Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 41 FJOLMIÐLUN Hver vann o g var eitt- hvað að marka hann? Kaliforníu. Morgunblaðið. Reuters Fyrri kappræða George W. Bush og A1 Gore. „Maður þarf hjálp til að komast í gegnum þetta, því upplifun af þessu tagi fylgir manni að eilífu,“ undir- strikar hann. Það má undrast að einhver hafi löngun til að vera áhorfandi að eymd og skelfingu annarra, en Michel svarar að sem ljósmyndari fái hann greitt fyrir að miðla frétt- um. „En auðvitað hjálpar maður til ef hægt er, gefur eitthvað af dótinu sínu eða keyrir fólk ef á þarf að halda og það tölum við ekki um. En við erum Ijósmyndarar, ekki starfs- menn Rauða la-ossins og þess er vænst af okkur að við skilum verki okkar á áhrifamikinn og hlutlausan hátt.“ En Michel bætir við að eftir vinnu við skelfilegar aðstæður hiki maður samt ekki við að taka að sér næsta verkefni af svipuðu tagi ein- hvers staðar annars staðar í heimin- um, en viðurkennir að auðvitað setji reynslan sitt mark. „Maður tengist mjög náið því fólki, sem deilir upp- lifun af þessu tagi með og það fer ekki hjá því að maður læri að bera virðingu fyrir fólki. Þegar sprengj- urnar falla og við vitum að við gæt- um öll látið lífið þá sér maður að all- ir eru jafnir. Maður fær ákveðið sjónarhorn á lífið og maðm’ lærir að greina á milli þess sem er mikil- vægt og þess sem er síður mikil- vægt.“ Jafnvel þó blaðalesendum þyki vísast að það berist margar óhugn- anlegar myndir frá stríðs- og hörm- ungasvæðum heimsins þá eru samt teknar myndir, sem aldrei er dreift. Reuturs hefur sett sér siðrænar reglur og dreifir til dæmis ekki myndum af helsærðu fólki og lim- lestum líkum. Sviðsetningin afhjúpuð Stafrænar myndir hafa ekki að- eins aukið hraða myndmiðlunar heldur gefa færi á svindli, svo það er nauðsynlegt að hafa augun hjá sér. Allir ljósmyndarar Reuters eru skyldugir til að varðveita sannanir fyrir því að myndir þeiira séu ósviknar. „Við biðjum um negatív- in,“ segir Michel „og það er einnig til bóta að þekkja ljósmyndarana og þær aðstæður, sem myndh’nar eru teknar við. Sem betur fer höfum við ekki lent í neinu svikamáli af þessu tagi en það hefur vissulega gerst að ég hafi fengið myndir, sem mér fannst grunsamlegar. Negatívin bárust aldrei og auðvitað birtum við ekki myndirnar. Það er misjafnt fé í þessum geira eins og annars stað- ar.“ En það eru einnig til aðrar tegundir af myndum, sem eru upp- stilltar. Stjórnmál snúast í vaxandi mæli um að skapa ljósmyndatæki- færi með sviðsettum atburðum. „Já, það er heilmikil Hollívúdd yfir stjórnmálum í sumum löndum," segir Michel brosandi. „Sumar stjórnir hafa ráðið listrænan stjórn- anda eða ’art director’ og flokks- þing eru sviðsett í smáatriðum.“ Þennan sviðsetta veruleika geta ijósmyndarar stundum afhjúpað eða sýnt aðrar hliðar á og Michel minn- ir á mynd af forsetaframbjóðandan- um bandaríska, Bob Dole, sem datt og var myndaður. „Þegar Dole sá myndina á eftir vissi hann að leikur- inn væri úti,“ fullyrðir Michel, sem hefur þó ekkert samviskubit yfir að birta slíka mynd. „Við verðum auð- vitað að sýna ábyrgð, því það sem við gerum getur komið hreyfingu á hlutabréfamarkaðinn og valdamikla menn. En við getum ekki látið stjórnast af þessu.