Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 76
JJ% FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Heimsyfirráó! • RADIOHEAD hefur afrekað það sem ætíðvarmarkmið Sykurmolanna okk- ar- heimsyfirráð! i Nýja platan þeirra K A- sem vel að merkja er alls ekkert -* ft |f g * léttmeti - stormaði í ' j| * sinni fyrstu viku beina leið á topp flestra breiðskífu- lista í heiminum. Það kemur í sjálfu sér lítið á óvart að platan hafi verið rifin út í heimalandinu og hérlendis enda vinsældir þeirra ótvíræðar á þeim slóðum. En að hún hafi lagt sjálfan Bandaríkjamarkað að fótum sér - stærsta sölumarkaðinn í heimi - þykir heldur fréttnæm- ara. Kid A er fyrsta skifa breskra listamanna til þess að toppa breiskífulistann bandaríska í ein þrjú ár eða síðan Fat of the Land með Prod- igy réð ríkjum. Hér heima voru lætin svo mikil á útgáfudaginn að afgreiðslufólk plötubúða hefur vart kynnst öðru eins en þegar þetta er ritað hefur hún selst í vel yfir þúsund eintökum. Guiir ogglaðir! ÞEIR eru ugglaust gulirogglaöirareng- imir t Coldplay yfir árangrinum hér á Fróni. Fyrsta piata þeirra Parachutes hefur gengiö hreint prýðilega í landann ogekkiferámilli mála aó þaðereitt- hvað vió léttþung- lyndislegt gítarrokk sveitarinnar sem fell- urvel að eyrum hans. Lagið „Yellow" át.a.m. stóran þátt í velgengi plötunnaren það hefur hljómað ótt ogtítt á öldum Ijósvakans enda hrein listasmíði - einfalt og ávanabindandi. Nr. var viku AP“i Diskur ; Flytjandi Útgefandi Nr. 3. • i 1 ÍH KiáA : Radioheod EMI 1. 2. i.: 3 : Pottþétt 21 lÝmsir Pottþétt 2. 3. L 3 Nlusic jModonno Warner Music 3. 4. 5. 20 Morshall Mathers LP j Eminem Universol 4. S. 3. 4 Selmnsongs (Dtmcer In The Dork) jBjörk Smekkleyso S. 6. 6. 26 Play jMoby Mute 6. ► 7. 7. 9 Parachutes j Coldploy EMI 7. 8. 8. 6 Born To Do It ÍCraig David EdeÍ 8. 9. 2. 2 Sailing Tc Philadelphia iMark Knopfler Universol 9. 10. 10 70 ö Áqætis byrjun : Sigur Rós Smekkleysa 10. 11. 23 2 Ó Borg mín borg j Houkur Morthens ísl. tónor 11. 12. 29 28 Sögur 1980-1990 j Bubbi (sl. tónor 12. 33. - : 1 : Primitive Digi jSoulfly Roodrunner 13. 14. 13 21 Oops 1 Did It Again j Britney Speors EMI 14. 15. ■ i 1 i Besi •Todmobile Isl. tónor 15. 16. 9. 9 Tourist ; St Germain EMI 16. 17. 34. • 1 Infest ÍPopo Rooch Universol 17. 18. 11. 5 íslenski draumurinn : Úr kvikmynd Kvikm.fél. ísl 18. 19. 12. 19 Ultimate Collection j Borry White Universol 19. 20. 15 12 Fuglinn er floginn j Utanqorðsmenn ísl. tónar 20. 21. - ; i : Lucy Peari j Lucy Peorl EMI 21. 22. 19. 14 Svona er sumarið 2000 jÝmsir SP0R 22. 23. 28 41 Sogno ; Andreo Bocelli Universol 23. 24. 64 15 H í dalnum: Eyjalögin sívinsæ) ; Ýmsir Isl. 24. 25. - i 1 i Trans Nation 4 : Ýmsir Min. of Sount 25. 26. 16 7 Can't Take Me Home :Pink BMG 26. 27, 24 18 Greatest Hits : Whitney Housfon BMG 27. 28. - : i : Stúlkan með lævirkjaröddina j Erlo Þorsteinsdóttir ísl. tónar 28. 29. 17 38 BestOf jCesorio Evoro BMG 29. 30. 