Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
MORGUNBLADIÐ
FRETTIR
Íslandsbanki-FBA fyrirhugar kaup á bankanum Rietumu í Lettlandi
Ætlar að kaupa 56,2%
ISLANDSBANKI-FBA fyiirhugar
kaup á meirihluta í bankanum Riet-
umu í Lettlandi. Aformin ganga út á
að Íslandsbanki-FBA kaupi 56,2% í
lettneska bankanum og hefur banka-
ráðið fjallað um kaupin og samþykkt
með þeim fyrii’vara að Seðlabanki
Lettlands heimili þau og að áreiðan-
leikakönnun verði jákvæð. Sam-
kvæmt tilkynningu frá Islands-
banka-FBA er stefnt að undirritun
kaupsamnings á fyrstu vikum næsta
árs. Samkvæmt fyrrgreindri til-
kynningu keypti Rietumu nýlega
annan banka í Lettlandi, með sömu
fyrirvörum og í kaupunum nú um
áreiðanleikakönnun og samþykki
Jóla-
myndir á
mbl.is
SETT hefur verið upp mynda-
sýning á mbl.is á Netinu með
myndum frá jólaundirbúningi
víða um land. Verður bætt við
myndum allt fram að jólum. Þar
er einnig hægt að sjá lifandi
myndskeið af jólastemmning-
unni í Reykjavík og því er
kveikt var á Hamborgarjóla-
trénu sl. laugardag. Er þetta
gert í samvinnu við margmiðl-
unai-íyrirtækið Verði ljós og er
áformað að slíkar myndir verði
er frá h'ður hluti af fréttaþjón-
ustu mbl.is.
Myndskeiðið er á QuickTime-
sniði í mismiklum gæðum eftir
því hvemig símatengingu not-
endur eru með. Hlaða þarf inn
QuickTime-hugbúnaði sé hann
ekki fyrir hendi í tölvunni en
hugbúnaðurinn er ókeypis.
Hægt er að sjá myndasýning-
una með því að smella á hnapp á
forsíðu mbl.is, undir yfírskrift-
inni: Myndasyrpa: Aðventa.
Mikil viðskipti
með bréf TM
VIÐSKIPTI voru með bréf Trygg-
ingamiðstöðvarinnar hf. fyrir 1.383
milljónir króna á Verðbréfaþingi Is-
lands í gær í aðeins þrennum við-
skiptum og var lokagengi bréfa fé-
lagsins 52.
Viðskipti voru íyrir 2.362 milljónir
á Verðbréfaþingi í gær. Viðskipti
voru með húsbréf fyrir 475,8 milljón-
ir og hlutabréf fyrir 1.782,6 milljónir
kr. Auk mikilla viðskipta með bréf
Tryggingamiðstöðvarinnar voru við-
skipti með bréf Íslandsbanka-FBA
upp á 67,3 milljónir kr. og bréf
Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans
fyrir 126,2 milljónir.
Mest hækkuðu hlutabréf Skýrr,
um 4,3%. Bréf Landsbankans lækk-
uðu um 4,3%. Úrvalsvísitalan lækk-
aði um 0,65% og er 1.268 stig.
Seðlabanka Lettlands. Vegna
ákvæða um trúnaðarskyldu mun
ekki verða greint nánar frá þessum
kaupum fyrr en henni verður létt af.
Islandsbanki-FBA mun sam-
kvæmt tilkynningu bankans greiða
jafngildi 2,35 milljarða íslenskra
króna fyrir 56,2% hlut sinn í Riet-
umu. Þessi greiðsla skiptist í kaup á
hlutafé af núverandi hluthöfum og
nýtt hlutafé, en núverandi eigendur
Rietumu munu áfram taka vii’kan
þátt í rekstri bankans. Þá segir í til-
kynningunni að Íslandsbanki-FBA
geri ráð fyrir að afkoma bankans
muni leiða til arðsemi vel yfir arð-
semiskröfu Islandsbanka-FBA.
Þar segir einnig að gert sé ráð fyr-
ir að Rietumu verði fjórði stærsti
banki Lettlands eftir kaupin og að
eignir hans muni samsvara um 40
milljörðum íslenskra króna. Þá sé
búist við að hagnaður yfirstandandi
árs verði nálægt 900 milljónum ís-
lenskra króna.
