Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 11
Umræður halda áfram í Danmörku um samskipti við Þjoðverja á stríðsárunum
Danska
ríkið seldi
Þjóðverj-
um vopn
Rannsóknir danskra blaðamanna og sagn-
fræðinga sýna að vopnaverksmiðjur danska
ríkisins framleiddu hergögn handa Þjóð-
verjum á styrjaldarárunum með vitund og
vilja ríkisstjórnarinnar. Upplýsingarnar
hafa hleypt af stað að nýju umræðu um sekt
eða sakleysi forráðamanna danskra fyrir-
tækja sem unnu fyrir hernámsliðið, segir
Helgi Þorsteinsson í Kaupmannahöfn.
ÞJÓÐVERJAR hemámu Danmörku
9. apríl árið 1940. Danskar hersveitir
við iandamæri ríkjanna og varðlið við
Amah'uborg veittu mótspymu en rík-
isstjómin skipaði fljótlega fyrir um að
henni skyldi hætt. Mynduð var þjóð-
stjóm fjögurra flokka sem tók upp
samstarf við þýska hernámsliðið og
hvatti landsmenn til hins sama. Fyrir-
komulagið hentaði Þjóðverjum vel,
þeir fengu mikið magn af landbúnað-
arvömm og öðmm vamingi frá Dan-
mörku og þúsundir danskra verka-
manna fóm til starfa hjá þýskum
fyrirtækjum. Danir nutu einnig góðs
af samstarfinu og bjuggu við bestu
lífskjör á öllu hemámssvæði Þjóð-
verja. I kosningum sem fram fóm í
mars 1943 fengu þeir flokkar sem
studdu samstarfsstefnuna 94% at-
kvæða.
Sumarið 1943, eftir að ljóst var orð-
ið að Þjóðverjar væm að tapa stríð-
inu, jókst andstaða Dana við her-
námsliðið. I lok ágúst neitaði ríkis-
stjórnin að verða kröfum Þjóðverja
um hertar aðgerðir gegn andófi og
sagði af sér. Ráðuneytin störfuðu þó
áfram og héldu áfram samstarfi við
óvininn.
Síðari hluta hemámstímabOsins
byrjaði danska andspymuhreyfingin
að myrða Dani sem þóttu vera Þjóð-
verjum of vinsamlegir. Meðal þeirra
sem féllu í valinn fyrir kúlum and-
spymumanna var einn Islendingur,
Guðmundur Kamban rithöfundur, og
hafði hann þó lítið eða ekkert sér til
saka unnið. Uppgjörið við samstarfs-
fólk hemámshðsins hélt áfram eftir
stríð. Sett vom lög, afturvirk til 9.
apríl 1940, til að geta refsað þeim sem
unnið hefðu fyrir Þjóðverja, og dauða-
refsing var endurinnleidd. Samtals
vom 78 manns dæmdir til
dauða og 46 vora teknir af
hfi.
Uppgjörið við „Þjóð-
verja\ani“, bæði morð
andspymumanna og rétt-
arhöldin eftir stríð hefur
Fyrirtæki í eigu
A. P. Moller átti
mikil viðskipti
við Þjóðverja
verið mjög umdeilt. Bent hefur verið
á að sumir þeir sem settust í dómara-
sæti hefðu varla verið til þess hæfir.
Tii dæmis var 21 af 23 meðlimum sér-
stakrar þingnefndar sem fór yfir sam-
starf stjórnmálamanna við her-
námsliðið, sjálfur sagður hafa starfað
með Þjóðverjum.
Fyrir um einu ári síðan birti dag-
blaðið Berlingske Tidende stóra grein
um vopnasölu fyrirtækisins Dansk
Industri Syndikat, DIS, til Þjóðveija í
stríðsáranum sem vakti mikla athygh
og umræðu. Þar kom fram að DIS
hefði lagt sig fram um að þóknast
Þjóðverjum og bandamönnum þeirra
og bæði gengið lengra heldur en
danska ríkisstjómin leyfði og heldur
en kaupendumir gerðu beinlínis
kröfu um og reynt eftir megni að auka
og bæta framleiðsluna meðan mörg
önnur iðnfyrirtæki sem seldu Þjóð-
verjum reyndu að draga úr henni.
Blaðið byggði frásögn sína á skjöl-
um leyniþjónustu danska hersins,
sem starfaði gegn Þjóðveijum á
stríðsámnum og kom hernaðarapp-
lýsingum til Breta, og á rannsókn og
uppgjöri yfirvalda við fyrirtækið eftfr
stríð sem ekki var gert opinbert á sín-
um tíma.
Auðugur íslandsvinur
Blaðið beindi sérstaklega athygh
sinni að þætti skipakóngsins A.P.