18 5 Marc Anthony j Morc Anfhony Sony 30. Á Tóniistonum eru plölur yngri en tveggjo óro og etu í verðflokknum „fullt verð'. fónlislinn er unninn of PricewoterhouseCoopers fyrir Somband hljómplötufromleiðonda og Morgunbloðið i somvinnu við eftirtoldor verslonir: Bókvol Akureyri, Bónus, Hogkoup, Jopís Brnutorholti, Jopis Ktinglunni, Jopis Lougovegi, Músik og Myndir Austutsttæti, Músík og Myndir Mjódd, Somtónlist Kringlunni, Skífon Kringlunni, Skílon Lougovegi 26. Best! ÞAÐ HAFAvafalítiö margir beðið eftir safnplötu með Tod mobile-einni af ástsælustu sveitum landsins síðasta áratuginn og vel það. Nú er skífan komin - heitir Best - og ekki dugir minna en tvær plötur. Það eru í heild 31 lög á safninu, 29 gömul og alkunn en 2 ný sem vitanlega eru vænleg til vinsælda. Til að fýlgja eftir safngripnum mun Todmobile fara í tónleikaferö um landiö í nóvembermánuði og spila á öllum helstu tónleikastöðum landsins. Endapunkturferðarinnar verða síöan stórirog veglegir tónleikar í íslensku óperunni 1. des- ember - en þar kann sveitin betur viö sig en nokkurs staðarannars staðar. Níðþungt! MAX CAVALERA er merki- legsálarfluga. Hann yfir- • gaf Sepultura árið , /■. ^ 1, 1996 sem þá var þeg- * /' ar orðin ein sú allra ■'feat "í-l. V, stærsta í geira þungr- iý ' ar rokktónlistar. Þá JJkjJ > þegar stofnaði hann \ hina níðþungu Soul- )■. fly meö nokkrum vel V J|=:‘ vöidum hljóðfæraleik- urum eins og Roy Mayorga fyrrum Thorn- manni. Jackson Bandeira úr Chico Science og gamla rótaran um sfnum úr Sepultura, Marcello D. Rapp. Cavalera notaði nýstofnaða sveit til að yfirbuga þunglyndi það sem hann lenti f þegar stjúpsonur hans og besti vinur Dana Wells var myrtur. Primitive er önnur plata sveitarinnarog kemur sterk inn á Tónlistann. ERLENDAR OOOGG ★★★★☆ Snorri Már Skúlason fjallar um þriggja diska safn hljóð- ritana BBC á verkum Davids Bowies Bowie at the Beeb (The Best ofthe BBC Sess- ions 68-72) og aukadiskur með tónleikum BBC Radio Theatre London frá því 27. júní 2000. Handritin heim í ROKKINU mótaði Elvis Presley sjötta áratuginn, Bítlarnir sjöunda og David Bowie þann áttunda. Ein- földun? Kannski, en engu að síður skoðun þess sem þetta skrifar. Bowie var í upphafi ferils síns merkisberi nýrrar hugsunar í rokk- inu. I tónlistinni diktaði hann upp skrítna kalla sem hann hóf í hæstu - 4|jæðir og henti síðar á gapastokkinn þaðan sem þeir risu jafnvel upp til enn meiri dýrðar. Hann var meist- ari leikhúsrokksins, fyrsti drag- popparinn og skipti um tónlistar- stefnur eins og sokka án þess þó að misstíga sig. Hann var maður 8. áratugarins í rokkinu. Það hljóta því að teljast tíðindi þegar út koma hljóðritanir sem bregða birtu á tímabilið frá harki til heimfrægðar. Það er BBC sem á heiður af þessari sagnfræði. Lögin á diskunum tveimur eru 37 talsins og voru hljóðrituð fyrir útvarps- þætti á árunum 1968-72. Þriðji disk- urinn í þessum pakka inniheldur einnig eldri lög en hljóðritanir eru flunkunýjar eða frá því meistarinn hélt konsert fyrir útvalinn 250 manna hóp í tónleikasal breska ríkisútvarpsins í júní í sumar. En fyrst að gamla efninu. Á yngri árum þegar Bowie-manían náði íiámarki lagðist ég í „rannsóknir" á „Bowie var í upphafi ferils síns merkisberi nýrrar hugsunar í rokkinu." Bowie