Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Karl Haraldsson kjörinn for- maður Hjálparstarfs kirkjunnar Söfnunarfé um helmingur tekna Stúlka tilbúin með saumavélina sem gef- ur henni tækifæri til að vinna fyrir sér. HEILDARTEKJUR Hjálparstarfs kirkjunn- ar voru á síðasta starfs- ári 98,8 milljónir króna sem er um 28% aukning frá fyrra ári. A aðal- fundi Hjálparstarfsins nýverið var kjörin ný stjóm og er Einar Karl Haraldsson formaður og meðstjómendur sr. Guðný Hallgrúnsdóttir og Hanna Pálsdóttir. Nálega helmingur af 98,8 milljóna króna tekjuin Hjálparstarfs- ins fékkst með söfnun- arfé en aðrir helstu tekjuliðir eru framlög styrktarmanna, sala friðarljósa, auglýsinga- tekjur og fjármagns- tekjur. Ráðstafað var rúmum 57 milljónum króna á síðasta starfs- ári og fóru 29,5 milljón- ir í verkefni, þar af 15,8 í þróunarverkefni, 3,8 milljónir til neyðarhjálpar, 6,5 milljónir í innlend verkefni og 3,3 milljónir í fræðslustarf. Launagjöld vora rúmar 9 milljónir. Hæstu framlögin til erlendra verkefna fóra til Indlands, 10,8 milljónir, 3,6 milljónir til Eþíópíu, 2,7 til Mósambik og lægri fram- lög til Súdan og Argentínu. Sam- starfsaðilar Hk á liullandi em þeir sömu og fyrr, Sameinaða indverska kirkjan og samtökin Social Action Movement, en báðir aðilar sinna starfí meðal hinna fátækustu og lægst settu stétta í landinu. Skólabörn á Indlandi studd Hjálparstarfið styður nú 331 barn til náms hjá Sameinuðu ind- versku kirkjunni með tilstyrk fósturforeldra á íslandi. Kostnað- ur við hvert barn er 1.390 kr. á mánuði og dugar hann til fram- færslu í heimavist skólans. Auk kennslunnar njóta börnin þar einnig heilsuvemdar. Auk þess að styðja skólastarfið hefur Hjálparstarfið styrkt 97 fjöl- skyldur sem misstu hús sín í flóð- um. Þá styrkir Hjálparstarfíð nærri 800 böm í forskóla og grunnskóla hjá samtökunum Social Action Movement. Á liðnu vori söfnuðust um 30 milljónir króna til að leysa þrælabörn úr ánauð, böm sem eru í þrældómi vegna skulda foreldranna. Er bömum og foreldrum þeirra hjálpað til að afla sér meiri tekna, greiða skuldir og koma börnum í skóla. Framkvæmdastjóri Allrahanda um kæru Sleipnis Sleipnismenn drógu mál- ið til baka í Félagsdómi ÞÓRIR Garðarsson, framkvæmda- stjóri Allrahanda, segir að Bifreiða- stjórafélagið Sleipnir hafi ákveðið að draga mál félagsins gegn Allrahanda fyrir Félagsdómi til baka vegna þess að félagið hafi ekki getað lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Hann segir jafnframt að engir bíl- stjórar, sem sagt höfðu sig úr Sleipni nokkrum vikum áður en verkfall fé- lagsins hófst, hafi ekið meðan á verk- fallinu stóð. I Morgunblaðinu sl. sunnudag er haft eftir Óskari Stefánssyni, for- manni Sleipnis, að Félagsdómur hafi vísað málinu frá. Þórir sagði að það sem raunverulega gerðist hefði verið að Óskar og lögmaðm- hans hefðu dregið málið til baka þegar þeim varð ljóst að þeir gátu ekki lagt fram sannanir fyrir því að níu bflstjórar, sem áður voru í Sleipni, hefðu ekið fyrir Allrahanda í verkfallinu. Sleipnir höfðaði málið til að fá það viðurkennt að Allrahanda hefði átt þátt í að bflstjórarnir sögðu sig úr fé- laginu nokkrum vikum áður en verk- fallið hófst. Óánægja með félagið Þórir sagði að Allrahanda hefði ekki átt neinn þátt í uppsögnunum. Starfsmennirnir hefðu sagt sig úr félaginu vegna þess að þeir hefðu verið óánægðir með framgöngu þess í garð fyrirtækisins. Sleipnir hefði staðið í málarekstri gegn fyrirtæk- inu og í raun lagt það í einelti. Þórir sagðist hafa gert sér grein fyrir að akstur þessara