Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
+ Erna Aradóttir
fæddist á Pat-
reksfirði 12. mars
1934. Hún lést á líkn-
ardeild Landspíta-
lans í Kópavogi 23.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ari Jónsson,
f. 9.11. 1883, d. 24.8.
1964, og Helga Jóns-
dóttir, f. 10.3. 1893,
d. 9.5. 1962. Þau
eignuðust sjö börn
og var Ema yngst
þeirra. Systkini
Ernu eru Ingölfur, f.
6.12.1921; Þórhallur, f. 28.7.1923;
Steingrímur Einar, f. 28.3. 1925;
Una Guðbjörg, f. 14.5. 1927; Jón
Þorsteinn, f. 9.10. 1930; Júlíana
Sigríður, f. 24.6. 1932. Þau eru öll
búsett í Reykjavík.
Erna giftist 27.6. 1956 Hafsteini
Davíðssyni, rafvirkja og orkubús-
stjóra á Patreksfirði, f. 13. desem-
ber 1922, d. 18. október 1985.
Hann var sonur Davíðs Stefáns-
Það er mér bæði ljúft og skylt að
minnast tengdamóður minnar,
Ernu Aradóttur frá Patreksfirði.
Hún lést 23. nóvember síðastliðinn
af völdum krabbameins, 66 ára að
aldri. Kynni okkar Ernu hófust
fyrir 15 árum þegar hún var ný-
flutt frá Patreksfirði til Reykjavík-
ur, þá nýorðin ekkja. Þegar ég
reyni nú að rifja upp hvernig gekk
til með fyrstu kynni tilvonandi
tengdasonar og tengdamóður átta
ég mig ekkert á hvernig þau voru.
Mér finnst bara að við höfum alltaf
þekkst. Ég held þó að við höfum
strax tekið upp umræður um þjóð-
málin sem dugðu okkur í 15 ár, að
ég tali nú ekki um hitamál líðandi
stundar. Umræðurnar voru strax
kryddaðar með sögum úr pólitík-
inni á Vestfjörðum en þar var Erna
virkur þátttakandi. Mig minnir að
fljótlega hafi tengdasonurinn þurft
að standa klár á mergjuðum
vestfirskum háðsglósum og at-
hugasemdum. Þá var eins gott að
nýta sér uppeldi sitt út í ystu æsar
eins og séra Árni Þórarinsson lýsti
því hjá snæfellskum börnum í bók-
inni Hjá vondu fólki: „Þannig óxu
þau upp í sjálfræði og þráa, óðu
með aldrinum yfir höfuð foreldrun-
sonar, f. 1.10. 1877, d.
8.11.1959, og Vilborg-
ar Jónsdóttur, f. 12.1.
1887, d. 1.7. 1985.
Börn Ernu og Haf-
steins eru: 1) Hafdís, f.
27. júní 1954, maki
Hjörtur Sigurðsson, f.
22. október 1952, og
eiga þau þijú börn. 2)
Helga, f. 6. desember
1956, maki Eli Harari,
f. 14. júlí 1956, og eiga
þau eitt barn. 3) Vil-
borg, f. 25. desember
1957, maki Þráinn
Hauksson, f. 30. ágúst
1957, og eiga þau þrjú börn. 4)
Davíð, f. 1. febrúar 1960, maki
Hanna Dóra Hermannsdóttir, f.
30. júní 1965, og eiga þau þijú
börn. Davíð átti fyrir eitt barn með
Margréti Anný Guðmundsdóttur,
f. 26. mars 1964. 5) Ester, f. 22.
september 1961, maki Sigurgeir
B. Kristgeirsson, f. 3. desember
1960, og eiga þau tvö börn. 6)
Haukur, f. 13. mars 1964, maki
um og svöruðu þeim fullum hálsi.“
Og svo var hlegið að öllu saman.
í seinni tíð voru einnig rædd al-
varlegri málefni sem sneru að
glímu margvíslegra hagsmuna í
byggðarlögum úti á landi. Þar var
Erna á heimavelli, reynd úr sveit-
arstjórnarmálum frá Patreksfirði.
