Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 72
. 12 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 DAGBOK MORGUNB LAÐIÐ í dag er föstudagur 13. október, 287. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? (Lúk.16,11.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Koei Maru no.5 og Mekhanik Kottsov koma í dag. Ant- ares VE-018 fer í dag. Vædderen fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: _^Gaastborg kom i gær. Fréttir Áheit. Kaldrananes- kirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta mál- efni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfimi, kl. 9 vinnustofa kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. kl. 15.30 söng- stund við gíanóið. Hans, Hafliði og Arelía. ’ Arskógar 4. Kl. 9 perlu- og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Málverkasýning Eiríks Ama Sigtryggssonar og Júlíusar Samúelssonar opin alla daga, laugar- daga frá 14-16. Bandalag kvenna f Reykjavík. Haustfundur *‘Bandalagsins verður laugardaginn 14. októ- ber kl. 10.00 í Kiwanis- húsinu við Engjateig. Gestur fundarins er María Katrín Sigurðar- dóttir, nýr forstöðumað- ur Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Bólstaðarhlíð 43. kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30- 12.30 böðun, kl. 9-12 bókband, kl. 9-16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarf Furugerði kl. 9 aðstoð við smíðar og út- skurður, kl. 12 hádegis- matur, kl. 14 messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, kl. 15 kaffi- veitingar. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, 'kl. 10 hársnyrting, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. ,1. I dag böðun, opin frá kl. 10. Boccia kl. 10. Gleðigjafamir syngja í dag kl. 14. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavikurvegi 50. Myndmennt kl. 13:00. Bridge kl. 13:30. Á morg- un verður ganga, rúta frá Miðbæ kl. 9:50 og Hraunseli kl. 10:00. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll, kl. 10. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00-13:00. Matur í hádeginu. Undanfarin ár hefur Félag eldri borg- ara í Reykjavík og ná- grenni staðið íyrir fræðslufundum undir yf- irskriftinni, „Heilsa og hamingja á efri árum“ sem Qalla um ýmsa sjúk- dóma, sem helst hrjá eldra fólk. Hefur verið ákveðið að taka þá þrjá daga, sem hér segir: Laugardaginn 21. októ- ber kl. 13.30 Gigtarsjúk- dómar: Fyrirlesarar eru Helgi Jónsson og Arnór Víkingsson. Sunnudaginn 29. októ- ber kl. 13.30. Hreyfing er holl: Fyr- irlesari Uggi Agnarsson, sem ræðir um nýja rann- sókn á vegum Hjarta- verndar. Fræðsla og kynning frá heilsurækt- inni World Class. Laugardaginn 18. nóv- ember ki. 13.30. Nýjar leiðir í meðferð hjarta- sjúkdóma: Þórður Harð- arson prófessor um lyfjameðferð og Bjarni Torfason yfirlæknir um skurðaðgerðir á hjarta. Fræðslufundimir verða haldnir í Ásgarði Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Allir eru velkomnir. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ, opið starf í Kirkjulundi kl. 14-16. Námskeiðin era byrjuð málun, keramik, leirhst, glerlist, tréskurður, bútasaumur, boccia og leikfimi. Opið hús í Holtsbúð 87 á þriðjud. kl. 13.30. Rútuferðir frá Álftanesi, Hleinum og Kirkjulundi. s 565-0952 og 565-7122. Helgistund í Vídalínskirkju á þriðjud. kl. 16. Leikfimin er á mánudögum og fimmtudögum. Bók- menntir á mánud. kl. 10.30-12. Ferðir í Þjóð- menningarhús era á föstud. kl. 13.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 rammavefnaður. Kl. 9.30 málm- og silfur- smíði. Kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl 17 slökun, þáttakendur hafi með sér kodda og teppi. Námskeið í tréskurði hefst 18. okt. Skráning stendur yfir í síma 554- 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og fóstudögum. Panta þarf íyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9-16.30 vinnu- stofur opnar. m.a. postu- línsmólun umsjón Sólveig G. Ólafsdóttir, föndur og bútasumaur umsjón Jóna Guðjóns- dóttir, kl. 10 börn úr Ölduselsskóla í heim- sókn. Frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13. bók- band, umsjón Þröstur Jónsson. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Myndlistasýning Bjama Þórs Haraldsssonar stendur yfir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Gott fólk, gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardögum. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 baðþjónusta, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 9 hór- greiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 11 spurt og spjallað. Hæðargarður 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl.13 sungið við flygihnn, kl.14.30 dansað í kaffitímanum til kl. 16. Vitatorg. Kl. 9 smiðj- an, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600. Vesturgata 7. Dansað í aðalsal við lagaval HaU- dóra kl. 14.30-16 í dag. Allir velkomnir, gott með kaffinu. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Kl. 9 kaffi og dagblöð, böðun og hárgeiðslustofan op- in, kl. 9.45 leikfimi, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Hraunbæ 105. Fræðslu- dagur. I dag kemur Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur í heimsókn og ræðir sögu daganna og ýmislegt fleira. Veislu- kaffi, alhrvelkomnir. Borgfirðingafélagið í Rvk. spilar félagsvist á morgun kl. 14 að Hah- veigarstöðum. Allir vel- komnir. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höfuð- borgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins era til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 569 1181, Íþróttir569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: *RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Athugasemd frá augnlækni 130962-5649 staðhæfir í Velvakanda 11.10. sl. að ég undirritaður, sem er augn- læknir og hef sinnt hluta af Austfjörðum, mælti sér- staklega með einni gler- augnaverslun hér í Reykja- vík umfram aðrar og nefnir sem heimildarmann full- orðna frænku sína utan af landi. Þetta er misskilning- ur. Ég mæh alltaf með því að fólk kaupi sín gleraugu í heimabyggð ó þeirri for- sendu að gleraugnanotend- ur þurfa oft á þjónustu að halda einkum ef þeir era með flókin gler og foreldr- um með böm, sem nota gleraugu, er nauðsynlegt að geta leitað eftir góðri þjónustu í nágrenni sínu. En engin regla er án undantekninga. Þannig þarf fólk með ský á auga- steinum, kölkun í augn- botnum og rýrnun á sjón- taug í einstaka tilfellum sérstök gler. Það var ein- mitt tilfelhð hjá hinni ágætu frænku 130962-5649. I gleraugnaverslun þeirri, sem 130962-5649 tilnefnir í grein sinni fást þessi sér- stöku gler og hafa reynst vel. Er mér ekki kunnugt um neina aðra gleraugna- verslun hér á landi, sem hefur þau á boðstólum. Frænkunni voru þvi gefin ráð með það eitt í huga að hún fengi þau gler sem hentuðu henni best. í henn- ar tilfelli snýst þetta ekki um styrkleika á gleri held- ur að glerið brjóti Ijósið á sérstakan hátt þannig að sjónin nýtist sem best. Ef 130962-5649 og gler- augnasalan, sem hún teng- ist, geta útvegað henni þessi gler, sem góð reynsla er af, þá er mér sama hvort verslunin sé staðsett á Laugaveginum eða á Tunglinu. Varðandi verslun í Frí- höfn gildir sennilega svipað með gleraugu, lyf, síma og aðrar vörar að eitthvað ódýrara er að versla þar og varðar mig ekki um það. Hinsvegar er það ekki komið frá frænkunni (sem ég veit að er heiðurskona) að ég hafi hvatt hana til að láta einhverja aðra kaupa glerin fyrir sig í Fríhöfn- inni því það hef ég aldrei gert. Augljóst er að fólki er frjálst að versla þar sem það vill. Hagsmunir augn- lækna af gleraugnasölu era engir. Fullyrðingum, að- dróttunum og ályktunum 130962-5649 þar að lútandi er því vísað rakleitt til föð- urhúsanna. Með vinsemd, Örn Sveinsson, augnlæknir. Hvolpar eru ekki leikföng MÉR sveið að sjá auglýsta í DV ll.október sl. gefins eins mánaðar hvolpa. Það má alls ekki taka hvolpa frá mæðrum sínum íyrr en þeir era orðnir 8-10 vikna. Þeir læra mikið af mömmu sinni á þessum tíma og era þá þroskaðri og betur und- irbúnir til að takast á við hf- ið á nýja heimilinu. Það er ábyrgð að taka að sér hund. Þetta era ekki leikföng. Það tekur tíma, ást og þol- inmæði að ala upp hund, en þú færð það margfalt greitt með lífstíðarvini næstu 12- 15 árin. Munið líka að setja símanúmer á ólina, svo við getum hjálpað þeim heim aftur ef þeir hafa týnst. Dýravinur. Tapaó/fundiö Barnagleraugu fundust BARNAGLERAUGU með stállitaðri umgjörð fundust laugardaginn 7.október sl. við Fiskmarkaðinn á hafn- arsvæðinu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 562- 5260. Gleraugu fundust í Fossvogi GLERAUGU fundust á göngustíg í Fossvogi sunnudaginn 8.október sl. Upplýsingar í síma 553- 2077. Dýrahald Kanína fannst á Miklubraut KANÍNA fannst á Miklu- braut miðvikudaginn 11. október sl. Upplýsingar í síma 568-6668. Krossgáta LÁRÉTT: 1 hörmuleg, 8 ganga, 9 metta, 10 fúsk, 11 auðugt, 13 nytjalönd, 15 sorg- mædd, 18 klámfengið, 21 