Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sinfóníuhljómsveit fslands í Kennedy Center í Washington Morgunblaðið/Einar Falur Sinfóníuhljómsveit íslands á sviði Kennedy Center í Washington. Atli Heimir Sveinsson tónskáld hylltur á sviði Kennedy Center, eftir flutning- Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á verki hans Icerapp 2000. * Sinfóníuhljómsveit Is- lands lék á tónleikum í Kennedy Center í Washington í fyrra- kvöld við góðar undir- tektir áheyrenda. Margrét Sveinbjörns- dóttir blaðamaður og Einar Falur Ingólfs- son ljósmyndari voru í salnum og fylgdust með þessum fímmtu tónleikum hljómsveit- arinnar á tónleikaferð hennar um Norður- Ameríku. „SALURINN var æðislegur. Mér fannst betra að spila þar en í Carn- egie Hall og við spiluðum líka betur núna því við heyrðum betur hvert í öðru á sviðinu," sagði Sigrún Eð- valdsdóttir, konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Islands, að loknum tónleikum sveitarinnar í Kennedy Center í fyrrakvöld. I sama streng tóku margir félagar hennar í hljóm- sveitinni en jafnframt var á þeim að heyra að stemmningin úti í sal hefði verið betri í Camegie Hall á mánu- dagskvöldið. „Stemmningin þar var ótrúlega skemmtileg. En við erum ekki vön að spila í sal eins og Carn- egie - við hefðum bara þurft að venjast honum,“ segir hún. „Það hefði verið gaman að fá að æfa þar í svona viku,“ skýtur Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari inn og Sig- rún tekur undir það. Efnisskrá tónleikanna var hin sama og í Camegie Hall á mánudag; Icerapp 2000 eftir Atla Heimi Sveinsson, Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Kachaturian og Sin- fónía nr. 1 eftir Sibelius. Viðtökur áheyrenda vom góðar og bæði hljómsveitin og einleikarinn tóku aukalög; hljómsveitin Iék Vocalise eftir Sergei Rachmaninov og Judith Ingólfsson Largo úr Sónötu í C-dúr fyrir einleiksfíðlu eftir Johann Seb- astian Bach. Rúmlega 900 miðar vora seldir á tónleikana, að sögn Þrastar Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar, en salurinn tckur 2.400 manns í sæti. f Kennedy Cent- er em, auk tónleikasalarins, óperu- salur og fimm leiksvið. Gerðar voru gagngerar endurbætur á tónleika- salnum fyrir um tveimur áram, hljómburður bættur til muna og bætt við sætum fyrir aftan og ofan sviðið. Óvenjulegt á þessum stað að tónleikagestir rísi úr sætum Þegar Rico Saccani er tekinn tali í boði í sendiherrabústaðnum í Washington að loknum tónleikunum um bæði í Carnegie Hall og hér í Kennedy Center og hann sagði: Aheyrendur í Carnegie vildu ekki sleppa ykkur af sviðinu. Það em bestu meðmælin sem við fáum, því tónleikagestir í New York taka ekki svona á móti hveijum sem er,“ segir hann og bætir við að það sé nauð- synlegt fyrir hijómsveitina að fara í fleiri slíkar tónleikaferðir og spila í tónleikasölum á heimsmælikvarða, bæði í Evrópu. Bandaríkjunum og jafnvel Asíu. „Eg er mjög bjartsýnn á framtíð hljómsveitarinnar," segir hann. „Það er mjög gott fyrir hljóm- sveitina að viðra sig úti f heimi, fá tækifæri til að spila í góðum húsum og finna hvað í henni býr,“ segir Margrét Hjaltested víóluleikari sem leggur hljómsveitinni lið í Ameríku- ferðinni. Hún er búsett í New York og er lausráðin við ýmsar hljóm- sveitir. Það er henni ekki framandi að spila í Carnegie Hall en hún kveðst koma þar að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári. Sigrún Eðvaldsdóttir kveðst hlakka mikið til að spila í Ann Arb- or í Michigan en þeir tónleikar voru í gærkvöldi. Miðað við fyrstu tón- Ieika ferðarinnar segir hún stefna í að hljómsveitin verði betri og betri með hverjum tónleikunum sem hún leggur að baki. „En það verður bara sorglegt að mæta aftur í Háskóla- bíó,“ segir hún svo. Gömlum félögum fagnað Judith er himinlifandi yfir því hversu vel hefúr gengið til þessa og segist njóta þess fram í fingurgóma að leika með Sinfóníuhljómsveit- inni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona langri og strangri tónleika- ferð þar sem er spilað kvöld eftir kvöld. Það er mikil reynsla og ögr- andi - en ég kann vel við ögrunina," segir hún. Þá lætur hún mjög vel af samstarfinu við hljómsveitarstjór- ann. „Mér líkar einstaklega vel við Rico, hann er mjög sveigjanlegur og mjög músíkalskur," segir hún. Hljómsveitarsljórinn