En það voru ekki einungis þjóð-
þrifamálin sem voru rædd við eld-
húsborðið. Fljótlega eftir að sam-
búð hjónakornanna hófst þurfti að
skera úr ýmsum álitamálum sem
upp komu. Þetta gátu verið hvers-
dagslegir viðburðir á borð við val á
lit á gluggatjöldum en einnig mikil-
vægar ákvarðanir sem tengdust
búferlaflutningum eða einhverjum
vandamálum sem upp komu í dags-
ins önn. Þá var soðningu stungið í
pott eða á pönnu, hringt í Ernu og
hún sett í dómarasæti undir yfir-
skini kvöldverðarboðs. Síðan voru
málin rædd og reifuð þar til niður-
staða fékkst, oftar en ekki með
góðum ráðum Ernu.
A frumbýlingsárum okkar hjóna
var aukatekna aflað með sjóróðr-
um á Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Erna þáði hvert tækifæri til að
koma með vestur á Stapa og naut
fegurðar fjallanna, kyrrðar og úti-
Þórdís Thorlacius, f. 8. september
1964, og eiga þau tvö börn.
Erna og Hafsteinn hófu sinn bú-
skap á Patreksfirði árið 1956 og
bjuggu þar til ársins 1985 er Haf-
steinn lést, en Erna fluttist til
Reykjavíkur ári seinna. Erna
stundaði nám við Héraðsskólann á
Laugarvatni og útskrifaðist þaðan
vorið 1951. Síðar stundaði hún
nám við lýðháskóla í Danmörku.
Auk húsmóðurstarfa á stóru heim-
ili vann hún mikið að félagsmálum.
Var hún formaður slysavarna-
deildarinnar Unnar um árabil.
Formaður sjálfstæðisfélagsins
Skjaldar á Patreksfirði árin 1984
tií 1986. Erna sat í hreppsnefnd
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur
ár 1982-1986 og var hún fyrsta
konan sem kjörin var til þeirra
trúnaðarstarfa þar. Erna rak um
tíma verslun á Patreksfirði. Hún
var skipuð af ráðherra í stjóm
Breiðaíjarðarfeijunnar Baldurs
og einnig í ferðamálaráð. Eftir að
hún fluttist til Reykjavíkur vann
hún sem læknaritari, fyrst á Borg-
arspítalanum og síðar á Land-
spítalanum, auk þess sat hún í
sljórn Psoriasisfélagsins.
Útför Ernu fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
vistar þar til hins ýtrasta. Hún
endurnærðist í hvert skipti sem
farið var vestur. Naut þess að
ganga meðfram brimsorfinni
ströndinni, fylgjast með sjófuglun-
um setjast upp á vorin, sjá rituna
reyta sinu úr sefi tjarnarinnar til
hreiðurgerðar og síðar að skynja
haustið koma þegar fuglarnir und-
irbjuggu ferð sína á úthafið eða til
suðrænna slóða. Á síðustu árum
vesturferðanna var hápunkturinn
að fara í Fjöruhúsið á Hellnum.
Síðastliðið sumar þegar Ijóst var
hvert stefndi safnaðist fjölskylda
Ernu saman á Stapa. Heilsu henn-
ar hafði þá hrakað, kraftarnir farn-
ir að þverra og ekki lengur orka til
langra gönguferða. Sú ferð varð
líka að hafa sinn hápunkt með ein-
um bjór hjá Siggu í Fjöruhúsinu
því ekki skemmdi hann fyrir um-
ræðum sem á eftir fylgdu.
Erna Aradóttir var mér meira en
venjuleg tengdamóðir. Börnin mín
og kona voru ekki bara að missa
ástkæra ömmu sína og móður og
ég tengdamóður, sem eitt og sér er
fullt af sorg og trega, heldur var ég
að missa einn minna bestu vina og
ráðgjafa. Hvíli hún í Guðs friði.
Sigurgeir B. Kristgeirsson.
