Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhanncs Mark- ússon flugstjóri fæddist í Reykjavík 9. september 1925. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 29. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Markús Grímsson skipstjóri, f. 7.9. 1894, d. 23.10. 1936, og Helga Finn- bogadóttir húsmóðir, f. 27.3. 1890, d. 5.2. 1973. Systkini Jó- hannesar voru: Ást- ríður húsmóðir, f. 13.8. 1918, d. 31.10. 1979, og Sigurður skipsljóri, f. 12.5.1924, d. 14.2.1999. Hinn 22.12. 1951 kvæntist Jó- hannes Viktoríu Kolbeinsdóttur húsmóður, f. 12.6. 1931, d. 17.2. 1984, dóttur hjónanna Kolbeins Sigurðssonar skipstjóra, f. 9.9. 1892, d. 28.12. 1973, og Ingileifar Gísladóttur húsmóður, f. 26.9.1902, d. 22.1.1989. Jóhannes og Viktoría eignuðust .. Floginn er á braut tengdafaðir minn, Jóhannes Markússon, fyrrver- andi flugstjóri. Þegar litið er um öxl er margs að minnast enda var Jó- hannes einstakur og lífshlaup hans sveipað ævintýrajjóma. Jóhannes setti stefnu á flugmanns- starfíð á upphafsárum flugs á Islandi og átti stórann þátt í að móta ís- lenska flugsögu. Hann sat í stjórnum Loftleiða og Flugleiða, var meðal stofnfélaga félags íslenskra atvinnu- flugmanna og flaug öllum tegundum flugvéla Loftleiða og Flugleiða, allt frá litlum sjóflugvélum í innanlands- flugi til breiðþotna í millilandaflugi. Jóhannes naut virðingar í starfi, var flugstjóri og yfirflugstjóri um margra ára skeið. Fljótlega eftir að ég kynntist Jóhannesi fór hann á eft- irlaun, ég fór þó eina ferð með honum til Chicago og er hún mér ógleyman- leg. Þegar komið var yfir Chicago um kvöld var mikil flugumferð yfir vell- inum, miklar seinkanir, skyggni var slæmt og gekk á með éljum. Við þessar aðstæður naut reynsla Jóhannesar sín til fullnustu, öryggið uppmálað þar sem hann hafði full- komna yfirsýn yfir það sem var að gerast og vald á aðstæðum. Flugmannsstarfið setti mark sitt á persónuleika Jóhannesar, hann var mjög skipulagður og agaður maður í öllu því sem hann tók sér íyrir hend- ur, hvort sem það var líkamsræktin sem hann stundaði til margra ára eða að rækta samband sitt við bömin, barnaböm, frændfólk og vini. Jóhannes hafði dálæti á því að ferðast og eftir að hann fór á eftir- laun fór hann margar ferðir bæði innanlands og utan en ferðafyrir- komulagið var áfram það sama, ætíð stutt stopp eins og í áætlanafluginu. Þótt flugið hafi verið ævistarf Jó- hannesar var sjómennska honum einnig hugleikin. Faðir hans var skipstjóri í Reykjavík og það sama gilti um tengdaföður hans. Á stríðs- * árunum vann Jóhannes fyrir flug- námi sínu á millilandaskipum, þá sem og síðar á starfsævinni stóð hann augliti til auglitis við dauðann. Þegar hann fór á eftirlaun keypti hann með félögum sínum smábátinn Fróna sem notaður var til sjóstangveiða, einnig áttum við góðar stundir á seglskút- um, siglandi um sundin blá. Þjóð sinni unni Jóhannes, hann hafði dálæti á íslenskri list og vitnaði gjaman í bókmenntaperlur okkar. Tungan okkar var ætíð í öndvegi og var hann óþreytandi við að kenna bamabömum sínum rétt íslenskt mál. Til marks um það má nefna að við fráfall hans var það eitt af því fyrsta sem eitt bamabarnið spurði var: hver á þá að kenna okkur ís- lensku? Ákveðnar skoðanir hafði hann á mönnum og málefnum, hann fylgdist vel með öllum fréttum og sjaldan var komið að tómum kofun- um hjá honum. I Fjölskyldan á margar góðar minn- fjögur böm. Þau eru: 1) Kolbeiim verkefnis- stjóri, f. 5.4. 1952. Sambýliskona hans er Ema Sigríður Sigurð- ardóttir sölumaður, f. 30.8.1963. Böra þeirra eru Guðrún Hrefna, f.1989 og Erna María, f. 1998. Fyrir átti Kol- beinn dótturina Vil- borgu Hrund, f. 1982 með Kristínu Aradótt- ur. 2) Helga, hjúkrun- arfræðingur, f. 21.10. 