Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útilistahátíð Reykjavíkur menningarborgar Ljósin í norðri lýsa upp nóvember Morgunblaðið/Árni Sæberg F.v. Hanna Styrmisdóttir, verkefnisstjóri Ljósa í norðri, Þórunn Sigurð- ardóttir, Riitta Heinamaa og Guðjón Magnússon. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingimundur Sigurpálsson býður nýjan bæjarstjóra Garðabæjar, Ásdísi Höllu Bragadóttur, velkominn til starfa. Til hliðar er Laufey Jóhanns- dóttir, forseti bæjarstjórnar. Ásdís Halla Bragadóttir tók við starfí bæjarstjóra í Garðabæ í gær „Spennandiverk- efni framundan“ ÓVENJULEG útilistahátíð verður haldin í Reykjavík fyrstu helgina í nóvember. Hátíðin ber heitið „Ljós- in í norðri“ og er samstarfsverkefni norrænu menningarborganna þriggja Reykjavíkur, Bergen og Helsinki. Hátíðin er tileinkuð ljósinu og því hvernig hægt er að „virkja myrkur og kulda vetrarmánaðanna á norðurslóðum á jákvæðan hátt til listsköpunar og skemmtunar," eins og segir í fréttatilkynningu frá Reykjavík menningarborg 2000. Verkefnið var formlega kynnt á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær en undirbúningur að því hefur staðið yfii- í tæp tvö ár. Þórunn Sig- urðardóttir, stjórnandi Reykjavíkur menningarborgar, opnaði fundinn og sagði frá tilurð og upphafi verk- efnisins. Þórunn sagði að á fundi stjómenda menningarborganna norrænu hefði hugmyndin komið upp að „velja sérstaklega verkefni þar sem lega, náttúra, saga og menning þessara þriggja borga gæti á einhvern hátt sameinast." Þórunn sagði einnig að þó verkefnið væri til- raunarverkefni þá byggði það á tæknilegri kunnáttu og þekkingu þar sem Finnai’ hafa um árabil hald- ið samskonar hátíð í Helsinki og því hafi verið gott að geta leitað í smiðju þeirra eftir upplýsingum um fram- kvæmdarmöguleika. Verkefnið nýtur stuðnings Nor- ræna menningarsjóðsins en þar að auki standa Norræna húsið, Orku- veita Reykjavíkur, Listaháskóli Is- lands og Leikfélag Reykjavíkur að því með menningarborgunum. „Með þessu sameinast list og vísindi á ein- stakan máta og stofnanimar sem taka þátt vinna einnig með sköpun en hafa auk þess mikla tæknilega yf- irburði og þekkingu,“ sagði Þórunn. Hún sagði hátíðina vera umfangs- mestu vetrarhátíð sem haldin hefur verið hér á landi og að kostnaður við hana yrði um 13-14 milljónir þegar allt væri talið. Hanna Styrmisdóttir, verkefnis- stjóri Ljósa í norðri tók því næst til máls og kynnti viðamikla dagskrána en hún hefur haldið utan um verk- efnið frá byrjun og er því öllum hnútum kunnug. Hanna minntist sérstaklega á þátttöku þeirra fjöl- mörgu íslensku listamanna sem taka þátt í viðburðum hátíðarinnar auk þess að nefna listamenn frá hin- um menningarborgunum sem ljá verkefninu krafta sína og kunnáttu. Riitta Heinamaa, forstjóri Norræna hússins, miðlaði gestum af reynslu samlanda sinna Finna en vetrarhá- tíð Helsinkiborgar hefur orðið stærri og glæsilegri með hverju ár- inu sem líður og þátttaka borgarbúa mikil. Riitta sagði að gestir frá hin- um Norðurlöndunum ættu eftir að sækja íslensku hátíðina heim til að upplifa hvernig einstök náttúra og menning Reykjavíkur samtvinnast í