Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kínverskur rithöfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels XJtgáfubækur Nýja bókafélagsins Glöggskyggn efasemdamaður Gao Xingjian Stokkhriimur. AP. KÍNVERSKI rithöfundurinn Gao Xingjian hlaut í gær bókmenntaverð- laun Nóbels og sagði sænska akad- emían skrif hans einkennast af sárs- aukafullum skilningi og snilldarlegri málnotkun, en með umfjöllun sinni um baráttu einstaklingsins þykir Gao hafa opnað kínverskum bók- menntum nýjar leiðir. Gao, sem er pólitískur flóttamað- ur, hefur verið búsettur í París frá því hann flúði heimili sitt í austur- hluta Kína árið 1987 í kjölfar þess að leikrit hans Hin ströndin var bannað ári áður og hafa leikrit Gaos ekki ver- ið sett á svið í Kína síðan. „í skrifum Gao Xingjian fæðast bókmenntir á nýjan leik í gegnum baráttu einstaklingsins fyrir því að lifa af í gegnum sögu fjöldans," sagði í yfirlýsingu dómnefndar. „Hann er glöggskyggn efasemdamaður sem ekki þykist geta útskýrt heiminn. Hann fullyrðir hins vegar að það sé einungis í skrifum sínum sem hann finni frelsi." Þykja verk Gaos jafnt eiga rætur sínar í kínverskri bókmenntahefð sem í evrópskri menningu. Leiðandi í menningarmálum Kínverja Gao var leiðandi í menningarmál- um Kínveija í kjölfar kínversku menningarbyltingarinnar 1966-1976 og naut hann viðurkenningar þar í landi allt þar til Hin ströndin var bönnuð árið 1986. Eftir það hélt Gao í tíu mánaða gönguferð um Sichuan- héraðið f Kína til að forðast áreitni yfirvalda. Verkið Soul Mountain, sem e.t.v. mætti útleggja á íslensku sem Sálnafjallið, endurspeglar þá for Gaos, en söguna segir hann í gegnum nokkra ólíka sögumenn. „Með óheftri notkun persónufor- nafna nær Gao fram snöggum sjón- arhornsbreytingum er hvetja iesand- ann til að draga allan trúnað í efa,“ sagði í túlkun dómnefndar á verkinu. Arið 1989, í kjölfar átakanna á Torgi hins himneska friðar, sagði Gao sig síðan úr kínverska kommún- istaflokknum og slóst í hóp andófs- manna. í framhaldi gaf hann út leikr- itið Flóttamennina þar sem átökin í Peking eru höfð í bakgrunni og varð þetta til þess að kínverski kommún- istaflokkurinn lýsti Gao brottrækan og bann var lagt við útgáfu verka hans. Gao er fyrstur kínverskra rit- höfunda til að hljóta bókmenntaverð- laun Nóbels, en verðaunaféð nemur um níu milljónum sænskra króna, eða um 85 milljónum króna. „Það var gaman að geta komið öll- um á óvart,“ sagði Horace Engdahl, sem fór fyrir akademíunni og neitaði alfarið að landafræði eða pólitík ættu nokkurn þátt í valinu. „Gao Xingjan er frábær rithöfundur. Hann hefur hleypt nýju h'fi í bæði óbundið mál og leiklist ... hann er rithöfundur sem býr að þekkingu sem bjóða má les- endum hvar sem er í heiminum upp á.“ Sagan að fornu o g nýju EFTIRTALDAR bækur koma út í haust á vegum Nýja Bókafélagsins. Fræði og bækur almenns efnis 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar. Ritstjóri og höfund- ur texta er Jakob F. Ás- geirsson. Hátt í þrjú hundr- uð stórar ljósmyndir sýna þróun íslensks þjóðlífs á mesta framfara- og um- brotaskeiði þjóðarinnar. Helstu atburðum og tíma- mótum eru gerð skil í gagn- orðum texta. Bókin er byggð á samnefndri sjónvarps- þáttaröð Stöðvar 2 í umsjón Jóns Arsæls Þórðarsonar. 