Moller, auðugasta manni Danmerkur
á þeim tíma. Fyrirtækjasamsteypa
hans er enn sú stærsta í landinu og
sonur hans, Mærsk McKinney-
Moller, er mjög áberandi í dönsku
þjóðlífi. Hann var til dæmis einn heið-
ursgesta við jarðarfór Ingiríðar
drottningar í vikunni og hefur mjög
verið í umræðunni síðustu mánuði
vegna þess að hann ætlar að gefa
Kaupmannahafnarbúum nýtt ópem-
hús fyrir nokkra milijarða króna. AP.
Mpller var mikill Islandsvinur og
stofnaði meðal annars árið 1936 styrkt-
arsjóð sem enn veitir íslenskum náms-
mönnum í framhaldsnámi í Kaup-
mannahöfn árlega um þijár miHjónir
króna í styrki. Sonur hans hefúr haldið
áfram á sömu braut og ákvað nýlega að
gefa 200 miHjónir króna til uppbygg-
ingar gamals vöruhúss
sem á að verða miðstöð
fyrir íslendinga, Færey-
inga og Grænlendinga í
Kaupmannahöfii.
A.P. Moller var stærsti
eigandi DIS, átti nærri
þriðjung hlutabréfa. í ævisögu Moll-
ers, sem samstarfsmaður hans skrif-
aði, er lítið gert úr þessum þætti í fyr-
irtækjarekstri hans og sagt að hann
hafi vegna þrýstings frá dönsku ríkis-
stjórninni neyðst til að halda verk-
smiðjunni gangandi og selja Þjóðverj-
um vopn. Þai’ er einnig bent á það,
sem er óumdeilt, að hann hafi látið
skip sín sigla til hafna í hlutlausum
löndum daginn fyrir hemámið til að
Þýskir hermenn ganga á land í Kaupmannahöfn hinn 9. apríl 1940.
«*r
i í! 1
þau féllu ekki í hendur Þjóðveijum,
og að hann hafi stutt andspymu-
hreyfinguna fjárhagslega.
Berlingske Tidende sagði í grein-
inni að taka yrði þátt AP. Mollers til
endurskoðunar í ljósi þess að hann
hafi kosið að eiga áfram hlut í DIS, og
að hann hafi verið andsnúninn því að
skemmdarverk yrðu unnin á verk-
smiðjunni. í greininni kom þó ekki
skýrt fram hversu mikil áhrif AP.
Moller hafði á starfsemi DIS á stríðs-
ámnum. Margir gagnrýndu skrif
Berlingske og sökuðu blaðið um að
sverta nafn Mollers að ósekju einung-
is vegna þess að hann hafi verið
þekktur og vegna þess að fyrirtæki
hans starfar enn og er áberandi í
Danmörku.
Mærsk McKinney-Meller vildi
ekkert láta hafa eftir sér þegar Berl-
ingske Tidende hafði samband við
hann vegna málsins. Nokkmm mán-
uðum síðar, í mars á þessu ári, lét
hann hins vegar verkin tala og AP.
Moller-samsteypan seldi 14% hlut
sinn í Berlingske Officin sem er
stærsta ijölmiðlafyrirtæki Danmerk-
ur og gefur út Berlingske Tidende.
DIS skálkaskjól danskra
ráðamanna
í framhaldi af greinaskrifunum um
DIS reyndi Berlingske Tidende að
koma því til leiðar að gerð yrði ítarleg
rannsókn á viðskiptum danskra fyrir-
tækja við tjóðverja á stríðsárunum.
Þrátt fyrir að ýmsir stjómmálamenn
hafi sýnt málinu áhuga strandaði það
á því að ekki fékkst fjármagn. Þrír
blaðamenn Berlingske tóku þá málið í
eigin hendur og héldu áfram rann-
sókninni á vopnasölunni í stríðinu. Nú
fyrir jólin kemur út bók eftir þá sem
nefnist „Krigens Kobmænd", eða
„Kaupmenn stríðsins“.
Berlingske Tidende birti um síð-
ustu helgi frétt sem byggir á niður-
stöðum rannsóknar blaðamannanna.
Þar kemur fram að vopnaverksmiðj-
ur danska ríkisins hafi leynilega
framleitt hergögn handa Þjóðverjum
en notað DIS til milligöngu um sölu á
þeim til þess að ekki kæmi fram að
ríkið og herinn ættu hlut að máli. Sal-
an fór fram með vitneskju og vilja
dönsku ríkisstjómarinnar.
í fyrri grein sinni gagnrýndi blaðið
að DIS skyldi sleppa auðveldlega frá
uppgjörinu eftir strið. Fyrirtækið
greiddi sekt, að núvirði um 900 millj-
ónir króna, en enginn yfirmanna fyr-
irtækisins var ákærður. Þó kom fram
að embættismenn sem rannsökuðu
málið eftir stríð hafi litið svo á að þeir
hafi gerst sekir um föðurlandssvik.