1961, gift Hirti Grétarssyni forstöðu- manni, f. 15.5.1961, böm þeirra eru Jóhannes, f. 1988, Hildur, f. 1991, Grétar Öm, f. 1993, og Katrín Vikt- oría, f. 1999.3) Ingileif flugfreyja, f. 3.1. 1966. Barn hennar er Viktoría Mjöll, f. 1994. Barnsfaðir er Snorri Guðmundsson. 4) Edda skrifstofu- maður, f. 6.1. 1968, gift Eiði Sigur- jóni Eiðssyni deildarsljóra, f. 9.12. 1968. Böm þeirra em Eiður Smári, f. 1991, og Viktor Árai, f. 1997. Jóhannes stundaði gagnfræði- ingar um samverastundir, í Skild- inganesi, Nesi, sumarhúsi Jóhannes- ar, og nú hin síðari ár fór öll fjölskyldan reglulega saman í frí og átti góðar stundir saman. Það er óraunveralegt að Jóhannes sé flog- inn á braut, jafn hraustur og hann var, en þessar minningar eigum við og erum þakklát fyrir, nú þegar við kveðjum þennan góða mann. Elsku Helga og systkini, bai’naböm og tengdaböm, megi guð styrkja ykkur ogvarðveita. Hjörtur Grétarsson. Með Jóhannesi er genginn einn af forvígismönnum flugmála á íslandi. Jóhannes fór ungur til náms, einn af þeim sem mynduðu Loftleiðahópinn svonefnda, sem lærðu flugstarfsemi í Kanada og Bandaríkjunum árin 1944-1946. Er heim kom hófu þeir brautryðjendastarfsemi, fyrst í inn- anlandsflugi með opnun nýrra flug- leiða, sem gerðu mörgum lands- mönnum kleift, í fyrsta sinn, að komast með hraða flugsins til og frá heimkynnum sínum. Fyrir þetta hlutu þeir verðskuldaða viðurkenn- ingu. Síðan hófst utanlandsflugið á veg- um Loftleiða, sem síðar varð að stór- veldi. Þessi starfsemi lagði í reynd granninn að þeirri öflugu flugstarf- semi sem við eigum ríð að búa í dag. Við Jóhannes vora tengdir í móð- urætt mína. Faðir hans, Markús og móðir mín Ölöf, vora fóstursystkini, alin upp hjá Ástríði og Sigurði Ólafs- syni í Nesi á Seltjamamesi. Á visan hátt má segja að Jóhannes hafi verið örlagavaldur í lífi mínu. Eg dvaldi í New York veturinn 1952-53 við ákveðið verkefni. Jóhannes var þá flugstjóri hjá Loftleiðum, en fé- lagið var þá með reglubundið flug til New York, þótt i smáum stil væri. Jó- hannes kom að máli við mig og lýsti fyrir mér áhyggjum flugmanna fé- lagsins varðandi framtíðarstarf þeirra. Væra uppi fyrirætlanir hjá stjómendum félagsins um að leggja starfsemina niður. Starfsemin gengi illa og hentugra væri að snúa sér í stað þess að kaupum á og rekstri olíuskips. Jóhannes leitaði ráða hjá mér af þessu tilefni. Þetta varð til þess að ég hitti þá fé- laga, Jóhannes, Alfreð Elíasson , Kristinn Olsen, Einar Amason og Dagfinn Stefánsson nokkram sinn- um til að ræða þessa stöðu. Til að gera langa sögu stutta varð þetta til þess að ég gekk til liðs við þá félaga, sem endaði með því að á aðalfundi Loftleiða haustið 1953 var gamla stjómin sett af og ný stjóm tók við. Saga Loftleiða eftir það er lands- mönnum kunn. Þessi samskipti okk- ar Jóhannesar snemma árs 1953 urðu sem sagt til þess að ég var við- riðinn flugrekstur næstu 38 árin. Jóhannes Markússon var afar ag- aður og bjó yfir ótvíræðum leiðtoga- nám við Reykholtsskóla í Borgar- firði og Flensborgarskóla í Hafnar- firði. Hann var við flugnám hjá Flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba, Kanada 1944-1945 og Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklaholma, Bandarfkjunum, 1945-1946. Fékk bandarísk og íslensk flugmanns- og blindflugsréttindi 1946. Nám í lofts- iglingafræði hjá Air Service Train- ing í Southampton í Englandi 1950. Öðlaðist bandarískt flugstjóra- skírteini (FAA, Airline transport rating) að loknu námi hjá Flight Safety-skólanum á La Guardia- flugvelli við New York. Flugmaður og flugstjóri hjá Loftleiðum hf. frá 1. mars 