Morgunblaðið - 13.10.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 13.10.2000, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þyrnar og rósir, Sýnisbók íslenskra bókmennta á tuttugustu öld, komin út A að endurspegla strauma, stefnur og tísku hvers tíma NYVERIÐ kom út bókin Þyrnar og rósir, Sýnisbók íslenskra bók- mennta á tuttugustu öld. Höfundar bókarinnar eru menntaskólakenn- ararnir Kristján Jóhann Jónsson, sem kennir við Menntaskólann við Sund, Sigríður Stefánsdóttir, kenn- ari við Menntaskólann í Hamrahlíð, og Steinunn Inga Óttarsdóttir sem kennir við Menntaskólann í Kópa- vogi. Öll hafa þau umtalsverða reynslu af því að kenna ungu fólki bókmenntir. Titill bókarinnar er sóttur í hið alkunna „íslendingaljóð Jóhannesar úr Kötlum. Hvort sem krýnist þessi þjóð/ þyrnum eða rós- umý hennar sögur, hennar ljóð, / hennar líf vér kjósum. Þá kallast heiti bókarinnar á við heiti á nýlegri bók Heimis Pálssonar, Sögur, ljóð og líf. I formála segir að heildarsafn úr íslenskum nútímabókmenntum hafi lengi vantað til kennslu í fram- haldsskólum þó að nokkur smá- sagna- og ljóðasöfn hafi verið í boði fyrir nemendur. Það sé á margan hátt erfítt ef ekki hreinlega ómögu- legt að velja texta í bók af þessu tagi svo að allir verði sáttir. Einnig taka bókarhöfundar það fram að textarn- ir sem birtast í bókinni séu ekki endilega sýnishorn af því besta sem skrifað hefur verið á öldinni, heldur séu þeir valdir með það í huga að þeir endurspegli strauma, stefnur og tísku hvers tíma. I stuttu spjalli við bókarhöfundana þrjá kom fram að bókin átti sér nokkurn aðdrag- anda. „Við vorum að þessu með kennslu, segir Sigríður Stefánsdótt- ir. „Byrjuðum í mars líklegast og bókin kom svo út um áramót. Sem sagt rúmu ári seinna. Þið hafið væntalega haft það til hliðsjónar við val ykkar að gefa sem breiðasta mynd af íslenskum nú- tímabókmenntum? „Já, við vorum að reyna það en vorum nú reyndar líka með bók Heimis Pálssonar til hliðsjónar. Þar fer hann yfir tímabilið og nefnir ýmsa höfunda. Við tókum líka höf- unda sem hafa ekki verið að öllu leyti viðurkenndir í svona bók- menntasögum til dæmis Guðrún frá Lundi og fleiri konur en dæmi eru um áður. Þeirra hlutur er svolítið réttur í bókinni. Það er hátt hlutfall kvenna í bókinni miðað við eldri Tilbúinn á riúpuna? Utanyfirbuxur. Mikið úrval. Skotveiðimenn, sýnum aðgát við meðferð skotvopna og látum vita af ferðum okkar. Göngum vel um landið og tínum upp tóm skothylki. Berum virðingu fyrir bráðinni og afkomu stofnsins. Njóttu útilífsins með búnaði frá okkur. Hufur Rjúpnavesti kr. 7.980,- Gore-Tex jakki kr. 29.980,- Rjúpnaskot 36 gr. 25 stk. frá kr. 480,- Skotbelti frá kr. 1.650,- Haglabyssur frá kr. Margargerðir. Gore-Tex legghlífar, frá kr. 5.290,- Göngusokkar frá kr. 990,- Sjúkrapúðar frá kr. 1.680,' Nærfatnaður, bolur og buxur frá kr. 6.270,- Neyðarblys frá kr. 1.490,- Fleece peysur frá kr. 3.990,- Sjónaukar frá kr. 2.440, Áttaviti kr. 1 Vettlingar, grifflur frá kr. 720,- Rjúpnakippur, leður frá kr. 720,- Gönguskór, Meindl Island kr. 17.900,- GPS staðsetningartæki frá kr. 15.330, ÚTILÍF Munið eftir fríkortinu! GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Stefánsdóttir, Steinunn I. Óttarsdóttir og Kristján J. Jónsson. bókmenntasögur. „Við vorum líka að reyna að taka texta sem ekki hafa verið notaðir áður fram og aft- ur og endalaust," segir Steinunn Inga og bætir við, „auðvitað notum við svo líka texta sem hafa reynst vel við kennslu. Við miðum auðvitað nokkuð við reynslu okkar af því að kenna þetta tímabil. Er Guðrún frá Lundi þá endan- lega komin í bókmenntasöguna eftir mikla mæðu og bið? „Já, ætli það ekki, loksins!" svara þær Sigríður og Steinunn Inga. „Hún skipar þarna sinn sess ásamt öðrum virtum samtímahöfundum sínum.“ En var hún bara ekki alla tíð al- veg ágæt? Lýsti hún ekki listavel lífinu í íslenskum sveitum og pláss- um þegar upp er staðið? Breiðar skáldsögur „Jú, jú. Hún skrifaði breiðar skáldsögur með mörgum persónum og það var heilmikið um vera í sög- um hennar. Sumir hafa líkt henni við rússneska nítjándualdar meist- ara í skáldsagnagerð.