Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 60
J>0 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ -þarsem vinningamirfáiSt HAPPDRÆTTI dae Vinningaskrá 24. útdráttur 12. október 2000 íbúðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 16 4 2 1 4'- Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 5326 12643 22625 75844 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 18906 25183 38129 52716 69008 74663 24964 33966 41157 52772 74546 75561 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur) 357 10148 19769 29551 40274 53487 63910 72738 365 11908 21747 29650 41002 54573 64284 72962 1309 12526 21754 29782 41015 54613 66181 73111 1336 12728 21828 30636 41739 55249 66361 73502 2173 13523 22323 31363 42978 55402 66999 73855 4510 13628 22874 32600 43035 56083 67603 75455 5498 14427 23001 32717 44617 56280 67844 78392 6199 14486 24639 34969 46187 57309 68546 78400 6513 16000 25425 35047 46338 58413 69783 79001 6820 17307 27335 35788 46571 58655 69973 686 1 1 7983 27640 37455 48613 59964 70097 9367 18064 28543 39566 50049 60113 70676 9532 19445 28975 39949 53209 62794 71528 Húsbú Kr. 5.000 naðarvinningur Kr. 10.000 (tvöfaldur) 92 12418 23536 32694 40314 51064 61421 73694 153 13097 23955 32868 40853 51330 61764 74003 2291 13203 24205 34723 41388 51561 62446 74192 2992 13730 24403 34763 41413 52172 63133 74293 3483 13788 24726 34853 41486 52190 63204 74324 4557 13935 25007 35506 42296 52271 63535 74510 4599 14230 25085 35763 42679 53268 63877 74577 5054 14824 25509 35869 42984 53652 65554 74713 5198 14838 26400 35874 43111 53813 66931 74907 5200 14858 26442 35931 43306 54163 67987 75104 5551 15130 26548 35946 43385 54251 68343 75719 5583 15408 26974 36115 43388 54576 68423 76590 5887 15948 27066 36350 43490 54827 68657 76900 8127 16078 27310 36572 43671 55003 69216 77078 8236 16947 27322 36907 44926 55109 69477 77312 8591 17243 28190 36938 45071 55645 69839 77586 8861 17694 28466 36945 45373 55650 69860 77646 9102 18650 28486 37393 45567 55668 69948 77792 9189 19229 28500 37421 45580 56091 70146 77856 9402 19269 28591 37593 45655 56226 70328 78229 9457 19681 29593 37613 46319 56803 70583 78352 9744 20340 29656 37783 46498 57291 70806 78696 10120 20839 30251 37914 47201 57598 71078 78844 10262 21183 30950 38255 48332 57638 71218 79630 10563 21361 30956 38469 48937 58503 71294 79737 10630 21412 31065 38849 49208 58834 71780 79778 10772 21907 31495 39432 49672 59239 72378 12045 22005 31551 39457 49735 59609 72773 12149 22266 31566 39725 49835 60057 72941 12296 22338 32065 39955 50715 60633 73170 12329 22600 32227 40221 50856 60821 73551 12395 22627 32479 40261 50878 61078 73604 Næstu útdrættir fara fram 19. okt, 26. okt & 2. nóv. 2000 Heimasíða á Interncti: www.das.is Árþúsund án hungurs í HEIMI þar sem framleitt er nóg af mat- vælum eru um 800 milljónir manna sem hafa ekki til hnífs og skeiðar. Þetta er fólk sem býr við stöðugt hungur sem getur leitt til dauða. Óöruggt fæð- uframboð grefrn- und- an efnahagslífl þjóða og eyðileggur tilveru þeirra sem hlut eiga að máli. Á þeim stöðum sem hungur er algengt á stór hluti íbúanna enga von um efnahags- legar eða félagslegar framfarir. Daglega má sjá velmegun og hungursneyð standa hlið við hlið í fjölmiðlum og er erfitt fyrir fólk að skilja hvers vegna hungur og fátækt kemur enn niður á yfir 20% íbúa þró- unarlanda þrátt fyrir auðæfi heims- ins. Stjórnvöld verða viðkvæmari fyrir málefnum sem varða ótryggt fæðuframboð þar sem þau ógna stöð- ugleika þjóða og alþjóðlegra sam- skipta. Það að bæði