Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 15
FRÉTTIR
Forstöðulæknir geðlækningasviðs
Landspítala - háskólasjúkrahúss um
aukningu innlagna á BUGL
*
Ovarlegt að
draga of víð-
tækar ályktanir
HANNES Pétursson, forstöðulækn-
ir geðlækningasviðs Landspítala -
háskólasjúkrahúss, segir að óvar-
legt sé að draga of víðtækar álykt-
anir af aukningu innlagna unglinga
á barna- og unglingageðdeild í haust
miðað við sama tímabil í íyrra, en í
Morgunblaðinu á miðvikudag kom
fram að innlagnir hefðu aukist um
75% og þörf væri fyrir aukin úrræði.
Hannes sagði að auðvitað væri
alltaf þörf fyrir aukin úrræði í þess-
um efnum, en varhugavert væri að
álykta um þörf á aukinni þjónustu
út frá tiltölulega mjög fáum ein-
staklingum á þessu stutta tímabili,
en miðað væri við tímabilið frá sept-
ember til 21. nóvember.
Hann sagði að ef miðað væri við
innlagða einstaklinga eftir deildum
á BUGL, þ.e. bæði sólarhrings- og
dagvistanir á ungmennum, væri um
19 einstaklinga að ræða á árinu
1999, en 25 á sambærilegum tíma á
árinu 2000, þ.e. frá 1/9 til 21/11.
Aukningin væri nokkur, en erfitt
væri að draga ályktanir af henni þar
sem um mjög stutt tímabil væri að
ræða. Þörf fyrir þjónustu af þessu
tagi gæti verið mjög sveiflukennd
t.d. eftir árstíðum og munurinn gæti
jafnvel skipt tugum prósenta. Ef lit-
ið væri til fyrstu tíu mánaða þessa
árs og sama tímabils í fyrra þá væri
um sama fjölda einstaklinga að
ræða sem lagðir hefðu verið inn á
BUGL í ár og í fyrra, þegar sólar-
hrings- og dagvistun væri skoðuð
saman. í báðum tilvikum væri um
48 einstaklinga að ræða, en heldur
stærri hluti þeirra hefði verið í sól-
arhringsvistun í ár, en á móti aðeins
færri í dagvistun. Þess utan hefðu
níu ungmenni í ár leitað til bráða-
móttöku geðdeildarinnar við Hring-
braut. Þá væri vert að geta þess að
verulegur hluti þjónustunnar væri
veittur á göngudeild BUGL og með
samráðskvaðningum á Stuðlum og
unglingadeildinni á Vogi þannig að
tölur um innlagnir segðu ekki alla
söguna.
40 milljóna króna aukin fram-
lög vegna þjónustusamnings
Hannes benti á að sá þjónustu-
samningur, sem gerður hefði verið
milli Landspítalans og BUGL ann-
ars vegar og Barnaverndarstofu og
unglingadeilarinnar á Vogi hins veg-
ar, væri mikið framfaraspor og hefði
aukið framlög til þessarar starfsemi
um 40 milljónir kr. á ári. Samkvæmt
samningnum veita starfsmenn
BUGL þeim ungmennum aðstoð
sem þurfa á hjálp að halda í sam-
bandi við geðraskanir. Aðstaða til
bráðamóttöku á BUGL hefði verið
bætt verulega og fleira starfsfólk
hefði verið ráðið til að sinna þjónust-
unni.
„Það sem brennur helst á okkur
hins vegar er að við vildum gjarnan
hafa möguleika á hæfingarheimili
fyrir unglinga. Við höfum hæfingar-
heimili á Kleifarvegi fyrir böm, sem
hefur reynst mjög vel, og það vantar
kannski helst þetta úrræði, þar sem
við getum veitt eftirmeðferð ung-
mennum sem hafa verið í meðferð á
móttökudeildunum á BUGL,“ sagði
Hannes.
Hann sagði að allir vildu standa
að því að bæta þjónustuna við börn
og ungmenni í þessum efnum og það
hefði verið gert á áföngum á undan-
förnum misserum. Núna væri til
dæmis verið að vinna að því að koma
upp bættri aðstöðu fyrir starfsfólk á
BUGL. Fylgst yrði náið með þróun-
inni í þessum efnum, en óvarlegt
væri að draga mjög víðtækar álykt-
anir af aukningu í eftirspurn eftir
þjónustu í þessum efnum þegar ekki
væri um lengra tímabil að ræða en
það sem hér um ræddi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þátttakendur á námskeiðinu voru 27 talsins af 18 þjóðernum.