“ „Við birtum ljóð, smásögur og brot úr skáldsögum og gi-einum," segir Sigríður. „Það er nýtt að vera með prósatexta, við höfum bara haft ljóðabækur fyrir tuttugustu öldina. Er áhuginn mikill meðal skóla- nema á íslenskum nútímabók- menntum? „Já, ekkert minni en hann hefur verið. Þetta hjálpast allt að, Netið og bíómyndirnar eru farin að styðja bókmenntirnar svo mikið. Þau lesa Engla alheimsins og skella sér á myndina og þau lesa 101 Reykjavík og sjá myndina. Þannig að það má segja sem svo að áhuginn beinist fyrst og fremst að nútímabók- menntum. Síðan er Halldór Lax- ness kenndur alstaðar. Hann er stóri höfundurinn í íslenska skóla- kerfinu, lifír alla öldina og stendur eins og klettur upp úr hafinu. Þess vegna völdum við ekki efni úr skáld- sögum hans vegna þess að við ger- um ráð fyrir því að þau lesi þær. Við völdum grein eftir hann úr Alþýðu- bókinni þar sem hann er að segja íslendingum til syndanna og svo kafla úr endurminningabókum hans þar sem hann er að lýsa því þegar hann er að kveðja ömmu sína sem gengur síðan aftur í öllum verkum hans. Þannig er hægt að tengja þetta alla vega saman. Þá tengjum við saman ljóð og sögur með svip- uðu efni og síðan eru þarna brot úr ævisögum ýmissa höfunda. Það væri hægt að kenna þetta saman, lesa ólíkar sögur og fá ólík sjónar- horn.“ Þið reynið að vera tiltölulega for- dómalaus í vali ykkar á sýnishorn- um úr íslenskum nútímabókmennt- um. Þarna eru höfundar sem maður hefur ekki séð áður í bókum að þessu tagi. Herdís og Ólína Andrés- dætur, Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi og Málmfríður Ein- arsdóttir og fleiri dæmi mætti taka. Þá vekur athygli að hinn fyrrum fordæmdi Kristmann Guðmundsson hlýtur þarna sinn sess þótt undir dulnefni sé? „Já, við birtum brot úr vísinda- skáldsögunni Ferðin til stjarnanna sem Kristmann skrifaði undir nafn- inu Ingi Vítalín. Konurnar taka svo þann sess sem þær eiga skilið. I bókinni er mikið af „misvirtum höf- undum og við reynum að rétta hlut þeirra." Bæði vondir og góðir höfundar „Þarna eru bæði vondir og góðir höfundar. Því einhvers staðar verða vondir að vera,“ segir Kristján Jó- hann sposkur á svip. „Vondir eða góðir fyrir hvern er hins vegar erf- iðara að útskýra." „Svo eru þarna ákveðin þemu, krepputextar, hernámssögur, kvennabókmenntir, æsku- og ung- dómssögur," segir Steinunn Inga og Sigríður bætir því við að textamir séu valdir út frá ákveðnum tímabil- um. Kristján Jóhann telur útilokað annað en að umræða og deilumál aldarinnar komi inn 1 myndina í safnriti sem þessu. Það verður að taka það með sem rætt hefur verið um á öldinni, eins það sem verið hef- ur í tísku, komið og farið. „Við stefndum frekar að því að ná inn andstæðum en að fjarlægja þær, segir Kristján Jóhann. „Þess vegna standa hlið við hlið í bókinni, höfundar sem höfðu oft á tíðum gerólík sjónarmið. Við reyndum frekar að sýna togstreituna á öld- inni heldur en að búa til fallegt sam- ræmi. í raun og veru væri alveg hægt að gefa út aðra svona bók með öðru efni. Islendingar skrifa mikið og gefa út ótrúlegan fjölda bóka á ári hverju.“ ---------------- y<M-2000 13. október HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ KL. 20.00 Vitleysingarnir Frumsýning á nýju leikriti eftir Ólaf Hauk Símonarson sem segir frá vina- hópi á aldrinum 30-35 ára sem erí hröðum dansi í kringum gullkálfinn meö tilheyrandi uppákomum og vandamálum. Leikstjóri erHilmar Jónsson. Verkið er hluti af leiklistarhátíðinni Á mörkunum. LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHÚS Café9.net 18-20: Contre la Peur(Mót óttan- um). Sjá nánari lýsingu á fimmtudeg- inum 12. okt. 20-23: Fright Night Party í boði ís- landssíma. Fram koma hljómsveit- irnar Úlpa og Fidel en auk þess verð- ur frumsýnd myndin Draumurá Kili sem Lortur og Eineykið standa að. Tveir boðsmiðar á Airwaves uppá- komu í Hafnarhúsinu 20.10. fytgja tíunda hverjum seldum miða. www.cafe9.net
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.