fyrir-frægð. Við þann forn- leifauppgröft var komið niður á lög með Kon-rads, The Manish Boys og The Lower Third eða hvað þær hétu hljómsveitirnar hans í kring- um 1965-66. Ekki merkilegar smíð- ar það. Svo birtust lög eins og „Laughing Gnome“, „Uncle Arth- ur“ og „Love you till Tuesday" eins og skrattinn úr sauðaleggnum og maður reytti hár sitt. Þeir bama/ gleðisöngvar áttu lítt skylt við Bowie eins og hann birtist á sinni fyrstu alvöru plötu Space Oddity. BBC upptökurnar fylla hins vegar upp í myndina, brúa bil. Þarna eru Ljósmynd/Brian Rasic ,Eftir situr maður rjddur í vöngum með bros á vör lög sem ég man ekki til þess að hafa heyrt áður en eru eðlilegur forleik- ur að því sem síðar kom. „London bye Ta Ta“ og „Bombers“ og fleiri dæmi um það. Önnur lög eru af fjór- um fyrstu stóru plötum Bowies (Space Oddity, The Man who sold the World, Hunky Dory og Ziggy Stardust) og í heldur hrárri útsetn- ingum en þar. Allt voða smekklegt, lögin flutt „læf‘ en í hljóðveri þann- ig hljómburður er í fínu lagi og lög- in fersk eins og nýtíndir ávextir. Senuþjófurinn Diskur númer þrjú inniheldur ólíkt hinum tveimur nýjar upptökur úr húsakynnum BBC. Um 130 að- dáendum Bowies var boðið á þessa tónleika í gegnum netið auk rúm- lega hundrað annarra sérstakra gesta. Fyrir þetta lið tók Bovvie blöndu af gömlum „standördum" úr eigin safni og lögum af síðustu plöt- um sínum. Þarna er hann með úr- vals lið með sér. Gítarleikarann Earl Slick sem hefur verið með hon- um í áratugi, píanóleikarann Mike Garson sem bjó til sándið á Aladdin Sane og Gail Ánn Dorsey á bassa en henni var spáð miklum frama með eigin sólóferli fyrir 10 árum. Þeir spádómar gengu ekki eftir en hún gerir glimmrandi hluti með Bowie. Ef minnið svíkur mig ekki spiluðu þau öll með meistaranum í Laugar- dagshöllinni í júní árið 1996. Sjálfur segir Bowie þetta band vera það besta sem hefur spilað með honum á rúmlega 30 ára ferli og maður þarf ekki að efast um það eftir að hafa heyrt plötuna. Þarna er allt gert af stakri snilld og snyrti- mennsku. Veislan byrjar á „Wild is the Wind“ af Station to Station og „Ashes to Ashes“ af Scary Monst- ers. Svo rekur hver eyrnagælan aðra. Bíólögin „This is not Amer- ica“ og ,Absolute Beginners“ frá 9. áratugnum hafa elst vel og lögin „Seven“ og „Survive af Hours“ und- irstrika hvað sú plata frá 1999 er í raun fantagóð. „Man who sold the World“, „Fame“ og „Hallo Spaceboy" eru flutt af miklum þrótti og sértaklega er síðastnefnda lagið þétt. Þessari rúmlega 50 laga Bowie-veislu lýkur á háu nótunum. „Let’s Dance“ með óvenjulegu en velheppnuðu forspili setur laglegan endapunkt. Eftir situr maður rjóð- ur í vöngum með bros á vör og legg- ur kollhúfur yfir allri þeirri snilld sem David Bowie hefur borið á borð fyrir aðdáendur sína þrátt fyrir skrykkjóttan feril síðustu 15 árin. Fyrir Bowie-aðdáendur eru þess- ir þrír diskar jafn nauðsynlegir í safnið og Anthology plöturnar eru fyrir aðdáendur The Beatles. Hér glansar meistarinn í fortíð og nútíð. Þetta er eins og að fá handritin heim í stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.