Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 32

Morgunblaðið - 29.11.2000, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá samsýningu tuttugu og eins listamanns í galleri(a)hlemmi.is. Tuttugu og einn MYJVDLIST Tónleikar á aldar- afmæli tveggja tónskálda í MINNINGU tónskáldanna Karls 0. Runólfssonar og Þórar- ins Jónssonar, sem báðir hefðu orðið 100 ára á þessu ári, efnir Söngskólinn í Reykjavík til tón- leika þeim til heiðurs og eru tón- leikarnir einnig hluti framlags Söngskólans til Reykjavíkur - menningarborgar 2000. Tónleikarnir verða í Tónleika- sal Söngskólans, Smára, Veg- húsastíg 7, annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Nemendur ljóða- og aríudeildar Söngskólans syngja Ijóð við lög þeirra Karls og Þórarins, sum vel þekkt en önnur, sem aðeins eru til í handritum höfunda, sjaldheyrð. Söngvararnir sem koma fram á tónleikunum eru Alda Arnardótt- ir, Auður Guðjohnsen, Ámý Ingv- arsdóttir, Asgeir Páll Agústsson, Bryndís Jónsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Dagný Þ. Jóns- dóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Guð- mundur H. Jónsson, Hafsteinn Þórólfsson, Helga Magnúsdóttir, Hjördís Elín Lárusdóttir, Hólm- fríður Jóhannesdóttir, Hulda Þórarinn Jónsson Björg Víðisdóttir, ívar Helgason, Kristveig Sigurðardóttir, Linda P. Sigurðardóttir Magnea Gunn- arsdóttir Margrét Arnadóttir, María Mjöll Jónsdóttir, Ólöf Ing- er Kjartansdóttir, Ragnheiður Hafstein, Sigurlaug Jóna Hannes- dóttir, Sólveig Unnar Ragnars- dóttir, Sólveig Samúelsdóttir, Svana Berglind Karlsdóttir, Þór- unn Marinósdóttir, Þórunn Elfa Stefánsdóttir. Píanóleikari er Ól- afur Vignir Albertsson, sem hef- ur, ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur, umsjón með tónleikun- um. Aðgangur er ókeypis. Hrönn Waltersdóttir við verk sín. Leirlist í Listaselinu gall«ri@hl(!mmur.is, Þverholti 5 BLÖNDUÐ TÆKNI - 21 ÍSLENSKUR LISTA- MAÐUR Til 3. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 15-18. TUTTUGU og einn listamaður sýnir um þessar mundir á samsýn- ingu í galleri@hlemmi.is, en að- standendur salarins hafa nú ákveðið að halda áfram rekstri þessa fram- sækna staðar. Eins og öll góð gall- erí hefur hlemmur.is treyst íslenskt listalíf með því að halda opnum dyr- um fyrir unga listamenn sem eitt- hvað hafa til málanna að leggja. Um leið taka aðstandendur salarins þá heillavænlegu afstöðu að marka sér stefnu, nokkuð sem skiptir sköpum fyrir heilbrigt listalíf. Og stefna hlemms.is virðist vera mjög skýr ef marka má þann tuttugu og einn listamann sem þátt tekur í samsýningu staðarins. Allt eru þetta kraftmiklir fulltrúar þeirra hræringa sem finna má jafnt innanlands sem á alþjóðlegum vett- vangi, en það sem gefur gallerí hlemmi sérstakt gildi er marg- breytileikinn sem þar þrífst innan- dyra. Málarar, myndhöggvarar, vef- arar, Ijósmyndarar, myndbands-, hljóð- og gjörningamenn eru í hópi þeirra sem sýnt hafa í þessu litla en lifandi listhúsi. Þá er merkilegt að sjá hvernig vefsíður gallerísins stækka frá ein- um mánuði til annars. Nú má finna á þeim prýðilegt yfirlit yfir sýning- ar áðurnefndra listamanna og vef- slóðin er einkar aðgengileg. Eins og á samsýningunni koma þar í ljós gamlir kunningjar, glefsur frá fyrri sýningum sem gaman er að rifja TOIVLIST L a n « h o 11 s k i r k j a KÓRTÓNLEIKAR 30 ára afmælistónleikar Skagfirzku söngsveitarinnar í Reylgavík. Ein- söngvarar: Guðmundur Sigurðsson, Kristín R. Sigurðardóttir og Óskar Pétursson. Píanóundirleikur: Sig- urður Marteinsson. Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla. Stjómandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Laugar- daginn 25. nóvember kl. 17. SKAGFIRZKA söngsveitin stend- ur á þrítugu og hélt af því tilefni þrennna tónleika nýverið, á Sauðár- króki, í Varmahlíð og nú síðast á laug- ardaginn var í Langholtskirkju í Reykjavík. Aðsókn var allgóð, og af munnlegum kynningum söngstjórans kom fram, að af téðu þrítugstilefni væi-u öll innlend viðfangsefni einungis eftir skagfirzka höfunda. Ár og dagur er síðan undirritaður heyrði síðast í söngsveitinni, og mannaskipti því ekki ósennileg í milli- tíðinni. Eitt hefur þó lítið breyzt: hljómurinn er fallegur og hreinn sem fyrrum, jafnvægi milli karl- og kven- \ upp. Þótt enn skorti nokkuð á að meðfylgjandi textar gefi nægilega fyllta mynd af sýnendum þá verður að segjast að vefsíður gallerísins eru þegar býsna tæmandi og þar með frábærar sem yfirlit yfir ákveðna kynslóð íslenskra lista- manna. En hvað má ráða af þeim verkum sem á vegi gestsins verða, hvort sem hann heimsækir listhúsið í reynd, eða lætur sér nægja ásýnd þess á vefnum? Það verður að segj- ast að aldrei hafa íslenskir lista- menn verið margbreytilegii. Ef til vill má þakka það breiddinni í áfangastöðum þar sem þeir hafa stundað framhaldsnám. Þótt ótrú- legt megi virðast eru löndin litlu færri en sýnendurnir. Hinu má þó ekki gleyma að með auknu fjölræði í listinni spretta fleiri tegundir blóma og einhvem veginn sýnist manni sem ungir íslenskir lista- menn séu sjálfstæðari og víðsýnni en áður. Hið gleðilegasta í starfs- háttum galleri@hlemms.is er þó alltént sú staðreynd að því hefur tekist að virkja þessa fjölbreytni án þess að slá af listrænum metnaði og kröfum. Halldór Björn Runólfsson HRÖNN Waltersdóttir leirlistakona sýnir verk sín um þessar mundir í Listaselinu, Skólavörðustíg 17. Listaselið er rekið af fimm lista- mönnum, hverjum á sínu sviði, Ólöfu Sæmundsdóttur glerlista- konu, Trausta B. Óskarssyni tré- rennismið, Hörpu Maríu Gunn- laugsdóttur skartgripasmið, Þóru Einarsdóttur silkimálara, og ekki fyrir löngu síðan bættist í hóp þeirra Hrönn Waltersdóttir. Hrönn vinnur verk sín aðallega í steinleir og postulín, hún rekur Gallerí smiðju í Hveragerði sem er leir- vinnustofa og heldur námskeið í leirmótun fyrir leiráhugafólk. Hrönn hefur lært ýmiskonar myndlist og leirmótun bæði hér- lendis og erlendis. Svanhildur sýnir í Englandi SVANHILDUR Sigurðardóttir held- ur einkasýningu á höggmyndum í Chequers Mead Art Centre í East Grinstead í West Sussex frá 27. nóv- ember til 9. desember. Svanhildur fékk styrk úr Egilssjóði Skallgrímssonar fyrir þessa sýningu, sem hún nefnir „Náttúruöílin" (Forc- es of Nature). Hún sýnir um þijátíu verk sem öll eru unnin í brons. Svanhildur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á árinu, þar á meðal Mayfield Festival of Music and Art, Brighton Festival, árssýningu Konunglega breska myndhöggvara- félagsins og árssýningu Wealden Art- ists í Uckfield. Svanhildur er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún útskrifaðist úr textfldeild Myndlista- og handíða- skólans árið 1980. Hún vann um tíma við hönnun hjá Hildu og Hlín en 1987 hóf hún aftur tveggja vetra nám í mótun hjá Kolbrúnu Kjarval í Mynd- listarskóla Reykjavflcur. Árið 1991 hélt hún til Englands með fjölskyldu sinni þar sem hún hóf nám við mynd- höggvaradeild Emerson-listaháskól- anum ogútskrifaðist árið 1995. Svanhildur hefur síðan starfað í Englandi þar sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og sýnt í gall- eríum. Þá hefur hún haft vinnustofu sína opna árlega fyrir gesti og nem- endur. Til East Grinstead er um fimmtíu mínútna ferð með lest ft-á Viktoríu- stöðinni í London. ------------------ Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Furðuheimar dýranna. Atli Magnússon þýddi. „Barna- og unglingabækur frá Newton eru flokkur nýstárlegra fræðibóka sem henta í raun ungu fólki á öllum aldri. Bókaflokkurinn er kenndur við einn mesta eðlisfræð- ing sögunnar, Englendinginn Isaac Newton, og hefur hann vakið mikla athygli enda kynnir hann fjölmörg þekkingarsvið nútímans á einstak- lega glæsilegan hátt í máli og mynd- um. Fjallað er um arfleifð fortíð- arinnar, þekkingu okkar tíma og einnig er skyggnst inn í framtíðina. Þessi bók er hin fyrsta í flokknum og veitir innsýn í marga spennandi þætti dýraríkisins. Sagt er ítarlega frá upphafi lífsins og þróun, gerð er grein fyrir fjölmörgum vistkerfum, sérkennilegum dýrum, útdauðum dýrum, friðuðum dýrum, dýrum í út- rýmingarhættu og að lokum er horft til framtíðar," segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bók- in er 52 bls. Verð: 1.980 krónur. ir með