Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ný menn- ingarsókn LKynna berfrumlega nálgun íslendinga á sviði umkverfis- og skipulagsmála. Yí'IR allan vafa er haf- ið að kynningar á ís- lenskri menningu vekja sífellt meiri at- hygli erlendis. Ekki verður heldur deilt um að sú at- hygli er verðskulduð. Nú síðast var greint frá því að sjálf Sylvía Svíadrottning hefði heimsótt ís- lenska skálann á heimssýning- unni EXPO 2000 í Þýskalandi. Bættist drottningin þar með í þann stóra hóp mikilvægra út- lendinga, sem notið hafa annál- aðrar gestrisni íslendinga jafnt heima sem erlendis. Ljóst er að á grundvelli þessa árangurs má þróa fram enn víð- tækara kynningarstarf í út- löndum enda gera fslendingar sér grein fyrir að á herðum þeirra hvílir sú skylda að kynna einstaka menningu sína fyrir þjóðum, sem ekki njóta sömu gæfu. Þótt naumhyggju- og úr- uinunoc tölumenn iðki aðfinnaþeim útgjöldum, sem slíku kynningar- Eftir Asgeir Sverrisson starfi fylgja allt til foráttu, er ís- lenskri þjóð ljóst að þeim fjár- munum er vel varið. Samstaða ríkir um að menn- ingarlegar skyldur þjóðarinnar beri að uppfylla með viðeigandi reisn. Af þeim sökum er í besta falli undarlegur ef ekki beinlínis ósmekklegur sá málflutningur að þessum fjármunum eigi að verja á annan veg. Nú beina úrtölu- menn og sjálfskipaðir siðapostul- ar spjótum sínum að áformum um að komið verði upp sendiráði í Japan en gert er ráð fyrir að sú bygging muni kosta um 700 millj- ónir króna. Því er haldið fram að þessum fjármunum væri betur varið hér innanlands t.a.m. til að bæta kjör fátæklinga, svo einn hávær og fyrirferðarmikill sér- hagsmunahópur sé nefndur til sögunnar. Þessi röksemdafærsla er aug- ljóslega ekki svara verð. Ný verkefni blasa við íslend- ingum á þessu sviði. Auk nýrra sendiráða vaknar sú spuming hvort ekki sé tímabært að þeir fjölmörgu íslendingar, sem vekja athygli á erlendri grundu, varpa ljóma á þjóð sína og styrkja sjálfsmýnd hennar, verði ríkis- starfsmenn. Sá launakostnaður, sem því myndi fylgja, væri fljótur að borga sig og ljóst er að í ís- lensku hæfileikafólki erlendis er að finna réttnefndan þjóðarauð. Þann auð ber að nýta. í öðru lagi þarf að huga að því hvemig nýta má þá gríðarlegu at- hygli, sem íslensk þjóð hefur not- ið á EXPO-sýningunni í Þýska- landi. Kæmi ekki til greina að hanna færanlegan íslenskan sýn- ingarskála, sem fluttur yrði á milli landa? Þá mætti nýta krafta „ríkis-menningar-sendiherr- anna“ og vel færi á þvi að slíkur skáli yrði færanlegt, fjölnota menningarhús. Jafnvel mætti hugsa sér að skálinn yrði upp- blásinn þannig að auðvelda mætti- flutninginn á milli landa með þvi að hleypa úr honum loftinu. En þótt þessi verkefni liggi fyrir gerist sú hugsun jafnframt áleitin hvort ekki beri að færa út þann ramma, sem sniðinn hefur verið utan um kynningar á ís- lenskri menningu erlendis. Er t.a.m. ekki tímabært að Islend- ingar láti til sín taka af auknum þunga á alþjóðavettvangi á sviði umhverfis- og skipulagsmála? Verður því með