hátíðarhöldunum. Hún sagði hátíðir af þessu tagi vera borgarhátíðir þar sem öllum íbúum er boðin ókeypis og opin þátttaka í kjötkveðjuhátíð- arstemningu borgarinnar þar sem ljósið væri miðpunkturinn í myrkri dimmustu mánaða ársins. „I skammdeginu horfum við á ljósið og veltum því fyrir okkur sem og andstæðu Ijóssins - myrkrinu,“ sagði Guðjón Magnússon hjá Orku- veitu Reykjavíkur. „Því er skamm- degið skemmtilegur tími til að leika sér að hvoru tveggja, þessum óað- skiljanlegu andstæðum. Orkuveitan horfir til þess að það geti orðið fast- ur liður í starfseminni að styðja við slíkt framtak eins og nú er að fara af stað með ljósaganginum." í lok fundarins tók Þórunn aftur til máls og sagði ánægjulegt að verkefni sem þetta, sem væri unnið af nýsköpunarkrafti og tilrauna- starfsemi, væri sett í gang á ári menningarborgarinnar. Þegar Þór- unn var svo spurð hvort hátíðin yrði gerð að árlegum viðburði í menning- arlífi Reykjavíkurbúa sagði hún að tíminn og árangur hátíðarinnar í ár myndi leiða það í ljós en fullur vilji væri til frekara framhalds. ÁSDÍS Halla Bragadóttir tók við starfi bæjarstjóra í Garðabæ í býtið í gærmorgun af Ingimundi Sigurpáls- syni sem gegnt hefur starfinu í þrettán ár. Ásdís Halla er 32 ára stjórnmálafræðingur með meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla. „Þetta hefur verið skemmtilegur og viðburðaríkur dagur,“ sagði nýi bæjarstjórinn við Morgunblaðið síð- degis í gær. „Ég hef eytt deginum í að setja mig inn í málin hér á bæjar- stjórnarskrifstofunum, hef rætt við starfsfólkið og orðið margs vísari,“ sagði hún. Asdís Halla hefur m.a. starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðhen-a en nú síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Há- skólans í Reykjavík. Hún segist ekki hafa haft mikinn tíma undanfarna daga og vikur til að búa sig undir nýja starfið. „Ég lagði heldur áherslu á að ljúka öðrum verkefnum mínum svo ég gæti hafið störf af fullum krafti. Það hefur mér tekist en það stóð tæpt. Ég var við kennslu í Háskólanum í Reykjavík fram að miðnætti í gærkvöldi [mið- vikudagskvöld] og var svo mætt a bæjarstjómarskrifstofumar í býtið daginn eftir,“ segir Ásdís Halla og hlær. Bæjarstjórinn segir greinilegt að Garðabær hafi á að skipa reynslu- miklu og góðu starfsfólki. „Það er greinilegt að hér tek ég við góðu búi. Ingimundur Sigurpálsson hefur ver- ið mjög farsæll sem bæjarstjóri og Garðabær stendur með miklum blóma enda hefur þetta lengi verið vel rekið bæjarfélag. Ég vona að á næstu mánuðum og ámm haldi Garðabær áfram að vaxa og dafna. Það era mörg skemmtileg verkefni fram undan.“ Fjölbreytt dagskrá úti- listahátíðar ÚTILISTAHÁTÍÐ Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 dagana 3.