Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Búist er við að umferð muni aukast um 40-50% á næstu 24 árum á höfuðborgarsvæðinu Mosfell SELTJARNARNES Ifarsfell Grafarholt Elliðbvatn Vífilsstaða■ vatn Urríðavatn Um 90 millj- arðar í upp- byggingu nýs vegakerfis A höfuðborgarsvæðinu eru um 570 bílar á hverja 1.000 íbúa og er talið að þetta hlutfall muni aukast veru- lega á næstu árum. Til þess að bregðast við aukinni umferð hefur samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins gert drög að tillögum um nýjar vegaframkvæmd- ir og stefnu í umferðarmálum til ársins 2024. Trausti Hafliðason kynnti sér vinnu nefndarinnar. ÁÆTLAÐ er að bflaeign íbúa á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um 20% á næstu 24 ár- um og að bflaumferð muni aukast um 40 til 50%, sam- kvæmt skýrslu um drög að til- lögum fyrir svæðisskipuiag höfuðborgarsvæðisins. Vegna þessa er stefnt að því að byggja upp vegakerfi fyrir 83 milljarða króna á tímabilinu, en það er talinn vera heildar- stofnkostnaður framkvæmda- nna. Til viðbótar þarf 6 millj- arða vegna frekari endurbóta á vegakerfinu ef halda á uppi núverandi þjónustustigi þess. Vegna dreifðrar byggðar mun ekin vegalengd á skipu- lagstímanum, sem nær til árs- ins 2024, aukast um 60% og meðallengd hverrar bílferðar á höfuðborgarsvæðinu mun aukast úr 6 km í 6,9 km. M.a. vegna þessa þykir þörf á bættu vegakerfi. Fjögxirra akreina Sundabraut í fyrsta áfanga skipulags- ins, sem nær til ársins 2018, er ráðgert að byggja þrjár nýjar stofnbrautir, en það þykir nauðsynlegt ef halda á uppi svipuðu þjónustustigi í umferð og nú er. I fyrsta lagi er stefnt að byggingu Sundabrautar með fjórum akreinum yfir Klepps- víkina og áfram upp í Geld- inganes. Eftir 2018 er síðan ste/nt að lengingu hennar upp á Álfsnes, þar sem hún mun tengjast Vesturlandsvegi við mynni Kollafjarðar. Þessi framkvæmd þykir forsenda fyrir nýrri byggð í norðan- verðri Reykjavík. Bygging Sundabrautar er viðamikið verkefni, því byggja þarf brú yfir Kleppsvíkina, sem og úr Grafarvogi út á Geldinganes og frá Geldinganesi og upp á Alfsnes. í öðru lagi þykir nauðsyn- legt að ráðast í byggingu Hlíðarfótar vestan Öskjuhlíð- ar. Það er fjögurra akreina vegur sem mun tengja Hring- braut við Kringlumýrarbraut, en líklega verður hann að hluta til í jarðgöngum undir Öskjuhlíðinni. Tilkoma vegar- ins myndi, að talið er, létta á allri umferð um Miklubraut- ina, þar sem umferð frá mið- samgangna, sem komi til með að þjóna öllu höfuðborgar- svæðinu. Lagt er til að gjald- taka verði samræmd og að akstur verði aukinn og leiða- kerfið endurskipulagt. Sporvagnakerfi kostar 1 til 2 milljarða Fjallað er um fleiri mögu- leika en strætisvagnasam- göngur í skýrslunni, t.d. spor- vagna, en um kostnaðinn segir: „Stofnkostnaður yrði tölu- vert meiri en ef um hágæða strætisvagnaþjónustu væri að ræða. Aftur á móti mætti áætla ef tekið er mið af reynslu erlendis frá að ferð- um frá einkabflum yfir í al- menningssamgöngur myndi fjölga. Rekstrarkostnaður myndi minnka og umhverfisá- lagið yrði töluvert minna en ef um strætisvagna væri að ræða.