“ Bæði ljósmyndarar og blaðamenn fá oft að finna fyrir ritskoðun og sama var með Michel, þegar hann bjó í Suður-Afríku og þurfti reglu- lega að fá landvistarleyfi sitt fram- lengt. .Auðvitað vissi ég hvað ég mátti og mátti ekki, en það var ekki hægt að vera að lifa eftir því,“ segir hann. „Einu sinni sendi ég myndir frá átökum lögreglu og mótmæl- enda, þar sem lögreglan notaði litað vatn til að geta síðar fundið mót- mælendurna. Ég var hræddur næstu tvo daga, því ég vissi að það var verið að leita að mér, en ekkert gerðist." Blaðamenn og ljósmyndarar lifa í návígi við stjórnmálamenn og aðra leiðtoga og það verður ekki hjá því komist að með þeim takist per- sónuleg kynni. Það getur leitt til þess að fjölmiðlafólkið láti vera að nota efni, sem kæmi þeim, sem þeir þekkja, illa. Michel viðurkennir að sá möguleiki sé fyrir hendi, en álít- ur þó að samkeppnin milli fjölmiðl- anna dragi úr þessari hættu. Sjálfur hefur hann oft tekið myndir, sem hann vissi að myndefn- ið væri ekki glatt yfir. A Japansferð með Helmut Kohl þáverandi kansl- ara Þýskalands lenti kanslarinn í því að vera látinn bíða í stórum hópi fjölmiðlafólks eftir áheyrn hjá jap- anska starfsbróður sínum og því reiddist Kohl gífurlega. Hann hafði sest í pínulítinn, japanskan stól og þegar biðin var loksins á enda átti þessi stóri maður í mesta basli með að komast upp úr stólnum. Þetta myndaði Michel og daginn eftir var þessi mynd á forsíðum þýsku blað- anna og ekki myndin af handtaki Kohls og Japanans. Michel þvertekur fyrir að það hafi gefið ranga mynd af atburðin- um að sýna þessa mynd. „Myndin sýndi öskureiðan leiðtoga í sjálf- heldu. Það birtast sannarlega ekki of margar skemmtilegar myndir af þessu tagi,“ bætir Michel við með bros á vör. „Og það er líka leiðin- legt að senda aðeins út góðar og saklausar myndir. Það verður að bjóða upp á fjölbreytni.“ Virðing fyrir textanum en peningar fyrir myndirnar En þó Michel finnist að ljós- myndarar standi oft í skugganum af blaðamönnum, þá eru það þó ljós- myndarar og ekki blaðamenn, sem geta á stundum hreppt stjamfræði- legar upphæðir fyrir afurðir sínar. Það eru samt ekki fréttastofur eins og Reuters, sem kaupa myndir af „paparazzi“-ljósmyndui’um, þeim sem sitja fyrir frægu fólki. Reuters selur til áskrifenda, en tekur ekki borgun fyrir hverja einstaka mynd. En Michel skilur vel að blöðin borgi þessar upphæðir. „Á þýska mark- aðnum keppa um 200 blöð og 2400 tímarit. Það hefur markaðsgildi að vera fyrstur til að birta myndir, sem lesendurnir hafa áhuga á,“ bendir hann á. Myndir af nöfnum eins og Díönu prinsessu geta fært hinum heppna ljósmyndara greiðslur upp á millj- ónir króna. ,Af hveiju heldurðu að það séu til ljósmyndarar, sem eru tilbúnir til að klifra yfir veggi og troðast inn í einkalíf fólks! Það er ekki af því þeim finnist það skemmtilegt, heldur af því þeir geta grætt óhemjulega á því. Það eru til nokkrir mjög auðugir ljósmyndar- ar,“ bætir Michel við með glettnis- glampa í augunum. NÝR skemmtiþáttur undir stjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu hóf göngu sína í Ríkis- sjónvarpinu