almenningur og stjómvöld virðast vera í auknum mæli meðvitaðri um hungursneyðina í heiminum geíúr okkur von um að á nýju árþúsundi verði hægt að binda enda á stöðuga vannæringu og ótta sveltandi fólks um hungurdauða. Á heimsráðstefnunni um matvæli (world food summit) árið 1996 sam- þykktu þjóðir heimsins þá áskorun að berjast gegn hungri. Nú þarf að standa undir því loforði. Alþjóðadagur fæðunnar FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna heldur upp á alþjóðadag fæðunnar ár hvert, 16. október. Markmið dagsins er að vekja fólk til umhugsunar um vanda- mál hungurs í heiminum og að draga athyglina að landbúnaði og matvæla- framleiðslu. Yfirskrift fæðudagsins í ár er „árþúsund án hungurs" og felur í sér framtíðarsýn og áskorun. Áskorunin er að gera framtíðarsýn- ina að veruleika og frelsa nærri 800 milljónir manna undan þjáningum langvinns hungurs. Það verður ekki auð- velt að takast á við áskorunina og gera framtíðarsýnina að veruleika. Til þess að þetta árþúsund megi verða án hungursneyð- ar þarf að grípa til að- kallandi aðgerða á mörgum vígstöðvum. Ekki bara til þess að út- vega fæðu fyrir hungr- aða heldur einnig til þess að útrýma orsök- um hungurs um allan heim. Að koma í veg fyrir hungur og fæðuskort snýst ekki einungis um að framleiða meiri mat. Framleiðsla matvæla í heiminum í dag nægir til þess að veita öllum fullnægjandi mataræði ef matvælunum væri jafnt FAO Framtíðarsýnin er að hægt sé að búa í heimi, segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, þar sem allir hafa nóg til hnífs og skeiðar á hverjum degi. dreift. En svo er ekki. í mörgum fá- tækum löndum samsvarar fæðu- framboð til minna en 2.100 kaloría á mann á dag. I hinum ríku vestrænu löndum er þessu öðruvísi farið og meðaltalið er um helmingi hærra og er hæst um 3.100 kaloríur á dag. Telefood FAO hefur einnig hafið árlega her- ferð undir yfirskriftinni „TeleFood" og er hápunktur hennar í kringum alþjóðadag fæðunnar. TeleFood hef- ur það markmið að vekja vitund fólks um hungur í heiminum og virkja auð- lindir til hjálpar hungruðu fólki. Boð- skapnum er komið til skila með tón- leikum, útvarps- og sjónvarpsút- sendingum og öðrum uppákomum um allan heim. Allir viðburðir Tele- Þóra Dögg Jörundsdóttir Food byggja á örlæti þeirra sem láta sig varða um hungur í heiminum og hafa margir þekktir leikarar, söngv- arar og íþróttafólk komið að málum. Öll framlög fara milliliðalaust til margra smárra verkefna í þróunar- löndum, s.s. til þess að hjálpa fátæk- um bændum að kaupa útsæði og þau verkfæri sem eru nauðsynleg til þess að rækta matvæli sem fjölskyldur þeirra og samfélag vantar. Sérstök áhersla er lögð á að styðja konur í þessu efni, því þó að konur framleiði meirihluta matvæla í heiminum eru þær meginþorri þeirra sem þjást af hungri. Rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að aukin menntun og bætt staða kvenna hefur dregið meira en helming úr vannæringu síðan 1970. Við þurfum að sjá til þess að mat- vælin komist í hendur þeirra sem virkilega þurfa á því að halda. Sér- staklega til fátæki-a stúlkna og kvenna, einangraðra dreifbýlissam- félaga og fórnarlamba styrjalda og náttúruhamfara. Aukin matvælaþörf í framtíðinni Einnig þarf að tryggja að nóg fæða sé til fyrir alla í framtíðinni. Til þess að ná því marki þarf matvæla- framleiðsla að aukast töluvert á næstu 50 árum þar sem íbúafjöldi jarðarinnar mun vaxa úr 6 billjónum í dag í 8,9 billjónir 2050. Reynsla fyrri ára bendir til þess að þetta ætti að vera mögulegt. íbúai' jarðarinnar eru mun betur nærðir í dag en