Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 33

Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 33
REYKJAVIKURBREF Laugardagur 18. nóvember verðbólgu og að samningarnir gætu komið til endurskoðunar ef aðrir semdu um annað og meira. Síðan sagði Grétar Þorsteinsson: „Ef það reynast forsendur fyrir launastefnu, sem býður upp á mun meiri launahækkanir, er bara eðlilegt að fólk fái tækifæri til þess að endurskoða þessa samninga. Kennarar eiga samúð mína eins og margir aðrir sem eiga eftir að semja en það eru auðvitað fleiri en kennarar, með fullri virðingu fyrir þeim sem búa ekki við of góðan hlut. Kenn- arar ei*u örugglega ekki ofsælir af sínum hlut.“ Þótt þing ASÍ hafi samþykkt tillöguna, sem for- seti samtakanna treysti sér ekki til að samþykkja, sýndi atkvæðagreiðslan að sjónarmið Grétars Þorsteinssonar eiga mikinn hljómgnmn innan verkalýðshreyfingarinnar. Tillagan var samþykkt með 189 atkvæðum gegn 110 og hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að tillaga um stuðn- ing við launþega í verkfalli fengi ekki samhijóða stuðning á ASI-þingi. _ Afstaða forseta ASÍ sýnir hins vegar að forysta verkalýðshreyfingarinnar er ekki tilbúin til að samþykkja að sérstakar aðstæður réttlæti meh-i launahækkanir til kennara en annarra og þess vegna hljóti aðrir að fylgja með ef kennarar ná fram meiri kauphækkunum en um samdist á hin- um almenna vinnumarkaði. Ríkisstjórnin stendur þess vegna frammi fyrir því, að gangi hún verulega til móts við kröfur kennara mun fleira fylgja á eftir. Miðað við stöðu atvinnufyrirtækjanna nú, olíuverðshækkanir og of mikla verðbólgu, verður ekki séð hvernig ríkis- stjórnin getur tekið slíka áhættu. Kjaradeila framhaldsskólakennara er því í sjálfheldu. Allar staðreyndir málsins blöstu auð- vitað við þegar kennarar tóku ákvörðun um að fara í verkfall. Þeir vissu að hverju þeir gengu. Þeir vissu um endurskoðunarákvæði gildandi kjarasamninga. Þeim hefur áreiðanlega verið ljóst að þeir voru að stefna út í langt verkfall. Það bendir til þess, að þeir séu einfaldlega tilbúnir til að breyta um starfsvettvang ef ekki er komið verulega til móts við kröfur þeirra og að þeir líti svo á, að þeir eigi annarra kosta völ. Það er út af fyrir sig skiljanleg afstaða í ljósi góðæris, mikillar eftirspumar eftir vinnuafli og mikils innflutnings á vinnuafli. En ekki fáum við útlendinga til að manna kennarastöður í skólunum nema að mjög takmörkuðu leyti. Þótt mörgum finnist kennarar hafa spilað sig út í horn er margt sem bendir til að aðstæður á vinnumarkaðnum geri þeim kleift að segja ein- faldlega að þeir séu hættir og farnh- annað. Þótt það eigi ekki við um þá alla, á það áreiðanlega við um marga í þeirra hópi. Þegar allt þetta er skoðað fer ekki á milli mála, að kjaradeila framhaldsskólakennara er einhver erfiðasta kjaradeila sem hér hefur komið upp ár- um saman. Markaðs- lausnir? m ÞEGAR horft er á skólakerfið frá sjónar- hóli notenda þess, þ.e. nemenda og foreldra, fer ekki á milli mála, að það er mikil eftirspurn eft- ir góðum skólum og góðum kennunim. Þeir sem geta boðið upp á skóla, sem skara fram úr og kennara sem óumdeilanlega skara fram úr, eru áreiðanlega að bjóða þjónustu sem mikil eftir- spurn er að og margir eru tilbúnir til að borga fyr- ir ýmist beint eða í hærri sköttum. Þegar fjármálafyrirtæki eða hugbúnaðarfyi-h-- tæki bjóða í starfsfólk frá öðrum fyrirtækjum með þvf að bjóða betri kjör, og ef því er að skipta langt umfram kjarasamninga, heitir það launaskrið og stefnir kjarasamningum annarra ekki í hættu. En það eru einmitt þessar tvær greinai- viðskiptalífs- ins sem bera