Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Arnie Wexler, forsvarsmaður bandarískrar meðferðarstofnunar fyrir spilafíkla
er siúk
eins og hver
Arnie Wexler er spilafíkill en hefur veriö
óvirkur í meira en þrjátíu ár. Hann hefur helg-
aö líf sitt baráttunni gégn spilafíkn og rekur
nú meðferðarstofnun fyrir spilafíkla ásamt
eiginkonu sinni. Birna Anna Björnsdóttir
átti samtal viö Wexler þegar hann var stadd-
ur hér á landi nýverið á vegum Áhugahóps
gegn spilafíkn.
RNIE og Sheila
Wexler-stofnunin
er meðferðar-
stofnun fyrir spila-
fílda í Bandaríkj-
unum og er rekin
af hjónunum sem
hún er kennd við.
Haldnir eru íyrirlestrar á vegum
stofnunarinnar víða um heim og kom
Amie Wexler hingað til lands nýverið
og hélt íyrirlestur á vegum Ahuga-
hóps gegn spilafíkn. Sjálfur er Wexl-
er forfallinn spilafíkill en hefur verið
óvirkur í rúmlega þrjátíu ár og helgað
líf sitt baráttunni gegn spilafíkn.
„Spilaiíkn fer ekki í manngreinar-
álit og þegar fjallað er um spilafíkn er
mikilvægt að gera sér grein íyrir því
að þetta er sjúkdómur eins og hver
önnur fíkn. Fólki hættir gjaman til að
telja spilafíkla til smákrimma á með-
an áfengis- og eiturlyfjafíklar em
taldh- til sjúklinga," segir Wexler.
„Spilafíkn er mjög falinn vandi og er
það að hluta til vegna þess að fólk
skammast sín mjög fyrir þessa
áráttu. Eins er auðvelt að leyna spila-
fíkn því líkamleg einkenni em engin,
fólk er með fullri rænu og það lyktar
ekki.“
Vinningsstigið, tapstigið
og örvæntingarstigið
Hann segir spilafíkn geta haft mjög
alvarlegar afleiðingar og að spiiafíkl-
ar gangi jafnan gegnum þrjú stig.
Vinningsstigið, sem einkennist af
auknu fjárstreymi í spilamennsku og
draumum um að hreppa stóra vinn-
inginn, tapstigið, sem einkennist af
því að viðkomandi er mjög upptekinn
af spilamennskunni, tekur lán til að
fjármagna hana, beitir lygum og hef-
ur neikvæð áhrif á fjölskyldu sína, og
loks örvæntingarstigið, þar sem mjög
miklum tíma er varið í spilamennsku
og peninga gjaman aflað með ólög-
mætum hætti ásamt því sem hugar-
ástand viðkomandi einkennist af sam-
viskubiti, firringu, vonleysi og jafnvel
sjálfsvígshugleiðingum.
Wexler segir að spilafíkn sé ekki
skilgreind út frá því hversu mikið við-
komandi stundar fjárhættuspil, held-
ur út frá hugarástandi hans.
„Segja má að spilafödll sé sá sem er
hættur að stjóma fjárhættuspilinu en
er farinn að stjómast af því. í huga
spilafíkils verður fjárhættuspil mikil-
vægara en allt annað, þar með talið
vinnan, eiginkonan eða eiginmaður-
inn og bömin. Ég veit af eigin reynslu
að það eina sem kemst að er hugsunin
um hvemig hægt sé að komast yfir
peninga til að geta haldið áfram
spila,“ segir Wexler.
Hann bætir því við að ómögulegt sé
fyrir spilafíkil að stunda fjárhættuspil
til lengdar án þess að lenda í vand-
ræðum og að langflestir þeirra sem
komist á örvæntingarstig spilafíknar
fremji einhvers konar ólöglegan
verknað til að standa straum af kostn-
aði við fíkn sína.
Spilakassar, lottó og
happdrætti eru Qártiættuspil
Hann segir engan vafa leika á því
að skilgreina megi spilakassa á borð
við þá sem algengir em hér á landi
sem fjárhættuspil og að lottó og happ-
drætti flokkist líka sem fjárhættuspil.
„Þó að spilakassar sem þessir
kunni að virðast sakleysislegir er
staðreyndin sú að fólk hefur tapað há-
um fjárhæðum og jafnvel aleigunni
með því að spila í þeim.“
Segir hann að auðveldur aðgangur
að spilakössunum geti sannarlega ýtt
undir að spilafíkn komist á alvarlegt
stig hjá þeim sem veikir em fyrir.
Einnig segist hann hafa veitt því at-
hygli að hér á landi virtist lítið eftirlit
vera með því hvort börn og unglingar
spili í kössum í verslunum og sjopp-
um.