Námskeið fyrir erlent starfsfólk í öldrunarþjónustu
Þátttakendur voru
frá átján löndum
LOKIÐ er námskeiði fyrir erlent
starfsfólk í öldrunarþjónustu en
27 manns af 18 þjóðernum sóttu
námskeiðið sem staðið hefur síð-
ustu vikur. Að námskeiðinu
standa starfsmenntaráð félags-
málaráðuneytisins, menntamála-
ráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið
og Landspítali - háskólasjúkra-
hús, Landakoti, en Námsflokkar
Reykjavíkur sjá um námskeiðið
og fengu til þess fjögurra millj-
óna króna styrk starfsmenn-
taráðs og menntamálaráðuneytis-
ins.
Páll Pétursson félagsmála-
ráðherra og Guðrún Halldórs-
dóttir, skólastjóri Námsflokka
Reykjavíkur, afhentu nemendum
viðurkenningarskjöl við slit nám-
skeiðsins í gær. Davíð Stefánsson,
formaður Starfsmenntaráðs, seg-
ir að nú séu starfandi kringum
200 ófaglærðir erlendir starfs-
menn hjá sjúkrahúsunum. Hann
segir að í fyrra hafi um 500 er-
lendir menn verið í Eflingu-
stéttarfélagi en í ár sé talan kom-
in í 1.600 og brýnt sé að bjóða
námskeið sem þessi. Hann segir
Starfsmenntaráð hafa hvatt til
þess að útbúið væri námsefni fyr-
ir ófaglært erlent vinnuafl.
I frétt frá þeim sem að nám-
skeiðinu standa kemur fram að
með sífelldum vexti í öldrunar-
þjónustu sé þörf æ fleira starfs-
fólks bæði faglærðs og ófaglærðs.
Af þeim sökum hafi ráðning er-
lendra starfsmanna færst mjög í
vöxt. Því fylgi ákveðinn vandi
þar sem fæstir kunni íslensku.
Á vegum Námsflokka Reykja-
vfkur hafa verið skipulögð 60
tíma námskeið og námsefni út-
búið. Fjallað er um þrjá mcgin-
þætti, islenskukennslu sem teng-
ist störfum og verklagi, hug-
myndafræði vinnustaðarins og
réttindi og skyldur á vinnumark-
aði. í fréttinni kemur fram að
námskeiðin hafi reynst gagnleg,
málskilningur og orðaforði þátt-
takenda hafi aukist og þannig
tekist að bæta samskipti þeirra
við sjúklinga og samstarfsfólk.
Einnig hafi þeir öðlast betri inn-
sýn í hugmyndafræði öldrunar-
þjónustu. Þá kemur fram að unnt
verði að nýta námsefnið á öðrum
sviðum heilbrigðisþjónustunnar
með lagfæringum og aðlögun að
hverjum vinnustað.
Yfírmaður hjá Flóttamannastofnun SÞ á Norðurlöndunum á námstefnu um réttindi flóttamanna
Hvergi tekið betur á
móti flóttamönnum en
á Norðurlöndum
ROBERTO Mignone, yfirmaður hjá
svæðisskrifstofu Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna í Stokk-
hólmi, hélt nýlega erindi á sameigin-
legri námstefnu Rauða kross
Islands og dómsmálaráðuneytisins
um réttindi flóttamanna og þeirra
sem leita pólitísks hælis. Svæðis-
skrifstofan fer með málefni átta
landa. Auk Norðurlandanna - ís-
lands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerk-
ur og Finnlands - fylgist skrifstofan
með Eystrasaltsríkjunum þremur,
Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Verkefni Mignone, sem er lög-
fræðingur að mennt, er að halda ut-
an um málefni flóttamanna í fimm
þessara landa, þ.e. Eystrasaltsríkj-
unum, Noregi og á íslandi, og sjá til
þess að ekki sé brotið á rétti þeirra
samkvæmt mannréttindasamning-
um og öðrum samningum Samein-
uðu þjóðanna. Skrifstofa Mignone
fylgist einnig með því að flótta-
mönnum sé ekki snúið til baka ef líf
þeirra eða öryggi er í hættu í heima-
landinu, heldur reynt að leysa mál
þeirra með öðrum hætti, einkum
þeirra er leita pólitísks hælis.