“ Áætlaður stofnkostnaður við uppsetningu á nýju spor- vagnakerfi er talinn vera á bilinu 1 til 2 milljarðar á með- an stofnkostnaður við hágæða strætisvagnaþjónustu er á bilinu 30 til 50 milljónir króna. Merkingar á götum fyrir hjólaumferð í skýrslunni er einnig lagt til að stígakerfi höfuðborgar- svæðisins verði bætt til þess að stuðla að því að reiðhjól verði notuð í frekara mæli sem samgöngutæki. Lagt er til að skipulagðir verði sjálf- stæðir hjólastígar á aðalleið- um, en annars staðar verði stefnt að því að koma upp fjögurra metra breiðum stíg- um, sem einnig þjóni gang- andi umferð. Þá er lagt til að í miðborginni verði merkingar á götum fyrir hjólaumferð. Samkvæmt skýrslunni er lagt til að aðstæður hesta- manna innan höfuðborgar- svæðisins verði bættar til muna. Lagt er til að lagðir verði reiðvegir í útjaðri byggðar sem tengi saman hesthúsabyggðir austur- svæðanna. Störfum fj ölgar um 600% í Mosfellsbæ STÖRFUM í Mosfellsbæ mun fjölga um 600% á næstu 18 árum, eða úr 1.000 í 7.000, samkvæmt skýrslu samvinnu- nefndar um svæðisskipulag á höfuð- borgarsvæðinu en í henni er að finna drög að tillögum að sjálfu skipulaginu. Gert er ráð fyrir að störfum í Bessa- staðahreppi muni fjölga um 300% eða úr 100 í 400 á sama tímabili og í Garðabæ um 267% eða úr 2.100 í 7.700. íbúðum f Mosfellsbæ mun fjölga um 269% á næstu 18 árum, eða úr 1.600 í 5.900. Aukningin í Garðabæ verður 216% og 100% aukning verður í Bessa- staðahreppi. í Reykjavík mun störfum fjölga úr 74.300 í 84.100 eða um 13%. Ibúðum mun fjölga úr 41.900 í 52.400 eða um 25%. Störfum í Kópavogi mun fjölga um 70% eða úr 8.100 í 13.800. Ibúðum á svæðinu mun fjölga um 45% eða úr 8.000 í 11.600. í Hafnarfirði mun störfum fjölga úr 9.200 í 12.700 eða um 38%. íbúðum mun fjölga um 27% eða úr 5.900 í 7.500. Á Seltjarnarnesi verður einna minnsta breytingin, en þar mun störfuin þó fjölga um 25% eða úr 800 í 1.000 og íbúðum um 13% eða úr 1.600 í 1.800. bænum til Kópavogs og Hafn- arfjarðar myndi að miklu leyti fara um þennan nýja veg. Jarðgöng undir Kópavog í þriðja lagi er gert ráð fyr- ir fjögurra akreina vegi í jarð- göngum undir Kópavog í fyrsta áfanga skipulagsins. Vegurinn mun koma sem einskonar framhald af Hlíðar- fætinum og tengja miðborg- ina við Smárann í Kópavogi. Auk þessara þriggja stóru verkefna sýna umferðar- reikningar fram á það að þörf verður fyrir breikkun Vestur- landsvegar, Reykja- nesbrautar, Hafnarfjarðar- vegar, Mýrargötu og Sæbrautar næst miðbænum í fyrsta áfanga skipulagsins. Ef viðhalda á núverandi þjónustustigi stofnbrauta, sýna umferðarreikningar einnig að þörf getur orðið á frekari stórframkvæmdum í síðari áfanga skipulagsins, sem nær frá árinu 2018 til 2024. Þær framkvæmdir verða hins vegar háðar byggðaþróuninni. Nýr vejgur yfir Skerjafjörð í síðari áfanga skipulagsins er eins og áður gat um gert ráð fyrir lengingu Sunda- brautar upp á Alfsnes og mun Geldinganesið þannig tengj- ast Vesturlandsveginum á Kjalamesi. Þá er einnig gert ráð fyrir sérstökum Ofan- byggðavegi, sem mun liggja eins og núverandi Vatnsenda- vegur og tengja Vífilsstaða- veg við Breiðholtsbraut. Á opnum fundi á Grand Hótel í fyrradag, þar sem svæðis- skipulagið var kynnt, kom fram að vegurinn yrði ekki stofnbraut heldur tengibraut þ.e. tvær akreinar. Samkvæmt drögum að