Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Aðventu-
tónleikar í
Húsavíkur-
kirkju
Húsavík - Fyrsta sunnudag í að-
ventu hélt Kirkjukór Húsavíkur að-
ventutónleika sína í Húsavíkur-
kirkju, tónleikarnir voru vel
heppnaðir og kirkjubekkir þéttsetn-
ir. Stjómandi kórsins er Judit
György, undirleikari á tónleikunum
var Aladár Rácz, sem lék á orgel og
píanó.
Auk þeirra komu fram með kórn-
um Adrienne D. Davis, sem spilaði á
flautu, og Baldur Baldvinsson, sem
söng einsöng í Ó helga nótt, þau
sungu auk þess bæði með kómum.
Séra Sighvatur Karlsson sóknar-
prestur flutti ávarp og ritningarlest-
ur og söng einnig með kórnum.
Tónleikunum lauk með því að við-
staddir fóra saman með Faðirvorið,
síðan sungu kirkjugestir Heims um
ból með kirkjukórnum. Slökkt var á
ljósum og kórfélagar héldu á kertum
meðan sungið var. Við þetta mynd-
aðist mjög hátíðleg stemmning og
gengu kirkjugestir að því loknu út í
kvöldblíðuna í hátíðarskapi, ánægðir
með kvöldið og þakklátir þeim sem
að þessum tónleikum stóðu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Baldur Baldvinsson söng einsöng með kórnum í Ó, helga nótt.
Nýr
sorpbíll
fyrir Snæ-
fellsbæ
Ólafsvík - Tómas Sigurðsson
ehf. í Ólafsvík hefur keypt
nýlegan sorptökubíl frá
Þýskalandi. Bíllinn er af
gerðinni MAN og er sérhann-
aður í þetta hlutverk.
Tekur allt sorp
í einni ferð
Bíllinn er með 24 rúm-
metra tunnu og getur því tek-
ið í einni ferð allt sorp sem til
fellur vikulega í Snæfellsbæ.
Allur búnaður bílsins er af
nýjustu gerð svo sem sjón-
varp sem sýnir ökumanni allt
sem gerist aftan við bílinn.
Tómas Sigurðsson hefur
annast sorptöku í Ólafsvík og
síðar Snæfellsbæ allt frá ár-
inu 1979. Fyrirtækið annast
þar að auki ýmsa verktöku og
hefur verið farsælt og notið
vinsælda.
Starfsmenn fyrirtækisins
era nú fjórir fastráðnir auk
lausráðinna.
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Selma og Eva við jólagluggann sem þær skreyttu.
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Barnakór söng undir stjórn Steinunnar Pálsdóttur.
Föndurdagur í
Lýsuhólsskóla
Hellnum - Sú hefð hefur skapast í
Lýsuhólsskóla að nemendur og
foreldrar þeirra hittast 1. desem-
ber til að föndra úr pappír og
filti, baka piparkökur og skreyta
skólann.
Skólastjórinn, Guðmundur Sig-
urmonsson, segir það mun
skemmtilegra að skreyta skólann
snemma á aðventunni þvf þá geti
börnin notið skreytinganna Ieng-
ur. Eins og venjulega er skóla-
blað gefið út fyrir jólin en þetta
ár kemur allt efni, myndir og
teikningar frá nemendum sjálfum
en Ragnhildur Blöndal kennari sá
um umbrot. Auglýsingum hefur
verið safnað í blaðið og leitað var
til Odda í Reykjavík, sem styrkti
útgáfuna með því að gefa pappír
í blaðið sem slðan er prentað í
litaprentara og gormabundið af
nemendum. Útgáfan er liður í
fjáröflun 9. og 10. bekkjarnem-
enda, en þeir stefna á skólaferð
til Danmerkur í vor.
Nemendur gefa einnig út
skemmtileg jólakort sem einnig
er liður í fjáröfiun þeirra. Mynd-
irnar á kortunum er unnar af öll-
um nemendum skólans. Mynd-
listarkennarinn, Sigríður
Gísladóttir á Bjarnafossi, vann
síðan klippimyndir úr teikningum
þeirra og skeytti saman í þau tíu
kort sem valin voru til út-
gáfunnar. Eftir útprentun á kort-
unum sjá nemendur um að skera
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergman
Nemendur 9. og 10. bekkjar
ásamt myndlistarkennara sín-
um, Sigríði Gísladóttur.
þau og pakka.
Sigríður hefur einnig kennt
nemendum að nota gömul Morg-
unblöð til að búa til gjafamiða á
pakka. Blöðin eru bleytt upp og
pappamassinn síðan pressaður
saman í sléttan flöt með upp-
hleyptri mynd í annan endann.
Endurvinnsla er því í fullum
gangi hjá nemendum Lýsuhóls-
skóla.
Aðventusamkoma í Lindartungu
Eyja- og Miklaholtshreppi - í byrj-
un aðventu var samkoma í Lindar-
tungu á Snæfellsnesi. Þar var saman
komið fólk úr nærliggjandi hreppum
til að njóta dagskrár í tali og tónum.
Sóknarpresturinn, sr. Guðjón
Skarphéðinsson á Staðarstað, bauð
fólk velkomið og kynnti dagskrána.
Barnakór úr Laugagerðisskóla söng
undir stjórn Steinunnar Pálsdóttur,
kirkjukór söng undir stjóm Zusanne
Budai, lesin vora jólaljóð og nem-
endur úr Laugagerðisskóla spiluðu á
hljóðfæri. í lokin buðu húsfreyjur
sveitarinnar öllum gestum veglega
veislu.
Ekki er jólalegt í byrjun aðventu á
Snæfellsnesi, algjörlega sryolaust og
ekkert frost í jörðu. Menn hafa verið
að setja niður haustlauka síðustu
daga og ekki era enn allir farnir að
hýsa sauðféð. Muna menn hér um
slóðir varla aðra eins veðurblíðu á
þessum tíma.
Allir að föndra
Það skein einbeiting úr augum barnanna í föndurvinnunni.
Morgunblaðið/GPV
Grindavík - Hefðbundið jólaföndur foreldra- og kenn-
arafélagsins var haldið laugardaginn 2. desember. Það er
óhætt að segja að þessi dagur sé orðinn eins og aðrir há-
tíðisdagar, það missir enginn af honum.
Marta Sveinsdóttir, nýkjörin formaður foreldra- og
kennarafélagsins, var mjög ánægð með daginn og sagði:
„Þetta er framar björtustu vonum og væntingum. Veislu-
borðið er stórglæsilegt, nánast eins og fermingarhlað-
borð, sem foreldrarnir hafa lagt til. Flestir ef ekki allir
mættir, mun fleiri en í fyrra, sem þó var met þá.“