Morgunblaðið - 19.11.2000, Page 64

Morgunblaðið - 19.11.2000, Page 64
PÓSTURiNN Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is www.varda.is wv/w.landsbankí.is .4 Alvöru þjónusta fyrir aivöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJdMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Huldi lfkið með hraunhellum Varð sundurorða vegna fjármála EINARI Erni Birgissyni og Atla Helgasyni, sem játað hefur að hafa orðið honum að bana, varð sundur- orða vegna fjármála þar sem þeir voru staddir í Öskjuhlíð miðvikudag- inn 8. nóvember sl. skv. framburði Atla, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá lögreglunni í Kópavogi síðdegis í gær. Atli hefur játað að hafa orðið Ein- ari að bana með því að veita honum höfuðhögg með hamri um hádegisbil þann dag. Hann flutti síðan lík Einars Arnar í farangursgeymslu bifreiðar sinnar -^Út á Reykjanes þar sem hann kom því fyrir í hraunsprungu. í yfírlýs- ingu lögregiunnar í Kópavogi kemur fram að Atli hafí hulið líkið með hraunhellum. Að kvöldi miðvikudagsins 15. nóv- ember játaði Atli að hafa orðið Ein- ari Erni að bana en hann hafði við fyrstu yfirheyrslur lögreglu neitað sakargiftum. Þá um nóttina fann lögreglan lík Einars í hraungjótu nokkra metra frá vegslóða að malarnámu austan við Grindavíkurveg, eftir tilvísan Atla. Kafarar úr sérsveit ríkislögreglu- stjóra vinna nú að því að leita að morðvopninu og muna sem tilheyrðu Einari Emi en Atli kveðst hafa kast- að þeim í sjó eftir að hafa unnið voða- verkið. Við húsleit á heimili Atla fundust blóðblettir í peysu og skóm og við rannsókn á bifreið hans fundust einnig blóðblettir í farangursrými. Blóðsýni hafa verið send til DNA- rannsóknar í Noregi. ■ Blóð i DNA/4 „Islensk“ dekk framleidd í Kína ARCTIC TRIJCKS, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar ehf., hefur gert samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Alpha Tyre System um framleiðslu ájeppadekkjum undir merki Arctic Trucks. Dekkin verða framleidd í Kína af þarlendu fyrir- tæki sem er að hluta til í eigu Alpha Tyre. Samkomulag er um að framleidd verði 5 þúsund dekk á þriggja ára tímabili eftir forskrift og hönnun Arctic Trucks og verður þetta í fyrsta sinn sem framleidd eru sér- hönnuð stór dekk til aksturs í snjó. Ráðgert er að selja stóran hluta framleiðslunnar í Bandaríkjunum. Dekkin verða einvörðungu fram- leidd í 35 tommu stærð. Loftur Ágústsson, framkvæmda- stjóri Arctie Trucks, segir að gæð- um stórra jeppadekkja sé almennt ábótavant og það sem hafí ýtt fyrir- tækinu út í eigin framleiðslu var það að geta boðið viðskiptavinum sinum upp á betri vöru. ■ Arctic/D2 Morgunblaðið/Þorkell Siguijón Sigurðsson undirbýr hér borun við Svartsengi þar sem unnið er nú við tvær holur sem eiga að tryggja rekstraröryggi. Tvær holur boraðar í Svartsengi HITAVEITA Suðurnesja er að láta bora tvær holur í Svartsengi vegna raforku- og vatnsfram- leiðslu. Ekki er gert ráð fyrir við- bótarframleiðslu heldur eru hol- urnar boraðar til þess að tryggja öryggi núverandi rekstrar, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitunnar. Júlíus sagði að ekkert mætti út af bera í orkuöflun fyrirtækisins eins og nú væri málum háttað án þess að það leiddi til fram- leiðsluskerðingar. Verið væri því að bora holu, sem gefa ætti jafn- mikla orku og sú stærsta til þessa, þannig að eftir það myndu þeir þola að missa úr holu án þess að það yrði til þess að skerða þyrfti framleiðslu. Július sagði að þessi hola yrði 16-1700 metra djúp en hin holan, sem fyrirhugað væri að bora, yrði dýpri. Bæði væri um vinnslu- og rannsóknarholu að ræða og stefnt væri að því að hún yrði 2.500 metra djúp, en öll líkön af svæð- inu gerðu ráð fyrir að engan varma væri að fínna undir 2.000 metrunum. Hitaveita Suðurnesja framleið- ir, auk heita vatnsins, 45 mega- vött af raforku og hefur svo verið síðastliðið ár. Borun við Trölladyngju Júlíus sagði að þá ætti fyrirtæk- ið einnig aðild að fyrirhugaðri borun við Trölladyngju, en það væri samstarfsverkefni með Kópavogi, Hafnarfírði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Endanlegt leyfi hefði hins vegar ekki enn fengist fyrir boruninni og væri