sl. laugardagskvöld. Skemmtiþátturinn ber yfirskriftina Milli himins og jarðar og var aðal- gestur fyrsta þáttarins Jónína Bene- diktsdóttir athafnakona. Efnistök í þættinum minntu á stundum á fræga erlenda viðtalsþætti á borð við rabbþátt Jay Leno. Þar gætir gjarnan nokkurrar óskammfeilni og dæmi eru um að fyndni sé á kostnað Qarstaddra. Nokkur umræða hefur orðið um hvemig fjallað var um Súsönnu Svavarsdóttur ljölmiðla- konu íþættinum. Bjöm Þorláksson helgar þættin- um fjölmiðlapistil sinn undir yfir- skriftinni Annað tækifæri í Degi á þriðjudag. Stærstu mistökin segir hann vera hvernig fjallað var um Súsönnu í þættinum. „Hún var tekin af lífi án þess að hafa nokkur tæki- færi til að bjarga eigin mannorði. „Ég vil ekki tala um Súsönnu í spari- ER kappið stundum meira en forsjá- in í fréttum af þeim atburðum sem efst eru á baugi? Skiptir meira máli að fá niðurstöðu samstundis en að skýra það sem fyrir augu ber? í Kjölfar fyrstu sjónvarpskapp- ræðna forsetaframbjóðendanna A1 Gore og George W. Bush voru gerðar kannanir meðal valinna hópa kjós- enda, sem höfðu fylgst með níutíu mínútna útsendingunni. „Hvor stóð sig betur?“ var spurt og ívið fleiri kjósendur töldu að Gore hefði unnið fyrstu lotu. Líkast var sem þeir hefðu mæst í keppni í hnefaleikum. Noel Rubinton, einn ritstjóra dag- blaðsins Newsday í New York-ríki, sem er eitt af stærstu dagblöðum Bandaríkjanna, ritaði grein í blað sitt þar sem hann velti því fyrir sér hvort fjölmiðlar væru að bregðast hlutverki sínu með því að matreiða fréttir eins og um kappleiki væri að ræða. Hann bendir á, að það sé óhjákvæmilegt í heimi útvarps, sjónvarps og netfjöl- miðla að hver reyni að vekja athygli á sér og sínum með sem hæstum upp- hrópunum. Það sé líka svo miklu auð- veldara að hrópa upp hvor hafi staðið sig betur en að sökkva sér í frétta- skýringar um málefni. Skyndikannanir hættulegar Rubinton segir að vissulega hafi margir fjölmiðlar staðið sig með ágætum, til dæmis hafi CNN og PBS sjónvarpsstöðvarnar haft virta fréttaskýrendur til taks strax að kappræðunum loknum. Hins vegar séu skyndilegar skoðanakannanir hættulegar. Þær séu yfirleitt hroð- virknislega unnar, þar sem ekki sé gætt þeirra fyrii'vara sem hafðir séu við vísindalegar kannanir, en hins vegar séu þær freistandi tæki fyrir fjölmiðla til að vekja athygli. Rubin- ton segir þær ekld hafa nokkum til- gang annan en að sannfæra fólk um að kappræður forsetaframbjóðenda séu bara enn einn kappleikurinn, en ekki tækifæri til þess að meta málefni sem skipta kjósendur miklu. „Veru- lega var grafið undan og dregið úr gildi fréttaþáttar á borð rið Nightline á ABC-stöðinni, sem er þekktur að vönduðum fréttum og fréttaskýring- um, þegar þátturinn sem sýndur var að loknum kappræðunum hófet á nið- urstöðum skýndikönnunar, og spyr: „Hvers vegná var ekki farin sú leið að fjalla um þau efnislegu atriði sem fötunum," sagði Jónína og stjóm- andi þáttarins gerði ekki síður grín að leiklistargagnrýnandanum fyrr- verandi og blaðamanninum. Það hefði reyndar getað verið mjög fyndið. Ef Súsanna hefði sjálf verið á staðnum og hefði þá getað skotið á móti. En hún var fjarri gi’áu gamni.