Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 48

Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 48
:8 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Dear Editor, I Whydoyoukeepseridinq my stories back ? Kæri ritstjóri Af hverju endursendirðu alltaf sögurnar mínar? You’re supposed to print them.and make me rich and famous. Þú átt að setja þær á prent svo ég verði ríkur og frægur. I What is it with you? Hvað er eiginlega að þér? Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þingeyrarkirkj a, 470 Þingeyri Frá Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur: Á VORI komanda verður Þingeyrar- kirkja í Dýrafirði 90 ára. Hún var byggð á árunum 1909-1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóð kirkja á Söndum utan og ofan við Þingeyri a.m.k. frá því á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þyrfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp. Ibúar í Sanda- sókn voru þá 618. Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt og húsameistari, teiknaði Þingeyrar- kirkju. Hún er steinsteypt í gotnesk- um stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur var Dýríirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á ldrkjulóð- inni sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir kirkjubygginguna. Arki- tektinn lét kirkjuna snúa í norður og suður en ekki austur og vestur eins og var viðtekin venja og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þing- eyrar. Yfirsmiður við steypuvinnuna var Bergsveinn Jóhannesson en Jóhann- es Ölafsson, þáverandi hreppstjóri, var yfirsmiður við trésmíðina. Auk - þeirra unnu sex menn að bygging- unni með þeim. Að söfnuðinum tókst að ljúka kirkjusmíðinni á svo skömmum tíma sem raun ber vitni er vegna þess hve margir lögðu á sig fórnfúst starf í sambandi við vinnu og fjáröflun. Fjöldi fólks vann í sjálfboðavinnu við bygginguna. Ein leið til fjáröflunar var sú að hver sjómaður á þilskipum var fenginn til að gefa einn fisk úr róðri og hver trilla einn fisk. Þá voru sóknargjöld hækkuð um helming um nokkurra ára skeið meðan verið var að greiða niður kostnað við bygging- una. Alls hljóðaði byggingarreikn- ingur kirkjunnar upp á 13.460 kr. Þingeyrarkirkja er vel búin grip- um enda hafa góðar gjafir borist kirkjunni frá upphafí. Altaristaflan, stórt olíumálverk frá 1911, var gjöf Gramsverslunar og er hún máluð af Þórami B. Þorlákssyni, listmálara. Myndefnið er Jesús blessar börnin og eru íslensk fjöll og jöklar í baksýn. Margir telja að landslagið sé úr Dýrafirði. Fyrirmyndirnar að tveimur telpnanna em dætur mál- arans. Skírnarfonturinn er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera, en skímarskálin er forn skál úr Sanda- kirkju. Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með ýmsum trúarlegum táknum árið 1961. Listmálarinn málaði m.a. mynd heilags Nikulásar vinstra megin við altarið, en Sandakirkja var á kaþólskum tíma helguð heilögum Nikulási. Hægra megin við altarið er mynd Péturs postula. Þrír steindir gluggar era á kór- gafli kirkjunnar eftir Höllu Har- aldsdóttur, glerlistakonu. Kirkjan á tvær ljósastikur úr Sandakirkju frá árinu 1656 auk fleiri gripa þaðan. I fjöldamörg ár var Ólafur Hjart- ar, móðurafi Ölafs Ragnars Gríms- sonar forseta íslands, meðhjálpari í Þingeyrarkirkju og fylgdi Ólafur Ragnar afa sínum oft til kirkju á bernskuáram sínum, en hann ólst upp að hluta til á Þingeyri hjá móð- urforeldram sínum. Móðir forsetans, Svanhildur Hjartar, saumaði fagran altarisdúk sem gefínn var kirkjunni. Nú hefur verið ákveðið að hefja miklar endurbætur á Þingeyrar- kirkju, sem Ijóst er að verða mjög kostnaðarsamar og erfitt verður fyr- ir fámennan söfnuð að standa straum af þeim. Sóknarnefnd og sóknarprestur Þingeyrarkirkju leyfa sér því að snúa sér til allra vel- unnara kirkjunnar um að styðja söfnuðinn við þessar framkvæmdir. Þingeyrarkirkja er fagurt hús og merkilegt guðshús frá mörgum sjón- arhomum séð og nauðsynlegt er að henni sé haldið vel við svo að hún fái staðið og þjónað söfnuðinum um ókomna tíð. Kirkjan hefur notið vel- Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.