einhverju móti haldið fram að frumleg nálgun ís- lendinga á þessu sviði eigi ekki erindi við aðrar þjóðir? Minna má á þær ákvarðanir, sem liggja fyrir um skiptingu og „svæðisskipulagningu hálendis- ins“ hér á landi. íslendingar hafa öðrum þjóðum fremur gert sér ljóst að svonefndar „náttúruperl- ur“ eru í raun ekkert sérstakar fyrr en þær og umhverfi þeirra lúta skipulagi. Þannig hafa ýmsir „gallar" tengdir Þingvöllum verið lagfærðir með eftirtektarverðum árangri. Þessi íslensku vísindi eiga er- indi við heimsbyggðina eins og annað það, sem frá þjóðinni kem- ur. Þarna eru trúlega miklir möguleikar ónýttir enda fer ekki framhjá neinum þeim, sem dvelst um hríð á meðal útlendra manna, að margir þeirra gætu þegið leið- sögn Islendinga í umhverfis- og skipulagsmálum. Hér er ekki úr vegi að nefna tvö nærtæk dæmi. Gera mætti Spánverjum ljóst að strendur þeirra eru í raun einskis virði enda hafa þær ekki verið malbikaðar eins og flestir íslenskir ferðamannastaðir. Og Dönum er sýnilega öldungis ókunnugt um að mikla byggð má reisa á og við Himmelbjerget með íslenskum skipulagsaðferð- um. í tilfelli Himmelbjerget, sem er illa skipulagt svæði, vannýtt og þar með ljótt, mætti hugsa sér að bæjaryfirvöld í Kópavogi kynntu dönskum ráðamönnum þau áform, sem uppi eru um nýtingu á landi Vatnsenda. Líkt og gildir um Himmelbjerget danska er Vatnsenda-landið ranglega talið „náttúruperla". Skorti á landrými undir fjölbýlishús fylgja víða miklir erfiðleikar auk þess sem erlendis blossa jafnan upp deilur um svonefnd „réttindi" þeirra íbúa, sem fyrir eru þegar ákveðið er að tiltekin svæði skuli lúta nýju skipulagi. Likt og alkunna er skapar misskilningur varðandi „réttindi" almennings ekki vanda á Islandi og víst er að yfirvöld skipulagsmála víða um heim tækju fagnandi upplýsingum um aðferðafræði bæjarstjórnarinnar í Kópavogi. Stjórnvöld í ísrael koma upp í hugann en þau sæta jafnan gagnrýni er Palestínu- menn, sem standa í vegi skipu- lagsins, eru fluttir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Auk kynningar á þeim nauð- ungarflutningum sem valdamenn í Kópavogi ráðgera mætti jafn- framt efna til farandsýningar í uppblásna fjölmenningarhúsinu á skipulagssögu Reykjavíkur. Er ekki að efa að erlendir fræðimenn hefðu áhuga á að kynnast höfuð- stað þar sem ákveðið hefur verið að binda einstakt mannlíf við verslunarmiðstöðvar og heillandi bæjarskipulagið ræðst af stað- setningu flugvallar. Menningarhugtakið má ekki skilgreina of þröngt þegar hnatt- rænar skyldur þjóðarinnar eru annars vegar. A tímum „sam- runa“ og þeirrar stöðlunar gildis- matsins, sem fylgir hömlu- og ástæðulausu „upplýsingaflæði", vekur menningarleg sérstaða meiri athygli en nokkru sinni fyrr. + Magnús Stefáns- son fæddist að Kambfelli í Djúpadal í Eyjafírði 9. apríl 1907. Hann lést 8. október siðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Stefáns Sig- urðssonar og Jó- hönnu Magnúsdótt- ur. Auk Magnúsar eignuðust þau hjón Sigurð, Finn, Krist- in, Sigurgeir, Sig- rúnu