Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 51

Morgunblaðið - 29.11.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 5L* I- Dimmur nóvembermorgunn. Lognsléttur Húnaflóinn. Sólarupp- rás. Geislar morgunsólar gylla fjalla- hringinn. Spákonufellsborgin og Vindhælisíjöllin glitra. Þannig kvaddi heimabyggðin þig hinstu kveðju á þann fegursta hátt sem hugsast getur um miðjan dag 22. nóv- I ember sl. Það var með feimnum huga sem ég, ungur vestfirðingur, steig mín fyrstu spor inn á heimili þitt að Vind- hæli fyrir aldarfjórðungi við hlið elstu dóttur þinnar. Slíkt var ástæðulaust því tekið var á móti mér sem hefði ég verið einn af fjölskyldunni alla tíð. Þú varst einn af alþýðuhetjum þessa lands. Einn af þeim sem kunnir að rækta garðinn sinn og hlúa að þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Pjölskyldan, börnin og seinna bama- bömin vom þinn aðalgróður og að þeim gróðri hlúðir þú með kærleika, alúð og hlýju. Má það einnig segja um þá sem dvöldu á heimili þínu um lengri eða skemmri tíma því það vom ófá böm og ungmenni sem nutu þessa að koma og dvelja á þínu heim- ili. Ræktarsemi þín mun um langan aldur skila sér í afkomendum þínum. Barnahópur þinn og eiginkonu þinnar Maríu var stór og var að verða uppkominn þegar ég kem til ykkar. Barnabörnin fóm að koma í heiminn og Vindhæli varð þeirra annað heim- ili. Það var stór hópur. Allt stelpur, tíu að tölu sem þú fékkst að hafa og vildir hafa hjá þér. Það skipti ekki máli hvenær það var, þær vom alltaf velkomnar. Þú hafðir gaman af og það em ófá skiptin sem þú hefur stig- ið í stokkinn við þær í eldúshorninu. Þar sast þú líka oft og naust þeirrar þjónustu og ánægju að láta þær raka þig hvenær sem þeim þóknaðist. Þú kenndir þeim öllum að fara á hest- bak. Þú varst ekki manna latastur að veita þeim þá ánægju að sitja með þér á Bleik. Það skipti ekki máli hversu margar þær vom, allar fengu að fara á bak. Oftar en ekki vom þær fleiri en ein sem vildu vera með í hvert skipti og fengu það. Ræktar- semi þín við barnabörnin var ómetan- leg. Þú varst manna fróðastur um byggð og landshagi í Húnaþingi og þó að víðar væri leitað. Það var ekki til nokkurs að koma að Vindhæli án þess að hafa fylgst með fréttum og því sem var að gerast í okkar heimi og ég tala nú ekki um í minni heimabyggð. Prétta- og fróðleiksfíkn þín var eng- um takmörkum háð. Það var sama hvar komið var að þér þú vildir fá féttir og vissir hvað var að gerast allt í kringum þig. Þú hafðir fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og varst óspar að láta þær í ljósi hvar og hvenær sem var. Minningabrotin hrannast upp en þeim verður ekki öllum gerð skil hér. Ég kveð þig mikinn alþýðumann hinstu kveðju og þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig og mína fjöl- skyldu gert. Ég er meii-i maður af því að hafa kynnst þér og fengið að ganga með þér um þennan heim síð- astliðinn aldarfjórðung. Minning um þig mun alltaf verða ljós í lífi mínu. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margt að minnast svo margt sem um hugann fer. Þó þú sért horfrnn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku María, bömin þín og fjöl- skyldur þeirra. Megi góður guð styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Bjami Jóhannsson. Þegar ég vissi að Mannni væri að fá hvíld eftir langa sjúkralegu þá leit- aði hugur minn til baka í sveitina eins og svo oft, þar á ég ótæmandi brunn af góðum og ljúfum minningum. Þeg- ar ég kom fyrst í sveitina til að dvelja yfir sumartímann átta ára gömul mætti mér opinn faðmur Manna, Maríu og fjölskyldu, svo var ég drifin inn í eldhús og spurð frétta frá höfðstaðnum Reykjavík, ég var alltaf hrædd um að ég hefði ekki nóg frá að segja því Manni hafði gaman að heyra fréttir af sínu fólki og fylgdist alltaf vel með. Eins og þegar Dóra heitin, mágkona Manna, kom norður, þau gátu spjallað saman og höfðu gaman af, það er víst að fagnaðar- fundir hafa orðið þegar þau hittust á ný. Alltaf var ég svo hjartanlega vel- komin á Vindhæli. Þegar ég varð eldri þá fannst mér enginn staður eins góður til að eyða sumarfríum mínum, sem ég gerði í nokkur ár, það eru engin orð til sem lýsa því sem býr í hjarta mínu. Ég samdi litla vísu til minningar um Guðmann. Ég minnist svo góðra stunda í sveitinni hjá þér, ég kynntist frelsi og æskublóma. í sumaryl, égáheysátuvar, í fjarska bar við Strandimar, ég sá þær svo óralangt frá mér. í Spákonufellið og Skógaröxlina égsávelfrámér. í Stapanum álfafólkið var, égsáekkiálfaþar! (EstherSig.) Kæri Manni, hjartans þakkir fyrir allt. Guðmann og María eiga fönguleg- an hóp afkomenda og bræður hans Guðmundur og Páll, mér er svo hlýtt til ykkar allra og svo þakklát fyrir að eiga ykkur að, Guð styrki ykkur og styðji. Mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt, núsællersigurunnin