hægur gangur, 22 slagi, 23 eldstæði, 24 drambs- full. LÓÐRÉTT: 2 nautnameðal, 3 i's, 4 nirfilsháttur, 5 bál, 6 heit- ur, 7 nagli, 12 dráttur, 14 eldiviður, 15 ræma, 16 úlfynja, 17 hrekk, 18 skarð, 19 skapvond, 20 verkfæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ásátt, 4 skróp, 7 totta, 8 niður, 9 nón, 11 auðn, 13 gróa, 14 ættin, 15 harm, 17 ýsan, 20 err, 22 takki, 23 endum, 24 leifa, 25 leiði. Lóðrétt: 1 áætla, 2 ástúð, 3 tían, 4 senn, 5 ræður, 6 perla, 10 Óttar, 12 næm, 13 gný, 15 hótel, 16 rakki, 18 suddi, 19 nammi, 20 eira, 21 rell. Víkverji skrifar... yÍKVERJI verður alltaf jafnhissa þegar hann mætir með dag- blaðapappírinn og femurnar í endur- vinnslugáminn í hverfinu. Á þessum gámi eru fjögur hólf. í tvö þeirra á að stinga dagblöðum en í hin tvö mjólk- urfemum. Við það væri í sjálfu sér ekkert athugavert, nema það að í þessum gámi em engin sldlrúm og engu máli skiptir í raun og vem í hvaða hólf hent er, því allt fer í sama hauginn. Víkverja finnst þetta hálfgerð móðgun við skynsemi þeirra sem vilja sýna í verki að þeir láti sig varða end- urvinnslu og flokkun heimilisúrgangs. Ef einhver vitræn skýring er til á þessu, þá væri gaman að heyra hana. xxx VÍÐA erlendis er sorphirða orðin mjög „þróuð“ og ekki þarf að fara lengra en til Danmerkur til að sjá markvissa flokkun. Þar er sorpi skipt- ist í fjóra flokka: Dagblöð og pappír, gler, lífrænt sorp og svokallað grátt sorp sem ekki er hægt að endurvinna. Bæjarfélögin útvega fólki öll flátin undir sorpið og hirða einnig allt nema græna sorpið, þ.e. lífræna sorpið. „Gráa“ sorpið er hirt á tveggja vikna fresti en pappírinn og glerið er hirt einu sinni í mánuði. Græna sorpið fer í safntunnu sem fólk er með í garðinum hjá sér og rotnar þar og verður að gróðurmold sem síðar er hægt að dreifa á blóm og tré. Aðeins öðravísi og grófari flokkun er við fjöibýlishús og einnig er það misjafnt eftir bæjar- félögum hvemig að þessu er staðið. Ólíkt þætti Víkverja það þægilegra að geta hent dagblöðum og pítsuköss- um í tunnu við húsið heldur en þurfa að keyra með þetta í fyrmefndan gám. Sveitarfélög þyrftu að að taka sig á í þessum efnum og koma meira á móts við þá sem vilja flokka sorp og stuðla þannig að umhverfsvænni lifn- aðarháttum. xxx EIR ERU ekki öfundsverðir út- lendingamir sem ætla sér að ferðast um ísland á bíl, því ef þeir skilja ekki íslensku geta þeir verið í vanda staddir. Að frátöldu flugvallar- merkinu til sem vísar til Keflavflcur, rekur Vflcverja ekki minni til að hafa séð vegamerkingar hér á landi á öðm tungumáli en íslensku. Á þetta jafnt við um í höfuðborginni sem og úti á þjóðvegum. Málið getur orðið enn flóknara ef útlendingar viija aka um í heimsborginni Reykjavík. Þeir þurfa ekki bara að vera nokkuð sleipir í ís- lensku til að komast eftir vegakerfi borgarinnar, heldur þurfa þeir líka að vera nokkuð vel að sér í ömefnum í Reylqavík. Ef ókunnugur vill komast í austari hverfi borgarinnar þarf hann t.d. að setja stefnuna á orðið ,Árbær“ eða „Mjódd“. Að maður tali ekki um orðið „Miðbær“. í flestum evrópskum stórborgum em vegamerkingar með miklum myndarbrag. Miðbæjarmerkið, hringur með punkti inn í, er á hverju götuhomi, sem og merkingar út úr borginni, og einstakir borgarhlutar em merktir höfuðáttunum, en það er til mikilla bóta þegar ókunnugir þurfa að reiða sig á vegakort. xxx AÐ GETUR reynst dýrkeypt að ná sambandi við heimilislækna sína á símatíma. Ung vinkona Vík- veija þurfti að hringja í lækni til að fá veikindavottorð fyrir menntaskólann. Hún hafði þurft að sæta lagi í skólan- um og bíða eftir eyðu á þeim tíma sem læknirinn svaraði í símann. Hún náði strax sambandi við símsvara á Heilsu- gæslustöð Kópavogs í Smáranum sem sagði henni að hún „væri komin í samband við símatíma lækna. Símtöl- in yrðu afgreidd í réttri röð.“ Stúlkan beið svo á línunni í tæpan hálftíma áð- ur en röðin kom að henni, en þá fékk hún vottorðið fljótt og öragglega. Það kostaði 600 krónur, en biðin á h'nunni hjá lækninum kostaði þessa ungu menntaskólastúlku annað eins. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að hanga í símanum í allt að hálfa klukkustund til að fá afgreiðslu á smámálum. Læknar ættu að geta lagað sig að hraða samfélagsins, rétt eins og aðrir. Víkveiji þekkir reyndar einn sérfræðing sem býður fólki upp á það að hringja í skiptiborðið og leggja inn símanúmerið sitt, og hann hringir síðan í viðkomandi. Það er fyrirmynd- •arþjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.