og Hólmfríði sem öll eru látin. Magnús var 15 ára þegar foreldrar hans brugðu búi og fór hann þá í vinnumennsku á ýmsa bæi en 1927 gerðist hann vinnumaður hjá Valdemar bónda Pálssyni á MöðruvöIIum í Eyjafirði og var þar í þrjú ár. Magnús vann síðan hjá hreppnum við jarðarbæt- ur um eins árs skeið. Haustið 1931 hóf Magnús nám f Búnaðar- skólanum á Hvanneyri og útskrif- aðist sem búfræðingur frá skólan- um vorið 1933. Magnús og Sig- urgeir bróðir hans voru síðan Mér er það mjög minnisstætt er ég sá Magnús Stefánsson fyrst til að taka eftir honum. Sem ungur maður hafði ég gaman af skák og fiktaði við taflmennsku með litlum árangri. Ég hafði ekki síður gaman af að horfa á aðra tefla. Friðrik Ólafsson hafði um þessar mundir blásið í kulnandi glæð- ur skáklistarinnar og hrifið þjóðina með sér. Hann tók þátt í skákmóti hér á Akureyri laust eftir miðja öldina. Ég fór gjaman upp í Landsbankasal til að horfa á. Eitt sinn kom ég snemma og náði ég sæti hjá Friðrik. Andstæðingur hans var grannholda maður á miðjum aldri, dökkleitur, skarpleitur, fliugull og einbeittur. Mér fannst aðdáunarvert hvað hann varðist sóknum Friðriks fimlega og virtist hann alltaf finna rétta svarið við þaulhugsuðum sóknum snillings- ins. Seiglan var aðdáunarverð en að lokum varð hann að játa sig sigraðan. Maðurinn allur og frammistaða hans í skákinni greiptist í hug mér. Mér bauð ekki í grun að um það bil að 10 árum síðar yrði ég þeirrar gæfu að gerast tengdasonur þeirra hjóna í Norðurgötunni, Magnúsar og Guð- rúnar. Nema að þetta hafi verið for- lagadísimar að gefa mér smáinnsýn í þaðerverðavildi. Ég átti eftir að kynnast því að nafna mínum var fleira til lista lagt en að tefla og spila bridge. Alls kyns veiðar vom honum hugleiknar og það leið ekki á löngu þar til hann var far- inn að þjálfa tengdasoninn í skotfimi og fómm við í vopnaðar gönguferðir um nærliggjandi heiðar á haustin í ijúpnaleit. Magnús var óþreytandi að efla áhuga minn á greininni með því að segja mér skemmtiiegar veiðisög- ur af þeim bræðmm í Kambfelli en ijúpnaveiðar vom snar þáttur í mat- aröflun heimilisins. Ofarlega er mér í sinni ferð sem við tengdafeðgar fór- vinnumenn á Hvann- eyri til fardaga næsta ár en þá fór Magnús aftur að Mööruvöllum til Valdemars sem þá bjó á móti syni sinum Jóhanni. Magnús tók þá á leigu hluta Valdemars og gerðist eigin herra. Magnús gekk að eiga Guðrúnu Met- úsalemsdóttur frá Vopnafirði. Böm þeirra em: 1) Ragna Björg, f. 18.3. 1941, eiginmaður hennar er Magnús Aðalbjörasson, f. 15.5. 1941. Böm þeirra em Magnús Már, f. 9.4. 1964, sambýliskona hans er Kristín Hafsteinsdóttir, f. 2.10. 1963. Sonur þeirra er Bjarki Már, f. 31.1. 1096. Hanna Guðrún, f. 30.11. 1965, eiginmaður hennar er Pétur Axel Valgeirsson, f. 19.3. 1958. Börn þeirra em: íris, f. 12.8. 1988, Magnús Valur, f. 9.8.1991 og óskfrð stúlka, f. 7.9. 2000. Birkir Már, f. 24.8. 1976. 2) Finnur Viðar, f. 16.4. 