1946, fyrst í innan- landsflugi og síðan í millilanda- flugi. Yfírflugstjóri og eftirlits- flugmaður Loftleiða hf. árin 1957-1969. Flugstjóri hjá Flugleið- um hf. eftir sameiningu Loftleiða hf. og Flugféhigs íslands hf. til 63 ára aldurs. Einn stofnenda FLA og sat í stjóm og samninganefndum félagsins 1948-1957. í stjóra Loft- leiða hf. 1971-1973 og síðan í stjóra Flugleiða hf. 1973-1976 og aftur frá 1982-1991. Útför Jóhannesar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik hinn 11. október síðastliðinn og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hins látna. hæfileikum. Hann var mjög reglu- samur, duglegur og hygginn, sam- fara iðjusemi og hjá honum var velferð vinnuveitandans ávallt í fyrir- rúmi. Hann var ósérhlífinn og afkast- aði miklu ef svo bar undir. Óll hans margvíslegu störf í þágu Loftleiða og síðar Flugleiða vann hann af mikilli samviskusemi. Honum var sýndur mikil trúnaður, var yfirflugstjóri til fjölda ára og einnig sat hann í stjórn félagsins á vissu tímabili. Jóhannes var mikið ljúfmenni í allri umgengni, en fastur fyrir ef því var að skipta. Þessir brautryðjendur flugstarf- semi á Islandi tína nú smátt og smátt tölunni. En eftir stendur óhaggan- legur minnisvarði þeirra í formi öfl- ugrar flugstarfsemi, sem tengir ís- land við öll nágrannaríki okkar bæði í austri og vestri. Án þeirrar öflugu starfsemi væra margvísleg sam- skipti okkar við umheiminn önnur og smærri en raun ber vitni, hvort sem er á sviði menningar,viðskipta eða hverskonar þjónustu. Hér ræðir því nú um eina ajf öflugustu stoðum þjóð- félagsins og án hennar væri sú vel- gengni sem við nú búum við, ekki fyr- ir hendi. Þessir brautryðjendur flugstarfsemi á Islandi eiga því mikl- ar þakkir skilið - og Jóhannes Mark- ússon var einn af þeim. Eftirlifandi fjölskyldu Jóhannesar Markússonar er vottuð einlæg sam- úð. Sigurður Helgason. Mig langar að minnast Jóhannesar Markússonar flugstjóra, en hann lést föstudaginn 29. september eftir skammvinn veikindi. Það var mar- tröð líkast þegar hringt var í mig og mér tjáð að Jóhannes væri nýlátinn. Þó Ijóst hafi verið um vikuhríð að hveiju stefndi var ég sannfærður um að hann hefði betur. Líkamlegt at- gervi hans var með slíkum sóma að annað virtist óhugsandi. Allt frá ár- inu 1986, þegar ég kynntist yndis- legri dóttur hans, Ingileifi, og þar með honum, sýndi hann fram á mikil- vægi líkamlegrar hreyfingar, en henni átti hann að þakka atgervi sem virtist minnst 10-15 áram yngra en aldurinn gaf til kynna. Það er margt sem ég hefði viljað segja Jóhannesi. Þótt ekki hafi skoð- anir okkar á veraldlegum málum ætíð farið saman hafði hann mikil áhrif á mig og mín lífsviðhorf. Hann var afar vel lesinn bókmenntalega og mikill íslenskumaður. Hann átti það til að flytja heilu ljóðabálkana þegar svo bar við - bókarlaust. Hann hafði ákveðnar skoðanir á bundnu máli og þótti nútímaskáld heldur slök í sam- anburði við stórskáld fyrri tíma. Studdi hann þá skoðun sína með sannfærandi rökum. Með afar skýr- um framburði og fallegu málfari ger- breytti hann hugarfari mínu gagn- vart hinu stórkostlega tungumáli okkar, íslenskunni. Hvað mig varðar gerði hann betur en nokkur skóla- stofnun. Er von mín að ég megni að hafa slík áhrif á einhvem einstakling í framtíðinni. Eg er bæði þakklátur og stoltur að hafa fengið að kynnast Jóhannesi. Þótt hann hafi verið sérvitur á marg- an hátt, var hann einstakur öðlingur. Því miðui- kynntist ég aldrei konu hans, Viktoríu Kolbeinsdóttur, en hún lést 17. febrúar, 1984, langt um aldur fram. Jóhannes og Viktoría eignuðust fjögur efnileg börn sem bæði era sérlega samheldin og þeim hjónum til mikils sóma. Sem