Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ _________ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 41 LISTIR Fjögur briiðkaup og ein stöðuhækkun LEIKLIST Leikfélag Kópavogs LÍKU LÍKT Höfundur: William Shakespeare. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Þorgeir Tryggvason. Leikarar: Anna Dröfn Sigur- jónsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Einar Þór Samúelsson, Helgi Ró- bert Þórisson, Hrund Ólafsdóttir, Hulda B. Hákonardóttir, Hulda Dögg Proppé, Hörður Sigurðarson, Júlíus Freyr Theodórsson og Skúli Rúnar Hilmarsson. Leikmynd og búningar: Þorgeir Tryggvason og hópurinn. Lýsing og hljóð: AJex- ander Ólafsson og Runólfur Einars- son. Félagsheimili Kópavogs, 26. nóvember. LEIKFÉLAG Kópavogs ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og sýnir um þessar mundir Líku líkt (Measure for measure) eft- ir William Shakespeare í Félags- heimili Kópavogs. Þetta verk er eitt af svokölluðum kómedíum Shake- speares, gleðileikur með sterkum siðrænum undirtóni. Eins og oft er um að ræða í uppsetningum á leik- ritum Shakespeares er verkið nokk- uð stytt og persónum hefur verið fækkað en styttingin hér er mjög vel úr garði gerð; hvergi hriktir í stoð- um leikfléttunnar og boðskapur verksins er ljós. Ekki er getið um það í leikskrá hver ber ábyrgð á styttingunni en reikna má með að leikstjórinn, Þorgeir Tryggvason, hafi komið þar við sögu. íslensk þýð- ing verksins er eftir Helga Hálfdan- arson. Það er einnig leikstjórinn og leik- hópurinn sem hefur sniðið sýning- unni umgjörð. Hér ræður einfald- leikinn ríkjum, sviðið er autt utan tveggja lítilla bekkja og leikmunir örfáir. Hins vegar er leikrýmið not- að á útsjónarsaman hátt og eru inn- komur á sviðið frá þremur stöðum og tröppur og svalir brjóta leikrým- ið upp á skemmtilegan hátt. Búning- ar eru að sama skapi einfaldir og kannski er verið að ljá verkinu ákveðið tímaleysi með einfaldleika þeirra (t.d. eru karlmenn í gráleitum jakkafótum). Þó er brugðið aðeins á leik með búninga skækjunnar og melludólgsins, þar er litagleði og glingur haft með. Það er ekki á allra færi að læra ut- an að og segja fram texta Shake- speares þannig að sómi sé að. Það má því segja þeim leikhópi áhuga- manna sem hér er á ferðinni til hróss að textameðferð var í flestu tilliti vönduð. Framsögn var skýr og textinn skilaði sér mjög vel til áhorf- enda. Það er hins vegar kannski að- eins á færi lærðra leikara að sam- hæfa erfiðan texta og túlkunarríkan leik, enda skorti nokkuð á túlkun ýmissa leikara hér, sérstaklega á dramatískari augnablikum verksins. En margir gerðu mjög vel og má þar til dæmis nefna Hörð Sigurðar- son í hlutverki hertogans og (dul- búna) munksins, þar fór vel saman túlkun og texti. Helgi Róbert Þóris- son átti mjög fína spretti í hlutverki skúrksins og melludólgsins Lúsíó Pompa, hann lék af krafti og góðri tilfinningu fyrir hinu kómíska. Einar Þór Samúelsson átti sömuleiðis ágæta taka í hlutverki Olnboga lög- regluvarðstjóra. Skúli Rúnar Hilm- arsson léði Angeló ráðherra þungt yfirbragð eins og hæfði. Birgitta Birgisdóttir fór vel með texta ung- nunnunnar ísabellu en nokkuð skorti á tilfinningu í leik hennar enda hér um stórt dramatískt hlut- verk að ræða. Hrund Ólafsdóttir (í hlutverki fógetans), Hulda B. Há- konardóttir (í hlutverki hórumömm- unnar Tilgerðar og hinnar sviknu unnustu Angelós), Júlíus Freyr Theodórsson (í hlutverki Kládíós), Hulda Dögg Proppé (í hlutverki unnustu Kládíós) og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir (í hlutverki skækju) skiluðu sínu ágætlega. Eins og ætíð í