Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 29 Bresk try gg- ingafélög fá að nota niðurstöður genaprófa TRYGGINGAFÉLÖGUM í Bret- landi verður heimilað að nota nið- urstöður genaprófa til að ganga úr skugga um hvort fólk eigi á hættu að fá arfgenga sjúkdóma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC í gær. BBC segir að breska stjórnin hyggist tilkynna í dag að trygg- ingafélögunum verði leyft að hækka iðgjöld eða hafna viðskipt- um við fólk er fæðist með gen sem geta valdið banvænum sjúkdóm- um. Bretland verður þar með fyrsta landið í heiminum sem heimilar slíka notkun á erfðaupp- lýsingum. Erfðafræði- og trygginganefnd breska heilbrigðisráðuneytisins hefur komist að þeirri niðurstöðu að genapróf, sem notað er til að meta erfðafræðilegar líkur á að fólk fái Huntingtonsveiki, arfgeng- an sjúkdóm, sé tæknilega áreiðan- legt. Beðið er niðurstöðu nefndar- innar um áreiðanleika genaprófa sem ná til nokkurra annarra sjúk- dóma, svo sem arfgengs brjósta- krabbameins og alzheimer-sjúk- dómsins. Önnur ráðgjafarnefnd á sviði erfðafræði lagði til fyrir tveimur árum að bannað yrði að nota upp- lýsingar úr slíkum prófum. Stjórn- in hafnaði hins vegar þeirri tillögu og ákvað að leyfa tryggingafélög- unum að nota upplýsingarnar ef erfðafræði- og trygginganefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að prófin væru áreiðanleg. Deilt um áhrifin Líklegt er að tilkynning stjórn- arinnar kyndi undir deilum um siðfræðileg álitamál varðandi notk- un erfðaupplýsinga. Þeir sem leggjast gegn því að trygginga- félögin fái að nota niðurstöður genaprófana óttast að erfitt verði fyrir fólk í áhættuhópunum að fá líftryggingar eða að það þurfi að greiða hærri iðgjöld. Trygginga- félögin neita þessu hins vegar. John Durant, formaður erfða- fræði- og trygginganefndarinnar, sagði í samtali við BBC að trygg- ingafélögin myndu ekki biðja neinn að gangast undir genapróf til að meta líkurnar á Huntington- veiki sem lýsir sér í ósjálfráðum hreyfingum. Hins vegar væri við- búið að þau myndu biðja hugsan- lega viðskiptavini um að veita upp- lýsingar um þau genapróf sem þeir hafa þegar gengist undir. Durant sagði að ekki væri laga- leg skylda til að veita upplýsing- arnar en tryggingafélögin hefðu rétt til að hafna viðskiptum við fólk sem neitaði að veita þær. Durant bætti við að markmiðið væri ekki að refsa fólkinu. „í raun- inni munu margir sem óska eftir tryggingum hafa hag af þessu. Þeir einu sem eru líklegir til að gangast undir genapróf vegna Huntingtons-veiki eru þeir sem eiga ættingja sem hafa fengið sjúkdóminn. Margir þeirra munu raunar fá þær upplýsingar að þeir séu svo heppnir að hafa ekki erft genið þannig að þeir munu geta fengið tryggingar en sem stendur getur það verið erfitt fyrir þá.“ Vilja sérstakan trygginga- sjóð fyrir áhættuhópana Mary Francis, framkvæmda- stjóri sambands breskra trygg- ingafélaga, sagði að þau bæðu nú þegar hugsanlega viðskiptavini um upplýsingar varðandi fjölskyldu- sögu sjúkdóma. „Þetta er í raun aðeins útvíkkun á því sem gerist nú þegar.“ Sue Watkin, formaður sambands breskra sjúklinga með Hunting- tonsveikina, sagði að tryggingafé- lögin notuðu nú þegar niðurstöður genaprófa til að reikna út iðgjöld eða hafna viðskiptum. Watkin sagði að ef líkurnar á því að menn fengju Huntington- veikina væru 50% samkvæmt próf- unum hækkuðu iðgjöld þeirra oft um 300%. „Sem stendur fá margir tilboð sem þeir hafa ekki efni á að þiggja.“ Watkin hvatti stjórnina til að stofna sérstakan sjóð sem notaður yrði til að veita fólki í áhættuhóp- unum tryggingar. Heimsendir gíróseðlar - greiðslukortabiónusta S: 535 1823/535 1825 MiÍi^Happdrætti HJARTAVERNDAR /nðrAoourinn perluftni agb GHájfi 'saíffl Vivaldi árstíðirnar Okkar verð 199 pfis -lafe .pí / f Ýmsir flytjendur Beat of the 6o's Okkar verð 499 Delta rhythm boys Dry bones Okkar verð 999 Ýmsir flytjendur Mega-siows 4 CD verð 1499 Deyddu sjúklinga vegna nýrnanna Bangkok. AP. SAKSÓKNARAR í Taílandi hafa ákært tvo lækna og framkvæmda- stjóra sjúkrahúss fyrir morð en þeir eru sakaðir um að hafa valdið dauða tveggja sjúklinga í því skyni að kom- ast yfir nýrun. Einn saksóknaranna sagði, að auk morðákærunnar væru sakboming- amir þrír ákærðir fyrir að hafa falsað sjúkraskýrslur en í þeim var sagt, að sjúklingamir hefðu dáið heiladauða. Vildi hann ekki segja með hvaða hætti sjúklingamir hefðu verið sviptir lífi en í taílenskum dagblöðum er því haldið fram, að það hafi einfaldlega verið gert með því að sinna þeim ekkert. Þessir atburðir em sagðir hafa átt sér stað 1997 en uppskátt varð um þá á síðasta ári er ættingi annars sjúkl- ingsins hafði samband við fjölmiðla. Ný öflug idnaðarhreinsiefni Raeslivttrar IIV lllfljlfil SW Sff 4141 Lou Bega A little bit of Mambo Almenntverð 2099 Okkar verð 999 Cat Stevens The Ultimate Collection Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 íiWR!f=1 ■m V B \f\ V WH Barry White The Ultimate: Collection Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Abba Gold Atmenntverð 2199 Okkarverði699 ill Macy Gray On how life is Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 auk úrvai jóiadiska Frá 399 iM* Red Hot Chilti P. Californication Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Andrea Bocelli Verdi Okkar verð 1699 D"É©fiXD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.