Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 19.11.2000, Síða 60
ÖO SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Niels Olsen Sidse Babett Knudsen ParikaSteen EDDIE MURPHY er KLUMPARNIR wv _ OSKABÖRN ÞJOÐARINAR Frumsýnd 24. nóvember FILMUNDUR AOaÚiJútverlf ^SÍgúf Ö u rSi^tirjóÚSso n ew&'jí^.Lcikstjori ’ AgíjstSS bdtti tmdsson ÆWiai-lli « , — _ M ^ NÝn OG BETRA'»i „ Frumsýning RENÉE CHRIS MORGAN GREG ZELLWEGER ROCK FREEMAN KINNEAR EDDIE MURPHY er KLUMPARNIR vv.. Hún er að elta draum. Hún er geðveik og þarf hjálp strax! Frábær gamanmynd með Renée Zellweger úr Jerry Maguire, Morgan Freeman og Chris Rock Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20. b. i. 16. vit nr. 161 BRUCE WILLIS ?g 6 isl.tali. viinr.144. I Sýndkl. 2. Sýndkl.2.Isl.tal. 4Syndkl 8 og l Sýndkl. 10. I Sýnd kl. 8.«.u2 I i. ensku tal. vii 1.154 | vitmi47 | Vitnr.113 | 1u.15. vitm. ise | b.ih vitm.133. | vitnr.149 Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is rCíwmVítdif.u - Óráðgert snilldarverk Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Arnar Eggert Thoroddsen segir Egil Sæbjörnsson sýna „hugrekki til að gera eitthvað skapandi með dægur- tónlistarforminu" á plötu hans, Tonk ofthe Lawn. Egill Sæbjömsson hefur löngum verið talin einn efnilegasti mynd- listarmaður sinnar kynslóðar (f. 1973). Egill hefur verið nokkuð fyrir að blanda hljómlist við verk dægurtónlist þá, og mætti segja að oln- bogarými þessa áhuga hafi stækkað til muna á síðasta ári er hann gaf út geisladisk, rétt eins og hver annar tónlistarmaður. Platan heitir The International Rock RoII Summer of Ei Sæbjörnsson, lágfitlsleg útgáfa, skreytt „ljótu“ heimagerðu umslagi og heildaráferðin öll hin grasrótar- legasta. Munurinn á þessari útgáfu Egils og öðrum plötum sams konar er að öll þessi einkenni hennar virt- ust vera þama í einhverjum öðrum tilgangi. Egill virtist vita nákvæm- lega hvað hann væri að gera. Mynd- listarmaðurinn að „flippa“, gera grín að rokkmenningunni. Gísli Amason, sá er gagnrýndi plötuna á síðum þessa blaðs, kvartar undan því að helsti löstur þeirrar plötu sé sá að þrátt fyrir að hún hafi verið viljandi ,4Ila gerð“ þá hafi glitt í tónlistar- hæfileika hér og þar og getur sér þess til að ef Egill myndi reyna að gera „tónlist" næst en ekki eins kon- ar gjöming eins og þessi plata var líkast til hugsuð yrði það örugglega merkilegri smíð. Það er kannski ekki skrýtið að tónlistarmenn og áhuga- og fræði- menn um þann geira líti þessa nýj- ustu afurð Egils homauga. Er mað- urinn bara að fíflast? Er hann að gera grín að listforminu sem við öll elskum og skiptir okkur hjartans máli? En þessar vangaveltur gilda einu. Hversu kald- hæðnisleg sem þessi „tunga upp við tönn“ plata Egils á að vera neyðist hann til að horfast í augu við þá staðreynd að hér er að finna hreint frábærar lagasmíðar. Og það er ekkert grín. Forspá Gísla Arna- sonar hefur ræst. Hæðnistónn plötunnar birtist ann- ars á margvíslegan hátt. Egill skop- ast að úr sér gengnum þungarokks- hundum með ímynd sinni og svo fylgja með í bæklingi skondnar hug- leiðingar við hvert lag, þar sem hann tiltekur nöfn eins og Thin Lizzy, Neil Young og Michael Jackson í vanga- veltum sínum um tilurð laganna. Platan vísar þó gjaman í ýmsa að- ila poppsögunnar sem ekki eru nefndir í þessum hugleiðingum ein- hverra hluta vegna, t.a.m. David Bowie, Prince, og White Album Bítl- anna. Hip-hoptónlistin er og greini- legur innblástur. Eins og sjá má er lítið mál að blása þessa skífu af sem