Víðari tekjugrunnur
og dreifing áhættu
Rietumu var stofnaður árið 1992
og sérhæfir sig í þjónustu við efnaða
einstaklinga í Lettlandi og alþjóð-
legri greiðslumiðlun og greiðslustýr-
ingu fyrir banka og fyrirtæki í Rúss-
landi og öðrum löndum Mið- og
Austur-Evrópu. Bjarni Armanns-
son, forstjóri Íslandsbanka-FBA,
segir að ætlunin sé að byggja áfram
á núverandi stjórnendum hins lett-
neska banka enda hafi þeir fjölþætta
reynslu af bankarekstri. Islands-
banki-FBA muni leggja til þekkingu
á ýmsum sviðum sem hafi verið að
þróast hér á landi þannig að þróunin
hjá lettneska bankanum geti á þeim
sviðum orðið hraðari en ella hefði
orðið.
Bjarni segir að með þessum kaup-
um sé verið að nýta betur sérfræði-
þekkingu innan Islandsbanka-FBA,
víkka tekjugrunn hans og dreifa
áhættunni frá íslensku efnahagslífi.
Bananar
kaupa
Agæti
FYRIRTÆKIÐ Bananar ehf.
hefur keypt sölufyrirtækið
Agæti og var samningur þess
efnis undirritaður í gær. Kjart-
an Már Friðsteinsson fram-
kvæmdastjóri Banana ehf. segir
að brátt verði starfsemi fyrir-
tækisins flutt á einn stað, dreif-
ing verði gerð skilvirkari og að
magninnkaup verði hagstæðari,
sem leiði vonandi til lægra vöru-
verðs fyrir neytendur. Kjartan
segir að sú breyting sem orðið
hefur á smásölumarkaði hafi
kallað á þessa sameiningu og að
hún sé í raun viðbrögð við þeirri
samþjöppun sem þar hafi orðið.
Morgunblaðið/Ásdís
íslandsflug hefur leigt fimmtu B737-þotuna til þriggja ára og fer hún í
dag áleiðis til Bahamaeyja í fímm mánaða verkefni.
Islandsflug bætir við fímmtu þotunni
Hlutafé aukið
um 250 millj-
ónir króna
ISLANDSFLUG hefur tekið í notk-
un fimmtu Boeing 737-þotuna og er
hún leigð til þriggja ára. Verið er að
auka hlutafé íslandsflugs um 250
milljónir króna og segir Omar Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri ís-
landsflugs, það vera til að mæta fyr-
irsjáanlegum vexti í starfseminni.
Nýja þotan, B737-300, verður
næstu fimm mánuði í verkefnum fyr-
ir Bahamasair á Bahamaeyjum og
svo í verkefnum frá Englandi fyrir
breskar ferðaskrifstofur. Ómar segir
að veltan vegna verkefna þotunnar
þessi þijú ár verði að lágmarki um
1,8 milljarðar. íslandsflug hefur
tvær aðrar 737-300-þotur í rekstri,
önnur er farþegavél í verkefnum frá
Mallorka fyrir evrópskar ferðaskrif-
stofur og hin er frakt- og farþegavél,
sem í vetur sinnir fraktfluginu fyrir
DHL og fleiri aðila. Þá er félagið
með tvær 737-200-þotur, aðra í frakt-
flugi í Evrópu og hin er farþegavél í
verkefnum í Karíbahafinu. Alls
starfa nú 42 íslenskir flugmenn hjá
Islandsflugi auk nokkurra erlendra.
Ómar segir hlutafé íslandsflugs
hafa verið aukið á liðnu sumri eftir
áföll, sem félagið varð fyrir, m.a.
vegna bilana 737-300-vélarinnar,
sem sinnti frakt- og farþegaflugi frá
Islandi. Nú er í ráði að auka hlutaféð
um 250 milljónir og er fyrirhugað að
félagið auki við þotureksturinn.
Meðal nýrra hluthafa er Gunnar
Björgvinsson í Liechtenstein, sem
sérhæfir sig í kaupum og sölu flug-
véla og á hann nú fulltrúa í stjóm
þess. Hlutafé íslandsflugs verður
375 milljónir að nafnverði eftir aukn-
inguna.