304 bls. Fyndnir Islendingar eftir Hannes Hólmstein Gissur- arson. Þjóðkunnir og minna þekktir íslendingar segja frá, svara skotum, skjóta á aðra og skemmta sjálfum sér og öðrum, viljandi og óviljandi. 250 bls. Grískar goðsögur sagðar af Gunnari Dal. Ævintýra- heimur grísku goðsagnanna - sögur af guðum, gyðjum, hetjum, skrímslum og mennskum mönnum, ástum þeirra og afbrýði, svikum og laun- málum, hetjudáðum og miklum ör- lögum. 272 bls. Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlett í þýðingu Haralds Johann- essens. Klassískt verk um grund- vaOaratriði hagfræðinnar. 208 bls. Islands- og mannkynssaga NB I eftir Arna Hermannsson, Jón Ing- var Kjaran, Lýð Björnsson og Mar- gréti Gunnarsdóttur. Saga mann- kyns og Islendinga frá upphafi til síðari hluta átjándu aldar. 288 bls. Islands- og mannkynssaga NB II eftir Gunnar Þór Bjarnason og Margréti Gunnarsdótt- ur. Saga mannkyns og Is- lendinga frá síðari hluta 18. aldar til loka 20. aldar. 288 bls. Smárit NB um sagn- fræði. Bókaflokkur þar sem valkunnir sagnfræðingar taka til skoðunar tímaskeið í sögunni sem valdið hafa straumhvörfum við mótun nútímalífs á Vesturlöndum: Borg og sveit eftir Lýð Björnsson, 24 bls.; Forn- öldin í nútímanum eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur og Svavar Hrafn Svavars- son, 32 bls.; Menningar- heimar á miðöldum eftir Jón Þ. Þór, 32 bls.; Ný heimsmynd eftir Vilborgu Auði ísleifsdóttur, 48 bls.; Ríki og þegnar eftir Einar Hreinsson, 40 bls.; Upplýs- ingin eftir Sigríði K. Þor- grímsdóttur, 40 bls. Þriðjudagar með Morrie eftir Mitch Albom í þýðingu Ármanns Arnar Armanns- sonar. Bók um hugrekki, visku, ástina og hvernig lifa eigi lífinu og horfast í augu við dauðann. 192 bls. Grímur og sækýrnar er barnabókeftir Álfheiði Ól- afsdóttur. Saga um strákinn Grím, hundinn Týra og ævintýri þeirra í undirdjúpunum. Bókin er ríkulega skreytt málverkum höfundarins og verður gefin út á barnadeginum 25. nóvember þegar sýning á myndum Álfheiðar úr bókinni hefst í Gerðu- bergi. 36 bls. Trúðurinn eftir þýska Nóbels- verðlaunaskáldið Heinrich Böll í þýðingu Franz Gíslasonar. Ein áhrifamesta skáldsaga heimsbók- menntanna um hlutskipti nútíma- mannsins. 288 bls. Jakob F. Ásgeirsson Gunnar Dal Hanncs H. Gissurarson Erindi um Vsevolod Meyerhold MAGNÚS Þór Þorbergsson leikhús- fræðingur heldur erindi um Rússann Vsevolod Meyerhold, sem talinn er einn merkasti leikhúsmaður 20. ald- ar, þriðjudaginn 17. október í anddyri Borgarleikhússins. Erindið hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er 500 kr. Karl Theodor Kasimir Meyerhold fæddist árið 1874 í bænum Penza í Rússlandi, áttunda bam þýskra for- eldra. Rúmlega tvítugur gerðist hann rássneskur ríkisborgari, gekk í ráss- nesku rétttránaðarkirkjuna og breytti nafni sínu í Vsevolod Emiljev- itsj. Að loknu leiklistamámi var hann leikari um nokkurra ára skeið í Lista- leikhúsi í Moskvu og þótti þar sýna afburða hæfileika og mikinn skilning á aðferðum leikhússtjórans og læri- meistarans Stanislavskis, m.a. vakti hann mikla athygli sem Tréplev í Mávinum eftir Tsjékov. 