Á námstefnunni kynnti Mignone
stöðu þessara mála í heiminum í
dag, sagði frá nýjum rannsóknum,
hvernig tekið væri á málefnum
flóttamanna sem óska eftir pólitísku
hæli og hvernig reynsla annarra
þjóða gæti nýst íslenskum stjórn-
völdum og annarra hér landi sem
fara með málefni flóttamanna. Á
námstefnunni sátu m.a. sýslumenn
og fulltrúar lögreglunnar, Útlend-
ingaeftirlitsins, dómsmálaráðuneyt-
isins, Rauða krossins og Mannrétt-
indaskrifstofu íslands.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Roberto Mignone að almennt væri
staða flóttamannamála góð á Norð-
urlöndunum, og á íslandi þar á með-
al. Líklega væri hvergi annars stað-
ar í heiminum tekið jafn vel á móti
flóttamönnum og í þessum löndum.
Mignone sagði að vissulega væru
engin stjómvöld fullkomin og alltaf
mætti betur gera til að tryggja rétt-
indi og öryggi flóttamanna.
Hann sagði að eitt meginverkefni
svæðisskrifstofunnar í Stokkhólmi
væri að leysa vandamál þess fólks er
flýr frá heimalandi sínu til annars
lands, sem ekki er talið öruggt að
dvelji þar sökum hættu á að vera
ógnað eða líflátið. Er þá leitað til
þriðja landsins til að koma fólkinu
fyrir og er ísland eitt fárra landa í
heiminum, að sögn Mignone, sem
hefur aðstöðu til og hefur samþykkt
að taka við slíkum flóttamönnum.
„Við erum mjög þakklát fyrir
þennan stuðning, bæði íslands og
annarra Norðurlandaþjóða, sem eru
alls ekki skuldbundin til að taka á
móti svona flóttamönnum, en hafa
gert það í nokkrum tilvikum," sagði
Mignone.
Á síðasta ári tóku Norðurlöndin
við 30 þúsund pólitískum flótta-
mönnum. Flestir komu
til Svíþjóðar, eða 11
þúsund talsins, og
Norðmenn tóku við 10
þúsund flóttamönnum.
Danir og Finna tóku við
um 5 þúsund manns,
hvor þjóð, og til íslands
komu 17 flóttamenn. Til
samanburðar gat Mign-
one þess að hálf milljón
flóttamanna hefði kom-
ið til annarra Evrópu-
þjóða á síðasta ári og í
heild hefði Flótta-
mannastofnun Samein-
uðu þjóðanna aðstoðað
rúma 21 milljón flótta-
manna um allan heim
árið 1999.
Fyrirspurnir í landi flótta-
manns geta verið varasamar
Aðspurður sagði Mignone það
erfitt að spá í þróun flóttamanna-
mála á næstu árum. Þannig væri
ómögulegt að segja til um hvort
flóttamönnum, sem leita til Norður-
landa, myndi fjölga á næstu árum.
Þetta væri háð svo mörgum þáttum.
Staða í stríðshijáðum ríkjum væri
jafnvel að breytast daglega.
Mál flóttamanns sem segir sig
vera frá Tsjetsjníu hafa verið til um-
ræðu hér á landi að undanförnu, eft-
ir að Útlendingaeftirlitið hafði neit-
að honum um pólitískt hæli og síðar
dvalarleyfi, þar sem hann hefur ekki
getað með formlegum hætti sannað
hver hann væri.
Spurður um þetta mál
sagðist Mignone vinna
eftir þeirri reglu að
ræða ekki málefni ein-
stakra flóttamanna.
Almennt um þá
flóttamenn sem gætu
ekki fært sönnur á
hverjir þeir væru
sagði Mignone að slík
tilfelli væru algeng,
oftast þegar um væri
að ræða fólk frá þró-
unarríkjum eða stríðs-
hrjáðum ríkjum sem
væri sá nauðugur kost-
ur einn að flýja land.
Flóttamenn gætu
einnig hafa misst vegabréf í hendur
yfirvalda í heimalandinu eða hrein-
lega týnt öllum skilríkjum á flóttan-
um.
„Einnig má benda á að þeim
flóttamanni sem óskar eftir pólitísku
hæli ber skylda til að vera sam-
vinnuþýður í samskiptum við við-
komandi stjómvöld. Ef svo er þá
eru málin yfirleitt leyst í sátt.
Stjórnvöldum er oft vandi á höndum
því ef um alvöru flóttamann er að
ræða, sem flúið hefur neyðarástand,
er ekki hægt að spyrjast fyrir um
hann í viðkomandi landi. Það getur
stefnt lífi hans í hættu eða fjöl-
skyldu og vina sem eru kannski enn
heima fyrir. Af þessum sökum getur
oft komið upp viðkvæm og erfið
staða," sagði Mignone.
Roberto
Mignone