Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.11.2000, Qupperneq 32
fNfagiiiililfifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKATTABREYTINGAR GEIR H. Haarde, fjárraálaráð- herra, hefur brugðizt við upplýsingum, sem fram komu hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum um áhrif frestunar skattlagn- ingar söluhagnaðar samkvæmt lög- um sem sett voru árið 1996 á þann veg, að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að heim- ild til slíkrar frestunar verði afnum- in en jafnframt verði söluhagnaður einstaklinga af hlutabréfum skatt- lagður með 10% án takmörkunar. Núgildandi lagaákvæði ganga hins vegar út frá, að þegar ákveðnu marki er náð hjá einstaklingum eða hjónum sé söluhagnaður skattlagður með sama hætti og launatekjur. Markmið skattalaganna frá 1996 var m.a. að ýta undir fjárfestingar í íslenzku atvinnulífi en vegna ann- arra breytinga á hinu fjárhagslega umhverfi leiddu þessi lagaákvæði til þess að stórar fjárhæðir voru fluttar úr landi án nokkurrar skattlagning- ar og Ijóst að aldrei verða greiddir skattar af þeim fjármunum. Það er jákvætt, að fjármálaráð- herra hefur brugðizt við þeim upp- lýsingum, sem fram hafa komið, og tillögur hans um umbætur eru að mörgu leyti eðlilegar. Hins vegar er líklegt að þær veki á ný umræður um það hvers vegna fjármagnstekjur eru skattlagðar með öðrum hætti en launatekjur. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Magnús Guðmundsson, banka- stjóri Kaupþingsbankans í Lúxem- borg: „Ég tel mjög jákvætt að menn geti gert upp sinn skatt og síðan snúið sér að næstu fjárfestingu. Eft- ir þessa breytingu verða arðgreiðsl- ur og söluhagnaður meðhöndluð með sama hætti. Hætt verður að mis- muna mönnum eftir því, hvernig tekjurnar myndast. Það er mjög já- kvætt.“ Þótt Magnús Guðmundsson nefni hér einungis arðgreiðslur og sölu- hagnað og segi réttilega, að það eigi ekki að mismuna við skattlagningu eftir því hvernig tekjur myndast, getur nákvæmlega sama sjónarmið átt við um launatekjur. Þegar fjármagnstekjuskattur var tekinn upp á sínum tíma voru rökin fyrir því, að skattprósentan ætti að vera mun lægri af þeim tekjum en launatekjum sú, að hærri skatt- prósenta mundi draga úr viðleitni til sparnaðar. Þau rök voru áreiðanlega rétt á þeim tíma. Síðan hafa aðstæð- ur breytzt að verulegu leyti og þess vegna má búast við að frumvarp fjármálaráðherra veki þessar um- ræður á ný eins og raunar kemur fram í ummælum formanns þing- flokks Framsóknarflokksins í Morg- unblaðinu í gær, þar sem Kristinn H. Gunnarsson segir m.a.: „Okkur finnst álitamál að lækka skatt um 28 prósentustig af miklum söluhagn- aði.“ En jafnframt má búast við því, að eignaskatturinn komi líka inn í þess- ar umræður. Sterk rök hafa verið færð fyrir því að afnema eignaskatta og þeim hefur ekki verið mótmælt með sannfærandi hætti. Til viðbótar kemur svo ábending Vilhjálms Eg- ilssonar alþm. í samtali við Morgun- blaðið í gær er hann segir: „Ef menn fjárfesta erlendis standa menn betur gagnvart eignarskatti því að eignar- skatturinn er farinn að spila mjög mikið inn í ákvörðun manna um hvort þeir eru með fyrirtækin á Is- landi eða erlendis.“ í ljósi þessara ummæla er ekki ólíklegt að frumvarp fjármálaráð- herra leiði til víðtækari umræðna um réttmæti svo mikils munar á skattlagningu af launatekjum og fjármagnstekjum og um sanngirni þess eða hagkvæmni að leggja yfir- leitt á eignaskatta. Skattlagning af söluhagnaði er alls staðar deiluefni og ekki hægt að segja að ein regla gildi um það í öðr- um löndum. í Bandaríkjunum t.d. er skattlagning af söluhagnaði mjög áþekk skattlagningu af launatekjum svo að dæmi sé nefnt. Hvað sem öðru líður er ljóst að umræður um þessi efni eru tímabærar og gagnlegar. Forystugreinar