“ Dagfari talar um atriðið í hæðn- istón í Dagblaðinu á miðvikudag. „Svona eiga sjónvarpsþættir að vera. Eins og saumaklúbbur í beinni útsendingu þar sem konur slúðra og baktala fjarstaddar vinkonur með þeim léttleika sem bæði Steinunn Ólína og Jónína Ben. em lands- þekktar fyrir.“ Hvorki Steinunn Ólina né Rúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkis- sjónvarpsins, vildu tjá sig um hvort þessi fyrsti þáttur Milli himins og jarðar markaði stefnubreytingu í þáttagerð hjá Ríkissjónvarpinu. Ekki náðist. í Bjama Guðmundsson framkvæmdastjóraþar sem hann var erlendis. fram komu í kappræðunum og segja síðar frá niðurstöðum könnunarinn- ar? En þarna er ekki við sjónvarpið eitt að sakast. Sum dagblöð féllu líka í þessa gryfju. USA Today var með skýringarmynd á forsíðu sinni þar sem sýnt var fram á að fáir hefðu skipt um skoðun eftir sjónvarpsút- sendinguna.“ Rubinton segir að daginn eftir kappræðumar hafi stjómendur og gestir sjónvarpsþátta haldið áfram að hamra á því hvor hafi unnið, rétt eins og aðra frétt væri ekki að hafa. Hann bendir á, að líklega hefði það komið kjósendum mun betur ef fjöl- miðlamir hefðu tekið sig til og skýrt mörg þau álitamál sem frambjóðend- umir tókust á um, til dæmis hvemig mæta ætti miklum lyfjakostnaði sjúklinga. Rubinton er þó ekki með öllu ósátt- ur við frammistöðu fjölmiðla eftir kappræðumar. Hann bendir á að þeii’ hafi sumir hverjir sinnt ágætlega því hlutverki sínu að skilja hismið frá kjarnanum. Fréttaskýrendur í sjón- varpi hafi nefnt að annar frambjóð- andinn hafi ekki sagt allan sannleik- ann um ákveðin málefni, eða að hinn hafi hagrætt staðreyndum dálítið, en það taki tíma að fara efnislega yfir slík atriði. Það hafi sum dagblaðanna gert, til dæmis hafi Boston Globe far- ið nákvæmlega yfir öll vafaatriði. Rubinton á ekki von á að fjölmiðlar láti af þeim nýja sið að efna til skyndi- skoðanakannana, en hann varar þá við að taka niðurstöðum þeirra sem endanlegum sannleik. Hann bendfr t.d. á, að eftir aðrar kappræður, þeirra Rick Lazio og Hillary Clinton frambjóðenda til öldungardeildar Bandaríkjaþings, hafi fjölmiðlar talið Lazio standa vel að vígi. Hins vegar hefði komið í ljós, eftir að almenning- ur hafði haft tíma til að melta það sem fyrir augu bar, að margir vora ósáttir við hve ágengur Lazio var í kappræð- unum. Álit margra hefði því snúist gegn honum áður en yffr lauk. Blaða- menn þyrftu að hafa í huga að stund- um þyrftu hlutir að gerjast áður en endanleg niðurstaða fæst. FERÐAKYNNING Ferðakynning Úrvals-Útsýnar og Plúsferða verður haldin d Hótel Sögu 15. okt. kl. 15:00 Kynning: Puerto Vallarta Mexíkó Kanaríeyjar Gönguferðir Skemmtiatriði Happdrœtti Húsið opnar kl. 14:30 Aðgangseyrir, kaffiveit- ingar og meðlœti d aðeins 1.000 kr. sem greiðist við innganginn. Mœtum öll og höfum gaman! ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4: s(mi 585 4000, graant númer: 800 6300, Kringlan: sími 585 4070, Kópavogi: sfmi 585 4100, Keflavfk: sími 585 4250, Akureyri: sfmi 585 4200, Selfoss: sfmi 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Milli himins og jarðar vekur upp umræðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.