Christmas Maller, sem var ráðherra
íhaldsmanna í þjóðstjórninni í byijun
hernámsins en flúði til Englands árið
1942 og varð utanríkisráðherra í
fyrstu ríkisstjóm eftirstríðsáranna,
lýsti sömu skoðun á lokuðum ríkis-
stjómai-fundi.
Blaðamenn Berlingske geta sér
þess til og benda á vísbendingar því til
stuðnings, að DIS hafi sloppið við
harðari refsingai- vegna þess að
stjómvöld hafi viljað koma í veg fyrir
að upp kæmist um vopnasölu vopna-
verksmiðja ríkisins til Þjóðveija. Þeir
draga þó ekki þá ályktun að sök DIS
og forráðamanna þess hafi verið
minni heldur en ella vegna þess að
ríkið hafi einnig tekið þátt í vopnasöl-
unni.
Ásakanirnar á hendur
A.P Mnlier óréttmætar?
Strax í kjölfarið á grein Berlingske
birtist í blaðinu Politiken svargrein
eftir sagnfræðinginn Birgitte Maire
Kristensen sem vinnur að lokaritgerð
við Kaupmannahafnarháskóla. Krist-
ensen segir að þáttur vopnaverk-
smiðja ríkisins í vopnasölunni til
Þýskalands, og ýmsar heimildir sem
hún vísar til, sýni að DIS hafi unnið í
samstarfi við og með leyfi dönsku rík-
isstjómarinnar. Einnig
bendir hún á gögn sem
sýna það að ríkið hafi tekið
þátt í vopnaframleiðslunni
fyrir Þjóðveija af eigin
vilja, án þrýstings frá ann-
aðhvort DIS eða Þjóðveij-
um. Kristensen segir að í þessu Ijósi sé
það ekki undarlegt að forráðamenn
DIS hafi sloppið við alvarlegar ákær-
ur í lok stríðsins og að ásakanir Berl-
ingske Tidende á hendur DIS og AP.
Maller um að hafa farið á bak við ríkis-
stjómina séu ekki réttmætar. Hins
vegar sé auðvitað hægt að setja spum-
ingamerki við það að selja morðvopn
til hemámsliðs eigin lands.
Umræðan um sekt og sakleysi í
samstarfi Dana við Þjóðverja á stríðs-
árunum mun líklega halda áfram
lengi enn. Hún beinist í raun alltaf að
sömu spumingunni sem enn hefur
ekki fundist einhlítt svar við: Er hægt
að ásaka og refsa þeim sem fengu
samþykld dönsku ríkisstjómarinnar
fyrir samstarfinu? Fyrir tveimur ár-
um kom út bók eftir þrjá unga sagn-
fræðinga um Dani sem gerðust sjálf-
boðaliðar í Waffen-SS-sveitunum á
stríðsámnum og tóku þátt í bardög-
um í Sovétríkjunum og víðar. Menn-
imir vom við heimkomuna til Dan-
merkur dæmdir fyrir að hafa skráð
sig í her óvinaríkisins. Bókarhöfund-
amir benda á það að skráningin hafi á
sínum tíma farið fram með samþykki
dönsku ríkisstjómarinnar og að hún
hafi lagt blessun sína yfir stofnun sér-
stakrar danskrai’ herdeildar, „Frikorps
Danmark“, innan Waffen-SS.
Aftui’virk lög um ólögmæti sam-
starfs við hernámsliðið, sem sam-
þykkt vom í danska þinginu með
miklum meirihluta 1. júní 1945, vom á
sínum tíma rökstudd með því að allir
hefðu átt að gera sér grein fyrir því að
eftir hemámið 9. apríl 1940 hefðu rík-
isstjómin og þingið ekki haft frjálsar
hendur um lagasetningu og bann við
samstarfi við Þjóðverja. Andstæðing-
ar laganna sögðu það ganga gegn öll-
um lagavenjum að setja afturvirk lög
og að það væri fráleitt að refsa íyrir
það sem rílásstjómin sjálf hefði á sín- j
um tíma leyft.
Líklega fæst ekkert endanlegt svar
við spumingunni um sekt og sakleysi |
einstaklinga og fyrirtækja sem störf-
uðu fyrir Þjóðveija, fyrr
en því hefur verið svarað
hvort að danskir stjóm-
málamenn hafi bmgðist
rótt við með því að halda
áfram störfum sínum eftir
hernámið sem óneitan-
lega gerði Þjóðveijum auðveldara
fyrir í baráttu þeh-ra gegn Banda-
mönnum. Það að sýnt hefur verið
fram á að danska rfldð hafi aðstoðað
við framleiðslu á vélbyssum, fallbyss-
um og byssukúlum sem beitt var gegn
þeim sem reyndu að frelsa Danmörku
undan valdi Þjóðverja, hlýtur að
styrkja málstað þeirra sem halda því
fram að of langt hafi verið gengið í að
þóknast hemámsliðinu.
Samþykktu að
stofnuð yrói
dönsk deild í
Waffen-SS