Morgunblaðsins 18. nóvember 1990: „Stein- grímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, gaf til kynna í ræðu á flokks- þingi Framsóknarflokksins í fyrradag, að hann teldi nauð- synlegt að hækka skatta til þess að hægt væri að halda uppi núverandi velferðarkerfi. Áður hefur Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, talað með áþekkum hætti um skattamál. Þannig virðist augljóst, að þessir tveir stjómmálaflokkar gangi til kosninga á næsta ári með þá yfirlýstu stefnu að hækka skatta að kosningum loknum, fái þeir aðstöðu til þess. Og jafnframt fer ekki á milli mála, að flokkamir tveir mundu telja viðunandi niður- stöðu í kosningunum jafngilda umboði frá kjósendum til skattahækkana." 19. nóvember 1985: ,Á undan- förnum vikum hefur athyglin beinst að því að fjármálaráð- herrar virðast hafa rúma heimild til að veita fé úr ríkis- sjóði til verkefna, sem þeir hafa sérstakan áhuga á, hvað sem h'ður ákvörðunum Al- þingis á fjárlögum. Er helst að skilja, að sú hefð hafi skap- ast, að fjármálaráðherrar geti sinnt þessum áhugamálum sínum rétt í þann mund, sem þeir láta af sínu háa embætti. Þegar því var fagnað 1974, að ellefu aldir voru liðnar frá því að fyrsti landnámsmaðurinn settist að á íslandi, ákvað Al- þingi, að minnast þess atburð- ar með því að reisa Þjóðar- bókhlöðu. Má því líta á það mannvirki, sem gjöf þjóðar- innar til sjálfrar sín og eftir- komandi kynslóða. Ætlunin er, að hin nýja bókhlaða hýsi þær bækur, sem nú eru geymdar í Landsbókasafni og Háskólabókasafni. Húsið hef- ur þegar verið reist, eins og menn geta séð á Melunum í Reykjavík. Því hefur meira að segja verið lokað, þannig að stórviðri leika ekki um sali þess. Hins vegar er með öliu óvíst, hvenær smíðinni lýkur. Þjóðarbókhlaðan hefur á und- anförnum árum orðið bitbein þingmanna, þegar þeir takast á um það á lokastigum fjár- laga-afgreiðslunnar, hve stóra sneið þurfi að taka í niður- skurð. Nú hafa stjómarflokk- amir náð samkomulagi um það, þegar íyrir fyrstu um- ræðu fjárlaga, að aðeins skuli 1 milljón króna renna til Þjóð- arbókhlöðunnar á næsta ári í stað 5 milljóna, sem vom í frumvarpinu, Þjóðarbókhlað- an hlaut ekkert af þeim mol- um, sem duttu af borði fjár- málaráðherra í byrjun..." HVERS VEGNA fara kenn- arar í verkfall spurði ís- lendingur, sem lengi hefur búið erlendis, viðmælanda sinn. Og bætti við: hvers vegna fer fólk í verkfall þegar slíkt góðæri ríkir sem nú og lífskjör hafa batnað jafnt og þétt síðari hluta þessa áratugar. Og vísaði þá jafnframt til verkfalls fámenns hóps á kaupskipaflotanum sem mun stöðva vömflutn- inga á milli landa eftir nokkra daga að öðra óbreyttu. Það er ástæða til að íhuga þessar spumingar. Segja má, að stöðug átök á ýmsum sviðum hafi einkennt þjóðfélag okkar fyrstu 50 ár lýðveldis- ins. Það er fyrst á allra síðustu ámm, sem við er- um að færast með afgerandi hætti nær þjóðfé- lagsmynd hinna Norðurlandanna, þar sem ríkt hefur sæmilegur friður í býsna langan tíma. Raunai’ hefur mörgum íslendingum fundist ekk- ert „gerast“ á hinum Norðurlöndunum en nú er ekki fjairi sanni, að okkur sjálfum þyki slíkt þjóð- félag eftirsóknarvert. Hér á Islandi geisuðu hatrömm þjóðfélagsátök í u.