Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.11.2000, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ríkið og sveitarfélögin AÐ UNDANFORNU hefur mik- il umræða átt sér stað um tekju- stofna sveitarfélaga. Nefnd hefur starfað og farið ofan í saumana á því hvernig kostnaður hefur verið að aukast hjá sveitar- félögum. í ljós kom að með margvíslegum hætti hefur ríkið aukið útgjöld sveitarfélag- na. Þetta þarf í raun engan að undra. Um tvö stig opinberr- ar stjórnsýslu er að ræða og því geta að- gerðir á öðru stiginu haft áhrif á hitt. Hins vegar er það ríkið sem hefur reglugerðar- valdið og þessum reglugerðum og í sumum tilvikum lög- um verða sveitarfélög- Jðhann in að hlíta, jafnvel þótt Geirdal það kosti þau útgjöld og engir tekjustofnar fylgi með. Þessi þróun hefur m.a. haft í för með sér aukinn halla á rekstri gsveitarfélaga. Tekjustofnar Ég treysti mér ekki sem ábyrgur sveitar- stjórnarmaður, segír Jóhann Geirdal, til að leggjast gegn þeirri hækkun. Þess vegna var það niðurstaða nefndarinnar, sem fjallaði um tekjustofnana, að rétt væri að heimila hækkun á útsvari um alls 0,99%. Heimilt yrði að hækka út- svarið um 0,66% á næsta ári og svo um 0,33% árið þar á eftir. Þar sem þessi hækkunarþörf er að mestu komin til vegna aðgerða ríkisvalds- ins er eðlilegt að ríkið, sem gumar af rekstrarafgangi, gefi eftir af sín- um hlut í staðgreiðslunni sem þessu nemur. Þá væri aðeins verið að flytja tekjur á milli en ekki að hækka skatta. Mikil vonbrigði Það veldur því vonbrigðum að ríkisvaldið neitar að gefa eftir nema sem nemur Va af því sem ver- ið er að ræða um. Með því neyðir ríkisvaldið sveitarstjórnir til að framkvæma skattahækkunina sem stafar þó af aðgerðum þess. Af þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér virðast velflest, a.m.k. stærri sveitarfélögin þurfa að hækka útsvarið um 0,66%, þ.e. í 12,7%. Á móti kemur lækkun á hlut LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Slrcnmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fox 557 4243 Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Sk«)Iavörðu»tíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ríkisins um aðeins 0,33% svo að raunhækkun staðgreiðslunnar verður 0,33%. Það er því nauðsyn- legt að þingmenn komi nú sveitar- félögunum til hjálpar þegar þessi mál verða til af- greiðslu á Alþingi. Ekki hægt að komast hjá hækkun I mínu sveitarfélagi, Reykjanesbæ, mun meirihlutinn sem skip- aður er sjálfstæðis- mönnum og framsókn- armönnum leggja til að útsvarsprósentan verði 12,7%. Ég treysti mér ekki sem ábyrgur sveitarstjórn- armaður til að leggj- ast gegn þeirri hækk- un. Ábyrgur sveitar- stjórnarmaður gerir sér grein fyrir því að það þarf tekjur til að mæta auknum útgjöldum. Ég geri mér líka grein fyrir því að eftir stjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarin ár eru skuldir bæjarins miklar og geta hans til að taka á sig aukin út- gjöld án þess að fá um leið nýjar tekjur er engin. Sama virðist mér vera uppi á teningnum víðar þar sem þessir flokkar hafa farið með meirihluta á undanförnum árum. Auk þess er það skammgóður vermir að fresta hækkun því búast má við að skuldir í dag verði skatt- ar á morgun. Þess vegna hljóta allir sveitar- stjórnarmenn að mótmæla þeim yf- irgangi ríkisins sem felst í því að velta útgjöldum til þeirra, viður- kenna jafnframt aukna þörf á tekjum, en neita að gefa eftir meira en raun ber vitni af sínum tekjum og framkalla þannig skattahækk- un. Hrós Ingu Jónu Ég verð að viðurkenna að ég varð verulega hissa þegar ég sá að oddviti minnihlutans í Reykjavík barðist af hörku gegn því að borgin hækkaði útsvarsprósentuna í 12,7% eins og flest önnur stærri sveitar- félög ætla að gera. Telur oddvitinn borgina virkilega hafa þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að geta tekið við auknum útgjöldum frá ríkinu án þess að fá tekjur á móti? Þetta kom mér vissulega