beðið úrskurðar umhverfisráðu- neytisins í þeim efnum. -jBygging tónlistar- og ráðstefnuhuss auk hótels með 250 herbergjum Stefnt að samkomulagi rík- is og borgar fyrir árslok STEFNT er að því að íyrir áramót verði gengið frá samkomulagi ríkis- ins og Reykjavíkurborgar um bygg- ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, að því er fram kom í framsöguerindi Stefáns P. Eggerts- %onar, verkefnisstjóra Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, á opnum fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í gær. Þegar samkomulag liggur fyrir er gert ráð fyrir að hafist verði handa við markaðsrannsóknir á næsta ári en unnið verði að hönnun og útboði á árinu 2002. Gangi verkefnið að ósk- um geti því verið lokið 2005 eða 2006. Stefnt er að því að byggingin verði boðin út sem einkaframkvæmd og í máli Stefáns kom fram að stór al- þjóðleg hótelkeðja hefur þegar sýnt málinu áhuga, sem og innlendir fjár- festar. í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu er gert ráð fyrir stórum tónleikasal fyr- ir 1.500 áheyrendur. Hann yrði byggður með sama hætti og nýlegir tónleikasalir í Birmingham á Eng- landi, Luzern í Sviss og Lahti í Finnlandi en meðal samstarfsaðila verkefnastjórnarinnar eru aðilar sem unnið hafa að hönnun þeirra sala. Einnig er gert ráð fyrir æfinga- sal, sem einnig mætti nýta fyrir smærri tónleika. Þá verður í húsinu ráðstefnusalur fyrir 500-750 manns, auk fjölda her- bergja fyrir smærri fundi og ráð- stefnur. I fjögurra eða fimm stjörnu hóteli, sem reist verður í tengslum við tón- listar- og ráðstefnuhúsið á austur- hluta hafnarsvæðisins í miðborginni, er gert ráð fyrir 250 herbergjum, 120 sæta veitingasal og margs konar annarri starfsemi. I máli Stefáns kom fram að'gera mætti ráð fyrir að um 250 þúsund manns sæktu tónleika í húsið á ári og 66 þúsund manns sæktu þar ýmiss konar ráðstefnur. 32 hús friðuð eða vernduð við Laugaveg í máli Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, kom fram að 32 hús við Laugaveg, þ.á m. öll sunnanverð gatan milli Frakkastígs og Vitastígs, væri friðuð að einhverju leyti. Þetta væri ein forsenda þeirrar deiliskipu- lagsvinnu sem nú stendur fyrir dyr- um í tengslum við þróunaráætlun miðborgarinnar. Inga Jóna sagði að þessi stefna mundi koma í veg fyrir að hægt yrði að halda Laugaveginum áfram sem helsta verslunarsvæði borgarinnar og laða þar að nýja fjárfestingu í verslun. Að óbreyttu héldi hrömun Laugavegarins áfram meðan nýir verslunarkjamar byggjast upp, t.d. í Smáralind í Kópavogi. Á fundinum gerði Bolli Kristins- son, kaupmaður og fulltrúi í mið- borgarstjóm, m.a. grein fyrir hug- mynd um að Amarhóllinn yrði grafinn út og komið þar fyrir um 1000 bflastæðum án þess að spilla ásýnd hólsins eða styttu Ingólfs Árn- arsonar. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi, lýsti hugmyndum um jarð- göng frá Sóleyjargötu og undir Þing- holtin. ■ Villjarðgöng/4 Síðasti bókstafur í einkanúmeri jafngildir 5 BRÖGÐ eru að því að umráða- menn ökutækja telji að fasta- númer ökutækja segi til um hve- nær færa eigi bifreiðar með einkanúmeri til skoðunar. Þetta er ekki rétt. I reglugerð um skoðun ökutækja segir að hafi ökutæki einkamerki með tölu- staf sem síðasta staf á skráning- ai-merki ræðst skoðunarmánuð- ur af honum en bókstafir sem síðasti stafur á skráningarmerki jafngilda 5 sem síðasta tölustaf. Lögreglan á Selfossi hefur séð ástæðu til þess að benda bfl- eigendum á þessa reglu en mis- skilningurinn hefur orðið til þess að margir hafa verið kærð- ir fyrir að mæta ekki með öku- tæki sín í skoðun. Snjóflóð á Tjörnesi VETURINN gerði vart við sig víða á fjallvegum ogþjóðvegum í fyrrinótt. Vegurinn um Tjömes var ruddur í gærmorgun en snjóflóð féll á veginn skammt norðan Húsavíkur. Flóðið var um 250 metrar á breidd og 1 metri á þykkt og lokaði umferð um nesið. Grundvöllur að góðri framtíð Æskulínubók er verðtiyggður 36 mánaða reikningur með hæstu vöxtum almennra reikninga bankans. Forráðamenn barna geta þó bundið reikninginn til lengri tíma, þannig að innstæðan verði laus til útborgunar við ákveðinn atdur, t.d. 16 eða 18 ára. ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.