Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Menningin blómstrar undir Jökli
Sönffvaskáldið
> ö ••
Olína á Okrum
Söngur og kveðskapur hefur alltaf verið
stór þáttur í lífí íbúa undir Jökli. Guðrún G.
Bergmanri, fréttaritari, sótti heim söngva-
skáldið Olínu Gunnlaugsdóttur, bónda á
Okrum á Hellnum, sem var að gefa út
geisladisk með eigin lögum og texta.
„FRA því ég var krakki hef ég spilað
á gítar. Ég minnist ekki annars en að
allir í nágrenni við mig hafi spilað á
eitthvað hljóðfæri og allir sungu. Föð-
urfólkið mitt kemur frá Dagverðará
og þar hefur alltaf verið mikill kveð-
skapui- og skáldskapur og mamma,
sem er frá Bárðarbúð á Hellnum,
kenndi mér fyrstu gripin og svo
þróaðist þetta smátt og smátt,“ segir
Óh'na af alkunnri hógværð. „Ég hef
alltaf verið að semja texta og lög með
hléum og þau nítján lög og textar sem
eru á geisladisknum, sem heitir ein-
faldlega ÓLÍNA, eru samin á síðustu
tuttugu árum.“
Þeir sem hlýtt hafa á söng Óh'nu
tala um að textar hennar séu tilfínn-
ingaríkir og sumir jafnvel tregafullir.
Hún segist semja textana af innri þörf
og að þar sem hún tjái sig yfirleitt
ekki mikið um tilfmningar komi þær
kannski í ljós í textunum. .Ástæðu
þess að lögin eru nú að koma út á
geisladisk má sjálfsagt rekja til þess
að nágranni minn úr sveitinni, Þorkell
Símonarson frá Görðum í Staðarsveit,
keypti sér síðastliðið ár upptökustú-
díó sem auðvelt er að flytja milli
staða. Hann sótti mig heim, bauð mér
góð samningskjör á upptöku og góðan
upptökustjóra og ég ákvað að slá tíl.“
Upptökur í aftakaveðri
„Upptökur hófust strax eftir þorra-
blót síðastliðinn vetur eins og Ólína
orðar það en aðalskemmtiatriðið á
þorrablótinu á Lýsuhóli var einmitt
samið af Ólínu. Hún tók lög og þema
Kardimommubæjarins og samdi nýja
texta við öll lögin sem gerðu góðlát-
legt ffc'm að lífinu í Snæfellsbæ og
leiksýningin var kölluð Snæfells-
mannabærinn. Þar lék hún sjálf eitt
aðalhlutverkið og þótti fara á kostum.
„Stúdíóið hans Þorkels var sett upp
í sumarhúsi Karls Roth á Hellnum, en
það er gegnt heimili mínu. Þetta var
gert til að gera okkur hjónum auð-
veldar um vik að sinna upptökum en
við erum með þrjár litlar telpur og svo
búið sem þarf að sinna. Reyndar höfð-
um við komið því svo fyrir að Sigríður
mágkona mín, sem rekur Fjöruhúsið
hér á Hellnum á sumrin, var komin
vestur til að vera ráðskona hjá okkur
meðan á upptökum stóð. Varla var
upptökustjórinn, hinn kunni tónlist-
armaður Björgvin Gíslason, fyrr
kominn á staðinn en á skall aftakaveð-
ur og í framhaldi af því varð ég mjög
veik af lungnabólgu og kvefi og end-
aði með að missa röddina. Maðurinn
minn hringdi á lækni og ég frétti síðar
að hann hefði sagt honum að hann
yrði að koma tafarlaust þar sem hann
væri að missa konuna frá þremur litl-
um börnum.
