Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
3..
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Steingleymd-
ar syndir
„Þeirsögðu að enginngæti hafa klifrað
jafn öruggum skrefum á tindinn og hrist
afsérhverja uppákomuna á fœturann-
arri, grœnar baunir og fleira skringi-
legt, nema hann hefði til að bera dœma-
lausa slœgð og ósvífni. “
TIL eru margar aðferð-
ir við að ná sér niðri á
pólitískum andstæð-
ingum þegar menn
rifja upp æviminn-
ingar sínar. Hægt er að gera gys
að þeim, skamma þá fyrir fáfræði
og heimsku, ruddahátt og spill-
ingu. Eitt af athyglisverðustu
brögðunum og það sem einna erf-
iðast er að kljást við er aðferð
sem minnir dálítið á aðferðir
kyrkislöngunnar. Menn geta
hrósað gömlum fjendum með orð-
um, kæft þá í hrósi, grafíð þannig
undan trúnni á þá.
Steingrímur Hennannsson var
nýlega í sjónvarpsþætti spurður
álits á Davíð Oddssyni og játti því
að hann færi um hann gagnrýnis-
orðum í ævi-
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
sögu smm en
bætti við að
Davíð væri
„að lagast".
Hvað á hann við? Skelfingarhroll-
urinn sem fór um marga sjálf-
stæðismenn þegar þeir heyrðu
'þessi orð hlýtur að hafa mælst á
Richterkvarðanum. Fyrstu við-
brögðin hljóta að vera vandleg
sjálfskönnun. Er eitthvað hæft í
þessu og sé svo verður þá ekki að
grípa til róttækra ráðstafana?
Einn af þessu tagi, en tveir í röð
Hvað á að gera við þá stjórn-
málamenn sem þykjast vera stöð-
ugt úti að aka og græða á því at-
kvæði? Nú er í tísku að hampa
alls kyns minnipokafólki, þ.e.
þeim sem botna ekki neitt í neinu
og langar mest að fá að fara aftur
inn í hólinn sinn til hinna álfanna.
Þetta er sagt vera alþýðlegt.
Flest finnum við öðru hverju til
" þess að við séum svona, finnum
angistina yfir því að vera óttalega
lengi að fatta og því sé auðvelt að
leika á okkur. En sumir eru alltaf
í þessum sporum og tortryggja
því flesta stjórnmálamenn og
aðra afskiptaseggi sem eru ekk-
ert að leyna því að þeir viti betur.
Steingrímur Hermannsson var
og er enn snillingur í að sýnast
alls ekki vera sá sem allt veit;
hann er maður minnipokans.
Enginn sem kominn var til vits
og ára þegar hann réð ríkjum
getur gleymt hughrifunum. Fólk
heyrði valdamesta mann á land-
inu tala um óvinsælar eða um-
deildar aðgerðir ríkisstjórnarinn-
1 ar eins og þar væru að verki
menn sem hann þekkti ekki nema
af afspum. Hvað meintu þeir eig-
inlega með þessu? Hann skildi
þetta ekki og var nýbúinn að hitta
mann á götu sem skildi þetta ekki
heldur, sagði hann. Og það sem
meira var, Steingrímur var
greinilega alveg logandi hræddur
um að „þeir“, samráðherrar og
allt gengið á Alþingi, væru harð-
brjósta. Þeir hugsuðu bara um
peninga og tækju ekki nóg tillit til
manneskjunnar. Hann harmaði
, þetta ástand, alveg eins og við.
y Og okkur létti. Við gátum nú
verið viss um að þrautlærðir fag-
menn, fullir af andúð á þjóðlegum
brjóstvitskenningum, voru ekki
að leggja undir sig land og þjóð.
Urslitavaldið var enn á hendi
þeirra sem varðveitt höfðu sak-
laust barnið í hjarta sínu og heila.
En auðvitað voru einhverjir
nógu andstyggilegir til að gruna
leitðtogann um græsku. Þeir
sögðu að enginn gæti hafa klifrað
jafn öruggum skrefum á tindinn
og hrist af sér hverja uppá-
komuna á fætur annarri, grænar
baunir og fleira skringilegt, nema
hann hefði til að bera dæmalausa
slægð og ósvífni. Slægð sem hann
væri snjall í að fela undir sauðar-
gæru.
Hann komst upp með allt.