þægi- lega á óvart. Er það blákalt mat minnihlutans í Reykjavík að borg- inni hafi verið svo vel stjórnað á undanfömum árum? Ég veit að Reykjavíkurlistinn stendur sig á margan hátt vel en þetta var þó framar mínum vonum. Þar sem ég gef mér að oddviti minnihlutans í Reykjavík sé ábyrg- ur sveitarstjórnarmaður verður að taka þessa afstöðu Ingu Jónu al- varlega. Ekki hvarflar það að mér að þarna séu tengsl hennar við rík- isstjórnina að villa henni sýn. Því stendur sú eina skýring eftir að mótmæli hennar verður að skilja sem jákvætt mat hennar á framm- istöðu meirihluta borgarstjórnar á undanförnum árum. Því miður get ég ekki sagt það sama um meiri- hlutann í mínu bæjarfélagi enda er það íhaldsmeirihluti sem stjórnar þar. Höfundur er oddviti minnihlutana í hæjarstjórn Reykjanesbæjar. Disneyland Reykjavík í MÖRG ár og ára- tugi hefur miðborg Reykjavíkur legið gleymd og grafin á meðan sveitarfélög borgarinnar hafa dundað sér við að búa til nýja __ verslunar- kjama. Áhugaleysið annars vegar og strangar reglugerðir hins vegar hafa leitt til áframhaldandi grotn- unar miðbæjarins. Á síðustu misserum hef- ur áhuginn á miðborg- inni lifnað við, og eru GuðjónÞdr mörg verkefni í þróun Erlendsson eða byggingu af opin- berum- og einkaaðilum. Óþarfi ætti að vera að krefjast varfærni í þró- unartillögum fyrir miðborgina, hún er viðkvæm fyrir breytingum. Stór- ar hugmyndir fyrir miðborgina áð- ur orðið að engu; gamla Morgun- blaðshúsið og Tollhúsið bera þess vitni. Eitt þeirra verkefna sem eru í bígerð (af einkaaðila) er meðalstórt hótel við Aðalstræti, elstu götu landsins. Nokkuð hafa þessi áform verið kynnt í fjölmiðlum, og langar mig til að bera fram álit mitt á þeim framkvæmdum. Byggingin er staðsett á horni Túngötu og Aðal- strætis, skáhallt á móti húsi Hjálp- ræðishersins. Þar er nú lítið báru- jámshús í niðurníðslu, og ómalbikuð bflastæði. Fagna ber því að vanmetinn staður skuli vera val- inn til þróunar af framtakssömum einkaaðilum. I hönnun byggingunnar er húsið litla sem er á staðnum fellt inn í til- löguna, en meginhlutinn af hótelinu er eftirlíking af gömlum bárujárns- húsum í hverfinu. Þar eru t.d. tveir gaflar sem snúa að Aðalstræti og eru eftirlíkingar af gafli Fjalakatt- arins sem borgaryfirvöld voru svo framtakssöm að rífa á sínum tíma þrátt fyrir hávær andmæli. Al- menningur og stjórnmálamenn hafa fagnað mikið að arkitektar skuli loksins vera farnir að hanna hús eins og í gamla daga, og þar með séu þeir að „end- urlífga gömlu Reykja- vík“. Hótelið umrædda í Aðalstræti verður aldrei flokkað sem byggingarlist, hvemig sem það er skoðað. Almenningur og sjórnmálamenn sýna byggingarlist (eða list almennt) fremur lítinn áhuga hér á landi. Ég ætla ekki að fara út í roargar hugsanlegar ástæður þess en lang- ar að nota tækifærið og tjá mig um hvers vegna þessi tillaga flokkast ekki með byggingarlist, og af hverju þorri arkitekta gera ekki hús eins og í gamladaga. Ein aðalmælistika í þróunarstigi menningar er byggingarlist. Mann- Arkitektúr Hótelið umrædda í Aðalstræti verður aldrei flokkað sem byggingarlist, segir Guðjón Þór Erlendsson, hvernig sem það er skoðað. fólkið er nefnilega einstakt fyiir það að geta skapað allt umhverfi sitt sjálft út frá sínum eigin vænt- ingum og hugmyndum. Byggingar- list endurspeglar því menningu og tíðaranda hverrar kynslóðar og hvers þjóðfélags. Stefna í bygging- arlist er hugmyndafræði hveirar kynslóðarinnar fyrir leitina að tján- ingarformum fyrir menningarþjóð- félag sitt. Hótelið við Aðalstræti er eftir- líking af gömlum tímaskeiðum. Frá upphafi vega hefur byggingarlist tekist á við eldri hugmyndir og byggt þær inn í veruleika samtím- ans. Þó hafa komið upp stefnur sem byggðar eru á eftirlíkingum fortíðarinnar. Tvær slíkar voru áberandi á síðustu öld. Sú fyrsta var heimastfll, sem við gætum kall- að heimkynnastíll á íslensku. Heim- kynnastfll kom upp í Þýskalandi 