ERNA
ARADÓTTIR
ODDNYEDDA
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Oddný Edda Sig-
uijónsdóttir
fæddist í Snæ-
hvammi í Breiðadal
28. maí 1939. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 5.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Heydalakirkju 11.
nóvember.
Afeilífðarljósibjamia
ber,
sem brautina þungu
greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Baráttunni er lokið, þjáningin á
enda. í hugann kemur hin eilífa
spurning Hvers vegna hún? Hvers
vegna svona allt of fljótt? Hún Edda
sem var svo hlý, glöð og gefandi og
átti svo mörgu ólokið. Átti eftir að
gefa svo mörg bros og svo mikla
hlýju til allra sem hún mætti í lífinu.
Við spyrjum en fáum ekki svar, en
vitum að það er þörf fyrir fleiri henn-
ar líka á þessari jörð. Hógværar
elskulegar manneskjur sem senda
frá sér birtu og yl til
samferðamanna sinna.
Hún Edda var þeirrar
gerðar að öllum hlaut
að þykja vænt um hana
sem kynntust henni.
Edda var ljóðelsk og
unni öllu fögru í skáld-
skap og listum svo sem
hún átti kyn til. Hún
hafði aflað sér þekking-
ar og fi-óðleiks langt
umfram hið algenga
með lestri góðra bóka.
Fylgdist af áhuga með
öllu sem var að gerast
og hafði sína skoðun á
hlutunum á sinn kurteisa en ákveðna
hátt. Hafði skemmtilegan „húmor“
og frábæra frásagnargáfu.
Ég sem þetta skrifa hef þekkt
Eddu frá átta ára aldri, en þá var ég í
barnaskóla í Snæhvammi, heimili
hennar. Þar var þá farskóli sveitar-
innar og faðir hennar, Sigurjón
bóndi og skáld, okkar kennari og
lærifaðir. Það er mín trú að á þessu
heimili höfum við skólabömin fengið
ómetanlegt veganesti út í lífið. Það
er með fræðslu eins og annað, ekki
er sama hvernig hún er fram sett.
Hér var ekki verið að troða í okkur
skráþurrum fróðleik, nei kennslan
var lifandi og skemmtileg og náði
langt út fyrir kennslubækurnar. í
þessu andrúmslofti ólst Edda upp.
Skáldskapur í bundnu og óbundnu
máli var jafn sjálfsagður og hið dag-
lega brauð.
Edda var með þeim yngstu af okk-
ur skólabörnunum í Snæhvammi en
fylgdi okkur í öllu og lét ekki hlut
sinn fyrir hinum eldri, hvorki í leik
né námi. Dugleg og hress og alltaf til
í glens og gaman.
Þó leiðir okkar hafi ekki legið sam-
an í lífinu nema stuttar stundir
fannst mér ævinlega hún vera þessi
sama gamla leiksystir, félagi og vin-
ur. Þó árin líði breytast sumir aldrei,
vinátta þeirra er ætíð hin sama.
Þannig var hún þessi ljúfa kona sem
nú hefur kvatt þetta jarðneska líf.
Vinur vina sinna á hverju sem gekk.
Er vinimir búast til ferða svo fljótt,
við fáum ei skilið þá örlagadóma.
Sorgin er þung eins og svartasta nótt
- Þá sendir oss minningin yl sinn og
Ijóma.
(ÞóreyJónsdóttir.)
Með þessum orðum vil ég að end-
ingu senda mínar hlýjustu kveðjur
til eiginmanns, barna og annarra
vandamanna.
Þúrey Jónsdóttir.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
VIGDÍS
ÓLAFSDÓTTIR '
+ Vigdís Ólafsdótt-
ir fæddist í Haga
á Barðaströnd 15.
september 1908. Hún
lést á Dvalarheimil-
inu Barmahlíð 13.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Gufudalskirkju 18.
nóvember.