„Blaðrið í Steingrími er mesti
efnahagsvandi þjóðarinnar,"
sagði núverandi húsbóndi á
Bessastöðum fyrir áratug eða
svo. Hann var þá yfirmaður fjár-
mála á Islandi og orðinn gersam-
lega úttaugaður. Ekki vegna
ástands ríkissjóðs heldur
óvæntra athugasemda for-
sætisráðherrans í fjölmiðlum um
efnahagsmál.
En Steingrímur vissi hvað
hann var að gera, var á undan
sinni samtíð í pólitísku markaðs-
fræðunum. Myndin sem eftir sat í
huga kjósenda var annars vegar
af kuldalegum skattmanni sem
neitaði að hækka laun ríkisstarfs-
manna. Hins vegar var allra
vænsti maður, alvarlegur og svo-
lítið ráðvilltur á svipinn, sem
reyndi eftir mætti að þybbast við,
reyndi að verja hag alþýðunnar
gegn grimmdarlegum áhlaupum
peningavaldsins í fjármálaráðu-
neytinu. En var oft „plataður"
eins og hann orðaði það sjálfur.
Frægir stjórnmálaskörungar í
sögunni hafa oft gert sér grein
fyrir hvað leikrænir tilburðir geta
verið afdrifaríkir. Winston
Churchill æfði sig fyrir framan
spegilinn í að setja í brýnnar þeg-
ar hann bjó sig undir að flytja
ræðu í þinginu. Hann vildi að
þingmenn og aðrir viðstaddir
gætu sannfærst af svipbrigðun-
um ekki síður en orðunum. Varla
er minni ástæða til að æfa sig fyr-
ir viðtal í sjónvarpinu og hver veit
nema Steingrímur hafi verið
frumherji á þessu sviði hérlendis.
Voru sum af frumhlaupunum
hans þaulæfð, þessi sem ollu
hneykslunarhlátri en gerðu hann
líka svo mannlegan í augum
fólks? Hann minnist ekki á það í
ævisögunni sinni en menn segja
nú ekki frá öllu. Stjómmálamenn
eru líka ófúsir að viðurkenna að
starf þeirra eigi meira skylt við
afþreyingariðnaðinn en rökræður
og átök við samviskuspurningar.
En hvað eigum við að halda um
menn eins og Halldór Ásgríms-
son? Hann furðar sig á því að
Steingrímur reyni nú að víkja sér
undan ábyrgð á umdeildum mál-
um eins og kvótanum, undirbún-
ingi EES-samningsins og fleira.
Það er með ólíkindum að núver-
andi formaður Framsóknar-
flokksins skuli opinberlega lýsa
undrun sinni á því að forverinn
skuli í ævisögunni vera sjálfum
sér samkvæmur. Að hann skuli
gera það sem hann gerði alltaf og
undanbragðalaust, ef þannig má
að orði komast, þegar hann var
virkur stjórnmálaleiðtogi: Hann
skýtur sér undan ábyrgð, segist
ekki hafa ætlast til að hlutirnir
æxluðust eins og þeir gerðu, gef-
ur í skyn að menn hafi farið á bak
við sig. Hvað er eiginlega nýtt í
þessu?
Hratt eða hægt?
TðNLIST
Salurinn
PÍANÓTÓNLEIKAR
Beethoven: Les Adieux Op. 81a;
Schumann: DavidsbUndlertánze;
Chopin: Sónata nr. 3 í h Op. 58. Ann
Schein, píanó. Sunnudaginn 26.
nóvember kl. 20.
RÓMANTÍSKIR píanóunnendur
hlutu ótýndan skell fyrir skillinga á
tónleikum Ann Schein í Salnum á
sunnudag - svo maður velti inntaki
yfir á plús-hlið - og sjaldan þessu
vant var sætanýtingin í samræmi
við listræn gæði, enda nærri hús-
fyllir. Viðfangsefnin voru hápíanísk
þrenning úrvalsverka frá öndverðri
19. öld og hófust leikar með 27.
píanósónötu Beethovens í Es-dúr
Op. 81a. Verkið er frá sama ári og
Haydn lézt, 1809, þegar herir Nap-
óleons sátu um Vín og keisarafjöl-
skyldan flúði úr borginni, þ. á m. til-
einkunarhafinn, Hróðólfur erki-
hertogi. Þríþætt sónatan ber
prógrammatísk þáttaheiti frá hendi
tónskáldsins á þýzku og frönsku,
„Das Lebewohl. Les Adieux", „Die
Ábwesenheit. L’Absence" og „Das
Wiedersehen. Le Retour“, og átti
tónlistin að lýsa tilfínningum Beet-
hovens við brottför, fjarvist og end-
urkomu þessa hávelborna nemanda
hans og vinar.