þ.b. hálfa öld. Kalda stríðið, aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og vamarsamningurinn við Bandaríkin leiddu til djúpstæðrar sundrungar í samfélagi okkar. Þau átök menguðu allt þjóðfé- lagið og endurspegluðust m.a. í hörðum átökum á vettvangi verkalýðshreyfingai’innar og í menn- ingarlífinu. Yfimáð yfir verkalýðshreyfingunni vora notuð til hernaðai’ gegn þeim ríkisstjórnum sem þeir flokkar vom ekki aðilar að sem höfðu undirtökin í verkalýðsfélögunum. Stanzlaus verk- fóll komu í veg fyrir að þjóðin nyti ávaxta af erfiði sínu í jafnríkum mæli og ella hefði orðið auk þess sem kjarasamningar knúðir fram með valdi langt umfram greiðslugetu atvinnuveganna kyntu und- ir óðaverðbólgu og áttu mikinn þátt í þeirrí yfir- gengilegu verðbólgu sem segja má, að hafi rústað efnahagslíf okkar og skekkt það á alla vegu á tveggja áratuga tímabili. Þessi pólitísku átök birtust líka í því að harka- lega vai- tekizt á um stefnuna í landhelgismálum. Deilurnar á vettvangi stjórnmálanna leiddu líka til þess að listamenn okkar nutu ekki sannmælis. Þeii- vom dregnir í pólitíska dilka og mat lagt á verk þeirra eftir því hvorum megin þeir stóðu. í raun og vera var þetta óþolandi þjóðfélag og skaðaði ekki bara atvinnuvegi þjóðarinnar og efnahag heldur samskipti á milli einstaklinga og eitraði út frá sér á margan veg. Þetta gamla íslenzka þjóðfélag er að hverfa. Það er nánast horfið. Við og við sjáum við glitta í einhverjar leifar af því og þá upplifa menn það eins og einhvem pólitískan draugagang. Þeir kafl- ar úr nýju bindi ævisögu Steingríms Hermanns- sonar, sem birtir hafa verið, lýsa einhverri fárán- legri fortíð þegar þeir atburðir em metnir í ljósi samtímaviðhorfa. Og þó er Steingrímur að hluta til að lýsa atburðum sem gerðust fyrir rúmlega 10 áram! Þegar spurt er: hvers vegna fara kennarar í verkfall, er spyrjandinn öðmm þræði að lýsa áhyggjum yfir því, að þetta þjóðfélag komi aftur. Sú staðreynd, að framhaldsskólar landsins era nánast lokaðir, nemendur í hálfgerðu reiðileysi og engar likur á niðurstöðu í nálægri framtíð, vekur upp hjá spyrjandanum ugg um að það öngþveiti, sem hér ríkti í hálfa öld og varð þess valdandi, að það var að sumu leyti óþolandi að búa á íslandi, sé að ná fótfestu á ný. En jafnframt felst í vangaveltum sem þessum, að okkur hafi tekizt á síðustu áram að beina sam- félagi okkar í eftirsóknarverðan farveg, að það ástand sé æskilegt að sæmilegur friður ríki, að „ekkert“ sé að „gerast" og að þjóðin geti einbeitt sér að því að byggja hér upp fyrirmyndar samfé- lag og lífskjör sem jafnast á við það bezta sem þekkist um víða veröld. EN HVERS vegna fara kennarar í verk- fall? Ekki verðm’ sagt, að forystumönnum í verkfall? kennara hafi tekizt að koma því vel til skila hvers vegna kennarar fari í verkfall að öðru leyti en því, að þeir viíji fá hærra kaup. En þegar horft er á kennaradeiluna úr nokkurri fjarlægð er hægt að geta sér til um ástæður þess að svo mikil harka einkennir kjaradeilu framhaldsskólakennara um þessar mundir. Segja má, að kjarninn í yfirlýsingum allra helztu leiðtoga þjóðarinnar, hvort sem er á vett- vangi stjórnmálanna eða annars staðar, hafi verið sá í mörg ár, að aukin menntun sé undirstaða vel- megunar íslendinga í bráð og lengd. Aukin og betri menntun byggist hins vegar á því, að okkur takist að byggja upp gott skólakerfi. Þótt æski- Hvers vegna fara kennarar legt sé að menntastofnanir þjóöarinnar séu vel hýstar, nemendur hafi góðan aðgang að tölvum og öðram tæknibúnaði o.s. frv., er þó ljóst, að góðir kennarar era undirstaða þess, að menntakerfi geti talizt gott og skili því sem það þarf að skila. Hvemig er hægt að búast við því að hæfileikamik- ið fólk leggi fyrir sig kennslu ef það getur augljós- lega fengið vinnu annars staðar á mun betrí laun- um? Er hægt að gera þá kröfu til ákveðinna þjóðfélagshópa að þeir vinni af hugsjón einni sam- an á meðan aðrir hafa það gott? Væntanlega er það boðskapur sem þessi sem framhaldsskólakennarar og raunar einnig gnmn- skólakennarai- era að reyna að koma á framfæri í þeim hörðu kjaradeilum sem þeir hafa efnt til á undanförnum áram og nú á þann veg, að stefnir í óefni. Fyrr á áram voru gæði menntunar lítið til um- ræðu. Það var gengið út frá því sem vísu, að skólar væra góðir og