Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR13. OKTÓBER 2000 33 LISTIR Byggðir vestan og norðan fslensku barnabókaverðlaunin 2000 Yináttan er galdurinn Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Gestsdóttir veitir viðurkenningu sinni viðtöku úr hendi Ól- afs Ragnarssonar frá stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka. BÆKUR L a n d 1 ý s i n g UM FIRÐI OG FJÖRÐUR Árbók Ferðafélags íslands 2000, í strandbyggðum norðan lands og vestan, eftir Bjarna Guðmundsson, Hauk Jóhannesson og Valgarð Eg- ilsson. Ferðafélag íslands, 2000, 337 bls. í ÞESSARI Árbók eru þrjár rit- gerðir um þrjú byggðasvæði vest- an lands og norðan. Bjarni Guðmundsson nefnir rit- gerð sína I kringum Kaldbak á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Það er svæðið frá Hrafnseyri í Arnarfirði og að Þingeyri í Dýra- firði. Farið er með ströndum fram, inn í dali og um fjöll og heiðar. Færum og gömlum leiðum er lýst, gerð grein fyrir staðháttum, gripið er til sögunnar þar sem við á og smávegis sagt frá fólki. Fremur er fljótt farið yfir sögu, enda tæpast þörf á öðru, eins og höfundur tekur fram, þar sem síðasta Árbók (Kjartan Ólafsson) fjallaði ítarlega um þetta svæði. Myndir eru marg- ar og mjög góðar og vandað kort fylgir. Tel ég þessa ritgerð hina ágætustu og af þeirri stærð, sem göngumanni hentar (37 bls.). Önnur ritgerðin er einnig um vestfirskt land. Það er ritsmíð Hauks Jóhannessonar um Árnes- hrepp á Ströndum, er nefnist Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum. Haukur byrjar ferð sína syðst í hreppnum, í Kolbeinsvík, og lýkur henni nyrst, við Geirhólma eða Geirólfsnúp. Þessi ritgerð er af- skaplega nákvæm og ítarleg leiðar- lýsing og barmafull af örnefnum og gengur þar enginn bónleiður til búðar. Fjögur kort eru til leiðsagn- ar og eru örnefni skráð þar sam- viskusamlega. Leiðum er einkar vel lýst, varað við hættum og tor- færum, sem raunar eru allmargar á þessum slóðum. En ævintýraland er þetta og ægifagurt víða. Höf- undur leggur megináherslu á land- og leiðarlýsingu. Fátt er af fólki sagt, en innfelldir textar eru þó alL margir með margsháttar fróðleik. Ritgerð þessi eru um 75 bls. að lengd. Stíll hennar er þægilegur, skýr, blátt áfram og útúrdúralaus. Myndir eru fjölmargar og með miklum ágætum. Ég varð hrifinn af þessari grein og býst ég við að göngufúsir garpar fái fiðring í fæt- urna við að lesa hana. Þá kemur langlengsta ritgerðin, sem Valgarður Egilsson skrfar. Hún nefnist Úthafsbyggðir Mið- Norðurlands og nær yfir svæðið frá Látraströnd, um Fjörður, Flat- eyjardal og -heiði, Flatey og Nátt- faravíkur. Vestan fjarðar er fjallað um Hvanneyrarhrepp gamla, frá Hvanndölum í Úlfsdali. Loks er kafli um Grímsey. Alls eru þetta um 165 bls. með viðeigandi kortum og myndum og hefði því fyrir ekki svo löngu talist fullgild Árbók ein sér. Píanónám- skeið í Hafnarfírði TÉKKNESKI píanóleikarinn Jaromir Klepác er staddur hér á landi um þessar mundir. Auk þess að halda hér tónleika verð- ur Jaromir með námskeið - Master Class - í píanóleik fyrir lengra komna nemendur. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. október frá kl. 14-18 í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar - Hásölum. Öllum er heimill aðgangur að þessu nám- skeiði. Þessi ritgerð er á margan hátt ólík hinum fyrri. Þar er fyrst til að taka að hún er mun víðtækari, læt- ur sér ekki nægja landlýsingu og leiðsögn, heldur eru kaflar um jarðfræði og gróðurfar. Hefur höf- undur þar fengið sérfróða menn sér til aðstoðar. Þá er hér mikið vikið að búskaparsögu. Síðast en ekki síst er hér feiknamikið sagt frá fólki, sem hér hefur búið, for- feðrum þeirra, niðjum, skyldleika- tengslum og tengdum. Er allt þetta mikil náma fróðleiks og ber vitni mikilli staðþekkingu, eins og raunar er í hinum ritgerðunum, og ættfræðiþekkingu gríðarmikilli. Raunar er ritgerðin enn efnismeiri en blaðsíðutal segir til um, þvi að talsvert er um smáletur. Eins og í fyrri greinum eru hér margar gullfallegar myndir og prýðisgóð kort. Talsvert annar stíll er á þessari ritgerð en hinum, persónulegri og eins og dálítið höggvinn á stund- um. Ættartrén, sem hér eru birt, eru erfið aflestrar. Heimildaskrár fylgja öllum rit- gerðunum, svo og sameiginleg nafnaskrá. Aftast í bók er frásögn af félagsmálum Ferðafélagsins, svo sem venjan er. Myndir hafa verið teknar af allmörgum og eru þær merktar myndasmiðum eins og vera beiy Staðfræðikort gerði Guð- mundur Ó. Ingvarsson. Lofsorði skal lokið á þessa Ár- bók Ferðafélags íslands. Hún er afar efnismikið, vandað og fallegt rit, sem vel er gengið