Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Poul Nyrup Rasraussen gráti nær eftir ósigurinn: Danir höfnuðu gjaldmiðli Evrópusambandsins ESB-sveinkinn okkar ætti að láta sér þetta að kenningn verða og vera ekki að þvælast til byggða löngu fyrir tímann. Veiðimálastofnun býðst húsnæði við Elliðaár LANDBUNAÐARRAÐHERRA lagði fram á ríkisstjómarfundi í vikunni tilboð Stangaveiðifélags Reykjavíkur um að Veiðimálastofn- un fengi inni í íyrirhuguðu húsnæði félagsins við Elliðaár. Veiðimálastofnun er nú í leiguhús- næði á Vagnhöfða 7 sem ekki þykir heppilegt fyrir stofnunina. Leigu- samningurinn rennur út eftir rúmt eitt ár. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hyggst láta reisa hús undir starfsemi sína við Elliðaár ásamt Landssam- bandi veiðifélaga og Landssambandi stangveiðifélaga. Einnig verður þar veiðihús fyrir Elliðaárnar og fersk- vatnsfiskasafn. Stangaveiðifélagið bauð Veiðimálastofnun að fá rými í húsinu til leigu fyrir starfsemi sína. Einnig var lagt fram á ríkisstjórn- arfundinum minnisblað frá Veiði- málastofnun um hvernig hún hygðist styrkja landsbyggðadeildir sínar sem felur m.a. í sér að dregið verður úr starfseminni í Reykjavík og verk- efni færð í auknum mæli til lands- byggðadeilda. Frábær dýna á góðu verði AMERtSKAR D Y N U R Serenade Queen 153 x 203cm Esa King 193 x 203cm Cal. King 183 x 213cm WSBGM verð með undirstöðum SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 '' > Matvæladagur MNI • • Oru gg matvæli Matvæladagur Mat- væla- og næring- arfræðafélags Islands verður haldinn í dag og hefst klukkan 12.30 í Hvammi, Grand Hóteli Reykjavík. Ráð- stefnan ber yfirskriftina: „Örugg matvæli". Ragn- heiður Héðinsdóttir mat- vælafræðingur er í fram- kvæmdanefnd MNI. „Við ætlum að ræða um matarsjúkdóma á Islandi. Hve oft þeir koma upp og hvar helst hafa fundist sjúkdómsvaldandi bakt- eríur. „Þær hafa fundist t.d. í hráu kjöti og mengað neysluvatn og síðustu fréttir herma að þær geti fundist í hráu grænmeti þótt ekki hafi verið endanlega úr því skorið." - Er mikið um að neysluvatn á Islandi sé mengað? „Nei, en það hafa komið upp dæmi nýlega þar sem campylo- bakter fannst í neysluvatni." - Hvað fleira fjallið þið um? „Rætt verður um hvernig fyr- irtæki tryggja öryggi matvæla og traust neytenda á matvæl- um.“ - Hvernig reyna menn að tryggja öryggi matvæla? „Sett er upp innra eftirlit sem byggist á því að reyna að fyrir- byggja að eitthvað fari úrskeiðis. Reynt er að sjá um að allt sér rétt gert í framleiðslunni, svo sem aðkælihitastig sé rétt, hita- stig við suðu sé nógu hátt til að drepa örveirur og fyrirbyggja utanaðkomandi mengun. Um þetta verður rætt á ráðstefnunni og einnig hvernig neytendur skynja hættu í sambandi við matvæli. Það er dr. Lynn Frewer sálfræðingur sem fjallar um þennan þátt málsins. Einnig mun hún ræða um hvernig við- horf neytenda mótast t.d. af fjölmiðlaumfjöllun eða öðru.