mikill flugáhugamaður frá barnæsku, og seinna meir sem starfandi flugverk- fræðingur, hefði ég átt að tjá Jóhann- esi mikilvægi þess að kynnast honum sem einum af helstu framkvöðlum flugs á Islandi. Eg vona að hann hafi skynjað aðdáun mína gengum þögn- ina. Þegar ég nú hugsa um allar sög- urnar sem upp komu í samræðum okkar svíður að hann ritaði ekki sjálfsævisögu sína, líkt og ég og margir aðrir hvöttu hann til. Þar var um að kenna einstakri hógværð sem einkenndi hann svo mjög. Eg var staddur við vinnu mína hér á fiugvellinum í borginni Duluth í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum þegar mér var tjáð um andlát Jó- hannesar. Það var undarleg tilviljun að mér varð litið út um glugga og sá hvar verið var að draga út úr flug- skýli enduruppgerðan Catalina-flug- bát, líkt og Jóhannes flaug í barn- æsku flugs á íslandi. Það var táknræn sýn. Það er mikill missir að þessum gæðamanni. Eg vil senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til bama hans: Kolbeins, Helgu, Ingu, og Eddu og fjölskyldna þeirra. Hugur minn er hjá ykkur. Snorri Guðmundsson. Við upphaf 21. aldarinnar verður gjarnan hugsað til þeirra hrað- og stórstígu framfara, sem orðið hafa á sviði samgangna á íslandi sl. 50-60 ár. Ber þar flugsamgöngur hæst við sýn. Upprifjun á þessari þróun kom í huga mér er ég frétti um óvænt brottkall vinar míns og félaga um áratugaskeið í starfi og leik, Jóhann- esar Markússonar, flugstjóra, en ungur að áram haslaði hann sér völl á þeim starfsvettvangi. Við Jóhannes voram tengdir fjölskylduböndum, móðir mín Ólöf Sigurjónsdóttir og faðir hans, Markús Grímsson skip- stjóri vora uppeldissystkini og ólust upp á stórbýlinu Nesi á Seltjarnar- nesi hjá sæmdarhjónunum Ástríði og Sigurði Ólafssyni, en hann var bróðir móðurömmu minnar, Sesselju, ljós- móður í Reykjavík. Nutu þau i þeim ranni ástríks og trausts uppeldis sem reyndist þeim hollt og farsælt vega- nesti á lífsleiðinni, og til minningar og í virðingar- og þakklætisskyni við fósturforeldra sína létu móðir mín og Markús hvort um sig tvö barna sinna bera nöfn þeirra beggja, Ástríðar og Sigurðar. Að afloknu hefðbundnu námi gagnfræðiskólastigs í Reykholts- og Flensborgarskóla lá leið hans á vinnumarkaðinn, hann gerðist skip- verji í millilandasiglingum hjá Eim- skipafélagi íslands á Selfossi og var í áhöfn þar við skipstjóm hins þekkta skipstjóra Ásgeirs Jónassonar. Á þessum tíma kann hugur Jóhannesar hugsanlega að hafa hneigst til þess að leggja fyrir sig skipstjóm og afla sér menntunar á því sviði og feta þar með í fótspor föður síns, en það fór á annan veg. Jóhannes tjáði mér, að Ásgeir hafi einhverju sinni tekið sig tali, spurt sig um hver væra hans framtíðaráform og hvort hugur hans væri alfarið bundinn sjó- og far- mennsku. Hafi Ásgeir þá vakið máls á því, að hann ætti að hugleiða þann kost að leita fanga í flugnámi, þar væri framtíð og ómældir möguleikar fyrir unga, framsækna menn. Jó- hannes hlustaði á hollráð skipstjór- ans, og ákvað að taka þá stefnu að hverfa af vettvangi sjósiglinga og fara á vit loftsiglinga, Teningunum var kastað, hann fór til flugnáms í Kanada og Bandaríkjunum og dvaldi þar árin 1944-1946. Hann hóf svo flugmannsferil sinn hjá Loftleiðum í mars 1946, fyrst í innanlandsflugi og síðar í millilandaflugi félagsins, nam loftsiglingafræði í Englandi 1950 og öðlaðist bandarískt flugstjóraskír- JÓHANNES MARKÚSSON teini að loknu námi við Flight Safety skólann á La Guardia flugvellinum í New York. Flugmannsferill Jóhann- esar varð langur og farsæll, spannaði 42 ár við reglubundin skyldustörf, en auk þess gegndi hann starfi yfirflug- stjóra og eftirlitsfugmanns hjá