Fyrir einhverja slembilukku hittist
svo á að moksturstæki var að ryðja
vegina því veðri hafði aðeins slotað og
læknirinn gat nánast ekið í hjólfórum
þess og komst til mín. Ég fékk lyf og
meðhöndlun og læknirinn komst með
herkjum til baka til Ólafsvíkur áður
en allt varð ófært á ný. Ég byrjaði svo
að syngja um leið og röddin kom aftur
en verð því miður að segja að það
heyrist að röddin er veikburða," segir
Ólína en hún á að baki nokkuð langan
feril í hljómsveitum innan sveitarinn-
ar og hefur sungið í kirkjukómum á
Hellnum frá því um fermingu og gerir
enn.
Spilað un«Iir á glas
og skeiðar
„Við vorum heppin að þurfa ekki að
fá hljóðfæraleikara langt að í þessari
ófærð. Meirihluti þeirra kemur úr
nærliggjandi sveitum og svo auðvitað
úr fjölskyldunni því maðurinn minn,
Kristinn Einarsson, spifar undir hjá
mér á bassa og munnhörpu. Þorkell
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Sigurliðin á Grunnskóiamóti Norðurlands vestra í knattspyrnu
Stelpurnar á Sauðár-
króki og strákarnir á
Blönduósi sigruðu
Blönduósi - Grunnskólarnir á
Norðurlandi vestra héldu á föstu-
daginn sitt árlega mót í knatt-
spyrnu í íþróttahúsinu á Blöndu-
ósi. Keppt var í stráka- og
stelpuflokki og sigruðu nemendur
í Grunnskólanum á Blönduósi í'
strákaflokknum en Árskóli á
Sauðárkróki sigraði í stelpu-
flokknum. Að sögn skipuieg-
gjenda mótsins er þetta fjölmenn-
asta mót til þessa og sendu
grunnskólarnir í Húnaþingi
vestra, Skagaströnd, Húnavöllum,
Varmahlíð og Hofsósi, auk þeirra
sem unnu mótið, lið í keppnina.
Ólína á hlaðinu á Ökrum en þaðan er frábært útsýni á Snæfellsjökul.
stúdíóeigandi spilar á kjálkahörpu,
bróðir hans Þormóður á mandólín og
skólastjóri tónlistarskólans á Hellis-
sandi, Kay Wiggs, spilar á harmon-
ikku. Einu utanaðkomandi undirleik-
ararnir eru þeir Björgvin upp-
tökustjóri sem spilar á gítar og
hljómborð og Gunnlaugur Hjörtur
Gunnlaugsson fyrrum liðsmaður
Spoon og Kolrössu sem er gítarleikari
en spilar undir hjá mér á bassa.
Sjálf spila ég á nokkur ásláttar-
hijóðfæri eins og tamborínur, bongó-
trommur, bassatrommu úr gömlu
trommusetti sem fannst í kjallaran-
um hjá mér, á glas með tússpenna, á
smjörklappa sem eitt sinn voru notað-
ir við búið á Okrum og síðast en ekki
síst á skeiðar, en það lærði ég af móð-
ur minni Kristínu Kristjánsdóttur.
Söngvæskáld alþýðunnar
Segja má að hin eiginlega alþýðu-
menning landsins endurspeglist í
tónlistarflutningnum á diski Ólínu því
þar koma fleiri samsveitungar við
sögu. „Það var frá upphafi gert ráð
fyrir því að bakraddir yrðu sungnar
af Víði Herbertssyni útvegsbónda í
Gröf í Breiðuvík, Guðjóni Jóhannes-
syni kúabónda í Syðri-Knarrartungu í
Breiðuvík svo og manninum mínum
en hann er eins og ég í kirkjukómum,
auk þess sem hann er meðhjálpari í
kirkjunni og stundar sjó með Víði.
Hér í fámenninu verða allir að vera
svo fjölhæfir og ég naut góðs af því.
Við héldum Jónsmessugleði í fjör-
unni á Hellnum í sumar og þá sungum
við nokkur lög af disknum. Segja má
að það hafi verið fyrstu kynningartón-
leikarnir en nú er ég að halda norður í
land og syng meðal annars í Deigl-
unni á Akureyri ásamt hljómsveitun-
um Hundslappadrífu með Þorkel á
Görðum í fararbroddi og Helga og
hljóðfæraleikurunum."