frá í alla staði. Hlýtur hún að verða mörgum aufúsugestur. Sigurjón Björnsson RAGNHEIÐUR Gestsdóttir, rithöf- undur og myndlistarmaður, hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Leikur á borði. Þetta er í 16. skipti sem verðlaunin eru veitt og fór afhending fram í Þjóðar- bókhlöðunni. Að þessu sinni barst á fimmta tug handrita í samkeppnina. Leikur á borði fjallar um Sóleyju sem er klár og sjálfstæð stelpá. „í skólanum gengur henni mjög vel að læra en bekkjarsystkini hennar leggjast öll á eitt um að gera henni lífið leitt,“ stendur aftan á bókarkáp- unni. „Þegar ný stelpa kemur í bekk- inn fara óvæntir hlutir að gerast sem eiga eftir að gjörbreyta lífi Sóleyj- ar.“ Bókin kom út hjá Vöku-Helga- felli í gær og veitti höfundurinn formlega viðtöku fyrsta eintakinu úr hendi Ólafs Ragnarssonar, for- manns stjórnar Verðlaunasjóðs ís- lenskra barnabóka. Hann afhenti Ragnheiði einnig 300.000 króna verðlaunafé og skrautritað viður- kenningarskjal. Einelti tekið til umfjöllunar Þeir sem áður hafa hlotið íslensku barnabókaverðlaunin hafa flestir fengið þau iyrir sína fyrstu bók en nú bregður öðruvísi við. Ragnheiður hefur samið og endursagt ellefu bækur fyrir börn og myndskreytt nálega tvo tugi bóka. Þær eru á sviði skáldskapar, þjóðsagna og námsefn- is. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa langa textabók og fyrir eldri krakka," segir hún og útskýrir að bókin sé fyrir 9-10 ára krakka og eldri. „í bókinni er tekið til umfjöll- unar ákveðið vandamál því aðalpers- ónan gengur í gegnum einelti. Það er hlutur sem stendur mér mjög nærri því ég upplifði það sjálf sem barn og ekki síst þess vegna hefur þessi bók alltaf blundað í mér.“ Ragnheiður hóf að skrifa bókina fyrir nokkuð löngu. „Hún komst á pappír fyrir um tíu árum og átti lengst af heldur dauflega vist niðri í skúffu. Ég tók mig svo til síðastlið- inn vetur og endurskrifaði hana.“ Aldrei meiri þörf á góðum barnabókmenntum Þegar Ragnheiður veitti verðlaun- unum viðtöku hafði hún á orði að eini galdurinn í bókinni væri vináttan. „Þetta var smá Harry Potter-grín, skot á það að nú er allt leyst með göldi'um," útskýrir hún hlæjandi. „Fantasíubækur eru mjög í tísku og eru allra góðra gjalda verðar. Mín saga er hins vegar raunsæissaga og það gerist ekkert í henni sem ekki getur gerst í raunveruleikanum." íslensku barnabókaverðlaunin eru önnur verðlaunin sem Ragnheið- ur hlýtur á þessu ári. Hún hlaut einnig verðlaun frá Fræðsluráði Reykjavíkur fyrir sérstakt framlag sitt til barnamenningar. „Það er ákaflega mikilvægt að geta boðið upp á góðar bókmenntir fyrir börn og þau hafa kannski aldrei þurft meira á því að halda en einmitt núna. I öllum þeim hraða og áreiti sem þau verða fyrir getur róleg stund með góða bók gert miklu meira en flest annað.“ Ragnheiður bendir að lokum á að foreldrar geti líka haft gaman af góðum barnabókum. Innköllun hlutabréfa í Húsasmiðjunni hf. Stjórn Húsasmiðjunnar hf. kt. 520171-0299, Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hefur það tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi þann 4. desember 2000 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast áþreifanleg hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tilgreint verða öll eftirfarandi hlutabréf Húsasmiðjunnar hf. tekin til rafrænnar skráningar. Bréfin eru öll í einum flokki, auðkennd nr. 1-15 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er ekki getið á bréfunum. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkum vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Húsasmiðjunnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspum til hluthafaskrár Húsasmiðjunnar hf. að Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan innköllunar frestanna. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi í ofangreindum hlutabréfum, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, innan inköllunar frests. Gæta skal þess að viðkomandi reikningsstofnun sem haft er samband við af þessu tilefni hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. Stjóm Húsasmiðjunnar hf. hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. skuh arðgreiðslur til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf, sbr. heimild í 4. tölul. 54. gr. reglugerðar nr. 397/2000. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hlutafjár Húsasmiðjunnar hf. kr. 280.702.640 og skiptist í jafn marga hluti að fjárhæð 1 króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. ...allt frá gruimi að góðu heimili HUSASMIÐJAN Sími 525-3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.