hnígandi hexakorðum sínum, þótt varla þori maður að nefna ákveð- in nöfn eins og Barry Manilow) og Vegferð, þar sem ung dóttir kórstjór- ans lék fallega og örðulaust með á fiðlu í snoturri fimmundahringsmót- aðri ballöðu. Auk þess að hafa örugga stjóm á raddprúðum kór sínum var Björgvin Þ. Valtýsson fyrirferðarmikill í radd- og útsetningum og átti hvorki fleiri né færri en tíu slíkar á sextán laga prógrammi. Yfirleitt vandaðar og skilvirkar sem slíkar, þó að einstaka staðir, eins og „off-bít“-hott kven- radda í Laufskálaréttinni, verkuðu of- urlítið brosviprulegir á undirritaðan. Einsöngvarar stóðu sig allir með miklum ágætum og gott betur en gengur og gerist innan raða söngfé- laga í blönduðum kórum. Undirtektir áheyrenda voru hinar hlýjustu, og var sem aukalag tekinn Ástardúett, vals eftir Björgvin í sópandi þýzkum óper- ettustíl, þai- sem þau Óskar og Kristín settu myndarlegan hátíðnipunkt yfir i-ið. Undirleikur píanista kórsins, Sig- urðar Marteinssonar, var í heild fremur tilþiifalítill, en traustur í hví- vetna. Ríkarður Ö. Pálsson Með kveðjum heimanað radda óvenjugott (þrátt fyrir að víð- ast hvar hafi frekar sigið á ógæfuhlið- ina í þeim efnum á undanfömum árum), og dýnamískur sveigjanleiki sveitarinnar og tjáningarmýkt em án efa með því bezta sem heyra má í átt- hagakórum hér. Raunar er manni til efs hvort nokkur önnur sams konar stofnun á höfuðborgarsvæðinu geti státað af jafngóðu „hljóðfæri“, sem hvað heildarhljóm og raddgæði varð- ar nálgast jafnvel beztu blönduðu kóra landsins. Einmitt þess vegna er kannski svolítil ástæða til að harma, að kórinn skuli sníða sér jafnþröngan stakk í verkefnavali og raun ber vitni. Vissu- lega skyldi ekki lasta átthagatryggð sem slíka, en þótt ofangreint tilefni sé gott og gilt út af íyrir sig, þá hefði a.m.k. utanhéraðsmönnum óneitan- lega verið akkur í bitastæðari tón- verkum en hér vom á boðstólum. Vonandi stendur það til bóta næst þegar söngveitin upphefur raust sína. Þessi kór er einfaldlega of góður fyrir Skagfirðinga eina! Dagskráin samanstóð að mestu af lítt kunnri en í sjálfri sér ekki slæmri tónlist. Þó segir kannski sína sögu, að fyrsta lagið, Þótt þú langfomll legðir eftir Kaldalóns, stóð áberandi upp úr restinni. Þar á eftir komu þijú lög eft- ir Pétur Sigurðsson, kunnast þeirra Erla við einsöng Guðmundar Sigurðs- sonar, en síðan Vor (eins. Kristín R. Sigurðardóttir) og Blindi drengurinn (frumflutt; eins. Óskar Pétursson); prýðilegt lag og vel útsett af kór- stjóra. Eina erlenda lagið var Nótt eftir Clutsam, betur þekkt sem Ma Curly Headed Babby, er Paul Robe- son gerði þekkt á sínum tíma. Þá vom þrjú lög eftir Jón Bjömsson, hið týr- ólsku-óperettulega Vorljóð (tvísöngur Guðmundur Sigurðsson og Óskar Pétursson), Vorvísa og Hirðingja- sveinn, er minnti svolítið í anda á Home On The Range (tvísöngur Guð- mundur Sigurðsson og Óskar Péturs- son). Fyrstu tvö lögin eftir hlé komu einna næst Kaldalóns að gæðum, en þau vora bæði eftir Eyþór Stefáns- son: hið hægt líðandi Mánaskin og dramatíska perlan Bikarinn, þar sem Óskar Pétursson sá um tilþrifamikinn einsöng. Það fór ugglaust eftir upp- lagi og kannski líka aldri hlustandans hvort Laufskálarétt eftir Kristján Stefánsson frá Gilhaga í útsetningu kórstjórans lentu réttum megin við mörk hins hjákátlega, en það var all- tjent hressilega sungið. Nú tók verkefnavalið að færast kynslóð nær okkar tíma. Tifar tímans hjól, fyrra lagið af tveim eftir „meist- ara skagfirzku sveiflunnar“, Geir- mund Valtýsson, flattist heldur af klissjukenndri hljómaframvindu, en hið seinna, Ég syng þennan söng, var snöggtum skárra, þótt minnt gæti ei- lítið á poppaðan grískan þjóðlagastfl þann er Nana Mouskouri söng á ámm áður við hæfi breiðasta samnefnara Þýzkalandsmarkaðs. Loks vora á dagskrá þijú prýðileg lög eftir kór- stjórann: Töfrar söngsins (tvísöngur Guðmundur Sigurðsson og Óskar Pétursson), að vísu frekar fyrirsjáan- legt að hljómrænni framvindu, Bæn (með glæsilegum einsöng Kristínar R. Sigurðardóttur sem sömuleiðis kom einhvem veginn kunnuglega íyr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.