1944, eiginkona hans er um til veiða austur að Öxará í Bárðar- dal en þar áttum við vinum að mæta. Magnús var þá orðinn sjötugur en lét það ekki aftra sér. Við lentum í þoku uppi á fjallinu, villtumst og misstum sjónar hvor á öðrum. Eftir 10 tíma göngu komumst við báðir til byggða heilir á húfi en öllu var unglingurinn rasssíðari en öldungurinn og lét tengdapabbi nokkur góðlátleg spaugsyrði falla og gott ef ekki hann hafði þau rímuð en hann var góður hagyrðingur. Oft setti hann í stuðla og rím skemmtileg atvik sem gerðust innan ijölskyldunnar. Ekki má gleyma lax- og silungsveiðinni. Magn- ús var óþreytandi að renna fyrir fisk í ám og vötnum og 85 ára veiddi hann stærsta laxinn í Hofsá það árið, 20 punda bolta. Flestar ferðimar fór hann með vini sínum Ágústi Sigurðs- syni enda fyrir löngu búinn að gefast upp á því að koma þessum tengdasyni sínum til nokkurs þroska í listinni. Við fórum þó nokkrar ferðir saman sem eru mér minnisstæðar. En hverfum lengra aftur í tímann. Stuttu eftir að þau hjón fluttu til Ak- ureyrar fór Magnús að vinna við mæðiveikivamir, líklega árið 1938. I fyrstunni vann hann við að reisa girð- ingar vestur í Skagafirði en síðan við fjárvörsluna uppi við Hofsjökul og var úthaldið frá miðjum maí þar til í byijun október. Það má nærri geta að oft hafi verið kalsasamt uppi við jökul. IUviðri skullu á fyrirvaralítið og eina skjólið var tjald úr segldúk sem blotn- aði í gegn í miklum rigningum. Fyrir utan fugla himinsins og rásgjamar rolluskjátur var hundurinn eina líf- veran sem Magnús hafði samneyti við svo dögum og vikum skipti. Vistir átti hann að fá vikulega en stundum varð misbrestur á því og varð þá æði oft þröngt í búi og varð nafni minn að lifa á því sem náttúran gaf. En Magnús Guðrún Stefánsdóttir, f. 21.4.1947. Böm þeirra em: Stefán Viðar, f. 21.5.1966, eiginkona hans er Eydís Einarsdóttir, f. 22.4. 1970. Synir þeirra em: Einar Rafn, f. 15.10. 1993 og Viðar Öm, f. 16.4. 1996. Björgvin Viðar, f. 5.11. 1967, d. 26.5. 1990. Einar Viðar, f. 11.7. 1972. Böm hans em: Björgvin Við- ar, f. 3.10. 1993 og Elísa Björk, f. 16.9. 1996. Anna Rós, f. 29.9. 1980, sambýlismaður hennar er Magnús Teitsson, f. 19.4. 1972. 3) Jóhanna, f. 8.6. 1952, eiginmaður hennar er Amgrímur Brynjólfsson, f. 29.5. 1952. Böm þeirra em: Amar Már, f. 22.9. 1972, í sambúð með Hönnu Sigríðl Smáradóttur f. 13.10. 1974 og eiga þau dótturina Unni Erlu, f. 23.6. 2000. Örvar, f. 15.4. 1975 í sambúð með Amgerði Maríu Arna- dóttur, f. 25.11. 1975. Guðrún, f. 2.11. 1982 og Árni Freyr, f. 15.4. 1992. Magnús og Guðrún fluttu til Ak- ureyrar 1936 og stundaði Magnús ýmiskonar íhlaupavinnu en vorið 1938 fer hann að starfa við mæði- veikivamir næstu tvö árin. Þá ræð- ur hann sig til sambandsverksmiðj- anna, fyrst til Iðunnar en siðan til Sjafnar þar sem hann gerðist verk- stjóri í fyllingu túnans. Utför Magnúsar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. var hugmyndaríkur og aldrei varð hann ráðalaus. Því átti ég eftir að kynnast þegar hann hjálpaði mér ótæpilega við að innrétta raðhúsíbúð- ina í Akurgerði. Hann var jafnvígur á öll efni. Það