Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Nýja hag’kerfið gagnast smærri ríkjum bezt Ráðgjafarnefnd EFTA, sem skipuð er full- trúum vinnumarkaðarins í aðildarríkjunum, stóð í gær fyrir ráðstefnu um tækifæri „nýja hagkerfisins“ fyrir þróun efnahags- mála í EFTA-löndunum. Auðunn Arnórs- son hlýddi á nokkur erindi á ráðstefnunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Olav Soleng, ráðuneytisstjóri norska viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins, og William Rossier, fram- kvæmdastjóri EFTA, á ráðstefnunni á Hótel Sögu í gær. UNDIR yfirskriftinni „nýtt hagkerfí, ný landamæri" (New Economy, New Borders) fór í gær fram ráðstefna ráðgjafarnefndar EFTA um horf- ur og möguleika í þróun atvinnu- lífs í EFTA-ríkjunum. Ráðgjafarnefnd EFTA er skipuð fulltrúum atvinnulífsins, þ.e. sam- taka vinnuveitenda og launþega í aðildarríkjum samtakanna, Is- landi, Noregi, Sviss og Liechten- stein. Ráðstéfnuna sátu fulltrúar samtaka atvinnurekenda, ein- stakra íýrirtækja óg launþegasam- taka, auk embættismanna, sér- fræðinga og stjómmálamanna. Sérstakir gestir á ráðstefnunni voru fulltrúar frá nokkrum land- anna í Mið- og Austur-Evrópu sem nú sækjast eftir inngöngu í Evrópusambandið. Halldór As- grímsson utanríkisráðherra, sem gegnir um þessar mundir for- mennsku í ráðherraráði EFTA, sagði í opnunarávarpi sínu að möguleikar „nýja hagkerfisins", sem samkvæmt skilgreiningu byggjast að méstu á nýtingu hug- vits, væru smærri og landfræði- lega einangraðri löndum eins og Islandi mikilvægari en stærri og miðlægari löndum svo sem Þýzka- landi. Upplýsingatæknibyltingin hefði gert löndum á borð við ísland kleift að yfirvinna marga ókosti sem fylgja fjarlægðinni frá stærri mörkuðum og litlum heimamark- aði. íslenzkir atvinnurekendur gætu nú, með hjálp hinnar nýju tækni, tekið þátt í stærri markaði og átt samskipti innan hans nánast eins og væri landið runnið saman við hinn stærri markað. Alþjóðavæðingin fer saman við upplýsingatæknibyltinguna og er að mati Halldórs eitt helzta aflið að baki þeirri sókn íslenzks efna- hagslífs inn á nýjar brautir sem hefur mátt sjá verða að veruleika á síðustu árum. EFTA hefur reynzt gagnlegt og sveigjanlegt tæki í þessu alþjóðlega samkeppnis- umhverfi væri mikilvægt að stjórnvöld sæju til þess að pass- andi reglur væru settar sem ýttu undir jákyæð áhrif þessarar þró- unar en hömluðu gegn þeim nei- kvæðu. Ekki væri fram hjá því að líta að alþjóðavæðingin hefði neikvæðar hliðar. „Hlutverk stjórnvalda er að reyna að sjá til þess að jákvæðu áhrifin náist fram en hamla gegn hinum neikvæðu," sagði Halldór. EFTA hefði reynzt aðildarríkjun- um gagnlegt og sveigjanlegt tæki til að ná þessum markmiðum fram. Undir þetta síðasta atriði tók í sínu ávarpi William Rossier, fram- kvæmdastjóri EFTA, en hann tók í sumar við embætti af Kjartani Jóhannssyni. Sagði hann EFTA- ríkin vera á ýmsum sviðum efna- hagslífsins meðal þeirra fremstu í heiminum. EFTA ætti áfram að hjálpa til við að halda þessu þann- ig, en eins og þróun mála í Evrópu væri um þessar mundir væri aldrei að vita hversu lengi samtökin fengju áfram gegnt þessu hlut- verki sínu með skilvirkum hætti. Efnahagsleg samvinna í álfunni væri nú öll samkvæmt forsendum Evrópusambandsins. Og það þyrfti að taka sér tak til að reyna að sjá til þess að efnahagsþróun Evróp- uríkja drægist ekki aftur úr þró- uninni í Bandaríkjunum. Olav Soleng, ráðuneytisstjóri norska iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins, lagði í sínu ávarpi The Daily Telegxaph. ELÍSABET Bretadrottning og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, vottuðu í gær Donald