„Þetta er mjög varasamt því rann-
sóknir sýna að spilafíkn hefur vaxið
mjög meðal ungs fólks og því yngri
sem menn byija að stunda fjár-
hættuspil því meiri líkur em á því að
þeir verði háðir því.“
Wexler segist einnig telja slæmt að
hafa fjárhættuspil fyrir bömum.
„Maður sér stundum böm fylgjast
stóreyg með hvað foreldrar þeirra
era spenntir þegar þeir spila í spila-
kössum eða skafa af skafmiða. Þetta
hefur auðvitað áhrif á bömin og þau
hugsa með sér að þetta sé nokkuð
sem þau vilji gera þegar þau em orðin
stór.“
Konum hefur flölgað
mjög meðal spilafflda
Wexler segir að vegna þess hve fal-
inn þessi vandi er sé erfítt að áætla
fjölda spilafíkla. Talið sé að um 2,5 til
7,5% Bandaríkjamanna séu haldnir
spilafíkn og segist hann telja óhætt að
áætla að hlutfallið sé svipað á öðmm
Morgunblaöiö/Jón Svavarsson
Amie Wexler heldur fyrirlestur á vegum Áhugahóps gegn spilafíkn.
Vesturlöndum. Hann segir hlutfall
kvenna meðal spilafíkla hafa aukist
gífurlega undanfarin ár, fyrir tíu ár-
um hafí verið talið að þær væra um 1
til 2% allra spilafíkla en að nú séu þær
taldar vera um 25 til 45% þeirra.
Wexler segir að hlutfall ungs fólks
og eldri borgara fari einnig vaxandi
og að um 13% þeirra sem leiti sér
hjálpar vegna spilafíknar séu yngri
en 21 árs og að önnur 13% séu eldri
borgarar. Einnig segir hann að spila-
fíkn og önnur fíkn fari gjaman saman
og að þeim, sem haldnir séu eitur-
lyfja- og/eða áfengisfíkn, sé til dæmis
mörgum sinnum hættara við að verða
spilafíklar en öðmm.
Fíkn í spennu og tilfinniiiguna
sem maður fær við að spila
Wexler segir mikilvægt að athuga
að spilafíkn snúist ekki eingöngu um
að eignast peninga, það sýni sig
meðal annars í því að fjöldi millj-
ónamæringa em spilafíklar.
„Þetta snýst ekki um að þurfa á
peningunum að halda, heldui’ um að
eignast peninga á nákvæmlega þenn-
an hátt. Þetta verður fíkn í spennu og
tilfinninguna sem maður fær við að
spila. Það er ekki eins að eignast pen-
ingana með því að vinna fyrir þeim
eða stela þeim.“
Hann segir að þegar spilafíknin er
komin á stig örvæntingar gerist
menn, sem jafnan em stálheiðarlegir,
þjófóttir. Sjálfur segist hann hafa
stolið daglega á meðan hann var virk-
ur spilafíkill, „en eftir að ég hætti hef
ég aldrei stolið neinu. Spilafíklar
stinga undan fé og álíta það ekki
þjófnað heldur lán sem verði greitt
aftur um leið og þeir fái stóra vinning-
inn. Þannig er fólk yfirleitt að spila
með annarra manna peninga þegar
spilafíknin er komin á hátt stig. Og
þannig er þetta líka alltaf feluleikur
SJÁBLS.14
Samkvæmt skilgreiningu
bandaríska geðlæknafé-
lagsins er talið að ein-
staklingur sé haldinn
sjúklegri spilafíkn hafi
hann fimm eftirtalinna
einkenna.
1. Hugsar stöðugt um
peningaleiki.
2. Hefur þörf fyrir að
leggja sífellt meiri pen-
inga undir.
3. Hefur gert margar
árangursiausar tiiraunir
til að ná tökum á fíkninni.
4. Er órólegur og ergileg-
ur þegar verið er að reyna
að draga úr spila-
mennsku.
5. Spilar fjárhættuspil til
að gleyma öðrum vanda-
málum.
6. Reynir að vinna aftur
það sem tapaðist í gær.
7. Segir fjölskyldu sinni
og öðrum ósatt tíl að
breiða yfir fíkn sína.
8. Stundar ólöglega iðju
tli að afla sér fjár til að
spila með.
9. Hefur glatað mikilvæg-
um tengslum við vini,
glatað vinnu sínni eða
orðið af tækifærum vegna
spilamennskunnar.
10. Treystir á aðra til að
afla fjár til að leysa úr
fjárhagsvanda vegna
spilamennskunnar.