fyrir 30 árum. Síðan 1970 hef- ur fjöldi vannærðra í þróunarlöndum minnkað um það bil um 130 milljónir, eða úr 920 milljónum í 790 miljónir í dag. Á sama tíma nær tvöfaldaðist íbúafjöldi jarðarinnar en matvæla- framleiðsla óx jafnvel enn hraðai'. Á heimsmælikvarða jókst framboð fæðu fyrir hvern einstakling um 20%. í byi'jun nýrrar aldar er mikilvægt að sjá fyrir sér heim án hungurs og vannæringar því ef við getum það ekki munum við heldur ekki vinna að því að gera þetta að raunveruleika. Aðgerðir okkar verða að beinast að því að bæta sjálfbjargarviðleitni þannig að einstaklingar, fjölskyldur og samfélög geti aflað nóg fyrir grunnþörfum sínum. Matvæla- og næringarfræðafélag íslands(MNÍ) heldur sinn matvæla- dag árlega í sömu viku og Alþjóða- fæðudagurinn er. Efni Matvæladags núna er „Örugg matvæli" og er á Grand hótel í dag kl 13. Höfundur er nmtvælafræðingur, Rannsóknastofn un fískiðnaðarins. Skiptinemadvöl - arðbær fjárfesting Á HVERJU ári fara um 100 unglingar utan til mislangrar dvalar á vegum skiptinemasam- takanna AFS. Við fyrstu sýn virðist kostnaður vera það mikill að margir veigra sér við því að leggja út í það. Hins vegar er ávinningurinn af slíkri dvöl mjög mikill. Flest- ir skiptinemar og að- standendur þeirra líta á fjárhæðina og tímann erlendis sem allra arð- bærustu fjárfestingu sem þau hafa tekið þátt í. Sem dæmi má taka að heildar- kostnaður við ársdvöl er oft um 60 þús. kr. á mánuði, með vasapening- um. Þá eru meðtalin fargjöld, tiygg- ingar, skólakostnaður, fæði, húsnæði og annað það er viðkemur dvölinni. Þegar litið er til framfærslukostnað- ar unglinga á íslandi, er hann nánast sá sami. Margir eru einnig hikandi við að missa úr skóla og verða við- skila við fjölskyldu og vini. Hins veg- ar meta margir framhaldsskólar hluta eða megnið af náminu erlendis til eininga hér heima. Lítum þá á ávinninginn af dvöl sem þessari. í því sambandi er rétt að lita á niður- stöður rannsókna frá Bandaríkjunum um hvaða persónueinkenni fólk, sem náð hefur framarlega í leik og starfi, hefur umfram aðra. Þær rannsóknir sýna yfirleitt þá niður- stöðu að sjálfstraust, frumkvæði, samskipta- og samvinnuhæfileik- ar, ábyrgðartilfinning, rökhugsun, keppnis- skap, víðsýni og hæfi- leikar á að takast á við síbreytilegar aðstæður, eru mjög áberandi hjá fólki sem náð hefur langt í lífinu. Nær öllum þeim sem þekkja skiptinema fyrir og eftir skiptinemadvöl erlendis kemur sam- an um að viðkomandi aðili hefur auk- ið verulega alla þessa þætti hjá sér. Flestir skiptinemar upplifa aukinn metnað og bættan námsárangur eft- ir heimkomuna. Þeim finnst þeir líka vera tilbúnir að takast á við stærri og kröfuharðari verkefni en þeir voru tilbúnir til áður. Þessi viðhorf eru eftirsótt hjá vinnuveitendum og AFS Flestir skiptinemar, segir Andri Ottesen, upplifa aukinn metnað og bættan námsárangur eftir heimkomuna. skólum. Þannig aukast möguleikar fyrrum skiptinema á arðbærara námi og betur launuðum störfum í framtíðinni. Undirritaður telur sjálfur dvöl sína hafa gefið sér mjög öflugt verk- færi til að takast á við fjórar háskóla- gráður í jafnmörgum löndum, vinnu sem ráðgjafi í ráðuneyti og stjómar- formaður í eigin tölvufyrirtæki. Hann skorar þvi á bæði aðstand- endur og verðandi skiptinema að líta á þennan kost sem einstakt tækifæri. Tækifæri til að ná forskoti í að öðlast leiðtogahæfileika sem gætu gefið af sér ómæld andleg og veraldeg gæði í framtíðinni. Höfundur er í stjóm AFS á íslandi og var skiptinemi íBólívfu 1989. Andri Ottesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.