Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Reuters Reuters Margaret Thatcher á flokksþingi íhaldsflokksins í Boumemouth hinn 12. október 1994 eftir Ian Waldie. Myndin er skemmtilegt dæmi um hveraig hið óvænta sem sést ekki fyrr en myndin birtist. Einhver flúorgljái í and- litsfarða hennar gerði það að verkum að hún leit út eins og feneysk gríma í flassglampa ljósmyndarans en sást ekki með berum augum. Hrein heppni að fanga hana á þennan hátt, segir ljósmyndarinn. Nelson Mandela frjáls 11. febrúar 1990 eftir UIli Michel. Stór hópur fjölmiðlafólks beið eftir Mandela og þess var vænst að hann myndi ávarpa hópinn. Michel byijaði að taka myndina um leið og Mandela birtist en ör- fáum sekúndum síðar var hann horfinn í mannþröngina og það var ekki fyrr en eftir á að Michel var ljóst að honum hafði tekist að ná mynd. Sj ónmótun sögunnar Ulli Michel er einn þeirra, sem móta sögu- sýn okkar, því hann stýrir ljósmyndadeild Reuters, sem er einn af stærstu dreifendum fréttamynda í heimi. Sigriín Davíðsdóttir ræddi við hann í London. IÞEIM sjónsækna heimi, sem við búum í mótast sögusýn okkar í vaxandi mæli af fréttamyndum og safnast saman í einstökum myndum. Ví- etnamstríðið er litla stúlkan, sem hleypur frá Napalmhelvítinu og mótmælin í Beijing 1989 maðurinn, sem stendur fyrir framan skrið- dreka. Mestum hluta fréttamynd- anna er miðlað af nokkrum stórum fréttastofum eins og Reuters. Þeir sem velja myndimar ofan í lesend- ur gera bæði söguna sýnilega og móta um leið sjónræna sögusýn okkar. Vísast hugsar hann ekki um það á hverjum degi en Ulli Michel al- þjóðlegur markaðsstjóri myndsviðs- ins hjá Reuters hefur þó hugleitt hvemig fréttamyndir verða fyrst að sameiginlegri viðmiðun og síðar að kjarnanum í sögusýn milljóna manna. Og- hvort sem það er af því að óhugnanleg lífsreynsla á stríðs- svæðum heimsins hefur sett sín spor á Michel þá hefur hann fjas- laust og og jarðbundið fas. Hann notar ekki stór orð, en viðurkennir að það hafi stöku sinnum hvarflað að sér að hann sjálfur hafi átt þátt í að sjóngera söguna. „Eg sat eitt sinn á tali við fólk, sem ég þekkti ekki og samtalið snerist um umbyltinguna í Suður- Afríku. í huga þeirra var birtingar- mynd þeirrar umbyltingar myndin af Nelson Mandela, þegar hann gekk út úr fangelsinu 1990, loksins frjáls maður eftir 27 ár í fangavist. Auðvitað vissu viðmælendur mínir ekki að þá mynd hafði ég tekið.“ Sú mynd er reyndar að hans mati mikilvægasta myndin hans og hún. birtist í fjölmiðlum um allan heim. Og eins og oft vill vera þá var það ekki laust við að vera tilviljun að hann náði myndinni. En þó ljósmyndir verði æ meira áberandi í fjölmiðlum álítur Michel þó að ljósmyndarar fái ekki þá at- hygli sem þeir ber. „Það ríkir enn sú ranghugmynd að það þurfi meiri gáfur til að skrifa góðan texta en að Ulli Michel í aðaJstöðvum Reuters í London. taka góða mynd,“ segir hann og álítur það sitt erindi sem mynd- stjóra Reuters að hlaða betur undir ljósmyndarana. Áhuginn á fréttamyndum vaknaði þegar hann dvaldi í hálft ár á Sri Lanka eftir stúdentspróf og tók þá eftir að það stóð Reuters undir öll- um myndunum í blöðunum. Óskin var að verða ljósmyndari hjá Reut- ers og ekki eins og faðir hans hefði viljað: forstjóri brugghússins í Bayern, sem fjölskyldan hefur rekið síðan 1670. Michel hefur búið í Þýskalandi, Brussel, Dubai, Jó- hannesarborg, Hong Kong, Moskvu og býr nú í London. Hann er eins og gangandi Reuters-auglýsing, fírna hrifinn af fyrirtækinu og álítur það blessun sína í lífinu að vinna fyrir fréttastofuna, sem hann líkir við stóra fjölskyldu. Hin hlutlausa en ástríðuþrungna sýn Starfsemin, sem hinn þýski Paul Julius Reuters hóf 1849 með því að senda kauphallarfréttir með bréf- dúfum er nú orðin að fyrirtæki, þar sem um tvö þúsund manns sinna frétta- og myndaöflun, þar af um Reuters Fall frambjóðandans hinn 18. september 1996: Bob Bole féll niður af sviði og aðeins einn ljósmyndari, Rick Wilking, var þannig staðsettur að hann gat hvorki komið Dole til hjálpar né heldur komist hjá því að ná myndinni! Sem sagt; á réttum stað á rétta augnablikinu. Reuters Sprengjuárás í Sarajevo eftir Peter Andrews. Andrews var í grennd við staðinn þar sem árásin var gerð, en hún var að nokkru leyti upphafíð að endalokum strfðsins í Bosníu því skömmu siðar hófust loftárásir NATO. 500 ljósmyndarar. Þeir taka dag- lega um 3-4 þúsund ljósmyndir og af þeim eru um 350 sendar út til áskrifenda fréttastofunnar. Hér gildir hin þjálfaða sýn. Þegar Michel horfir yfir skrifstofusalinn í Reuters-glerhúsinu, teiknuðu af breska arkitektinum Sir Norman Foster, þar sem ljósmyndirnar flæða yfir tölvuskjáina er hann fljótur að koma auga á íþróttamynd, þar sem fætur körfuboltaspilara svífa yfir skugga leikmannsins. „Hver hefur tekið þessa mynd?