níu manna í verkfalli myndi leiða til þess að verkfallsverðir myndu reyna að stöðva akstur þeirra með tilheyr- andi óþægindum fyi-ir farþega. Auk þess mætti félagið eiga von á kærum og málarekstri í kjölfarið. Þess vegna hefði fyrirtækið ákveðið að þessir níu menn sætu heima í verk- fallinu. Eina undantekningin frá þessu hefði verið akstur á fötluðum, enda hefði fengist undanþága fyrir hann. Þórir sagði að á fundi í maí sl., þar sem uppsagnir níumenninganna hefðu verið til umfjöllunar, hefði for- maður Sleipnis látið svo ummælt að uppsagnirnar skiptu ekki máli; það yrði forgangsverkefni hjá Sleipni að stöðva akstur Allrahanda í verkfall- inu. M.a. vegna þessai'a ummæla hefði níumenningarnir ekki ekið í verkfallinu. Óskar Stefánsson sagði í samtali sem birtist í blaðinu fyrir helgi að verið væri að afla gagna um akstur umræddra bílstjóra. Þórir sagði að þessi gagnaöflun myndi engum árangri skila því að þeir hefðu ekki ekið í verkfallinu. Lagagögn verði aðgengileg almenningi á Netinu NEFND sem dómsmálaráðherra skipaði í nóvember 1999 um miðlun lagagagna á Netinu hefur skilað tillögum sínum. Hlutverk nefndar- innar var að fylgja eftir þeirri stefnu sem mótuð var af nefnd um aðgengi að lagagögnum á verald- arvefnum vorið 1999. Fyrrnefndu nefndinni var falið að setja upp heildstæða yfirlitssíðu á Netinu yfir öll lagagögn sem þar er að finna, setja upp tengingar við síður og vefsetur sem hafa laga- gögn og stuðla að því að umsjónar- menn helstu gagnabanka á þessu sviði búi til tengingar á milli þeirra. Jafnframt var nefndinni ætlað að stuðla að því meginmark- miði að öll lagagögn verði aðgengi- leg almenningi á Netinu. Megintillögur nefndarinnar lúta að því að ríkið skuli birta lagagögn á Netinu, en notkun Netsins er óvíða jafnmikil og á Islandi og tölvueign almenn. Að mati nefndarinnar er ríkið ekki aðeins skyldað til að birta lög og stjórnvaldsfyrirmæli á Netinu heldur einnig dóma og tilteknar ákvarðanir stjórnvalda. Sem dæmi um lagagögn má nefna, auk laga og reglugerða, Alþingistíðindi, hæstaréttardóma, héraðsdóma, dóma Félagsdóms, álit umboðs- manns Alþingis, stjórnvaldsúr- skurði, alþjóðasamninga sem Is- land er aðili að og niðurstöður alþjóðadómstóla. Nefndin leggur til að vefsetrið, www.rettarheimild.is, verði sett upp á Netinu. Nefndin telur mikil- vægt að vefsetrinu verði úthlutað- ur áberandi staður á stjórnarráðs- vefnum og vef á vegum forsætisráðuneytisins, sem nefnist „Upplýsingaveita fyrir almenn- ing“. Lagt er til að dómsmálaráðherra verði falið að hafa umsjón með lagagagnasíðunni og leiða sam- ráðshóp ráðuneytanna um verkefn- ið. Einnig er lagt til að þriggja manna ritstjórn verði ráðuneytinu til stuðnings. Samrás á Seltjarnarnesi fær verðlaun fyrir hraðamælabreyta á alþjóðlegri bflasýningu HRAÐAMÆLABREYTIR, sem framleiddur er af Samrás á Sel- tjarnarnesi, vann nýlega til verð- launa á sýningu fyrir vörur tengdar bílum, í Las Vegas í Bandaríkjun- um. Af 650 nýjum vörum var hraða- mælabreytirinn TruSpeed í öðru sæti í flokknum besta nýja varan. Hann er einkum ætlaður í jeppa sem breytt hefur verið en hentar einnig sportbílum. Guðlaugur Jónasson og Guðrún Axelsdóttir stofnuðu Samrás árið 1987. Á liðnu sumri gekk Þorsteinn I. Víglundsson til liðs við fyrirtækið ásamt fleiri fjárfestum og er hann markaðsstjóri þess. Síðustu árin hefur Samrás fram- leitt hraðamælabreytinn TruSpeed og eru nú á annað þúsund slík tæki í íslenskum jeppum. En hvernig datt Guðlaugur niður á þessa framleiðslu? Hannað á námsárum í Danmörku „Þetta hófst þegar