Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ f FRÉTTIR Leggja á ráðin EKKI er aðeins talað úr ræðustól í þingsal og hér leggja þeir á ráðin flokksbræðumir ísólfur Gylfi Pálmason og Hjálmar Árnason, þingmenn Framsóknarflokks. Lausaganga stórgripa ekki leyfð við þjóðvegi ÞINGMENN úr öllum þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að gera eig- endum stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið um kring og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á þjóð- vegum eða við þá. Er með tillögum frumvarpsins stefnt að því að koma í veg fyrir umferðaróhöpp og slys sem tengjast lausagöngu stórgripa. Er jafnframt á það bent að slíkum slys- um hafi fjölgað mjög á síðustu tveim- ur árum. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, en meðflutnings- menn eiu Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, Jónína Bjartmarz, þingmaður Fram- sóknarflokksins, Sigríður Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, og Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Frumvarpið hefur verið flutt þríveg- is áður á þingi en aldrei orðið útrætt. I greinargerð með frumvarpinu er m.a. á það minnt að alvarlegustu um- ferðarslysin þar sem búfé á í hlut eru árekstrar ökutækja og hrossa. „Bótakröfur eru miklar og í flestum tilvikum eru bifreiðaeigendur gerðir ábyrgir,“ segir þar ennfremur. Er jafnframt talið ljóst að verði frum- varpið samþykkt myndi það væntan- lega þýða breytingar á ábyrgð bif- reiðaeigenda. í þeim tilvikum þar sem vörsluskylda væri vanrækt eða henni gáleysislega sinnt væri líklegt að bótaskylda bifreiðaeigenda yrði lækkuð eða felld niður. I frumvarp- inu er lagt til að lögin öðlist gildi 1. september árið 2002 svo að eigend- um stórgripa, sveitarstjómum og öðrum málsaðilum gefist tími til að- lögunar á þeim. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst kl. 13:30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá. 1. Fjáraukalög 2000. Frh. 3. umr. (Atkvgr.) 2. Blindrabókasafn fslands. Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 3. Lyfjalög. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 4. Sjúklingatrygging. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 6. Skráning skipa. Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 7. Feijuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum. Frh. síðari umr. (Atkvgr.) 8. Útflutningsráð fslands. 1. mnr. 9. Tekjuskattur og eignarskattur. 2. umr. 10. Fjáröflun til vegagerðar. 1. umr. 11. Lokafjárlög 1998.1. umr. 12. Samningur um bann við notkun jarðsprengna. 1. umr. 13. Samningur um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn. 1. umr. 14. Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar. l.umr. 15. Almenn hegningarlög. 1. umr. 16. Barnalög. 1. umr. 17. Jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001.1. umr. 18. Hafnaáætlun 2001-2004. Fyrri umr. 19. Sjóvamaáætlun 2001-2004. Fyrri umr. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Spurt um nýtingu slát- urúrgangs KOLBRÚN Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingai'- innai' - græns framboðs, hefui' lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspum til landbúnaðarráð- herra, Guðna Ágústssonar, um nýtingu sláturúrgangs í dýra- fóður. Kolbrún spyr hvernig eftirliti sé háttað með fram- leiðslu kjötmöls í landinu. Og ennfremur spyr hún ráðherra hvort til greina komi að breyta reglugerð nr. 666/2000, um meðferð og nýtingu á slátur- úrgangi og dýraúrgangi, þann- ig að kjötmjöl verði ekki notað í fóður fyrir eldisfiska eða skepnur sem ætlaðar eru til manneldis, svo sem alifugla og svín. Gert er ráð fyrir því að ráðherra svari