skipti ekki máli hvort hann mótaði tré eða járn og úrlausnir átti hann alltaf enda stærðfræðingur góður. Minnið var og trútt. Verklagið og heimanfylgjan úr foreldrahúsum brást honum aldrei og hann efldi anda sinn í góðum verkum. Einnig nýttist honum vel búfræðinámið frá Hvann- eyri. Þrátt fyrir alvarleg veikindi á unglingsárum svo að á sá, lét hann aldrei deigan síga og tókst á við verk- efnin af einurð og festu. Hann lagði til dæmis aldrei frá sér óráðna kross- gátu. Hann hætti ekki fyrr en ráðning var fúndin. Þannig þekkti ég nafna minn. Fram til hinstu stundar hélt hann óskertu ráði og gamansemin brást honum ekki. Ég kveð tengda- föður minn með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hans. Magnús. Ég kom í heiminn á afmælisdaginn hans afa fyrir rúmum 36 árum, hans fyrsta bamabarn. Væntanlega hefur karl verið stoltur af þessu og enn stoltari þegar króginn var skírður í höfuðið á honum. Nú er okkar sam- fylgd í þessu jarðlífi lokið og upp hrannast minningar um mætan mann. Afi var að sumu leyti dulur maður og ekki margmáll um hluti sem tjá mátti með fáum orðum. Þó komst hann oft á flug þegar talið barst að áhugamálum hans, s.s veiðum, ætt- fræði, náttúrufari og vísnagerð. Hon- um leiddist ekki þegar við oftsinnis rifjuðum upp þegar hann, þá 86 ára gamall, veiddi stærsta laxinn í Hofsá, eða þegar hann var við veiðar í Litluá MAGNÚS STEFÁNSSON ARORA HJÁLMARSDÓTTIR + Áróra Hjálmars- dóttir fæddist á Seyðifirði 23. apríl 1923. Hún lést á Elli- heimilinu Gmnd 29. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar vom Iljálmar Guð- jónsson og Elísabet Baldvinsdóttir. Ár- óra var yngst átta systkina sem öll em látin. Dætur hennar eru 1) fris E. Arthúrs- dóttir, f. 21.7. 1941, gjft Ólafi Kristjáns- syni, f. 29.8. 1942. Fyrri maður Irisar er Ásmundur Jó- hannsson. Þeirra böm em Jóhann, Eva og Sif. 2) Jóna Hjálmarsdóttir, f. 15.2.1961, giftRagn- ari Haraldssyni, f. 18.2. 1960. Þeirra böm em Áróra og Haraldur. _ Útför Áróra fór fram frá Garða- kirkju 13. október í kyrrþey. Mig langar til að minnast elsku- orðum. Ævi hennar var oft á tíðum legrar móður minnar í nokkrum ströng, ung að árum missti hún móður sína og fimm systur missti hún allar ungar. Ólst hún ein upp hjá föður sínum á Seyðisfirði. Átján ára eignaðist hún systur mína. Var hún tekin ung af henni og ólst hún upp að mestu hjá móð- urbróður sínum og konu hans. Síð- an lágu leiðir hennar til Banda- ríkjanna og vann hún þar við hin ýmsu störf og eignaðist hún mig þar árið 1961 og með hörku og dugnaði ól hún mig ein upp. Heið- arleg var hún fram í fingurgóma og hreinskilin mjög, sem er góður eig- inleiki og hún kenndi mér muninn á réttu og röngu. Nú síðustu fimm árin dvaldi hún á Elliheimilinu Grund þar sem vel var hugsað um hana. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki heimsótt hana meir og vil ég þakka henni samfylgdina og allt það góða sem hún kenndi mér. Minning hennar lifi. Þín dóttir, Jóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.