Erkihertoganum var líka tUeink-
aður 5. píanókonsert Beethovens
frá sama tíma (Keisarakonsertinn),
sömuleiðis í Es-dúr, og á konsertinn
eitt smáatriði sameiginlegt með
sónötunni sem margir hljóta að
hafa tekið eftir, nefnilega flúr-rak-
ettan í lokarondóinu (t. 226-227),
sem er nánast eins og í 59.-60. takti
sónötufínalsins (einnig í rondótakti).
En sá óvenjulegi sjálfsstuldur, sé
hann meðvitaður, gæti
svo sem eins verið
fingrasetningalegur
einkabrandari milli
kennara og nemanda og
hvað annað. Ann Schein
lék þessa einlægu
meistarasmíð yfirvegað
en þó andstæðuríkt og
af krafti þegar það átti
við. Hún lagði greini-
lega meiri áherzlu á tU-
finningavídd og heildar-
hugsun tónskáldsins en
þá skurðlæknislegu ná-
kvæmni sem einkennt
hefur ýmsa píanista síð-
ustu áratuga. Utkoman
var afar heUlandi, enda
mótunin svo innlifuð og sannfær-
andi, hér sem síðar, að oft virtist
jafnvel sem slaghörpuleikarinn
hefði haft hönd í bagga með frum-
smíð verksins.
Davidsbundlertanze, safn 18
stuttra píanóverka eftir Robert
Schumann frá 1837, var næst á
blaði. Bálkurinn er saminn til höf-
uðs „FUisteum", listrænum smekk-
leysingum, sem hinn bókmennta-
hneigði tónkeri úthúðaði á rit-
stjórastóli tímarits síns Neue
Zeitschrift fiir Musik. Hér kveðast
á tvö „alter egó“ Schumanns, hinn
hvatvísi Florestan og hinn sveim-
huga Eusebius, og skiþtast á skin
og skúrir, ólga og einfaldleiki í heill-
andi blöndu ólíkra geðbrigða, vel
fallinni til að sýna tæknilega og
túlkunarlega fjölhæfni hljómborðs-
leikarans. Það er ekki ofsagt að
Schein hafi farið þar á kostum, því
hæfileikar hennar til að draga fram
sérkenni hvers stykkis úr marglita
pjötluteppi mannlegra tilfinninga og
fjölbreyttra rithátta voru ótvíræðir
og varla daufan punkt að finna.
Þó var mesti slagurinn eftir - í
þriðju og síðustu píanósónötu Chop-
ins, Op. 58 í h-moll,
sem jafnframt var
lengsta einleikverkið
hans. Chopin var enn
síður en Schubert
dæmigerður höfundur
stórra forma, en þykir
þó hafa framið hér
ósvikið meistaraverk,
enda á hátindi sköpun-
arferils síns árið 1844
þegar verkið var samið
(hann andaðist 1849,
ekki 1886 eins og mis-
ritaðist í tónleikaskrá).
Ann Schein túlkaði All-
egro maestoso þáttinn
af dramatískum krafti,
og Scherzóið af mikilli
perlandi fimi. Largo-þátturinn
(III.), hæg dreymandi noktúrna
sem á köflum minnir á rómantíser-
aða Bach-prelúdíu, var afburðafal-
leg í syngjandi markvissum meðför-
um píanistans. í lokaþætti (Presto,
non tanto) beinlínis fuðraði slag-
harpan upp í magnaðri flugelda-
dýrð. Önnur eins gneistandi innlif-
un og óhömluð tækni, temprað af
næmu skynbragði á innviðum
verksins, gefst ekki á hverjum degi
og hlaut að leggja jafnt leika sem
lærða að velli.
Undirtektir voru eins og nærri
má geta af kröftugri sortinni. Eftir
að tónleikagestir höfðu risið á fætur
og klappað dijúga stund bar Ann
Schein upp sakleysislega spurn-
ingu: „Hratt eða hægt“? og dúndr-
aði síðan fyrra aukalagi á hlustend-
ur af miklum jötunmóð við gífurleg
fagnaðariæti. Regndropaprelúdía
Chopins varð að þeim brávallaátök-
um loknum sjálfsögð leið til að búa
menn undir brottför með kyrrlátri
angurværð eftir ógleymanlega tón-
leika.