helbert endurvinnslugrín og einka- flipp. En ekki er allt sem sýnist. Tónlistin sjálf er einhvers konar skrýtipopp; og eru nálganir Egils við dægurtónlistina ekki ósvipaðar að- ferðum Beck, Egill nær að búa til eitthvað nýtt og ferskt úr hafsjó til- vísana í sögu og inntak popptónlist- arinnar þannig að upp úr stendur frumleg poppplata, geislandi af ör- yggi og ekki hvað sist hugrekki til að gera eitthvað skapandi með dægur- tónlistarforminu. Lögin era öll, hvert á sinn hátt, snilldarlegur leikur að þessum möguleikum. Fjölbreytt, frjó og svöl lög sem búa yfír ótrúlega flottum augnablikum. Ég nefni til dæmis er bassinn tekur grópaðan sveig undir enda lagsins „I Love You So“, töluðu/sungnu línumar í „If You Don’t Know Anything", djúpu rödd- ina í „I Want To Love You As You Are“ og hina glæsilegu línu: „You’re just a masoehistic fool.“ í laginu „Who’s You Gonna Get When You Get Set.“ Platan býr yfir fjölda glæstra augnablika eins og þessa. Bygging laganna er oft á tíðum skemmtilega ófyrirsjáanleg og ný- stárleg hljóð og hljómar leynast víða á plötunni og gefa henni aukið vægi. Rödd Egils er líka eftii'tektarverð, flott popp/rokkrödd sem spannar breitt svið og hann beitir henni á áhrifa- og hugmyndaríkan hátt. Upptökustýring er og til fyrir- myndar, hljómur góður og einhvern- vegin í fullkomnu samræmi við eðli plötunnar. Hvað næst segi ég bara? Kemur Egill loks með „alvöru“ plötu á næsta ári og tekur allar aðrar út- gáfur í nefið? Tonk of the Lawn er óvæntur en afar gleðilegur hvalreki á fjömr ís- lenskrar tónlistar, plata sem vex með hverri hlustun. Ein af albestu plötum ársins, hvort sem Agli Sæbjömssyni og fylgismönnum hans líkar það eður ei. Arnar Eggert Thoroddsen TONLIST Geisladiskur TONK OF THE LAWN Tonk of the Lawn, geisladiskur Eg- ill S vs. Muddy Fog sem er hliðar- sjálf myndlistarmannsins, og nú túnlistarmannsins, Egils Sæbjöms- sonar. Egill flytur en honum til að- stoðar er Valgeir Sigurðsson (for- - * ritun og ýmsar Kljóðritanir). Lög og textar eru eftir Egil Sæbjöms- son. Upptökustjórn var í höndum Valgeirs Sigurðssonar fyrir utan lagið „If You’ve Got A Nobody’s Notion“ en þar stýrði Egill upp- tökum sjálfur. 42,49 mín. Smekk- Ieysa sm/ehf gefur út. ÞAÐ hlýtur að segja eitthvað um íslenska tónlistarútgáfu þetta árið að ein af betri plötum ársins, þessi plata hér, Tonk of the Lawn, er gerð af ungum manni sem er fyrst og fremst myndlistarmaður. Það virkar svo líkt og saltkorn á sárin að hún er öðmm þræði ætluð sem hálfgert spaug. NIKE BÚÐIN Laugavegi 6 Reuters Caine var stoltur þegar hann sýndi blaðamönnum orðuna sem drottning af- henti honum á fímmtudag. Ég heiti Sir Michael Caine LEIKARINN mæti Michael Caine lét einhverju sinni þau þungu orð falla í garð ættjarð- ar sinnar Englands að sér hefði löngum fundist hann vera utangátta og ekki hlotið þá virðingu samlanda sinna sem hann taldi sig eiga skilda. Hér eftir getur hann hins vegar hætt að Lfða kvalir yfír slíkum vangaveltum. Elísabet Englandsdrottning hefur tek- ið af öll tvímæli um hvort þjóðin kann að meta það sem hann hefur lagt af mörkum í þágu kvikmyndanna með því að aðla hann og sæma hann nafnbótinni Sir Michael Caine. Þetta var innsiglað við sér- staka athöfn í Buckingham- höll á fimmtudaginn var. Hinn tvöfaldi Óskarsverðlaunahafi hafði þegar hlotið CBE- orðuna en nafnbótina nú hlýt- ur hann fyrir að hafa unnið til hinna virtu Óskarsverðlauna í annað sinn, en verðlaunin voru veitt í mars sfðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.