Dewar, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, virðingu sína en hann lést af völdum heilablæð- ingar á miðvikudag, 63 ára að aldri. Dewar var einn af virtustu stjórnmálamönnum Bretlands en hann varð í fyrra forseti fyrsta þings Skotlands frá árinu 1707, þegar Skotar fengu takmörkuð sjálfstjórnarréttindi samkvæmt stjórnarskrárbreytingu bresku rík- isstjórnarinnar. Hann er almennt talinn hafa gert valdaframsalið mögulegt með því að útiloka hug- myndir skoskra þjóðernissinna um fullt sjálfstæði. í yfirlýsingu frá Buckingham- höll í gær segir að drottningin sé „afar sorgmædd" vegna láts Dewars. „Umhyggja hans fyrir Skotlandi og öllu sem því tengist var alþekkt og framlag hans til hins sögulega valdaframsals á síð- ustu árum var gífurlegt. Hennar hátign hefur haft hans vísu ráð í hávegum og veit hversu mjög hans verður saknað." Tony Blair kvaðst hafa orðið fyrir óbætanlegum missi við fráfall Dewars. „Eg mun fyrst og fremst minnast hans sem góðs vinar, hann var fyndinn, laus við yfirdrepskap, hlýr og traustur," sagði forsætisráðherrann. William Haguc, leiðtogi íhaldsflokksins, og Charles Kennedy, leiðtogi Frjáls- lynda demókrataflokksins, vottuðu Dewar einnig virðingu sína og Kennedy sagði hann hafa verið einn af sfðustu „heiðursmönnun- ’ um“ í breskum stjórnmálum. Ógerlegt að bjarga lífí hans Dewar gekkst undir hjarta- skurðaðgerð í maí síðastliðnum og hafði nýverið hafið störf að nýju er hann hrasaði í tröppunum við emb- ættisbústað sinn í Edinborg á þriðjudag og hlaut höfuðhögg. Hann hélt þó til vinnu en kvartaði síðar um daginn yfir vanliðan og var fluttur á sjúkrahús. Heilsa hans versnaði um kvöldið og rannsókn leiddi í Ijós að æð í heila hafði brostið. Hann var þá fluttur á gjör- áherzlu á að „nýja hagkerfið“ virti í eðli sínu engin landamæri og rík- isstjórnir hefðu aðeins takmarkaða möguleika á að hafa stjórn á því. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Það sem lofar beztum árangri til að þessi þróun skili sem mestum þjóðhagslegum ágóða segir Soleng að sé fjárfesting í menntun og rannsóknum. Aðrir fyrirlesarar ráðstefnunnar gæsludeild ann- ars sjúkrahúss en læknar sögðu í gær að ógern- ingur hefði verið að bjarga lífi hans. Dr. Charl- es Swainson, yf- irlæknir á West- ern-sjúkrahúsinu í Edinborg, sagði að Dewar hefði tekið inn blóðþynn- ingarlyf eftir hjartaaðgerðina og því hefði ekki verið unnt að bjarga li'fi hans með skurðaðgerð. Dewar var úrskurðaður látinn sköinmu eftir hádegi á fimmtudag. Heiðarlegur og virtur stjórnmálamaður Donald Dewar fæddist í Glasgow árið 1937 og lauk prófi í lögum frá Glasgow-háskóla. Hann var fyrst kjörinn á breska þingið fyrir Verkamannaflokkinn í kjördæminu Suður-Aberdeen árið 1966 en missti þingsætið í hendur fram- bjóðanda Ihaldsflokksins fjórum árum síðar. Sama ár skildi hann við eiginkonu sína eftir sex ára hjóna- band og hermt er að skilnaðurinn hafi verið honum þungt áfall. Hann helgaði líf sitt algerlega stjórnmál- unum og komst aftur á þing fyrir kjördæmi í Glasgow árið 1978. Dewar varð nokkru síðar formaður þingnefndar um málefni Skotlands og síðan talsmaður Verkamanna- flokksins í Skotlandsmálum. I ríkis- stjórn Tonys Blairs fór hann með málefni Skotlands. Dewar var kjör- inn á skoska þingið á síðasta ári og varð forsætisráðherra heimastjórn- arinnar þótt Verkamannafiokkur- inn hafi ekki náð hreinum meiri- hluta í kosningunum. Dewar tilheyrði miðjuarmi Verkamannaflokksins og var góð- vinur Johns Smiths, forvera Blairs sem féll skyndilega frá árið 1994. Hann tók þátt í baráttunni fyrir heimastjórn Skotlands frá því á sjöunda áratugnum en var þar, eins og í landsmálunum, í hópi hóf- samra. Jafnt