Þá er hún Vigga far-
in, skóhljóðin hennar
þögnuð og klingjandi
hlátur. Mínar einu
minningar um gamla
tímann tengjast Viggu og gamla
Brekku-bænum, þegar ég sem
krakki fór að Brekku til að leika við
sonarson Viggu sem er jafngamall
mér. Þetta voru ævintýraferðir fyr-
ir litla stelpu. Fyrst var það grái
hesturinn sem var í girðingu vestan
við bæinn á Brekku, ef hann leit
upp frá beitinni og leit á mig varð
ég hrædd og klifraði upp í hlíð fyrir
ofan veg til að komast framhjá, þeg-
ar ég kom að bænum fansnt mér
betra ef bærinn var lokaður, því þá
geltu hundarnir þegar ég bankaði
og þá kom Vigga til dyra, opnaði
bæinn og út þustu margir svartir
hundar. Ef bærinn stóð opinn,
þurfti maður að paufast inn löng
dimm göng og banka á innri hurð-
ina. Alltaf var tekið vel á móti mér,
þótt ég væri bara krakki, sett inn í
eldhús og borið kakó og kökur.
Elsku Vigga, alltaf hefur þú verið
hlý og notaleg. Þrjátíu árum síðar
sátum við oft yfir kaffibolla og þú
sagðir mér frá lífinu í Hergilsey og
víðar á þinni erfiðu leið
til fullorðinsára, oft
gréstu yfir sárum
minningum, en líka var
stutt í glaðlegann hlát-
ur. Þú minntist horf-
inna vina bæði, manna
og málleysingja, og
talaðir oft um hundana
þína. Spurðir frétta af
mínu fólki, inntir eftir
krumma og hvort álft-
in væri komin á vatnið,'
hafðir séð hana fljúga
hjá, allt líf var þér
jafnmikils virði. Fyrir
nokkrum árum þegar
heilsunni fór að hraka var ég ráðin í
heimilisþjónustu, var úr vöndu að
ráða því þú vildir ekki aðstoð og
taldir að ég hefði nóg að gera heima
hjá mér. Bar ég virðingu fyrir þér
og vildi ekki ráðskast með þig eða
þitt heimili en allt gekk upp með
þolinmæði og mörgum skondnum
uppákomum. Þú talaðir aldrei illa
um nokkurn mann, en varst innilega
hreinskilin. Þú útlistaðir fyrir mér
að börn væru oft svo gullfalleg, en
yrðu svo forljót sem fullorðið fólk,
en bætir svo við „þú varst nú fallegt
barn, Svandís mín“ oft er vitnað í
þessi orð á mínu heimili. Elsku
Vigga, ég og börnin mín og maki
sendum þér okkar hinstu kveðju og
minnumst þín með hlýhug og virð-
ingu og þakklæti fyrir samveruna,
þar er stórt skarð þar sem stórbrot-
in persóna og vinur fer.
Aðstandendum votta ég mína
samúð. Guð veri með ykkur.
Svandís Reynisdóttir,
Fremri-Gufudal.
+
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
ÓSKAR SÆMUNDSSON,
lést á Grundarfirði mánudaginn 27. nóvember.
Minningarathöfn verður í Grundarfjarðarkirkju
mánudaginn 4. desember kl. 14.00.
Jarðsungið verður í Fossvogskapellu föstu-
daginn 8. desember kl. 13.30.
Þórdís Sæmundsdóttir,
Elín Sæmundsdóttir
og systkinabörn.
+
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát ástkærrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Grundarlandi 11,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deilar 12G
Landspítala við Hringbraut og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Óskar Jónsson,
Guðrún S. Óskarsdóttir, Sigurgeir Jónsson,
Sólveig Óskarsdóttir, Hilmar Baldursson,
Gunnar Óskarsson, Dagný Brynjólfsdóttir,
Fanney Óskarsdóttir, Guðjón E. Friðriksson
og barnabörn.
+
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
GUÐRÚNAR DIÐRIKSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Höfða fyrir frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Finnbogason, Roswitha, Kreye Finnbogason,
Svava Finnbogadóttir, Hróðmar Hjartarson
og fjölskyldur.