kennarar væra vel undirbúnir til kennslustarfa. Svo kom að því að spurningar fóra að vakna um gæði menntunar. Foreldrar áttuðu sig á því, að sumii’ skólar vora betri en aðrir. For- eldrar vildu af skiljanlegum ástæðum koma börn- um sínum í beztu skólana. Kröfur foreldra á hend- ur kennuram fóra vaxandi. Fyrir hálfri öld hefðu foreldrar varla dirfst að draga orð kennara í efa. Ef marka má orð sumra kennara nú er það nánast daglegt brauð, að foreldrar ekki aðeins spytji spurninga heldur geri kröfur á hendur kennurum. Hinn almenni borgari er ekki bara orðinn gagn- rýnni á stjórnvöld. Hann er líka orðinn gagnrýn- inn á hvers konar yfirvald, þ.á m. það yfuvald sem kennarinn er gagnvart börnum og unglingum. Þegar svo er komið, að foreldrar - og nemend- ur - gera mjög ákveðnar kröfur um gæði mennt- unar og hæfni kennara, er kannski ekki óeðlilegt að kennarinn spyrji: ertu reiðubúinn til að borga það sem til þarfa? Og segi um leið: ef þú ert ekki tilbúinn til þess fer ég annað. í stuttu máli má lýsa þessu á þann veg, að kenn- arar segi við umhverfi sitt: ef þið meinið það sem þið segið og viljið fá betri menntun fyrir börnin ykkar verður það að endm’speglast í þetri launa- kjöram kennara. Og almennt talað má segja, að það sé ekki ósanngjöm krafa. En kennarar eru ekki einh- í heiminum og skólakerfið er ekki einangrað fyiirbæri sem hægt er að fjalla um án samhengis við annað. Keiinarar og gildandi kjara- samningar BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra fjallaði nýlega á vef- síðu sinni um kjara- deilu framhaldsskóla- kennara og sagði: „Ég minnist vel hins mikla hita sem var í síðasta kenn- araverkfalli fyrri hluta árs 1995, þegar háð var kosningabai’átta til Alþingis og víða efnt til stjórn- málafunda sem bára svip af verkfallsátökunum. Sérstaklega er mér minnisstæður fjölmennur fundur með kennuram sem ég sótti á Akranesi á þessum tíma. Eðlilegt er að nemendur hafi áhyggjur af hverjum degi sem líður án þess að samningar takist, því að rof á skólastarfi setur all- ar áætlanh’ þeirra úr skorðum. Á hinn bóginn sjá allir að kröfur um 65-70% hækkun launa eru utan við alla ramma sem efnahagskerfinu era settir." Þetta er auðvitað kjarni málsins þegar kenn- aradeilan nú er sett í samhengi við aðra þróun í samfélaginu. Þótt hægt sé að fallast á þau al- mennu sjónarmið sem lýst var hér að framan sem líklegum rökum af hálfu kennara er spurning hvort og þá hvemig hægt er að koma til móts við þau án þess að raska öllum grandvelli gildandi kjarasamninga og hleypa efnahagslífinu í upp- nám. Kennarar geta þá auðvitað sagt sem svo: hvern- ig stendur á því, að ef gengið yrði að kjarakröfum okkar myndi það setja efnahagslíf þjóðarinnar í uppnám en þegar milljarðar streyma í vasa fá- menns hóps manna í gegnum kvótakerfið eða milljai’ðai’ streyma skattlausar úr landi með full- komlega löglegum hætti vegna mistaka í laga- setningu, verður ekkert uppnám. Því er til að svara, að deilmnar um kvótakerfið hafa valdið uppnámi í þjóðfélaginu í rúman áratug og leitt til einhverra hörðustu átaka í manna minnum um grundvallarmál. En auðvitað er Ijóst, að sá efnalegi munur, sem skapazt hefur m.a. af þessum sökum, á þátt í að valda óánægju meðal annarra þjóðfélagshópa og framkalla kjaradeilu af því tagi sem nú stendur yfir. Sú staðreynd, að Grétar Þorsteinsson, nýlega endurkjörinn forseti ASÍ, treysti sér ekki til að styðja tillögu, sem fram kom á ASÍ-þingi um stuðning við kennara, segh- mikla sögu. I samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, sagði forseti ASÍ m.a. að gerðir hefðu verið samningar á al- mennum vinnumarkaði til langs tíma á þessu ári og í þeim væri að finna tryggingarákvæði vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.