“ spyr hann. Þetta hlýtur að verða ein af fallegustu myndum dagsins. Michel er nefnilega ekki aðeins upptekinn af fréttagildi myndanna, heldur hefur metnað til að Reuters bjóði upp á fallegustu myndirnar. Hin listræna sýn á ekki að verða út- undan. The Art of Seeing er einnig titillinn á nýrri bók, sem Michel rit- stýrði með úrvali af fréttamyndum Reuters og sem hefur selst með af- brigðum vel. Listin við að taka fréttamynd er að sögn Michel að ná í einni mynd fréttinni og segja sögu. Og það er þessi viðleitni, sem gerir starfið svo áhugavert. „Fréttamynd er samsett af mörgum þáttum og það þarf mikla sköpunargáfu til þegar ýtt er á hnappinn til að ná Myndinni.“ Michel segir að góður fréttaljós- myndari þurfi auðvitað að vera góð- ur ljósmyndari, en hann þurfi líka að vera laginn í að umgangast fólk og geta brugðist við óvæntum að- stæðum. „En það mikilvægasta fyrir fréttaljósmyndara er líklega löng- unin til að lifa flökkulífi, sem geng- ur fyrir einkalífinu," segir Michel, sem heldur því fram að hann þurfi ekki meira en fimm mínútur til að sjá hvort viðkomandi geti orðið góð- ur fréttaljósmyndari eða ekki. „Eg huga að því hvort viðkomandi sé til- búinn til að ferðast til framandi og viðsjárverðra staða, koma sér fyrir þar og keppa við aðra ljósmyndara við erfiðar aðstæður. Þar næst lít ég á möppuna með myndum við- komandi." Sjálfur hefur Michel flutt annað eða þriðja hvert ár mörg undan- farin ár. „Þetta líf hefur verið mín menntun, en það er líka lífstíll, sem kostar sitt. Maður missir samband- ið við vini og kærusturnar gefast upp,“ nefnir hann. „Kannski er maður ögn galinn, en það er ástríð- an á vinnunni, sem rekur mann áfram. Gleðin, sem maður upplifir við að taka myndir og miðla atburð- um, sem maður er svo heppinn að lifa. Og þess vegna er maður líka tilbúinn til að taka áhættu.“ Eins og svo margir Ijósmyndarar hefur Miehal valið æsilegt líf, alltaf til- búinn til að taka næstu flugvél. „Maður þarf að hafa gríðarlega löngun til að miðla atburðum og löngun til að skapa, auk þess að vilja gefa hlutlausa mynd.“ An nokkurs hiks viðurkennir Michel að ljósmyndarar geti ekki verið hlutlausir, „því allt sem við upplifum þegar myndin er tekin fylgir henni. En við reynum að nálgast hið hlutlausa eins og fram- ast er kostur. A blaðamannafundi fá blaðamennimir kannski tölur og þeim geta þeir ekki breytt. En Ijós- myndarinn er myndskáld, sem fangar augnablikið í myndum sínum og hann setur myndina saman eftir bestu samvisku." Og Michel kemur eldsnöggt með dæmi úr allt öðru horni veruleikans. „Ef ljósmyndari í Téténíu tekur að- eins myndir af ofbeldisverkum rúss- neskra hermanna gefur hann ranga mynd, því hann lætur vera að segja hvað andstæðingarnir gera.“ Hörmungar sem hvunndagslíf Ljósmyndarar, sem ferðast milli stríðssvæða heimsins miðla dapur- legum myndum. „Maður vex inn í þetta en venst því aldrei," segir Michel eins og skot þegar talinu víkur að þessum hluta starfsins. Sjálfur man hann eftir sex vikna dvöl í Rwanda og Goma í Zaire 1996, þar sem þrjú þúsund manns lét lífið á þeim tíma. „Við fórum daglega um göturnar. Líkunum var vafið í teppi og þau lágu eins og hráviði um allt. Kvöldið sem ég kom aftur heim hafði kær- asta mín skipulagt kvöldmat fyrir okkur og vini okkar. I miðjum matnum féll ég saman hágrátandi. Svona upplifun venst aldrei og áhrifin geta brotist út hvenær sem er.“ Annað fjölmiðlafólk hefur svipaða sögu að segja og þetta er tekið al- varlega, segir Michel. Öllum, sem hafa starfað við kringumstæður af þessu tagi, er boðin áfallahjálp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.