1902 yfirgaf Meyerhold Listaleik- húsið sem og raunsæisleik Stanis- lavskis. Hann hóf leit sína að tungu- máli sem væri leikhúsinu eiginlegt og þróaði kennsluaðferð í leiklist sem hann kallaði „Biomekanik" og byggði á ýktum líkamlegum athöfnum frem- ur en rannsóknarleiðöngrum um sál- arlífið. Þrátt fyrir að hafa alla tíð verið sannfærður fylgismaður byitingar- innar og heitur kommúnisti lenti Meyerhold upp á kant við Stalín og var loks dreginn fyrir dóm sakaður um njósnir og trotskíisma. Að lokn- um sýndarréttarhöldum í byrjun febráar 1940 var hann tekinn af lífi. Aðferðir Meyerholds höfðu gríðar- leg áhrif á fjölda leikhúsmanna. Morgunblaðið/Jim Smart Kristín Thorlacius, dóttir Sigurðar, afhenti Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, fyrsta eintakið. „HEILLANDI, fjörleg frásögn helst í hendur við glögga athugun á lifnaðarháttum dýranna og á náttúr- unni yfirleitt," svo skrifar Símon Jóh. Ágústsson í TMM 1941 um bók- ina Um loftin blá eftir Sigurð Thpr- lacius en hún kom fyrst út 1940. Út- gáfa hennar þótti tíðindum sæta og fékk hún mjög lofsamlega dóma, þótti einkar vel skrifuð, á fallegu máli og af mikilli þekkingu. Bókin hefur nú verið endurátgefin af af- komendum höfundar með styrk stjórnar BSRB. Sagan lýsir lífi fuglanna í Hvaley og aðalsöguhetjurnar era æðarhjón- in Skjöldur og Bránkolla, nágrannar þeirra á eyjunni, og svo auðvitað litlu æðarangarnir. Margvíslegar hættur ógna lífi fuglanna, Oft skellur hurð nærri hælum og ekki víst að allir sleppi lifandi úr glímunni endalausu við náttúruöfl, rándýr og menn... Erla Sigurðardóttir skreytti bókina. Sigurður Thorlacius var fæddur á Búlandsnesi við Djúpavog, 4. júlí 1900, dáinn 17. ágúst 1945. Hann lauk stúdentsprófi og síðar kennara- prófi í Reykjavik, nam uppeldis- og barnasálfræði í Genf og lauk þaðan prófi. Hann var skólastjóri Austur- bæjarskólans frá stofnun hans 1930 til dauðadags. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og kjarabaráttu kennarastéttarinnar, sat í stjóm stéttarfélags barnakennara og var fyrsti formaður BSRB. Sigurður ritaði fjölda greina í blöð og tímarit um kennslu- og uppeldis- mál og þýddi bækur fyrir börn og unglinga, sumar í samvinnu við Jó- hannes úr Kötlum. Á Búlandsnesi þar sem Sigurður óist u]ip, kynntist hann íslenskri náttúru og dýralífl og þar sinnti hann m.a. æðarvarpi sem foreldrar hans juku mjög og bættu þann tíma sem þau sátu jörðina Búlandsnes en faðir hans var héraðslæknir á Aust- urlandi. Það er sannfæring útgefanda að bókin Um loftin blá eigi ekki síður erindi til íslenskra lesenda nú en fyr- ir 60 áram, og jafnt ungir sem aldnir hafi gagn og gaman af að kynnast tráverðugum lýsingum höfundar á íslenskri náttúru, listfengum tökum hans á íslensku máli og spennandi og ævintýralegum frásögnum af því sem hent getur bæði menn og dýr á íslensku sumri. Þessi útgáfa bókarinnar, sem nú kemur yfir almenningssjónir, er gerð í tilefni 100 ára afmælis höfund- ar, en hún er einnig tileinkuð minn- ingu dóttursonar og nafna hans, Sig- urður Rögnvaldssonar Thorlacius, sem fórst í bílslysi 25. október 1999, 35 ára að aldri. Sigurður yngri var jarðskjálftafræðingur að mennt, orðhagur maður og einlægur unn- andi íslenskrar náttúru og íslenskr- ar tungu og kynntist æðarvarpi og umgengni um það í æsku vestur á Snæfellsnesi. Það þótti því við hæfi að tengja útgáfu þessarar bókar einnig nafni hans. Um loftin blá endurútgefín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.