3ja áratugarins sem andmæli við „úrkynjun módernismans". Heim- kynnastíll var stefna þjóðernissinn- aðra Þjóðverja, þar sem hug- myndafræðin byggðist á eftir- líkingum gamallar staðbundinnar hönnunar frá þeim tímum þegar Germanir voru „hreinn" kynstofn... I dag er módernisminn lifandi ger- semi og flestir vilja gleyma heim- kynnastefnunni og hennar fylgifisk- um. Hin stefnan er í raun ekki stefna. Disney er amerískur teiknimynda- framleiðandi sem selur börnum heimsins hugmyndir ameríska draumsins. í nokkra áratugi hefur fyrii-tækið byggt og rekið skemmti- garða þar sem eftirlíkingar ýmiss konar umhverfi skemmta gestum. I disneylöndum ægir saman eftirlík- ingum af evrópskum höllum, afrísk- um skógum, og amerískum kúreka- bæjum. Byggingar Disney áttu aldrei að vera stefna í byggingarlist heldur einfaldlega afþreyingarum- hverfi. Þrátt fyrir það hefur áhrifa Disney gætt í byggingum um allan heim. Þar má nefna þema-búðar- klasa, öryggisgirta Mikka-Músar- bæi, og nú síðast hótelið við Aðal- stræti í Reykjavík. Hugmyndir hönnuða bárujárns- hótels við Aðalstræti eru ekki byggingarlist, slík hönnun er amer- ísk Disney-eftirlíking af fortíðar- draumum sem engar stoðir eiga í raunveruleikanum. Betra væri ef byggingar sem gera á í miðbænum tjáðu væntingar íslensks menning- arþjóðfélags, með fullri virðingu fyrir þeim gömlu verðmætum sem borgin býr yfir. Eftirlíkingar gera grín að fortíðinni, en bera ekki virðingu fyrir henni. Höfundur er arkitekt og meðlimur i Urban-Office. Ofbeldi skriffínnanna ÞÆR raddir gerast nú háværar sem segja að opna verði fyrir umræðuna um Évr- ópusambandsaðild. Þetta kann að hljóma skynsamlega en er það alls ekki. Einu sinni léðu Tékkar máls á að skoða sósíal- ismann og sýndist hann við fyrstu sýn nokkuð góður. Allt þar til skriðdrekarnir komu úr austri og moluðu niður vonir lít- illar þjóðar. Bjarni Stjórngleði sósíal- Harðarson ismans hefur nú geng- ið aftur í skrifræðisbáknum Evrópu þar sem allt skal mælt og vegið og samfélaginu stjórnað af hinni mestu nákvæmni. Einhverjir kunna samt að segja að það sé ósanngjarnt að bera sam- an ofbeldi Rússa og umræðuna um Evrópusambandsaðild. Evrópu- sambandið sé lýðræðislegt stjórn- arapparat sem ekki beiti ofbeldi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Tæknikratar Evr- ópusambandsins beita annars konar ofbeldi heldur en Rússar en ofbeldi samt. Það er ofbeldi skriffinnanna, reglugerða, greinar- gerða og málæðis. Of- beldi magns. Það er vitaskuld svo að sá sem ætlar að „opna“ fyrir umræðuna um Évrópusambandsaðild er ekki að efna til venjulegs málfundar. Hann er að opna fyrir það að hlusta á flókinn vaðal stjórnsýsluum- ræðu sem frummæl- endur hafa lagt lífið allt í að læra og hafa bak við sig óteljandi sér- fræðinga. Sé einhver andsnúinn er hann kveðinn í kútinn fyrir þekk- ingarleysi. Það getur enginn venju- legur maður rökrætt við Evrópu- sambandið eða talsmenn þess. Það er miklu nær að reyna að rökræða við sjófuglinn í Drangey og vita hvort hægt sé að gera hann klumsa. Evrópusambandið Tæknikratar Evrópu- sambandsins, segir Bjarni Harðarson, beita ofbeldi skriffínnanna, reglugerða, greinar- gerða og málæðis. Það má ekki mistúlka orð mín svo að ég telji þetta ofbeldi skrif- finnanna jafnslæmt og ofbeldi harðstjórna kommúnismans en þetta er engu að síður ofbeldi sem aðeins er hægt að verjast með einu móti. Það er með því að neita að opna þessa umræðu en taka þeim vingjarnlega sem tala samt, eins og sjófugli sem ekki getur að því gert þó að hann klifi alltaf á því sama. Höfundur er blaðamaður og býr á Selfossi. Brúðhjón A11ur borðbiinaður - Glæsileg gjafavara - Brúðhjónalislai VERSLUNIN Líiugayegi 52, s. 562 4244. Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? TurtaQull Hárvörur leysa vandann OG Þtí BLÓMSTRAR. UTS0LUSTAÐIR; HEILSUVORUVERSLANIR 0G AP0TEK UM ALLT LAND.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.