mesta ábyrgð á því að hleypa upp launakjörum í landinu. Astæðan er ekki sízt sú, að þarna er um einstaklingsbundna kjarasamninga að ræða. Nú þegar tíðkast einstaklingsbundnir kjarasamningar meðal kennara og hafa raunar gert ái'um saman. Þegar einstök sveitarfélög úti á landi reyna að laða kennara til sín með yfirgreiðsl- um og ódýru húsnæði er markaðurinn að byrja að taka völdin og til sögunnar eru komnir einstakl- ingsbundnir kjarasamningai' í skólakerfinu. Þegar kennaraverkfall stóð yfir fyrir nokkrum árum varpaði Morgunblaðið fram þeirri spum- ingu, hvort miðstýrðir kjarasamningar kennara væm ekki orðnir úrelt fyrirbrigði. I stað slíki'a samninga ættu kennarar að skapa samkeppni um sig á milli sveitarfélaga. Þá yrðu til einstaklings- bundnh' kjarasamningar sem myndu bæta kjör stórs hóps kennara án þess að hægt væri að segja, að allsherjarsamningar á vegum kennarasamtaka væru að hleypa öllu í uppnám. Með sama hætti er spurning hvort ekki er hægt að skapa framhaldsskólum enn sjálfstæðari stöðu hverjum um sig, þannig að þeir, sem sjálfstæðar einingar, geti keppt um beztu kennarana. Umræður, sem fram hafa farið um einkarekna valkosti í heilbrigðiskerfinu, sýna, að fólk er við- kvæmt fyrir breytingum á margvíslegri almanna- þjónustu sem talin er geta skapað mismun á milli hinna efnameiri og hinna efnaminni. Þó er stað- reyndin sú, að einkareknir valkostir eru nú þegar fyiir hendi í heilbrigðiskerfinu. Sjúklingur getur í dag óskað eftir ákveðinni þjónustu á sjúkrahúsi, fengið hana fyrir ekki neitt en þurft að bíða eftir henni jafnvel vikum saman. Hann getur fengið sömu þjónustu á læknastofu úti í bæ, greitt fyrir hana nokkur þúsund krónur en losnað við langa bið. Og í sumum tilvikum er það sami læknir sem framkvæmir verkið! Nú þegar eru til einkareknir skólar. Fari fram sem horfir eru verulegar líkur á að þeim fjölgi ef í Ijós kemur að reksti'argrandvöllur er fyrir þeim og kennarar finna að þeir geta borgað hæiri laun. Raunar er ekki óhugsandi að einhverjir hópar kennara taki sig saman um að setja á stofn slíkan rekstur til þess að bæta kjör sín á þann hátt og með eigin framkvæði. Þetta era mjög ómótaðar hugmyndir og þeim var tekið afar illa af forystumönnum kennara fyr- ir nokkmm árum. En grandvallarhugsunin er auðvitað sú, að það er mikil eftirspurn eftir hæfi- leikamiklum kennuram og hvers vegna mega þeir ekki láta framboð og eftirspurn ráða launakjörum sínum eins og gerist hjá hinum ungu verðbréfa- sölum eða tölvusnillingum? Að óbreyttu er engin lausn á verkfalli fram- haldsskólakennara í augsýn. Það verkfall getur við núverandi aðstæður staðið fram á næsta ár. Að fenginni reynslu vitum við að eftir eina tO tvær vikur byrjar að skapast mikill órói á meðal nem- enda og foreldra þeirra. Fríið er skemmtilegt í byrjun fyrir nemendur en svo breytist viðhorfið. Stórir hópar nemenda eru að missa mikilvægt ár úr lífi sínu. Þeir eiga á hættu, dragist verkfallið fram á næsta ár, að þeir geti einfaldlega ekki lokið þessu námsári með eðlilegum hætti. Þrýstingui-inn á stjórnmálamennina að leysa deiluna á eftir að vaxa hröðum skrefum á næstu vikum en hendur þeirra era bundnar eins og glögglega kom fram í ummælum forseta ASÍ. Þess vegna þarf að leita nýrra leiða. „ Afstaða forseta ASI sýnir hins vegar að forysta verká- lýðshreyfingarinnar er ekki tilbúin til að samþykkja að sér- stakar aðstæður réttlæti meiri launa- hækkanir til kenn- ara en annarra og þess vegna hljóti aðrir að fylgja með ef kennarar ná fram meiri kauphækkun- um en um samdist á hinum almenna vinnumarkaði.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.