og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Esther. Elsku afi, þú ert í mínum huga löngu farinn frá okkur því sjúkdóm- urinn sem þú fékkst, gerði það að verkum að smám saman fjarlægðist þú okkur, hættir að geta haft við okk- ur tjáskipti og lifðir þess í stað í heimi hugsana þinna. Oftar en ekki virtist mér sem nóg væri að gera hjá þér þegar okkur bai’ að garði. Ég ímynd- aði mér stundum að þú værir ein- hvers staðar upp í fjalli að smala. Þess vegna held ég enn í þá von að þér hafi ekki liðið illa þótt svona væri komið. Nú ertu búinn að vera á sjúkrahús- inu á Blönduósi í rúmlega átta ár. Á 4 ----------------------------------—-------| ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is þessum átta árum hefur margt gerst í lífi okkar hinna. Afabörnunum hefur fjölgað, þú átt orðið nafna sem býr á Vindhæli. Hver veit nema hann eigi eftir að stýra þar búi í framtíðinni? Langafabörnin eru farin að bætast í hópinn þinn sem stækkar óðfluga um þessar mundir. Sveitin var mitt líf og yndi. Strax að loknum skóla á vorin fór ég norður að Vindhæli til ykkar ömmu og var þar öll sumur tU sextán ára aldurs. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíma á mínum yngri árum farið öðru- vísi en með tárin í augunum frá Vind- hæli á haustin, svo yndisleg var dvöl- in hjá ykkur. Minningarnar að norðan eru margar og sveipast ævin- týraljóma þegar hugsað er til baka. Þeir krakkar sem aldrei hafa fengið tækifæri til að vera í sveit fara á mis við mikið. Elsku afi, biðin þín er loksins á enda og nú ert þú vonandi aftur kom- inn út í sólina. Éflaust hefur hópurinn verið stór sem tók á móti þér og varla hafa Bleikur og Táta verið langt und- an við komu þína í himnaríki. Takk fyrir samfylgdina. Sigrún María. Elsku afi okkar. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér eftir mörg erfið ár og þú hlýtur loks hinstu hvílu, sem þú átt svo sannarlega skilið eftir löng og erfið veikindi. Minningin um góðan og duglegan afa mun ávallt lifa með okk- ur og þú munt eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þær voru ófáar Vind- hælisferðirnar sem lagt var upp í á sunnudögum til að heimsækja afa og ömmu í sveitina og alltaf tókst þú á móti okkur, í lopapeysunni, opnum örmum í dyragættinni. Við söknum þín afi og við trúum því að þú sért loksins orðinn frjáls. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu Wðinn, og alit er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerguðsaðvilja, og gott er allt, sem guði er frá. (V. Briem.) Guð geymi þig. Lilja, Margrét og Harpa Lind. ,{Minningaröldur Sjómannadagsins" fást á Hrafnistuheimilunum Sími 585 9500/585 3000 OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSTRÆTI 4B • 101 kEYKJAVÍK Davið Inger Óltifur Útfararstj. Útfararstj. Útftrarstj. LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍN MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, húsfreyja í Laxárdal, Þistilfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 28. nóvember. Bragi Eggertsson, Kelga Jóhannsdóttir, Petra Sigríður Sverrisen, Einar Friðbjörnsson, Ólafur Eggertsson, Anna Antoníusdóttir, Stefán Eggertsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Marinó Pétur Eggertsson, Ósk Ásgeirsdóttir, Guðrún Guðmunda Eggertsdóttir, Þórarinn Eggertsson, Særún Haukdal Jónsdóttir, Garðar Eggertsson, Iðunn Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Þangbakka 8, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hrafnhildur Hauksdóttir, Ragnar Hauksson, Anna Skúladóttir, Björn Hauksson, Þórhildur Jónsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR EÐVARÐSSON frá Helgavatni í Vatnsdal, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugar- daginn 2. desember kl. 14:00. Þorbjörg Jónasdóttir Bergmann Kristín Hallgrímsdóttir, Gert Grassl, Eðvarð Hallgrímsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Sigurlaug Helga Maronsdóttir, afabörn og langafabörn. + Bróðir okkar og fósturbróðir, HALLDÓR ÁGÚSTSSON bóndi, Eyri, Seyðisfirði, Súðavíkurhreppi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Eyrarkirkju laugar- daginn 2. desember kl. 14.00. Einar Ágústsson, Sigurborg Ágústsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. + Bróðir okkar, mágur og frændi, BRANDUR ÖGMUNDSSON, Bjargarstig 2, Reykjavfk, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 8. nóvember. Útför fór fram í kyrrþey föstudaginn 17. nóv- ember frá Fossvogskapellu í Reykjavík. _______________ Jarðsett var í Ólafsvík. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Ögmundsson. Lokað Skrifstofa SPOEX verður lokuð í dag, miðvikudaginn 29. nóvem- ber, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar ERNU ARADOTTUR. Samtök psoriasis- og exemsjúklinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.