-6. nóvember verður með fjölbreyttu móti. Miðstöð hátíðar- innar verður Norræna húsið og miðbær borgarinnar en hún á einn- ig eftir að teygja anga sína víðar. Til dæmis munu íbúar Grafarvogs og útivistarunnendur í Elliðaárdai verða varir við hana og taka þátt í dagskránni. Boðið verður upp á óvenjulega og skemmtilega dag- skrá þar sem allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfí; inni- og útiverk, gjöminga, kórsöng og viðburði sem tengjast ljósi eða myrkri á einhvern hátt. Það er fjöl- mennur hópur íslenskra og er- lendra listamanna og hönnuða sem tekur þátt í háti'ð Ijóssins, Ljósunum í norðri. Föstudaginn 3. nóvember verður boðið upp á „geimferð" um stjömu- himininn í Norræna húsinu þar sem meðlimir í Stjömuskoðunarfélagi Seltjarnamess leiða unga og upp- rennandi geimfara um undur himin- hvolfsins. í Elliðaárdai mun mynd- listamaðurinn Anna Jóa fremja Ijósgjörning. Anna Jóa stendur einnig fyrir gróðurhúsaþyrpingu sem reist verður á Lækjartorgi. Fjölmenningarlegur barnakór, Heimsljósin, syngur lög í Hljómská- Iagarðinum föstudags- og laugar- dagskvöld en kórinn skipa börn af öllum þeim þjóðum sem ísland byggja. Finnski listamaðurinn Jyrki m % g 1 n „ A h Myndin er frá ljósahátíðinni í Helsinki. Parantainen sýnir ljósmyndir sínar sem em um leið heimild um brennu fíkn listamannsins en hann hefur um árabil notað umbreytingarmátt eldsins í verkum sínum. Sýningar Jyrki standa yfir í Norræna húsinu frá 29. október til 17. desember og í Galleru i8 frá 26. október til 26. nóvember. Haraldur Jónsson sýnir verk sitt „Vatn“ sem sett verður upp í kring- um tjörnina hjá Norræna húsinu. Verkið fjallar um vatn frá öllum sjónarhomum. Á ýmsum veitingastöðum í borg- inni verða myndir Sonnýjar Þor- bjömsdóttur úr myrkrinu sýndar á sjónvarpsskjám. Kaisa Salmi lýsir upp Hall- grímskirkju og Susan Elo, Tuula Pöyhönen og Tuija Járvenpáa sýna verk sitt „Light Hostel". Nemendur af fjöltæknibraut Listaháskóla Is- Iands bjóða gestum upp á sól og sól- brúnku í skammdeginu. Aðalsteinn Stefánsson sýnir verkið „Eldur og vatn“. Kaffi Thomsen verður svo vettvangur samstarfs listamanna þar sem Trans Light-hópurinn frá Reykjavík og fleiri listamenn koma fram. Á sunnudeginum sýnir danski sirkushópurinn Limelight of Fire vetrarævintýri þar sem gamanfim- leikar, logandi sverð og magadans verða í brennidepli. Sama kvöld verður framhlið Háskóla Islands breytt í skuggaleikhús þar sem Örn Alexandersson og dansarar úr ís- lcnska dansfiokknum bregða á leik. Dagskránni lýkur mánudaginn 6. nóvember. A bata- vegi eftir bflslys í Yíðidal KARLMAÐUR og kona sem slösuðust alvarlega í umferðar- slysi í Víðidal í Húnavatnssýslu era á batavegi samkvæmt upp- lýsingum frá lækni á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi. Þau liggja bæði á gjörgæsludeild spítalans. Slysið varð aðfaran- ótt sunnudags skammt frá fé- lagsheimilinu í Víðihlíð. Fólkið mun hafa verið að koma af rétt- ardansleik þegar bfllinn ók á það. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar flutti fólkið á slysadeild. Sjö ölvaðir ökumenn stöðvaðir LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði sjö ölvaða ökumenn við akstur í fyrrinótt en það telst óvenju mikið í miðri viku að sögn varðstjóra lögreglunn- ar. Ökumennirnir vora stöðvað- ir milli klukkan hálf tólf og hálf þrjú í nótt. Flestir voru teknir í og í kringum miðbæinn. Lög- reglan var ekki með sérstakt átak í að fylgjast með ölvunar- akstri og því virðist sem óvenju margir hafi ákveðið að aka und- ir áhrifum þetta kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.