sparar heldur ekki lofið um einleikarann: „Judith Ingólfsson er draumur - hún er draumur sljórnandans og draumur hljómsveitarinnar." Baksviðs rekst blaðamaður á konu sem gengur um og heilsar upp á hljóðfæraleikarana - hún virðist þekkja helminginn af hljómsveit- inni. Enda kemur á daginn að hún hefur sjálf spilað með hljómsveitinni í fjögur ár. Hún heitir Jean Hamil- ton og var hornlcikari í Sinfón- íuhljómsveit íslands á ámnum 1981-85 en er núna framkvæmda- sljóri Þjóðarhljómsveitar Banda- ríkjanna sem hefur aðsetur í Kenn- edy Center og kveðst fagna því mjög að fá sína gömlu félaga í húsið. Hún segist heyra mikinn mun á hljómsveitínni nú og síðast þegai' hún hlustaði á hana. „mjómsveitin er orðin svo miklu betri.“ Þegar Jean Hamilton fór siðast í heimsókn til Islands fyrir sex eða sjö árum hafði hún með sér horn sem hún hafði valið fyrir ungan mann sem nú er nýfarinn að spila með hljómsveit- inni, Stefán Jón Beraharðsson. „Það gleður mig mikið að sjá að hann skuli spila á það ennþá,“ segir hún. Einleikarinn Judith Ingólfsson og Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn Rico Saccanis, leika lokatóninn í Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Khatsatúrían, á sviði Kennedy Center. „Judith er draumur stjórnandans og hlj ómsveitarinnaru Dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Islands er ströng næstu tvær vikurnar, og eftir tónleikana í Kennedy Center var hljóðfæmm og öðrum farangri raðað í kassa sem flytja átti á næsta áfangastað, Ann Arbor í Michigan. er hann greinilega glaður. Hann er samt spurður hvemig honum líði á þessari stundu. „Þeirri spumingu er hægt að svara á marga vegu; fyrst og fremst er ég mjög hamingjusam- ur yfir því að hljómsveitin fái viður- kenningu á stöðum á borð við Cara- egie Hall, sem er frægasti tónleikasalur heims. Kvöldið áður en við spiluðum var James Levine þar með hljómsveit Metropolitan- óperannar, kvöldið á eftir okkur kom Wolfgang Sawallisch með Ffla- delfíuhljómsveitina og þannig mætti áfram telja - svo það er óhætt að segja að við höfum verið í mjög góð- um félagsskap. Og að tónleikagestir skuli rísa úr sætum, ekki bara einu sinni, heldur þrisvar, á einu kvöldi, það er óvenjulegt á þessum stað. Ég þekki áheyrendur í New York, þeir em kröfuharðir og það er ekki gef- ið að þeir standi upp. Þeir þurfa þess ekki því þeir em vanir þvf besta. Þess vegna var ég sérstak- lega glaður yfir viðtökunum, sem voru einstakar miðað við áheyr- endahópinn í New York. Svipaða sögu er að segja af áheyrendum hér í Washington, þeir stóðu upp tvisvar eða þrisvar í kvöld - það er stórt „komplíment“ af þeirra hálfu og ég álít þetta vera tímamót í sögu hljóm- sveitarinnar," segir hann. Saccani segir það athyglisvert að hljómsveitarmeðlimir séu á einu máli um að þeir hljómi eins og allt önnur hljómsveit en í Háskólabíói. „En ég segi við þá: Það sem þið heyrið núna er ykkar réttí og eigin- legi hljómur - þetta er Sinfón- íuhljómsveit íslands. Það sem fólk heyrir í Háskólabiói er ekki Sinfón- íuhljómsveit íslands. Það er ekkert réttlæti í því að spila í Háskólabíói vegna þess að þar heyra menn ekki nema 20 prósent af því sem í liljóm- sveitinni býr. Hér er það hins vegar 100 prósent,“ segir hann og bætir við að hann sé ákaflega ánægður með að í samvinnu við Þröst Ólafs- son, framkvæmdastjóra hljómsveit- arinnar, og Helgu Hauksdóttur tón- leikastjóra hafi tekist að skipuleggja septembermánuð þann- ig að hljómsveitin fékk nægilegan æfingatíma fyrir ferðina, „vegna þess að það var ljóst að ferðin yrði ipjög strembin". Evrópsk hljómsveit í besta skilningi þess orðs Saccani segir að margir hafi haft orð á því eftir tónleikana í Camegie Hall að hljómsveitin hafi verið svo glöð á sviðinu. „Þau em svo glöð þegar þau spila, þau em afslöppuð og brosa. Það var maður sem sagði við mig að hann væri ekki vanur að sjá brosandi hljómsveitir í Banda- rfkjunum en ég svaraði því til að þetta væri ekki bandarfsk hljóm- sveit. „Þetta er evrópsk hljómsveit og þótt hún sé ung tilheyrir hún gamla heiminum. Hún er evrópsk í besta skilningi þess orðs - liljóð- færaleikaramir vilja spila vel, sýna hversu góðir þeir eru, og þeir njóta þess. Bróðir minn var á tónleikun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.