Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 8

Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Poul Nyrup Rasraussen gráti nær eftir ósigurinn: Danir höfnuðu gjaldmiðli Evrópusambandsins ESB-sveinkinn okkar ætti að láta sér þetta að kenningn verða og vera ekki að þvælast til byggða löngu fyrir tímann. Veiðimálastofnun býðst húsnæði við Elliðaár LANDBUNAÐARRAÐHERRA lagði fram á ríkisstjómarfundi í vikunni tilboð Stangaveiðifélags Reykjavíkur um að Veiðimálastofn- un fengi inni í íyrirhuguðu húsnæði félagsins við Elliðaár. Veiðimálastofnun er nú í leiguhús- næði á Vagnhöfða 7 sem ekki þykir heppilegt fyrir stofnunina. Leigu- samningurinn rennur út eftir rúmt eitt ár. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hyggst láta reisa hús undir starfsemi sína við Elliðaár ásamt Landssam- bandi veiðifélaga og Landssambandi stangveiðifélaga. Einnig verður þar veiðihús fyrir Elliðaárnar og fersk- vatnsfiskasafn. Stangaveiðifélagið bauð Veiðimálastofnun að fá rými í húsinu til leigu fyrir starfsemi sína. Einnig var lagt fram á ríkisstjórn- arfundinum minnisblað frá Veiði- málastofnun um hvernig hún hygðist styrkja landsbyggðadeildir sínar sem felur m.a. í sér að dregið verður úr starfseminni í Reykjavík og verk- efni færð í auknum mæli til lands- byggðadeilda. Frábær dýna á góðu verði AMERtSKAR D Y N U R Serenade Queen 153 x 203cm Esa King 193 x 203cm Cal. King 183 x 213cm WSBGM verð með undirstöðum SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 '' > Matvæladagur MNI • • Oru gg matvæli Matvæladagur Mat- væla- og næring- arfræðafélags Islands verður haldinn í dag og hefst klukkan 12.30 í Hvammi, Grand Hóteli Reykjavík. Ráð- stefnan ber yfirskriftina: „Örugg matvæli". Ragn- heiður Héðinsdóttir mat- vælafræðingur er í fram- kvæmdanefnd MNI. „Við ætlum að ræða um matarsjúkdóma á Islandi. Hve oft þeir koma upp og hvar helst hafa fundist sjúkdómsvaldandi bakt- eríur. „Þær hafa fundist t.d. í hráu kjöti og mengað neysluvatn og síðustu fréttir herma að þær geti fundist í hráu grænmeti þótt ekki hafi verið endanlega úr því skorið." - Er mikið um að neysluvatn á Islandi sé mengað? „Nei, en það hafa komið upp dæmi nýlega þar sem campylo- bakter fannst í neysluvatni." - Hvað fleira fjallið þið um? „Rætt verður um hvernig fyr- irtæki tryggja öryggi matvæla og traust neytenda á matvæl- um.“ - Hvernig reyna menn að tryggja öryggi matvæla? „Sett er upp innra eftirlit sem byggist á því að reyna að fyrir- byggja að eitthvað fari úrskeiðis. Reynt er að sjá um að allt sér rétt gert í framleiðslunni, svo sem aðkælihitastig sé rétt, hita- stig við suðu sé nógu hátt til að drepa örveirur og fyrirbyggja utanaðkomandi mengun. Um þetta verður rætt á ráðstefnunni og einnig hvernig neytendur skynja hættu í sambandi við matvæli. Það er dr. Lynn Frewer sálfræðingur sem fjallar um þennan þátt málsins. Einnig mun hún ræða um hvernig við- horf neytenda mótast t.d. af fjölmiðlaumfjöllun eða öðru.