Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Hugvlsindaþing/Heimspekideild og guðfræðideild Háskóla Islands standa saman að Hugvísindaþingi í dag og á morgun. Gunnar Hersveinn ræddi við Jón Ólafsson um þingið en á því verður m.a. fjallað um kalda stríðið, sjálfs- þekkingu, tungumálið, hlutlæg verðmæti og fórn kvenhetjunnar. Er hlutlæg siðfræði reist á manneðli? Maðurinn í mismunandi myndum • A laugardeginum er þinginu skipt í nokkrar málstofur. • Hver eru tengsl bókmennta og leikhúss við kalda stríðið? EFTIR kenningum Davids Hunies að dæma, þarf það ekki að brjóta í bága við skynsemina að fremja hið versta ódæði. Er ódæðið þá rétt- lætanlegt eða megnar skynsemin ekki að réttlæta eitt né neitt? spyr Sigrún Svavarsdóttir, aðalfyrirlesari Hugvísindaþings 2000 í kvöld kl. 20 í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla íslands. Sigrún er lektor við Ohio- háskóla og hefur einkum stundað rannsóknir á sviði siðspeki og nefnir hún fyrirlestur sinn „Að breyta skynsamlega, réttlætanlega og veí“. Hugvísindaþingið verður nú í þriðja sinn (1996, 1999) og er haldið af heimspekideild og guðfræðideild Háskólans. Stofnað er til þess til að skapa umræðu innan háskólans og einnig til að opna hann fyrir almenn- ing. Fræðimönnum gefst kostur á þinginu til að kynna rannsóknir sín- ar. Hugvísindastofnun annast skipu- lagningu þingsins en forstöðumaður hennar er Jón Ólafsson heimspek- ingur. Hann segir þingið ætlað öllum áhugmönnum um húmanísk fræði og er enginn aðgangseyrir. „Þingið í fyrra var mjög vel sótt og vonumst við að svo verði einnig núna,“ segir Jón, „að þessu sinni er það styttra og með færri málstof- um.“ Hugvísindaþing hefst með mál- stefnu Sagnfræðingafélags Islands kl. 13 í dag í hátíðarsal undir heitinu „póstmódemismi - hvað nú?“ Þar munu Geir Svansson, Sigrún Sigurð- ardóttir, Ingólfur A. Jóhannesson og Kristján Kristjánsson flytja erindi og Dagný Kristjánsdóttir stýra um- ræðum. Einnig mun Sagnfræðinga- félagið kynna tvær nýjar Atviksbæk- ur: „Molar og mygla - um einsögu og glataðan tíma“, og „Framtíð lýðræð- is - á tímum hnattvæðingar". ReykjavíkurAkademían og Bjartur gefa þær út. Eftir málstefnuna hefst Minning- arfyrlestur Jóns Sigurðssonar í boði Sagnfræðistofnunar. Lesturinn flyt- ur norski sagnfræðingurinn Solvi Sogner og fjallar hún um sögu hjóna- bands og fjölskyldu, þróun hjúskap- ar og annrra sambúðarforma allt frá siðaskiptum til dagsins í dag. Frú Sogner er prófessor í sagnfræði við Óslóarháskóla. Málstefnan stendur til 15:45 en kl. 20 flytur svo áður- nefnd Sigrún Svavarsdóttir erindi sitt. Seinni þingdagurinn (14/10) er helgaður málstofum og sjálfstæðum fyrirlestrum. Málstofur á þinginu ► 1. málstofa í hátíðarsal kl: 9:30- 13:00. „Einstaklingurinn fyrr og nú“. Hér ber ýmsilegt á góma hjá Torfa Tuliniusi, Bimi Björnssyni, Jóni Ma. Ásgeirssyni, Ásdísi Egilsdóttur, Hjalta Hugasyni og Kristjáni Árna- syni sem mun fjalla um sjálfsþekk- ingu og sjálfval. Kristján kynnir lest- urinn með þessum orðum: „Þó að setningin „Þekktu sjálfan þig“ sé ein hinna elstu og frægustu innan fom- grískrar heimspeki, er eins og það viðfangsefni hafi viljað hverfa inn í stærra og almennara samhengi í sögu heimspekinnar. Með setning- unni „Veldu sjálfan þig“ opnar Sören Kierkegaard leið til að skoða það í nýju ljósi og tilvistarlegu samhengi." ► 2. málstofa í stofu 201 í Odda kl. 9:30-13:00. „Menning og samfélag kaldastríðsáranna". Hér takast Val- ur Ingimundarson, Jón Ólafsson, Jón Viðar Jónsson, Dagný