Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Niðurstaða liggur fyrir í Herjólfsmálinu— i Eirium vinnuhrno’/) Sjálfstæðismenn í Eyjum fara ekki lengur í neinar grafgötur með „hver ekur eins og flón, með aðra hönd á stýri“. Fær líkan af víkingaskipi STURLA Böðvarsson samgöngxi- ráðherra mun næstkomandi þriðju- dag, 21. nóvember, afhenda aðal- framkvæmdastjóra Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar (International Maritime Organ- ization - IMO), William A. O’Neil, líkan af víkingaskipi að gjöf. Tilefni gjafarinnar er að treysta tengslin við IMO á 40 ára aðildarafmæli ís- lands að stofnuninni og að minnast 1000 ára afmælis landafundanna. Fer afhendingin fram í aðal- stöðvum IMO í London. Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari sem átti hugmyndina að gjöf- inni og Þorleifur Vagnsson módelsmiður. AEG Þriggja ára ábyrgð Heimsending innifalin í verði á stór Reykjavikur-svæðinu Nú færðu það þvegið i hinni fullkomnu Lavamat 74639 Þvottahæfni A Þeytivinduafköst B Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd I þvottakerfinu Vindingarhrað: 1400/1200/1000/800/600 /400 sn/mln Mjög hljóðát: Ytra byrð hljó&inangrað Klukka: Sýnir hvaðhvert þvottarkerfi tekurlangantlma.Hægtað stilla gangsetningu vélar allt að 19 klst. fram I tímann úll hugsanleg þvottakerfi ísl. leiðbelningar ^BðlSfíI9* jÍÍL RáDOMOSf Geislagötu 14 • Slmi 462 1300 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Héraðsskjalasafn Kópavogs stofnað Þjónusta sem þótti við hæfí Leo Ingason Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti fyrir skömmu að stofna héraðs- skjalasafn sem verður til húsa í Hamraborg 1 til 3. Leo Ingason er bæjar- skjalavörður í Kópavogi. Hann var spurður hvert væri hlutverk hins nýja héraðsskjalasafns? „Hlutverkið er í megin- atriðum tvíþætt. I fyrsta lagi hefur það stjómsýslu- hlutverk, undir því hlut- verki eru fimm atriði sem hægt er að nefna hér: 1. Safnið á að leiðbeina bæj- arstofnunum um skjala- stjóm. 2. Hafa eftirlit með skjalavörslu bæjarstofn- ana. 3. Varðveita eldri skjöl bæjarins á tryggan hátt. 4. Hafa skjölin skráð og að- gengileg til notkunar. 5. Afgreiða fyrirspumir úr skjölum sam- kvæmt gildandi lögum. I öðm lagi hefur safnið menn- ingarhlutverki að gegna. Undir því hlutverk em þrjú atriði: 1. Að safna og varðveita skjöl um sögu Kópavogs og Kópavogsbúa. 2. Rannsaka og kynna sögu Kópa- vogs, t.d. með sýningum, fundum, kynningum og útgáfu og þannig efla þekkingu á sögu bæjarins. 3. Stuðla að auknum rannsóknum al- mennings og fræðimanna á sögu Kópavogs og öllu því er hana snertir." - Hvemighefur þessum málum verið háttað hingað til? „Eftir því sem bærinn stækkaði fór að verða meiri þörf á að hafa reiðu á skjalagögnum. Menn ákváðu 1978 að ráða bæjarskjala- vörð til þessara starfa og var ég ráðinn í starfið 1979. Ég hef hing- að til haft aðstöðu á aðalskrifstofu bæjarins að Fannborg 2 enda var safnið deild úr bæjarskrifstofun- um. Nú breytist þetta og safnið verður sjálfstæð stofnun með eig- in stjórn og fjárhag og fær nýtt aðsetur að auki en rekur þó jafn- framt áfram skjaladeild í húsnæð- inu að Fannborg 2. Hið nýja hús- næði er að Hamraborg 1 til 3, það er leiguhúsnæði í eigu Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi sem bærinn hefur forkaupsrétt að. Einnig hef- ur safnið geymslurými að Hamra- borg 14a. Reyndar stefna menn að því að safnið fari í annað húsnæði eftir nokkur ár.