samherjar og and- stæðingar Dewars lýstu honum sem heiðarlegum, gáfuðum, stað- lögðu einnig mikið upp úr þessu atriði, þar á meðal Peter Brennan, forseti samtaka atvinnurekenda á írlandi, en það er einmitt lítið land á jaðri Evrópu sem hefur með markvissum hætti nýtt sér tæki- færi „nýja hagkerfisins“ til þess að bæta alþjóðlega samkeppnisstöðu sína og stuðla að stöðugum hag- vexti. Sagði Brennan skilvirkt sam- starf stjórnenda í atvinnulífinu, stjórnvalda og menntakerfisins hafa átt stóran þátt í uppskriftinni að því mikla hagvaxtarskeiði sem írar hafa uppskorið á síðustu ár- um. Dagskrá ráðstefnunnar skiptist í tvennt, í fyrri hlutanum var sjón- um beint að tækifærum nýja hag- kerfisins og í síðari hlutanum að nýjum hlutverkum og skuldbind- ingum sem það hefur í för með sér. Davíð Stefánsson, stjórnsýslu- fræðingur hjá Samtökum atvinnu- lífsins og varaformaður ráðgjafar- nefndar EFTA, stýrði fyrri hlutanum en Pierre Weiss, starfs- bróðir hans úr samtökum sviss- neskra atvinnurekenda, hinum síð- ari. Inngang og lokaorð flutti Jon Ivar Nálsund, alþjóðatengslastjóri norska alþýðusambandsins, en hann er formaður ráðgjafarnefnd- ar EFTA. Dagskrá ráðstefnunnar lauk með kvöldverði í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu í boði utan- ríkisráðherra. fóstum og skemmtilegum manni. Hann barst ekki á og þótti skera sig úr hópi stjórnmálamanna fyrir hversdagslega framkomu og lát- lausan málflutning. Fráfall Dewars mun hafa mikil áhrif á skosk stjórnmál Jim Wallace, leiðtogi fijálslyndra demókrata í Skotlandi og aðstoðar- forsætisráðherra í skosku heima- stjóminni, sagði að Dewar hefði lagt grunninn að skoska þinginu og að komandi kynslóðir myndu minn- ast hans fyrir það. Wallace mun gegna embætti forsætisráðherra fyrst um sinn og Henry McLeish, sem fer með nýsköpunar- og end- urmenntunarmál 1 skosku stjórn- inni, verður talsmaður Verka- inannafiokksins í Skotlandi. Skoska þingið var kallað saman úr þinghléi í dag og samkvæmt reglum þess verður að skipa nýjan forsætisráðherra innan 28 daga. McLeish er talinn líklegasti arftaki Dewars en að sögn forystumanna Verkamannafiokksins hefur ekki verið tekin ákvörðun um hver muni fylla skarð hans. Ef McLeish sækist eftir embættinu er talið ólíklegt að mótframboð komi fram vegna hinna viðkvæmu aðslæðna. Fimm Skotar silja nú í brcsku ríkisstjórn- inni en utanríkisráðherrann Robin Cook tók strax af öll tvímæli um að hann hefði áhuga á starfinu og þeir Gordon Brown, John Reed, Alistair Darling og Irvine lávarður þykja heldur ekki líklegir til að sækjast eftir því. Gera má ráð fyrir að andlát Dewars muni hafa mikil áhrif á skosk stjórnmál, ekki hvað síst á stöðu Verkamannaflokksins sem hefur nú misst sitt beittasta vopn. Búist er við að gengið verði til þingkosninga í Bretlandi á næsta ári og nýleg skoðanakönnun gefur til kynna að skoski Þjóðarfiokkur- inn njóti jafnmikils fylgis og Verkamannaflokkurinn. Því er ljóst að forystumenn flokksins í Skotlandi þurfa að hcrða róðurinn. Einnig er útlit fyrir að flokksins biði crfiður tími á skoska þinginu þar sem sætta þarf andstæð sjónar- mið. 9 g Q c- O Develop 10 NAGLAVÖRUR KYNNING í Lyfju Hafnarfirði dag kl. 14-18 NYTT A MARKAÐINUM naglaherðir án formalíns KYNNINGARTILBOÐ • Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í kaupbæti. ;■ • Handáburður fylgir naglabandanæringu. DEVELOP 10 fæst í öllum verslunum Lyfju. c£b LYFIA Íslensk\ítalska I 5 -o D § m 5 D % 5 -a § D § O -o D DEVELOP10 DEVELOP10 developIO o Andlát forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar Virtur stjórnmála- maður syrgður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.