Krist- jánsdóttir og Gestur Guðmundsson á við nokkur svið menningar og stjóm- mála á árunum sem kennd eru við kalda stríðið. Lestur Jóns Viðars nefnist „Kalda stríðið í leikhúsinu" og verður áhugavert að veitast inn- sýn í það. ► 3. málstofa í hátíðarsal kl. 14:00-17:30. „Á milli mála“. Spurt er m.a. um hvaða takmörk tungumál, má- og menningarhefð setji mönnum og hvaða leiðir það opni þeim. Svavar Hrafn Svavarsson, Gottskálk Þór Jensson, Þorleifur Hauksson, Aðal- heiður Guðmundsdóttir og Gauti Kristmannsson segja frá rannsókn- um sínum. Gauti ætlar t.d. að fara stuttlega yfír það sem kalla má að- ferð í byggingu þjóðlegrar klassíkur með hjálp þýðinga, ekki endilega þýðinga á textum heldur einnig formum, en rekja má aðferðina til Rómverja. Nýjar bækur • Mundos 2, sem er síðari hluti kennsluefnis í spænsku fyrir byrj- endur, er komið út. Sigurður Hjartarson þýddi kennsluefnið. Efnið hentar öllum nemendum, hvort sem þeir eru í framhaldsskól- um, á námskeiðum, í full- orðinsfræðslu eða að læra spænsku á eigin spýtur. í Mundos 2 er lesbók, vinnubók, þrjár hljóðsnaddur og kennara- handbók. í lesbókinni eru 28 kaflar með fjölbreyttum textum. Aftast í bókinni er safn texta úr ýmsum áttum, s.s. lesendabréf, blaðagrein- ar, smásögur o.fl. og glósulisti. í vinnubókinni eru æfíngar og verk- efni við alla kaflana, ásamt glósu- lista og einstökum málfræðireglum, minigramática. Einnig er þar ræki- legt málfræðiyfirlit. A hljóðsnæld- unum eru allir leskaflar bókarinnar og nokkrar hlustunaræfingar. í kennarahandbók eru góð ráð til kennarans, lausnir á verkefnum, tillögur að prófum og textinn sem notaður er í hlustunaræfingunum. Bækurnar eru mikið myndskreytt- ar. Útgefandi er Mál og menning. Kápur gerði Anna Cynthia Leplar. Lesbók er 134 bls, prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 2.980 kr. Vinnubók er 192 bls., prentuð í Steinholti ehf. Verð: 2.480 kr. Saman í pakka, verð: 4.580 kr. Morgunblaðið/Golli Hugvisindaþingið í fyrra var mjög vel sótt. Núna verða málstofurnar á laugardaginn, en í dag málstefna og hátfðarfyrirlestrar. ► 4. málstofa í stofu 201 í Áma- garði kl. 14:00-17:30. „Að kunna gott að meta: Hlutlæg verðmæti". Eru til hlutlæg verðmæti? Hér glíma Sigrún Svavarsdóttir, Rristján Kristjáns- son, Sigurður Kristinsson og Róbert Haraldsson við nokkrar spumingar sem varða þetta mál. „Eitt er að kunna að meta eitthvað, annað að ál- íta að það sé verðmæti," segir Sigr- ún. „Er unnt að byggja hlutlæga siðakenningu á hugmynd um mann- legt eðli?“ spyr Kristján. ► 5. málstofa í stofu 201 í Odda kl. 14-17:30. „Fórnin“. Ætlunin er að Gunnlaugur A. Jónsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Einar Sigurbjörns- son, Martin Regal og Soffía Áuður Birgisdóttir ræði fórnina frá ólíkum sjónarhornum. Fórn hetjunnar, fórn kvenhetjunnar, fóm landsvæða í stríði og fleira verður umfjöllunar- efni. Gunnlaugur segir t.d. frá fórn- um sem voru snar þáttur í helgihaldi hinna fornu Israelsmanna (Hebra) á tímum Gamla testamentisins. ► 6. málstofa í stofu 101 í Odda kl. 10:00-12:45 og 14:00-17:45. „Sjálf- stæðir fyrirlestrar". Halldór Bjarnason fjallar kl 10.00- 10.45 um „Stöðnun íslensks samfé- lags á 19. öld og upphaf nútímans: Endurskoðun og ný heildartúlkun“. Erla Hallsteinsdóttir kl. 11.00- 11.45 um ,ÁJwif móðurmáls á skiln- ing orðtaka í þýsku sem erlendu tungumáli". Gisli Gunnarsson kl. 12.00-12.45 um „Sögu íslands í dönskum yfirlits- ritum um sagnfræði og í dönskum kennslubókum í sögu 1830-2000“. Guðrún Kvaran kl. 14.00-14.45 um Nýjatestamentisþýðingu Jóns Vída- líns“. Guðmundur Jónsson kl. 15.00- 15.45 um „Rætur íslenska velferðar- ríkisins". Matthew Whelpton kl 16.00-16.45 um „The External Syntax Of A Right-Peripheral Modifier Infinitive In English“. Ólína Þorvarðardóttir kl 17.00- 17.45 um Andskotan í hverju horni. Myndbirtingu djöfulsins í íslenskri menningu.