Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 49 .—...—...—... .'*■ ALMA ELLERTSSON + Alma Ellertsson, fædd Steihaug, fæddist í Alvdal í 0st- erdal í Noregi hinn 21. ágúst 1919. Hún Iést á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti fostudag- inn 6. október síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Berger og Ida Steihaug. Eldri systir hennar var Sigi’id og bróðir hennar Ingar. Þau ein bæði látin. Þann 4. október 1946 giftist Alma Sveini Ellertssyni síðar mjólkurbússtjóra á Blönduósi. Hann andaðist 14.4.1983. Þau áttu þrjú börn: 1) Ida E. Sveinsdóttir, f. 18.8. 1948, maki Ríkharður Kri- stjánsson og eiga þau þrjú börn, Sif, maki Alexander Picchietti, fr- isi, sambýlismaður Þröstur Kar- elsson og Þröst. 2) Eva Sveinsdótt- Ég eignaðist bestu tengdamömmu í heimi og það sem ekki var verra, ég fékk dótturina, Idu, í kaupbæti. Og skildi um leið að margar þjóðsögur ei-u tóm vitleysa, t.d. þessi um ill- gjörnu tengdamömmurnar því það var sama á hverju gekk, aldrei fékk maður annað en skemmtilegheit frá Ölmu. Utan einu sinni þegar krank- leiki hennar rændi hana andlegum krafti hægt og rólega og við ættingj- arnir ætluðum að fá hana til að vera með fleirum sem áttu við sama vandamál að glíma. Mér var falið að koma henni þangað þar sem talið var að Alma myndi aldrei andmæla mér en þá stappaði Alma niður fótum og sagðist ekki fara fet, sama hvað ég segði. Öllum væri frjálst að lifa sínu lífi og hún réði sínu og ég skyldi bara sjá um mitt. Og hafði líklega rétt fyr- ir sér. Alma var einstaklega glaðlynd og félagslynd persóna sem elskaði veisl- ur og uppákomur. Þótt hún væri orð- in svo veik í sumar að við efuðumst um að hún kæmist í kirkjuna í brúðkaup dótturdóttur sinnar, þá gerði hún betur. Hún mætti í veisl- una í fullu fjöri og heimtaði meira að segja að dansa við alla strákana þótt hún væri í hjólastól. Og aftur reis hún úr rekkju og hvarf til lífsins á ný þegar haldin var afmælisveislan hennar hinn 21. ágúst í sumar og ég er viss um það að ef við hefðum bara haldið áfram að halda henni veislur hefði henni ekki dottið í hug að hverfa yfir móðuna miklu. En við höfðum ekki sama út- haldið og því hvarf hún á braut og hefur örugglega fundið sér stað þar sem er stöðugur söngur og gesta- gangur og enginn þarf að fara að sofa. Ríkharður Kristjánsson. Elsku amma. Hinn 6. okóber sl. kvaddi ég þig með kossi og var mér það Ijóst að komið væri að leiðarlokum. Seinna um kvöldið fórst þú í sátt og friði með fjölskylduna þér við hlið. Það var sárt að horfa upp á þig svona veika uppá spítala en núna ertu kom- inn til afa, eftir langa fjarveru, og ég veit að þér líður vel. Ég minnist allra góðu stundanna sem ég átti með þér. Þú varst alltaf svo lífsglöð og ánægð. Alltaf vissi maður að amma væri til í að fara eitt- hvert, t.d. á kaffihús, ég tala nú ekki um að spila bridge og fá sér eitt sher- ry-glas. Það var eitt af því skemmti- legasta sem þú gerðir. Svo spilaði munnharpan stóran hluta af lífi þínu. Alltaf var hún tekin með og maður vissi ekki fyrr en þú varst byrjuð að spila á fullu til að halda stuðinu uppi. Svo þegar þú varst á spítalanum og ég, mamma og pabbi komum stund- um með Nuggets og franskar frá McDonalds þá var sko brosað út að eyrum. Jólin verða skrýtin án þín. En allt- af mun ég hafa norska matinn á borðstólum, ribbu og súrkál á norska vegu. Einnig mun vanta fjörið sem fylgdi þér öllum stundum. ir, fædd 31.1. 1952, maki Jóhann Aadne- gard og eiga þau þrjú börn, Ölmu Lísu, sambýlismaður Óskar Theódórsson, hennar sonur Svavar Tómas Gestsson, Svein Fannar og Ola. 3) Bragi Sveinsson, f. 14.9. 1954, maki Brynhildur Sigmars- dóttir og eiga þau tvö börn; Grétar Orn og Karcnu Irisi. Eftir að Alma fluttist til Islands bjó hún um hríð í Reykjavík en flutti 1954 til Blöndu- óss þar sem maður hennar var mjólkurbússtjóri og bjó þar allt til 1987 að hún flutti til Reykjavíkur og skömmu síðar til Kópavogs þar sem hún bjó til dauðadags. Utför Ölmu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég vil þakka þér fyrir samfylgd- ina og þá gæfu að hafa átt þig að sem ömmu. Þín Karen Iris. Elsku amma, ég minnist þín með hlýhug og geymi í hjarta mínu þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hrið, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Ingibjörg Sig.) Elsku amma, ég kveð þig í bili og þakka þér það sem þú hefur verið mér. Þín Alma Lísa. Elsku amma Ég kveð þig með þessum fáu orðum. Ég kveð þig ekki með sorg og eft- irsjá, heldur gleði, gleði yfir þeim stundum sem við áttum saman og því seméglærðiafþér. Ég veit að hvar sem þú ert, þar mup vera söngur, gleði og tónlist. Ég kveð þig því glaður, vitandi að þú vakir yfir mér. Þröstur Ríkharðsson. Amma mín, nú kveð ég þig þar sem þú heldur í ferðalag yfir í annan heim þar sem afi bíður þín eins og hann beið þín forðum þegar þú fórst í þitt fyrsta ferðalag fyrir rúmum 50 árum frá