“ -Er umsvifamikil starfsemi í svona skjalasafni? „Já, hún er ansi umsvifamikil. Hlutverk hins nýja safns er fjöl- þættara en hins gamla. Nú er ekki aðeins um að ræða bæjarskjöl heldur líka skjöl frá fyrirtækjum í Kópavogi, einstaklingum og félög- um. Allt fer þetta eftir reglugerð um héraðsskjalasöfn og tvennum lögum, annars vegar lögum um Þjóðskjalasafn íslands og hins vegar upplýsingalögum." - Hvað er margt starfsfólk hjá safninu? „Við erum tvö eins og er. Sótt hefur verið um þriðja stöðugild- ið.“ -Við hvað eru um- svifín mest hjá ykkur? „Annars vegar upp- lýsingaþjónusta í dag- legum rekstri sveitar- félagsins og hins vegar söfnun og varðveisla sögulegra heimilda." - Nú hefur Kópavogur stækkað mjög ört, kallaði það á stofnun þessa nýja safns? „Já, ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að þjóðskjala- vörður, Ólafur Asgeirsson, ritaði Kópavogsbæ bréf um þetta mál þar sem hann gaf í raun tvo kosti: ► Leo Ingason fæddist í Haag í Hollandi 1. júlí 1952 og úlst þar upp fyrstu æviárin. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Tjörnina, B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræð- um með sagnfræði sem auka- grein en lauk síðar cand.mag prófi í sagnfræði. Hann hefur starfað við kennslu og ráðgjöf á sínu sviði og verið bæjar- skjalavörður lengst fyrir Kópa- vogsbæ og er það enn. Leo er kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur, forstöðumanni skáningardeildar Landsbókasafns - Háskólabóka- safns. Þau eiga tvö börn. Annars vegar var sá kostur að stofna héraðsskjalasafn sem hann mælti sterklega með. Ef bærinn hefði ekki treyst sér til þess þá óskaði þjóðskjalavörður eftir við- ræðum um skjalaskil frá Kópa- vogi til Þjóðskjalasafnsins. Erindi þessu var vísað til umsagnar bæj- arskjalavarðar og bæjarlögmanns og samkvæmt tillögu þeirra var fyrri kosturinn fyrir vahnu." -Af hverju er þessi kostur betri? „Þetta er spuming um þjón- ustustig hjá bæjarfélaginu. Það þótti eðlilegt og mjög við hæfi að þetta stór bær byði upp á slíka þjónustu sem þessa. Menn vildu hafa skjölin sín heima í héraði. Yf- irvald safnsins er tvíþætt. Þjóð- skjalasafn og stjórn þess er hið faglega yfirvald og í samræmi við það fáum við framlag frá ríkinu, hins vegar er Kópavogsbær áfram rekstraryfirvald og fær safnið fjárframlög frá bænum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun hverju sinni, auk fyrrnefnds ríkis- styrks. Reikningar safnsins fylgja uppgjöri bæjarsjóðs.“ - Notar almenningur svona safn mikið? „Almenningur hefur þegar leit- að mikið til okkar og reynsla ann- arra sveitarfélaga hefur verið sú. T.d. hefur reynsla Borgarskjala- safns í Reykjavík og héraðsskjala- safna víða um land verið sú að inn- ansveitarfólk hefur komið skjölum sínum til varð- veislu hjá téðum söfn- um. Ef fólk vill er hægt að takmarka aðgang að slíkum skjölum eftir samningum við hvern og einn. Upplýsingar á ýmiss konar for- mi eru varðveittar í safninu sem hafa sjórnsýslulegt eða söguiegt gildi, nema hvort tveggja sé. Sem dæmi má nefna rafræn gögn, auk alls konar pappíra og mynda, svo og varðveitir safnið hljóðupptök- ur. Safnið er að flytja um þessai- mundir en síðar verður greint frá opnunartímum fyrir almenning. Menn vildu tiafa skjölin sín heima í héraði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.