“ Þingað árlega Jón Ólafsson segist búast við að heimspekideild og guðfræðideild HÍ muni áfram standa saman að Hug- vísindaþingi og er ætlunin að hafa það árlega. Hann býst við að einnig verði áfram leitað eftir stuðningi stórs fyrirtækis fyrir hvert þing. Samskip styrkir þingið núna og gerði það einnig í fyrra. Hann segist von- ast eftir að áhugamenn komi á þingið og sérstaklega að háskólastúdentar verði duglegir að mæta. Mannskilningur í guðfræði „Mannhelgi er lykil- hugtak í kristnum mannskilningi. Mann- helgi má skoða í þremur víddum, þrí- þættum tengslum sem hér eru talin mestu skipta um mannlegt eðli,“ segir Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild, sem flytur erindið Guðfræðilegur mannskilningur á 1. málstofu á laugardag- inn í hátíðarsal aðal- byggingar HI, sem hefst 9.30. „í fyrsta lagi er maðurinn skap- aður eftir Guðs mynd, til andsvars og ábyrgðar í persónulegu samfé- lagi við Guð. I öðru lagi til samfélags í kærleika og réttlæti við meðbræður sína og systur, og í þriðja lagi til trúmennsku við lífríkið, Guðs góðu sköpun. Helgaður skapara sínum, berandi mynd hans og líkingu, er manninum trúað fyr- ir þeirri einstöku köllun og ábyrgð að verð meðskapandi Guðs að þróa og þroska mannlífið, manneskjuna sem persónu, og mannfélagið sem vett- vang menningar og réttlátrar þjóðfélagsskipanar." Björn Bjömsson Kross Krists og fórn kvenna Kvenguðfræðingar hafa í vaxandi mæli gagnrýnt hefðbundna túlkun á hlutverki og merkingu krossins. Eigi að síður em mörg dæmi um það að konur hafi á liðn- um öldum fundið von hjá hinum krossfesta í oft á tíðuin vonlaus- um kringumstæðum. í fyrirlestri dr. Arn- fríðar Guðmundsdótt- ur guðfræðings á 5. málstofu: Fómin, sem er í stofu 201 í Odda, kl. 14-17.30 álaugar- deginum, verður fjall- að um gagnrýni kvenna á (mis-) túlkun krossins og hlutverk hans í réttlætingu á ofbeldi sem beint hefur verið gegn konum. „Hér er m.a. átt við upphafningu þjáning- arinnar sem viða er að fínna í kristinni trú,“ segir Amfríður. „Þá hefur kristin kirkja verið sök- uð um að ýta undir „fómarlambs- hugsunarhátt", einkum hjá kon- um, sem einkennist af fórnandi elsku, umburðarlyndi gagnvart þjáningu, auðmýkt og hógværð, í „anda Krists". En þrátt fyrir gagnrýnina hafa sum- ir kvenguðfræðingar viljað halda íjákvætt gildi krossins og líkt og aðrir guðfræðing- ar sem aðhyllast guð- fræði krossins hafa þær ítrekað þá von sem er að finna hjá hinum þjáða og hrellda guði.“ Am- fríður segir að þessar konur bendi á að mitt í þjáningunni skapi guð blessun úr bölv- un, líf úr dauða og að upprisan sem fylgir í kjölfar krossfesting- arinnar.sýni að vald guðs er hið sanna vald sem sigrar það vald sem beitir ofbeldi, kúgar og deyðir. „í þessu samhengi verð- ur krossinn staðfesting þess að of- beldið sigrar ekki að lokum,“ seg- ir Arnfríður. „Femínisk guðfræði krossins áréttar að krossinn ber vitni um raunveruleika þjáningar- innar (án þess að réttlæta hana) en sýnir jafnframt fram á að kjarai kristins boðskaps er sá að kær- leikurinn er sterkari en þjáningin, að lífið er sterkari en dauðinn." Amfríður Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.