skopleikjum Shake- speares leysist flétta verksins far- sællega í lokin og hinn alvaldi og hjartagóði hertogi leysti úr öllum flækjum fagmannlega og fyrirsjáan- leg voru að leikslokum fjögur brúð- kaup og ein stöðuhækkun. Þótt verk Shakespeares séu alltaf öðru hverju á sviði íslenskra leik- húsa eru þau svo mörg að fæstum gefst tækifæri til að sjá nema brot af höfundarverkinu öllu. Það er því al- veg ástæða til þess að hvetja unn- endur þessa meistara leiklistarinnar til að bregða sér í Kópavoginn á þessa sýningu Leikfélags Kópavogs. Það er gaman að hlusta á snjallan textann og fylgjast með vel fléttaðri atburðarás leiksins. Og leikhópurinn kemst vel frá þessu verkefni undir styrkri stjórn Þorgeirs Tryggvason- ar. Soffía Auður Birgisdóttir Handbók fyrir BÆKUR Fræðsliirit GEGN EINELTI Ritstjórar: Sonia Sharp og Peter K. Smith. Þýðandi: Ingibjörg Markús- dóttir sálfræðingur. Utgefandi: Æskan. Prentun: Oddi hf. IJtgáfuár: 2000.102 bls. GEGN einelti heitir nett og skýr handbók sem Æskan hefur nýverið gefið út. Einelti hefur verið mjög of- arlega á baugi hér um alllangt skeið, og er skilgreint sem langvarandi of- beldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einum, sem ekki kemur vörnum við. Nánar segir um einelti að það feli í sér misbeit- ingu á valdi þar sem gerandinn beitir hótunum og vill ráða yfir þolandan- um. Markmið bókarinnar er að gefa yf- irlit yfir hagnýtar leiðir fyrir skóla í baráttunni gegn einelti. Ritstjórar eru brezkir og byggja á rannsóknum og vinnu þarfendra sérfræðinga og verðm- ekki annað séð en að aðferðir þeirra og hugmyndir falli fullkom- lega að því sem hefur verið að gerast í íslenzkum skólum. Höfundar eru fjölmargir og eru ritstjóramir þar á meðal. Ekki er að finna skýringu á starfsferli eða menntun þessa fólks en vel er verki staðið að mínu mati. Bóldn er í 6 köflum. í efnisyfirliti er hveijum kafla skipt í fjölmarga undirkafla þannig að efnið er afar að- gengOegt. Fyrsti kafli skilgreinir ein- elti og hvar það eigi sér helzt stað, hveijir verði fyrir því og hvaða áhrif það hafi. í öðrum kafla er farið yfir það hvernig mæla megi einelti í skól- um, þar á meðal hvemig hanna megi eigin könnun/spurningalista. Þriðji kafli ber heitið Mótun heildstæðrar stefnu skóla gegn einelti og kemur inn á hlutverk starfsfólks í skólum en einnig nemenda og foreldra. Þar er lögð áherzla á að árangur náist vart nema byggt sé á heildstæðri skóla- stefnu. Fjórði kafli snýr að því hvem- ig gera megi nemendur meðvitaðri um eigin hegðun og annai'ra svo að þeim lánist að láta málið til sín taka. Fimmti kafli er um aðferðir sem grípa má til þar sem einelti hefur komið fram, bæði til þess að hjálpa gerendum að breyta hegðun sinni og til að kenna fórnarlömbunum árang- ursríkar leiðir til að takast á við vand- ann. Sjötti kafli segir frá einelti á skólalóð og hvernig hönnun skólalóð- ar og umbætur, svo og eftirlit, geti breytt ástandinu til hins betra. Heildstæð stefna skólans er talin mikilvæg til þess að koma í veg fyrir að eineltisaðstæður skapist. Það er jjajjm Eitt af verkum Guðnýjar Magnúsdóttur. Djasstónleikar í Pakkhúsinu á Selfossi DÚETTINN Kuran Kompaní, með þeim Hafdísi Bjamadóttur rafgítar- leikara og Szymoni Kuran fiðluleik- ara innanborðs, heldur tónleika í Pakkhúsinu á Selfossi, annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Kuran Kompaní var stofnað síð- astliðið vor og hefur dúettinn verið iðinn við kolann í tónleikahaldi síðan. Kompaníið flæktist til útlanda í ágúst og september þai; sem það m.a. vann að upptökum. Aður höfðu þau gefið út diskinn Live