Ríkarður Ö. Pálssori
Ann Schein
Steinn Steinarr
Upplestur í
Gerðarsafni
UPPLESTUR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs
og JPV-forlags verður í Gerðarsafni á morgun,
fimmtudag, kl. 17.
Gylfi Gröndal kynnir bók sína um Stein
Steinarr.
Sýnd verða listaverk af Steini, lesið upp úr
ljóðum hans, leikin lög við texta hans og rödd
skáldsins heyrist af hljómplötu.
Aðgangur er ókeypis.
Brúðuleikritið Jólaleikur
UM þessar mundir hef-
ur Leikhúsið 10 fingur
sínar árlegu sýningar á
brúðuleikritinu Jóla-
leikur eftir Helgu Arn-
alds. Fyrsta sýningin
verður á Bamaspítala
Hringsins, Landspítal-
anum, á morgun,
fímmtudag, kl. 10.30.
Sýningin er útfærsla
á jólaguðspjallinu í
brúðuleikhúsi þar sem
börnin fá að taka virkan
þátt í leiknum. Sýningin
hefur verið fastur liður
Helga Arnalds
í jólaundir- dagar eftir óbókaðir.
búningi hjá mörgum
grunnskólum og leik-
skólum á höfuðborgar-
svæðinu undanfarin ár
og er innlegg á jólaböll-
in hjá ýmsum fyrirtækj-
um. Jólaleikur er ferða-
sýning sem er sett upp
á staðnum með lítilli
fyrirhöfn. Dagarnii- eru
orðnir þétt skipaðir í
desember, að sögn
Helgu Arnalds, stjórn-
anda Leikhússins 10
fingur, en þó eru örfáir
Hausttónleikar Lúðra-
sveitar Reykjavíkur
Heiðni og
kristni í
Húsinu
FJÓRÐI og síðasti fyrirlesturinn í
fyrirlestraröðinni „Byggð og menn-
ing“ verður fluttur af Steinunni
Kristjánsdóttur í Byggðasafni Ár-
nesinga, Húsinu á Eyrarbakka, ann-
að kvöld, ftmmtudagskvöld, kl. 20.30.
Steinunn er fornleifafræðingur og
vinnur að doktorsritgerð í Gauta-
borg og Osló sem er hluti af stóru
evrópsku samstarfsverkefni í fom-
leifafræði. Steinunn hefur sinnt
rannsóknum lengi og var forstöðu-
maður Minjasafns Austurlands.
Fornleifafræðileg könnun á
heiðnum og kristnum minjum
Steinunn hefur verið verkefnis-
stjóri fornleifarannsóknarinnar
Mörk heiðni og kristni frá 1997.
Helstu verkefni innan hennar em:
Uppgröftur á kirkjurúst í landi
Litla-Bakka í Hróarstungu 1997.
Uppgröftur á kirkju- og grafreit í
landi Þórarinsstaða í Seyðisfirði
1998-1999. Rannsóknarverkefnið fel-
ur í sér fomleifafræðilega könnun á
heiðnum og kristnum minjum frá
fyrstu öldum byggðar á íslandi.
Markmiðið er að móta heilsteypta
mynd af trúarbragðaskiptum íslend-
inga með hliðsjón af fomleifafræði-
legum upplýsingum.
Nóvemberfyrirlestraröðin
„Byggð og menning" samanstendur
af fjómm fyrirlestradögum og er
samstarfsverkefni Sjóminjasafnsins
á Eyrarbakka, Byggðasafns Árnes-
inga og ReykjavíkurAkademíunar.
------------------
Sýningu lýkur
SÝNINGU Vignis Jóhannssonar í
Gallerí Sævars Karls lýkur laugar-
daginn 2. desember.
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur
árlega hausttónleika sína í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í kvöld kl. 20.
Á efnisskránni er tónlist úr West
Side Story eftir Leonard Bernstein,
þrír dansar úr „Gayne Ballet" eftir
Aran Khachaturian, Pomp and
Circumstance mars nr. 4 eftir
Edward Elgar og verk eftir lagahöf-
undana og útsetjarana Michael
Sweeney, John Wasson og John
Moss.
Lúðrasveitin mun einnig leika
lagasyrpu með þekktustu verkum
Duke Ellington og marsinn Semper
Fidelis eftir konung marsanna John
Philip Sousa. Stjórnandi Lúðrasveit-
ar Reykjavíkur er Lárus Halldór
Grímsson.
Aðgangur er ókeypis.