Loft- leiðum árin 1957-1969. Við starfslok við aldursmörk 1988, 63 ára að aldri, hafði hann lagt að baki alls um 30 þús. flugstundir. Eftir að Jóhannes hóf starf hjá Loftleiðum höfðum við fyrstu árin náin sam- skipti og hittumst, enda nágrannar á þeim tíma, og fylgdist ég af áhuga með rekstri og viðgangi félagsins. En árið 1953 tók að syrta í álinn, flug- mönnum félagsins bárast raddir um að stjóm þess hygðist leggja niður ílugrekstur og söðla yfir í rekstur ol- íuflutningaskips. Þetta varð til þess að nokkrir flugmenn félagsins bund- ust samtökum og einsettu sér að ná yfirráðum í félaginu, Jóhannes fékk til liðs við sig og félagana aðila með aðstöðu og fjárráð, keypt vora hluta- bréf og til að gera langa sögu stutta tókst þeim að ná yfinráðum í félag- inu á aðalfundi þess þ. 15. okt. 1953. Var það sögulegur og mér minnis- stæður fundur, þar sem ég var fund- amtari fundarins. Manna á meðal var þessi yfirtaka félagsins í hendur nýrra manna ýmist kölluð „stjómar- byltingin“ eða „hallarbylting aldar- innar“. Árið 1962 urðu þáttaskil í flug- rekstri Loftleiða, flugstarfsemin var að hluta flutt frá Reykjavíkurflug- velli til Keflavíkurflugvallar, félagið tók yfir úr hendi Flugmála- stjómarinnar þar flugvéla- og far- þegaafgreiðslusamninga. Kom Jó- hannes þá um mitt árið að máli við mig og sagði félagið vanta starfs- mann til að annast framkvæmd þess- ara samninga og hvatti mig til að tak- ast þetta á hendur. Féllst ég á þetta, hann bar þetta undir félaga sína og samstarfsmenn og ráðning var ákveðin. Þar með hófust fyrir tilstilli Jóhannesar afskipti mín af flugmál- um, fyrst á vegum Loftleiða og síðar Flugleiða og vörðu í tæpa þrjá ára- tugi. Var ég Jóhannesi þakklátur fyr- ir traustið, en hversu farsællega mér fórast skyldustörfin úr hendi er ann- arra um að dæma. Á kveðjustund hrannast upp end- urminningar um trausta vináttu okk- ar og samskipti frá fyrstu tíð. Lífs- ferli Jóhannesar má líkja við ævintýri, en þau era af ýmsum toga, oftlega búin ívafi hugaróra og hug- mynda án jarðvegsróta. Hans ævin- týri varð að raunveraleika sakir þess að það var Qdætt stefnufestu, heil- steyptum persónuleika, æðraleysi og drenglyndi. Með þessa mannkosti í farteskinu auðnaðist honum að ná þeim mai’kmiðum, er hann setti sér sem ungur maður. Hann skilaði ævi- starfi sínu með sæmd og reisn, var framsýnn, fór skilvitlega með fjár- muni sína, sem hann hafði aflað fyrir eigið framtak, atorku og sakir stakr- ar vinnusemi. Hann var enginn silf- urskeiðarmaður. I starfi var hann sem flugstjóri rómaður fyrir að halda uppi siðvædd- um aga gagnvart samstarfsmönnum sínum í áhöfn jafnframt því að í stjómun var jafnan beitt sanngimi og allar ákvarðanir mótaðar jafnvægi og njörvaðri ábyrgðartilfinningu. Öll byrjun er erfið og það útheimt- ir framtíðarsýn og áræði að yfirstíga alla erfiðleika henni tengdri. „Hall- arbyltingin" sem að ofan er að vikið skóp af sér Loftleiðaævintýrið. Það leiddi svo í tímans rás af sér þá at- vinnu- og þjóðlífsbyltingu, sem fugsamgöngumar hafa fært íslensku þjóðarbúi. Velgengni og þjóðhag- sæld sú, sem við búum við í dag má að veralegu leyti rekja til þessarar þró- unar og þeirra jákvæðu áhrifa er flugsamgöngumar færðu þjóðinni til framfara og heilla. Hinn öri vöxtur ferðamannaiðnaðarins er skýrt dæmi um þessa vegferð og stendur nú fyrir um 20% af þjóðartekjum landsins. Jóhannes var einn af framheijum og brautryðjendum í framvindu flugstarfsemi Islendinga og íslensk þjóð stendur í þakkarskuld fyrir hans framlag og dáðir. Bömum Jóhannesar og öðram ást- vinum er færð einlæg samúð og hluttekning. Gunnar Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.