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Ólína á kynningartónleikum á Hótel Höfða í Ólafsvík
Dulmögnuð
myndskreyting
„Á ég ekki að segja þér dálítið frá
tilurð umslagsins?" spyr Ólína undir
lokin á samtalinu. „Það er nefnilega
smásaga á bak við það sem tengist
dulmagninu hér undir Jökli.“ Hún
skiptir um stellingu í sófanum fær sér
kaffisopa og segir svo. „í fyrravetur
hringdi í mig myndlistarkona úr Mos-
fellsbæ sem heitir Gréta Berg. Hún
er dóttir Margrétar heitinnar miðils
frá Öxnafelli sem dvaldi lengi hér
undir Jökli og bjó með Þórði frænda
mínum frá Dagverðará.
Gréta hefur eitthvað af dulargáfum
sjálf þótt hún fari hljótt með það og
sagðist hafa verið að skoða bók með
viðtali við Helgu ömmu mína frá Dag-
verðará. í framhaldi af því teiknaði
hún mynd af Helgu og fannst svo
myndin biðja sig að hringja í mig.
Eitthvað var hún treg til þess en
hringdi loks og var þá hálfvandræða-
leg.
Þetta samtal varð svo til þess að
þegar kom að því að vinna umslag og
textahefti fyrir geisladiskinn þá leit-
aði ég til Grétu og bað hana að teikna
myndir við textana og bjó hún til
myndir við langflesta þeirra. Sjálf er
ég nú skrifuð fyrir hönnun á umslag-
inu en Guðrún Björk hjá íslenskri
upplýsingatækni í Borgamesi sér um
umbrot og faglega ráðgjöf,“ segir Ól-
ína en auk þess að vera bóndi er hún
lærður tækniteiknari, á að baki verk-
nám í húsgagnasmíði og er mikil hag-
leikskona. Hún segir það ótrúlegt
vera hversu margir komi að fram-
leiðslu á einum geisladiski og er þakk-
lát öllum sem hafa stutt hana á einn
eða annan hátt við framkvæmd þess.
Lestrarátak í grunnskólanum á Egilsstöðum
Morgunblaðið/SigurveigHalldórsdóttir
Lestrarhestar Egilsstaðaskóla við bókavörðuna góðu.
Bókaorm-
urinn lifír
Egilsstöðum - Lestrarátak var
nýverið haldið í Egilsstaðaskóla
hjá nemendum í 3.-4. bekk. Voru
þeir hvattir til að lesa eins margar
bækur og þeir mögulega gætu, sér
til ánægju og skemmtunar. Kenn-
arar skólans benda á mikilvægi
þess að vekja athygli nemenda á
bókum, nú á dögum tölvutækninn-
ar, og segja þeir bókina besta
vina.
Nemendunum var skipt upp í
fjóra hópa sem hittust þrisvar
sinnum yfir tímabilið. í fyrsta
skiptið byrjuðu allir á að fara á
bókasafn og velja sér bók og síðan
var farið í ýmsa skemmtilega
lestrarleiki. í annað skiptið mál-
uðu nemendur mynd af sinni upp-
áhaldssögupersónu og skrifuðu
um hana. Þriðja skiptið notuðu
nemendur til að æfa sig í að leik-
lesa stutt leikrit og flytja fyrir
hver annan.
Allar bækurnar sem nemendur
lásu á tímabilinu, heima og í skóla,
voru settar í bókavörðu og prjón-
aður var einn garði fyrir hverja
bók svo að úr varð mikill bókaorm-
ur og myndarleg bókavarða. Þetta
voru alls 311 bækur sem nemend-
ur lásu en þeir eru 63 í þessum
bekkjum. Á lokadegi átaksins
mættu svo nemendur uppábúnir
með höfuðföt og gleraugu og áttu
notalega stund saman yfir bókum
og spilum sem nokkur fyrirtæki
bæjarins færðu þeim að gjöf.