fyrirspuminni eftir helgi. Þriðju umræðu um fjáraukalög fyrir árið 2000 lokið á Alþingi Tekjuafgangur ársins verður 23 milljarðar TEKJUAFGANGUR fjárlagaársins 2000 verður 23 milljarðar króna að því er fram kom í máli Jóns Krist- jánssonar, formanns fjárlaga- nefndar Alþingis, á þingfundi í gær. Þá mælti hann fyrir framhalds- nefndaráliti meirihluta nefndarinnar við þriðju og síðustu umræðu um fjáraukalög fyrir árið 2000. Þegar fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi í haust var búist við að afgangurinn yrði um 26,3 millj- arðar króna. í framhaldsnefndaráliti meirihlutans, sem Jón mælti fyrir í gær, kemur fram að tekjur ríkissjóðs muni lækka á þessu ári um 1,1 millj- arð króna frá því sem gert var ráð fyrir í sjálfu fjáraukalagafrumvarp- inu í haust. Að sögn Jóns er sú lækk- un einkum tilkomin vegna lægri tekjuskatts lögaðila en gert hafði verið ráð fyrir sem og vegna minni tekna af sölu ríkisfyrirtækja en ráð var íyrir gert. Jafnframt því sem boðaðar eru minni tekjur í framhaldsnefndaráliti meirihlutans leggur hann til breyt- ingar á fjáraukalagafrumvarpinu ALÞINGI sem nema samtals um 840 milljónum króna til hækkunar. Þar munar mest um hækkun framlaga til heilbrigðis- stofnana. Á móti koma hins vegar til- lögur nefndarinnar um lækkun ann- arra tekna en hér hafa verið nefndar eða lækkun upp á samtals um 390 milljónir króna. Þar munar mest um lækkun fjármagnstekjuskatts um 380 milljónir króna. Af framlögum til heilbrigðisstofn- ana, sem lagt er til að verði hækkuð í framhaldsnefndaráliti meirihlutans, má nefna hækkun á framlagi til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um 41,4 milljónir króna, til að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla sjúkra- hússins, hækkun á framlagi til Ríkis- spítalanna um 173,4 milljónir króna, sömuleiðis til að mæta uppsöfnuðum rekstrai'halla sjúkrahússins, og hækkun á framlagi til sjúkrahús- anna í Reykjavík um 150 milljónir króna til að standa undir kostnaði við sameiningu Ríkisspítala og Sjúkra- húss Reykjavíkur. Þá er í framhaldsnefndarálitinu gerð tillaga um 50 milljóna króna aukafjárveitingu vegna snjóflóðsins á Flateyri við Önundarfjörð og er ætlast til þess að fjármununum verði varið til uppbyggingar og endurnýj- unar gatna á Flateyri. Ennfremur er gerð tillaga um að framlag vegna jarðskjálfta á Suðurlandi í sumar verði hækkað um 150 milljónir króna en fyrir er í fjáraukalagafrumvarp- inu gert ráð fyrir framlagi til þessa málaflokks upp á 200 milljónir króna. Meginhluti framlagsins er ætlaður til að útvega þeim bráða- birgðahúsnæði sem misstu hús sín í jarðskjálftunum. Af öðrum tillögum meirihlutans má nefna tillögu um aukafjárveit- ingu til utanríkisráðuneytisins upp á 77 milljónir króna vegna aukins kostnaðar við sendiráð og fasta- nefndir. í skýringu með þessari til- lögu kemur fram að hlutdeild ráðu- neytisins vegna greiðslu skólagjalda, flutnings starfsmanna, sjúkrasjóðs og tungumálanáms hafi aukist á und- anförnum árum umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá gerir meirihlutinn tillögu um 12,2 milljóna króna aukafjái-veitingu vegna uppgjörs kostnaðar auðlinda- nefndar en hún var kosin af Alþingi í júní 1998. Heildarkostnaður við nefndarstarfið er 22,7 milljónir króna. Að síðustu má nefna tillögu meirihlutans um þriggja milljóna króna aukafjárveitingu vegna upp- gjörs á framkvæmdum við byggingu stafkh'kju í Vestmannaeyjum en smíði hennar lauk með vígslu í ágúst sl. Samkvæmt drögum að uppgjöri er gert ráð fyrir að framkvæmdirnai' hafi kostað ríkissjóð um 52,5 milljón- ir króna. Gagnrýna eyðslu vegna Þjóðmenningarhússins ÞINGMENN Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs gagnrýndu það í umræð- um um fjáraukalög á Alþingi í gær að kostnaður við endurbætur á Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu í Reykjavík skyldi fara um hundrað milljónir króna fram úr áætlun. Samtals nam kostnaður vegna framkvæmdanna um 397,9 milljónum króna en fjárlagaheim- ildir þessa árs gerðu ráð fyrir kostnaði upp á um 297,9 milljónir króna. Minntust þingmenn m.a. á að framúrkeyrslan væri óheppileg á sama tíma og almenningur væri hvattur til aukins sparnaðar og ráðdeildarsemi. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði m.a. að svo virtist sem óvenju illa hefði verið haldið utan um kostnað vegna framkvæmdanna og Jón Bjarna- son, flokksbróðir hans, velti því fyrir sér hvort skýrslu Ríkisendur- skoðunar um málið frá því í ágúst sl. hefði verið leynt fyrir fjárlaga- nefnd Alþingis. Þegar rætt hefði verið um framkvæmdirnar vegna Þjóðmenningarhússins í fjárlaga- nefnd í haust og aukna fjárþörf verkefnisins hefði hvergi verið minnst á skýrslu Ríkisendurskoð- unar en þar kæmu m.a. fram upp- lýsingar um ástæðu þess að fram- kvæmdirnar hefðu farið fram úr heimildum á fjárlögum. „Það ligg- ur því beint við að líta svo á að það hafi verið meint ætlan að leyna þessari skýrslu fyrir fjárlaganefnd og Alþingi," sagði hann. „Var ætl- unin að leyna þessu sem hér er á ferðinni endanlega, þ.e. þessari lé- legu stjórn við framkvæmdirnar við þjóðmenningarhúsið,“ bætti hann ennfremur við. Einar Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingarinnar, gerði þetta mál einnig að umtalsefni. „Að undanförnu hafa komið upp nokkur slæm dæmi um aðhalds- leysi við stjórn ríkisfjámála, bæði vegna lélegrar áætlanagerðar og skorts á eftirliti. Nöturlegt dæmi um þetta eru nýlegar upplýsingar um framkvæmdir við Þjóðmenn- ingarhúsið," sagði hann og gagn- rýndi það eins og aðrir þingmenn að fjárlaganefnd Alþingis skyldi ekki hafa fengið upplýsingar um þetta strax í ágúst þegar það hefði legið fyrir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að framkvæmdirnar hefðu farið 100 milljónir króna fram úr heimildum á fjárlögum ársins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir þessa gagnrýni og sagði að þar hefði ekki verið um neitt ann- að að ræða en tilraun til að fela staðreyndir sem lágu fyrir. Taldi hann endurbætur Þjóðmenningar- hússins vera eitt af gæluverkefn- um ríkisstjórnarinnar og sagði það hneyksli að kostnaður skyldi hafa farið hundrað milljónir króna fram úr fjárlögum. 560 aldraðir bíða eftir vist- unarrými UM 560 manns bíða eftir vistunar- rými, þ.e. hjúkrunar- eða dvalarrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru um 230 manns í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. Þetta kemur fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mál- efni aldraðra sem heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur lagt fram á Alþingi. Er með frum- varpinu lagt til að sérstakt gjald sem skattstjórar leggi á þá, sem skatt- skyldir eru, og renni í Fram- kvæmdasjóð aldraðra, skuli nema 4.578 kr. á hvern gjaldanda í stað 4.065 kr. í gildandi lögum. í athugasemdum við frumvarpið segir að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hafi ekki breyst í meira en þrjú ár og á það minnt að úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra séu m.a. veitt- ir etyrkir til bygginga þjónustumið- stöáva, dagvista og stofnana fyrir aklraða. Segir ennfremur í útskýr- ingum með frumvarpinu að ef miðað sé við 148 þúsund gjaldendur á árinu 2001 hækki ríkistekjur um 76 m.kr. sem renni til Framkvæmdasjóðs aldraðra verði frumvarpið að lögum. %|
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.