Noregi til Islands að bind- ast honum í hjónabandi. Þótt það sé sárt að sjá þig fara þá veit ég að þú ert núna hjá afa og ég mun alltaf muna þær gleðistundir sem við deildum þegar ég var yngri, svo sem þegar afi fann mús í stígvélinu sínu, þegar við bjuggum til kerti saman, og þegar þú tókst þátt í hvaða vit- leysu sem okkur krökkunum datt í hug með meiri kátínu en nokkurt okkar, og svo kaffistundirnar okkar seinna þegar ég eltist. En það sem mun standa mér næst hjarta í fram- tíðinni er tíminn sem ég átti með þér síðasta sumar. Þú varst orðin veik þá og við vorum því ekki viss um að þú gætir verið í brúðkaupinu mínu og það er mér því fremst í minningu þegar þú reist ein og óstudd á fætur úr hjólastólnum til að fagna okkur á brúðkaupsdaginn okkar. Eftir það var ekki að sjá að þú værir veik enda hefurðu alltaf blómstrað á gleði- stundum og í veisluhöldum. Þú gafst mér þá dýrmætu brúðargjöf að hafa verið viðstödd giftingu okkar og að hafa glaðst með mér á þessum degi. Ég veit að þú ert með okkur í anda og við vonum að það verði aldrei skortur á hlátri og skemmtanahöld- um svo þú getir haldið áfram að dansa og fagna með okkur. Sif og Sandro. Amma var engum lík, amma er engum lík. í mínum augum er hún áfram í nútíð, því ég veit að hún mun fylgja mér. Ég finn það svo sterkt og þar af leiðandi er söknuðurinn minni. Ég þekkti afa ekki eins vel, hann dó þegar ég var mjög ung. Það gerði það að verkum að amma var tvöföld, tvöföld í „ömmu og afa skilningi" en líka tvöföld í ást sinni til okkar. Hún dekraði okkur í bak og fyrir og við krakkarnir nutum þess til hins ýtr- asta þegar við heimsóttum hana á Blönduós, það voru sældarvikur. Sögurnar af komu hennar til Is- lands sitja fast í mér. Að rífa sig upp frá íhaldssömu sveitalífi í Noregi, gegn vilja fjölskyldunnar og elta sinn heittelskaða til Íslands.-.hvflíkt hugrekki! Reynslusögur hennar frá barnæsku kenndu mér að njóta þess sem ég hafði til hins ýtrasta, hún gerði líka allt til að gera okkur lífið létt og skemmtilegt. Óbilandi trú hennar á hæfileikum okkar krakk- anna, óbilandi lífsgleði, kæti og kímni gátu ekki annað en smitað frá sér. Ósjaldan var maður aumur í handleggnum eftir stríðnisleg oln- bogaskotin. Ömmu er sárt saknað af mörgum. Hún gekk mörgum vinum mínum í hálfgerðan ömmustað þegar hún tók á móti okkur eftir skóla og bakaði fyrir okkur norskar pönnukökur. Éftir það var hún alltaf kölluð „amma norska“ í vinahópnum. Ég á bestu ömmuna, ömmu sem lét mér líða alltaf aðeins betur, verða aðeins fallegri og aðeins gáfaðri. Við vitum öll að amma er orðin kát á ný, sameinuð afa gefur hún mér ósýnilegt olnbogaskot og tekur bak- föll af hlátri. Iris og Þröstur. + Elskulegur bróðir okkar, INGÓLFUR BALDVINSSON frá Naustum, lést fimmtudaginn 12. október. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. október kl. 13.30. Sveinn Baldvinsson, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Þórdís Baldvinsdóttir, Þórlaug Baldvinsdóttir. + Ástkær faðir okkar, GUÐMUNDUR ALEXANDERSSON, áður til heimilis í Miðtúni 52, lést á Kumbaravogi miðvikudaginn 11. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. október kl. 13.30. Börn hins látna. + Okkar ástkæra, ASTA PELTOLA SIGURBRANDSDÓTTIR, Finnlandi, lést föstudaginn 6. október í Sysmá í Finnlandi. Útför hennar fer fram frá Sysmá kirkju laugar- daginn 21. október kl. 12.30. Erfisdrykkja verður í Rantala. Olavi, Vappu og Matti, Oskari og Eini, Tapani, Pirjo, Nina og Satu. * + Útför dr. philos. BJARNA EINARSSONAR handritafræðings, Háaleitisbraut 109, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangefinna. Sigrún Hermannsdóttir, Guðný, Einar, Stefanía Sigríður, Hermann, Guðríður, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI GUÐBJÖRNSSON fyrrv. yfirvélstjóri á rannsóknarskipinu „Bjarna Sæmundssyni", Byggðarholti 31, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 13. október, kl. 13.30. Kristín Hulda Óskarsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Loftur Loftsson, Rakel Bjarnadóttir, Jóhann Karl Þórisson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRÓRA HJÁLMARSDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést föstudaginn 29. september á elliheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða aðhlynningu. íris E. Artúrsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Jóna Hjálmarsdóttir, Ragnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem hafa sent okkur samúðarkveðjur vegna fráfalls bróður okkar, GUNNARS GUNNARSSONAR bónda, Syðra-Vallholti, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Systkinin frá Syðra-Vallholti og fjölskyldur, Ingibjörg, Ástríður Helga, Erla Guðrún, Ásgeir, Sigurður Hreiðar og Hrefna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar, ANDREU HELGADÓTTUR frá Herríðarhóli. Bjarni Pálmarsson, Helgi Pálmarsson, ísólfur Pálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.