“ - Eru sýkingar af völdum baktería í matvælum algengari hér en annars staðar? „Ég veit ekki til að svo sé. En það hafa komið upp hérna far- aldrar nýlega sem öllum eru í fersku minni. A matvæladegi viljum við minna á alþjóðadag fæðunnar, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir. Á þeim degi er efnt til herferðar á veg- um FAO til að vekja fólk til vit- undar um misskiptingu matvæla í heiminum. Boðskapnum er komið til skila með ýmsum hætti víða um lönd. Síðustu árin hefur matvæladagur MNÍ verið notað- ur til að minna á þessa misskipt- ingu og hvetja til aðstoðar við hungrað fólk. Framleiðsla mat- væla í heiminum í dag nægir til þess að allir hefðu nóg fyrir sig ef matvælunum væri jafnt dreift. Á því er hins vegar mikill mis- brestur. Það þarf að sjá til þess að matvæli komist þangað sem skorturinn er mestur, svo sem einangraðra dreifbýlissamfélaga og þeirra sem búa á landsvæðum sem hafa orðið illa úti _______ í styrjöldum.“ - Hve oft hefur MNÍ haldið matvæla- dag? „Matvæla- og nær- ingarfræðafélag Is- lands ér að verða tuttugu ára og mat- væladagurinn hefur verið haldinn árlega frá 1993. MNÍ var stofnað árið 1981, eftir að Háskóli íslands fór að útskrifa matvælafræðinga. Félagið stendur fyrir ýmiskonar fræðslustarfsemi fyrir félags- menn, gefur út fréttabréf og er Ragnheiður Héðinsdóttir ► Ragnheiður Héðinsdóttir fæddist á Bólstað í Bárðardal 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1976 og BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands 1980 og meistaraprófi frá Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1985. Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins frá 1980 til 1982 og 1985 til 1993, frá þeim tíma hefur hún starfað sem matvælafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Ragn- heiður er gift Halldóri Hall- dórssyni stærðfræðingi og eiga þau þrjá syni. Fjallað um sjúkdóms- valda í mat- vælum og við- horf neytenda gagnvart slík- um málum með heimasíðu. Stærsta við- fangsefni félagsins á hverju ári er matvæladagurinn. Þess má geta að á matvæladegi ár hvert eru veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla: „Fjör- egg MNÍ“.“ -Hverjir eiga erindi á ráð- stefnuna í dag á Grand Hóteli? ,ÁJlir sem fást við matvæli, allt frá „hafi og haga til maga“, svo sem þeir sem stunda fram- leiðslu hráefna, framleiðslu full- unninnar vöru, matvæladreif- ingu, matreiðslu í stórum stíl, eftirliti með matvælaframleiðslu og ráðgjöf í þeim efnum.“ -Eru menn í vaxandi mæli farnir að huga að matvælaör- yggi? „Þetta málefni er ofarlega á baugi alls staðar í Evrópu. Þess má geta að haldnar verða ráð- stefnur um svipað efni á næstu vikum, bæði á vegum Evrópu- sambandsins og á vegum sam- taka matvælaframleiðenda í Evróðu. Og að Evrópusamband- ið hefur markað sér þá stefnu að gera öryggi matvæla að for- gangsverkefni á komandi árum.“ - Hvernig er ísland á vegi statt hvað varðar varnir gegn alls kyns bakteríuum í matvæl- um, miðað við nágrannalöndin? „Hér á landi gilda sömu reglur og annars staðar í Evrópu um hollustuhætti við matvælafram- leiðslu. Við íslendingar erum til- tölulega heppnir með það að í umhverfinu er lítið af mengandi efnum samanborið við önnur lönd, svo sem þung- málmar og þess hátt- ar. Svalt loftslag leiðir til þess að minna þarf að nota af varnarefn- um vegna þess að minna er af skaðvöld- um sem hafa t.d. áhrif á grænmetisfram- ■■ leiðslu. Ströng lög gilda um lyfjagjöf við búfjárrækt og bannað er að nota vaxtarhvetjandi hormóna og blanda sýklalyfjum í fóður. Þess vegna er minni hætta á sjúkdóm- um sem tengjast þessum þáttum hér en víða annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.