mold- argörðum. Hann sagði þó að hlýindi og rigning í kjölfarið hafi haft mjög jákvæð áhrif og að í raun hafi verið ótrúlegt hversu kartöfluspretta hafi þá tekið vel við sér og að loka- spretturinn hafi verið góður. Ólaf- ur sagði að aðstæður til kartöflu- upptöku væru góðar þessa dagana og því flestir bændur á fullri ferð í görðum sínum. Þorsteinn Ingólfsson bóndi í Gröf er í þeim hópi en hann var að taka upp kartöflur í landi sínu er blaða- maður Morgunblaðsins var á ferð um Eyjafjarðarsveit í vikunni. Þor- steinn tók undir með Ólafi og sagði að uppskeran væri í meðallagi, góð í moldargörðum en minni í sand- görðum, sem væru mun viðkvæm- ari fyrir þurrki. Aðalfundur Eyþings um orku- og atvinnumál Heildarúttekt á virkjun orkuauðlinda AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum, fól stjórn samtakanna að hafa nú þegar forgöngu um gerð heildarúttektar á svæðinu hvað varðar virkjun orkuauðlinda og nýt- ingu þeirrar orku til atvinnuupp- byggingar í landshlutanum. Úttektin verði gerð í samstarfi við atvinnu- þróunarfélögin á svæðinu, einstök sveitarfélög, iðnaðarráðuneytið og aðra þá er málið varðar. í greinargerð með þessari tillögu kemur fram að ljóst sé að á Norður- landi eystra sé veruleg orka, bæði í formi fallvatna og jarðvarma. Skynsamleg nýting þessara náttúru- auðlinda til atvinnuuppbyggingar á svæðinu sé eitt helsta sóknarfæri landshlutans. Nýting orkuauðlind- anna sem næst upprunastað sé bæði skynsamleg af beinum hagrænum ástæðum og einnig með tilliti til um- hverfissj ónarmiða. Aðalfundurinn lýsti einnig yfir fullum stuðningi við áform um nýt- ingu orkuauðlinda á Austurlandi til atvinnuuppbyggingar í landshlutan- um og tekur sérstaklega undir álykt- un aðalfundar Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi sem haldinn var um nýliðin mánaðamót um orku- og atvinnumál. Verkver býður öflugar og hagkvæmar lausnir fyrír húsbyggjendur og þá sem vinna að endurbótum á eldra húsnæði. Hjá Verkverí færðu ýmsar sérh lausnir fyrír bæði atvinn r wm @ Raynor iðnaðar- og bílskúrshurðirnar hafa þegar sannað notagiidi sitt við íslenskar aðstæður. Fleka- rúllu- og hliðaropnandi hurðir. Opnunarbúnaður fyrir bæði bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Yfir 4000 hurðir þegar uppsettar hér á landi. /riHllifrft Með MV-húsum getur Verkver boðið fjölda lausna fyrir atvinnuhúsnæði. Boðin eru bæði límtrés og stálgrindarhús. Þegar hafa verið reist 14 hús hér á landi. Einnig er boðið uppá þak- og veggása og burðarvirki úr límtré eða stáli. íEJa Samlokueiningar fyrir þök og veggi, fjöldi möguleika í útliti, litum og þykktum. Einingar fyrir frysti- og kæliklefa. Eldvarnaeiningar með steinull. Yfir 40.000 m2 uppsettir á íslandi. I eigin verksmiðju getur Verkver framleitt fjölda lausna fyrir glugga og hurðir úr áli. Svalalokanir, garðskálar, útidyrahurðir og gluggar fyrir atvinnuhúsnæði og heimili. m Stein-, flísa-, stál- og álklæðningar með eða án upphengikerfa Upphengikerfi fyrir ál og stálklæðningar, ásamt múrboltum og öðrum festingum. Movinord veggjakerfið býður fjölda möguleika í lausnum og Irtum. Stóraukin notkun fyrirtækja á færanlegum, endurnýtanlegum veggjum staðfestir hagkvæmnina. Verkver býður einnig fjölda lausna í kerfisloftum, steinullar- eða gipsplötuloft og ál- og stálloft.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.