nýju svæðisskipulagi kemur til greina að gera nýjan veg yfir Skeijafjörð og Kópavog í tengslum við hugsanlega byggð í Vatnsmýrinni, á flug- vallarsvæðinu. Þar sem veg- urinn mun tengja Hlíðarfót við Hafnarfjarðarveg liggur ljóst fyrir að annaðhvort þarf að gera jarðgöng undir Skerjafjörðinn eða byggja brú. Arðbær fjárfesting Áætlaður stofnkostnaður við allar þessar vegafram- kvæmdir er um 83 milljarðar króna, en áætlaður stofn- kostnaður við þær fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru í fyrsta áfanga skipulag- sins er um 37 milljarðar króna. I skýrslunni kemur fram að framkvæmdirnar séu arðbær fjárfesting og muni mæta þörfum atvinnulífsins fyrir samkeppnishæft sam- göngukerfi. Þar segir: „Ef valin yrði sú leið að draga markvisst úr þjónustu- stigi bflaumferðar, mætti búast við auknum umferðar- töfum á álagstímum, sérstak- lega við stofnbrautir að kjöm- unum. Þetta hefur þau áhrif að ferðatíminn á álagstímum eykst til muna. Áhrif á fjölda umferðaróhappa eru óviss, því tíðni umferðaróhappa gæti hækkað, en á móti drægi úr bflaumferð. Heildarum- hverfisálagið myndi minnka óverulega, en fjárfesting í vegaframkvæmdum myndi rninnka." Mikilvægt að efla al- menningssamgöngur í skýrslunni um svæðis- skipulagið er bent á mikil- vægi þess að efla almennings- samgöngur. Þar kemur fram að í dag eru um 570 einkabflar á hverja 1.000 íbúa. Á höfuð- borgarsvæðinu eru famar u.þ.b. 700 þúsund einstakl- ingsferðir á dag með einkabif- reiðum og almenningsvögn- um, en skiptingin er mjög ójöfn. Um 96% ferðanna em með einkabflum en um 4% með almenningsvögnum. í skýrslunni segir: „Þar sem umrædd umferð- armannvirki eru mjög dýr má búast við að erfitt verði að viðhalda núverandi þjónustu- stigi, sem kemur m.a. fram í lækkun á umferðarhraða og þar með lengri ferðatíma á álagstímum. Til að mæta slíkri þróun er lagt til að almenningssam- göngur verði efldar í framtíð- inni. Lagt er til að þetta verði gert með hágæða almenn- ingssamgöngum á sérstökum völdum leiðum milli miðborg- ar Reykjavíkur og stærri þéttbýlli svæða. Á þessum leiðum verði hugað sérstak- lega að lausnum fyrir almenn- ingsvagna." Lagt til að SVR og AV sameinist Lagt er til að almennings- samgöngur verði styrktar af þremur ástæðum: • Almenningssamgöngur eru taldar skipta miklu máli fyrir þá sem ekki hafa bfl til afnota, ekki geta notað bíl af einhverjum ástæðum eða kjósa almenningssamgöngur í stað einkabfls. Þá er talið að á stórum hluta heimila á höfuð- borgarsvæðinu sé einhver sem sé háður reglulegri þjón- ustu almenningsvagna. • Vegna umhverfisað- stæðna, þ.e. aukinna þrengsla í umferðinni og skorts á bfl- astæðum á miðsvæðum, er talið að almenningssamgöng- ur þurfi að geta tekið til sín stærri hluta af þeirri auknu umferð sem búist er við á höf- uðborgarsvæðinu á næstu ár- um. • Þá er talið að með þétt- ingu byggðar muni eftirspum eftir ferðum með almennings- samgöngum aukast. í skýrslunni er m.a. mælt með samruna SVR og AV í eitt stórt félag almennings- Höfuðborgarsvæðið Umferðarmannvirki til ársins 2024 Brimnes Kollafjörður Sundabraut Geldinganes Engey Hliðarfotur er /o0ó~ itraums vík 5km Höfudborgarsvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.