ég var í námi í rafmagnsverkfræði í Danmörku og jeppaáhugamenn sögðu mér af þeim vanda sem fylgir jeppabreyt- ingum og hvernig aðlaga þarf hraðamæla þeirra að breytilegum hjólbarðastærðum," segir hann. „Þá byrjaði ég að hanna fyrstu frumgerð af tækinu og fljótlega hófst framleiðsla á fyrstu útgáfu. Er þessi búnaður nú notaður af helstu jeppabreytingaverkstæðum landsins og er kominn í annarri út- gáfu. Þörfin fer líka vaxandi vegna þess að í dag er sjálfskiptingum og bíltölvum stýrt út frá hraða bílsins. Ef þessi tæki fá röng boð vinna þau ekki rétt, sjálfskiptingin skiptir á Markaðssetning í Banda- ríkjunum undirbúin Hraðamælabreytirinn er ekki fyrirferðamikill. í fff Ifr " j ■ Morgunblaðið/Kristinn Guðlaugur Jónasson, hönnuður og einn aðaleigandi Samrásar (t.v.), og Þorsteinn I. Víglundsson markaðsstjóri með viðurkenninguna á milli sín og tækið sem þeir notuðu til að kynna það á sýningunni. röngum hraða og læsist ekki við réttan hraða, sem orsakar óþarfa slit og eyðslu. Þessi hraðaboð eru leiðrétt með TruSpeed.“ Helsti samstarfsaðili Samrásar hérlendis er Arctic Trucks og um- boðs- og söluaðili í Bandaríkjunum er Superlift Suspension Systems, sem sérhæfír sig í framleiðslu á upphækkunarsettum fyrir Banda- ríkjamarkað. Á . sýningunni var Samrás með aðstöðu á bási Super- lift og segja þeir Guðlaugur og Þor- steinn, sem kynntu TruSpeed þar, að sýningin sé stærsta alþjóðlega sýningin fyrir aukahluti í bfla. „Þarna settum við upp stand þar sem við gátum sýnt hvernig tækið starfar og vorum með mismunandi stærðir hjólbarða til að geta sýnt mönnum breytinguna í raun og vakti þassi framsetning okkar mikla athygli gesta og áhugi sölu- aðila var vakinn," segir Þorsteinn. Þeir félagar segjast þó vera jarð- bundnir og segja ekki unnt að leggja undir sig heiminn í einu stökki í þessum efnum. Benda þeir á að undirbúningurinn að þessum þreifingum í Bandaríkjunum hafi staðið yfir í heilt ár. Það gæti liðið nokkur tími þar til endanleg við- brögð koma fram. Búið er að panta „tilraunasendingu“ og er verið að framleiða 500 stykki upp í þá pönt- un. Næstu mánuðir fara í frekari vinnu við sjálfa markaðssetninguna og gangi hún vel verður að vera fyrir hendi framleiðslugeta til að anna markaðnum. Hafa þeir þegar samið við fyrirtæki í Danmörku um fjöldaframleiðslu á íhlutum en tæk- in verða sett saman hjá Samrás. Tækin hafa reynst vel hérlendis og ekki komið fram í þeim bilanir síð- ustu fimm árin. Guðlaugur, sem er bæði tækni- fræðingur og verkfræðingur að mennt, hefur síðustu árin einnig unnið fyrir álverin, Vegagerðina og rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna að ýmiss konar hönnun raf- eindabúnaðar. Þannig hefur Samrás framleitt vegalengdarmæla fyrir Vegagerð- ina, þungaskattsmæla og unnið ýmsar sérlausnir á sviði rafeinda- búnaðar. Hann segir að þeim félög- um hafi komið nokkuð á óvart hversu vel ísland væri kynnt meðal jeppamanna í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada sem komu á sýningarbásinn. Flestir þekktu til Áretic Trucks en allt myndefni Samrásar á sýningunni var fengið úr ferðum þeirra um heiminn. „Þetta er stórt skref fyrir lítið fyrirtæki en við ákváðum í sumar að setja nokkurn kraft í þetta. Við munum framleiða nokkur hundruð tæki næstu vikurnar og fljótlega eftir áramótin verður komið í ljós hvaða viðtökur verða við markaðs- setningunni vestra. Bándaríkjamarkaður einkennist af mikilli samkeppni, líka í verði, og bandarísk fyrirtæki eru fljót að herma eftir.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.