íslendingar fengsælir á Evrópsku
kvikmyndaverðlaununum
Þrenn verðlaun
s
til Islendinga
EVRÓPSKU kvikmyndaverðlaunin
voru afhent í Théatre National de
Chaillot í París á laugardagskvöld.
Björk Guðmundsdóttir hlaut verð-
Iaun sem besta leikkona ársins fyrir
leik sinn í kvikmynd Lars von
Trier, Dancer in the Dark, auk þess
að vera kosin besta leikkonan af
áhorfendum, en sú kosning fór
fram á Netinu. Ingvar E. Sigurðs-
son hlaut einnig áhorfendaverðlaun
fyrir hlutverk Páls í Englum al-
heimsins eftir Friðrik Þór Friðriks-
son. Ingvar var að vonum ham-
ingjusamur með heiðurinn, þótt
hann væri óviss um þýðingu verð-
launanna fyrir sig sem leikara í hin-
um stóra heimi kvikmyndanna.
„Mér finnst fyrst og fremst heiður
að fá að leika svona sterkt hlutverk,
og af frábærum viðbrögðum heima
finnst mér ég þegar vera búinn að
vinna áhorfendaverðlaun."
Dancer in the Dark var valin
besta mynd ársins, en Lars von
Trier hlaut einnig áhorfenda-
verðlaun, eins og Ingvar og Björk,
sem besti leikstjórinn. Sagði Þor-
finnur Ómarsson hjá Kvikmynda-
sjóði íslands að þetta væri stór
stund fyrir íslenska kvikmynda-
gerð - ef ekki sú allra mesta viður-
kenning sem Islendingar hefðu
hlotið innan geirans.
Hvorki Lars von Trier né Björk
voru viðstödd afhendinguna, og
hafa dönsk dagblöð haft eftir fram-
ieiðanda Dancer in the Dark, Peter
Aalbæk Jensen, að það sé ófyrirgef-
anlegt af hálfu Bjarkar að hún hafi
ekki verið við athöfnina, að hún
hafi ekki afboðað komu sína, og
hafði hann eftir Lars von Trier að
hún ætti skilið rassskell fyrir vikið.
Einar Örn Benediktsson, vinur
Bjarkar og vefstjóri, segir að Björk
hafi vissulega afboðað komu sína,
og að saman hafi þau tekið upp á
myndband þakkarræðu Bjarkar
Morgunblaðið/Páll Ketilsson
Ingvar E. Sigurðsson hélt á
verðlaunagripnum frá París er
hann sté út úr flugvélinni inn í
Leifsstöð við heimkomuna í gær.
sem hins vegar barst hátíðinni ekki
í tæka tíð, eins og annar kynnirinn,
Antoine de Caunes, skýrði frá.
„Mér finnst þetta auglýsingaæði
framleiðendanna taka út yfir allan
þjófabálk,“ segir Einar Örn. „Þeir
segja hana vera að éta peysur og að
hún eigi að fá rassskellingu. Ef ein-
hveijir eiga að éta vindlana sína og
fá rassskellingu, þá eru það fram-
leiðendur þessarar myndar.“
Einar Örn segir Björk vera að
klára upptökur á nýjustu plötunni
sinni, Domestika, sem eigi huga
hennar allan. „Björk hefur verið að
vinna plötuna frá því að hún gekk
frá sínum málum varðandi kynn-
ingu á myndinni og fleira, þannig
að hún sá sér ekki fært að fara á há-
tíðina og er að vinna í New York.“
I Mesta viðurkenning/ 79
•3 TíVff] #
L - • • - aííúaSlíLLLí %. J
BÆKUR
Enginn veit
sína ævina...
mm mm i&muhm llS
Hfit
slH HHs xmm
;y.f._U_3 ÉgBap Ewp-ns
cisSfíg SígÉsja =-iiÆ-jg
ifiS
Blaðinu í
dag fylgir
átta síðna
blaðauki
um bækur.
miAin
Heimili
••••••••••••••••••••••*••••••••••
íþróttablaðið er inni
í Fasteignablaðinu