from Reykjavík sem er tekinn upp á tón- leikum í sumar og verður hann til sölu á tónleikunum. Að þessu sinni munu þau leika blandaða dagskrá af djassstandördum og suður-amer- ískri sveiflu ásamt eigin tónsmíðum og frjálsum spuna. í frjálsum spuna dúettsins blandast saman ýmsir stíl- ai- eins og t.d. djass, klassík, rokk, þjóðlög, pönk og ýmislegt annað. Möguleiki er á að Kuran Kompaníið hafi með sér gest, en það mun koma í ljós á tónleikunum. Miðaverð er 1.000 krónur. skóla svo sem ekkert áhlaupaverk en hlýt- ur að vera afar mikilvægt, ekki síður en að geta gripið í taumana þegar illa fer. Hér á landi hafa margir skólar þurft að súpa seyðið af einelti og hef- ur það auðvitað orðið til þess að víða hafa skólastjórnendur, foreldrar og nemendaverndarráð orðið að taka til sinna ráða. Með því móti hefur oft tekizt að laða fram betri hliðar skóla- starfs, en annars staðai' hefur það mistekizt eins og gengur. Skapgerð og menntun kennara skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, svo og hvaða nemendur veljast saman í bekki. Einn vandræðagepill getur eyðilagt starfsgleði og sköpunarmátt heils bekkjar eins og allir vita, en líkast til skiptir mestu að nemendur eigi sem nánasta samleið í þroska og náms- getu. I því blandaða bekkjarkerfi sem hér hefur viðgengizt í áratugi má gera ráð fyrir að ftjór jarðvegur skapist fyrir afprýðisemi og yfirgang og jaðrar við kraftaverk að kennarar geti yfii'leitt ráðið nokkru við slíkar aðstæður. Ánægðir og vel menntaðir kennarar, minni bekkir, samfelldur skóladagur, skólamáltíðir og vel út- hvíldir nemendur er það sem ég sé fyrir mér sem forsendu þess að skóla- kerfið geti rækt skyldu sína. Þessi litla handbók er skýr og skil- merkileg og á erindi til okkar allra. Katrín Fjeldsted Borgartuni 28 Ti 562 2901 og 562 2900 Loksins! Hárrúllurnar frá Severin komnar aftur! Leir- skúlptúrar í Linsunni I LOK menningarárs er Guðný Magnúsdóttir listamaður mánað- arins í Linsunni. í verslunum Linsunnar í Aðalstræti og við Laugaveg eru til sýnis leirskúlpt- úrar eftir Guðnýju Magnúsdóttur. Verkin eru unnin í steinleir vetur- inn 1990/2000. Útstillingarhönn- uður er Brigitte Lútersson. Sýningin stendur til jóla. -------------- Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Félagsstarf og frístundir íslenskra unglinga eftir Þórólf Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Halldórsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur. I fréttatilkynningu segir: „í bók- inni er greint frá viðamikilli könn- un sem fór fram árið 1997 að frum- kvæði íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Rannsóknin var unn- in af Rannsóknum og greiningu ehf. og styrkt af menntamálaráðu- neyti, íþróttasjóði og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Auk þess að veita nýjustu upplýsingar um hagi barna og unglinga gefa niðurstöður rannsóknarinnar mikilvægan sam- anburð við fyrri kannanir. Félags- starf og frístundir íslenskra ungl- inga veitir grundvallarupplýsingar sem nauðsynlegar eru við stefnu- mótun og áætlanagerð auk fræðslu og upplýsingamiðlunar. Þeir sem koma til með að hafa mikið gagn af verkinu eru m.a. skóla- og félags- málayfirvöld, sveitar- og bæjar- stjórnir, íþróttahreyfingin auk v æskulýðsfélaga og ýmissa fag- ' hópa.“ Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er 152 bls., prentuð í prentsmiðj- unni Odda hf. Verð: 2.990 krónur. Ánægja - Þægindi - Vellíðan 3 stærðir af rúllum, 20 rúllur, 20 klemmur. 260 wött Sjálfvirk hitasfýring. Verð kr. 2.950 Einar Farestveit&Co.tif.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.