“ - Eru sýkingar af völdum baktería í matvælum algengari hér en annars staðar? „Ég veit ekki til að svo sé. En það hafa komið upp hérna far- aldrar nýlega sem öllum eru í fersku minni. A matvæladegi viljum við minna á alþjóðadag fæðunnar, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir. Á þeim degi er efnt til herferðar á veg- um FAO til að vekja fólk til vit- undar um misskiptingu matvæla í heiminum. Boðskapnum er komið til skila með ýmsum hætti víða um lönd. Síðustu árin hefur matvæladagur MNÍ verið notað- ur til að minna á þessa misskipt- ingu og hvetja til aðstoðar við hungrað fólk. Framleiðsla mat- væla í heiminum í dag nægir til þess að allir hefðu nóg fyrir sig ef matvælunum væri jafnt dreift. Á því er hins vegar mikill mis- brestur. Það þarf að sjá til þess að matvæli komist þangað sem skorturinn er mestur, svo sem einangraðra dreifbýlissamfélaga og þeirra sem búa á landsvæðum sem hafa orðið illa úti _______ í styrjöldum.“ - Hve oft hefur MNÍ haldið matvæla- dag? „Matvæla- og nær- ingarfræðafélag Is- lands ér að verða tuttugu ára og mat- væladagurinn hefur verið haldinn árlega frá 1993. MNÍ var stofnað árið 1981, eftir að Háskóli íslands fór að útskrifa matvælafræðinga. Félagið stendur fyrir ýmiskonar fræðslustarfsemi fyrir félags- menn, gefur út fréttabréf og er Ragnheiður Héðinsdóttir ► Ragnheiður Héðinsdóttir fæddist á Bólstað í Bárðardal 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1976 og BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands 1980 og meistaraprófi frá Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1985. Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins frá 1980 til 1982 og 1985 til 1993, frá þeim tíma hefur hún starfað sem matvælafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Ragn- heiður er gift Halldóri Hall- dórssyni stærðfræðingi og eiga þau þrjá syni. Fjallað um sjúkdóms- valda í mat- vælum og við- horf neytenda gagnvart slík- um málum með heimasíðu. Stærsta við- fangsefni félagsins á hverju ári er matvæladagurinn. Þess má geta að á matvæladegi ár hvert eru veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla: „Fjör- egg MNÍ“.“ -Hverjir eiga erindi á ráð- stefnuna í dag á Grand Hóteli? ,ÁJlir sem fást við matvæli, allt frá „hafi og haga til maga“, svo sem þeir sem stunda fram- leiðslu hráefna, framleiðslu full- unninnar vöru, matvæladreif- ingu, matreiðslu í stórum stíl, eftirliti með matvælaframleiðslu og ráðgjöf í þeim efnum.“ -Eru menn í vaxandi mæli farnir að huga að matvælaör- yggi? „Þetta málefni er ofarlega á baugi alls staðar í Evrópu. Þess má geta að haldnar verða ráð- stefnur um svipað efni á næstu vikum, bæði á vegum Evrópu- sambandsins og á vegum sam- taka matvælaframleiðenda í Evróðu. Og að Evrópusamband- ið hefur markað sér þá stefnu að gera öryggi matvæla að for- gangsverkefni á komandi árum.“ - Hvernig er ísland á vegi statt hvað varðar varnir gegn alls kyns bakteríuum í matvæl- um, miðað við nágrannalöndin? „Hér á landi gilda sömu reglur og annars staðar í Evrópu um hollustuhætti við matvælafram- leiðslu. Við íslendingar erum til- tölulega heppnir með það að í umhverfinu er lítið af mengandi efnum samanborið við önnur lönd, svo sem þung- málmar og þess hátt- ar. Svalt loftslag leiðir til þess að minna þarf að nota af varnarefn- um vegna þess að minna er af skaðvöld- um sem hafa t.d. áhrif á grænmetisfram- ■■ leiðslu. Ströng lög gilda um lyfjagjöf við búfjárrækt og bannað er að nota vaxtarhvetjandi hormóna og blanda sýklalyfjum í fóður. Þess vegna er minni hætta á sjúkdóm- um sem tengjast þessum þáttum hér en víða annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.