Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra á fundi Landsbanka Islands Of lítið streymi fjár- magns inn í landið STEFNA íslenskra stjómvalda varðandi fjárfestingar erlendra aðila hefur ekki verið fólgin í sértækum hvetjandi aðgerðum á borð við skattaívilnanir. Þess í stað hefur megináhersla verið lögð á að efla ís- lenskt atvinnulíf með því að auka samkeppni innanlands og með því að draga úr ríkisforsjá. Þannig hefur tekist að auka þátttöku erlendra fjár- festa í fleiri greinum en orkufrekum iðnaði. Má þar nefna fjárfestingar á fjarskiptamarkaði, flutningamark- aði, matvörumarkaði og öðrum greinum verslunar auk fjárfestinga í hugbúnaðargerð. Þetta kom fram í erindi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á fundi sem Landsbanki íslands stóð fyrir nýverið undir heitinu „Banka- þjónusta og verslun við aldahvörf". Skoða þarf hvort um skattalegar hindranir sé að ræða Halldór Ásgrímsson gerði stór- felldan vöxt fjármagnsviðskipta af öllum toga milli landa að umtalsefni. „Hér er átt við viðskipti með gjald- vera eitt fremsta fyrirtæki á sviði gervihnjáliða í heiminum. Á fundinum kom fram í máji Jóns Sigurðssonar, forstjóra Oss- urar hf., að kaupin á Century XXII væru hluti af þeirri stefnu fyrirtækisins að auka vöruúrval, eyri, skuldabréf, hlutabréf og einnig bein lánsviðskipti milli lántakenda í einu landi og banka í öðru landi. Út- rás íslenskra fjármálafyrirtækja er hafin og er líklegt að hún geti vaxið og dafnað enn frekar. Við núverandi aðstæður er of lítið fjármagn að koma inn í landið miðað við hið mikla útstreymi sem verið hefur að undan- fömu. Það vekur upp spumingar um hvort hér séu óþarfar og fælandi hindranir sem standi í vegi fyrir að jafnvægi náist. í því sambandi þarf sérstaklega að líta til skattalegra hindrana og fjárfestinga erlendra að- ila á landinu," að sögn utanríkisráð- herra. Hann segir að innan utanríkisráð- uneytisins séu það að mörgu leyti við- skiptahagsmunir sem hafi áhrif á for- gangsröðun verkefna. Þar skipta höfuðmáli alþjóðlegir samningar sem tryggja þátttöku í heimsvæðingunni. „Nýlega var undirritaður fríverslun- arsamningur milli EFTA og Mexíkó. Það er lýsandi dæmi um hvað við get- um gert í samvinnu með öðmm þjóð- fyrir afskriftir (EBIDTA) yrði 780 milljónir. Áætlað tap ársins 2000 er 6.691 milljón króna. Þessi áætl- un miðast við að Century XXII só tekið inn í samstæðuuppgjör Öss- urar hf. frá og með 1. desember síðastliðnum. um en gætum ekki ein og sér. EFTA er veikari stofnun í dag en áður en hún hefur samt náð ótrúlegum ára- ngri við gerð slíkra samninga og rekstur EES-samningsins. Þar eins og annars staðar era blikur á lofti um breytingar. Ef við ætlum að tryggja aðgang okkar að alþjóðaviðskiptum og annarri framþróun verðum við að hafa traustan aðgang að stofnunum í Evrópu sem vinna að hagsmunum okkar. Þess vegna er umræðan um samskipti okkar við ESB lífsnauð- synleg ef við ætlum að tryggja í sessi þá þróun sem við nú upplifum." Spáð að 60% bankaviðskipta verðl í gegnum Netið árið 2003 Að sögn Halldórs J. Kristjánsson- ar, bankastjóra Landsbanka íslands, hafa bankaviðskipti á Netinu aukist um 50% milli áranna 1999 og 2000 og samkvæmt spá Landsbankans þá aukist notkun netbanka úr 20-30% í 50-60% viðskipta bankans. Notkun hraðbanka muni aukast á næsta ári og standa í stað árið 2002, aftur á móti muni draga úr notkun þeirra ár- Áætiun fyrir árið 2001 var einn- ig kynnt á fundinum en áætlað að saia á næsta ári nemi 74 milljón- um bandaríkjadala, eða 6.500 mil- ið 2003. Jafn vöxtur verði í notkun greiðsluþjónustu og að sögn Halldórs má gera ráð fyrir að þeim fjölgi sem fari einu sinni eða sjaldnar í útibú Landsbankans á mánuði. „Það sem við viljum leggja höfuðá- herslu á er að persónuleg ráðgjöf, útibúanet og persónulegt samband við einstaklinginn muni ávallt vera mikilvægur þáttur," sagði Halldór. í erindi Brynjólfs Helgasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, kom fram að fyrstu níu mánuði ársins námu heildarútlán Landsbankans um 160 milljörðum króna, en allt árið i fyrra námu heild- arútlánin um 150 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa innlánsstofnanir um 75 milljarða króna til verslana og rúmlega 80 mill- jarðar króna til þjónustu. Innan við tíu milljarðar króna hafa verið lánað- ir til samgangna á fyrstu níu mánuð- um ársins. Allt árið í fyrra námu út- lán innlánsstofana um 55 milljörðum króna til verslunar, um 5 milljarðar fóra til samgangna og tæpir 50 mill- jarðar til þjónustu. ljónum króna, og hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) verði 15 mil- ljónir sem svarar 1.320 milljónum króna. Hlutafjárútboð Telenor Lægra gengi og færri þátttakendur Ósld. Morgvnbladið. • Lokagengió á hlutabréfum Tele- nor í Kauphöllinni í Ósló í gær var 40 norskar krónur en á sunnudag voru bréfin verölögð á 42 norskar krónur. I gær var fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf norska símafélagsins Tele- nor í Kauphöllinni í Ósló og á Nas- daq-hlutabréfamarkaðnum í Banda- ríkjunum, eftir hlutafjárútboð sem staðið hefur seinnihluta nóvember- mánaöar. 82,6 milljónir hluta íTelen- or skiptu um hendur í gær og jafn- gildir það viðskiptum upp á 30 milljarða íslenskra króna, miöað við lokagengið. Fjárfestar á Nasdaq sýndu Telenor-bréfunum lítinn áhuga í gær, a.m.k. framan af en viðskipti með hlutabréf Telenor hófust rúmri klukkustund eftiropnun Nasdaq í gær. Upphafsgengiö samsvaraði 37 norskum krónum eða 7,5% undir lokagengi í Kauphöllinni t Ósló í gær. Væntingar um þátttöku norsks al- mennings í hlutafjárútboðinu, sem er hlutafjáraukning, stóðust ekki. Að- eins 53 þúsund einstaklingar skráöu sig fyrir hlutafé, þar af 5.500 starfs- menn.envonastvareftira.m.k. 100 þúsund nýjum hluthöfum. Til samanburðar keyptu 900 þús- und einstaklingar hlutabréf í Telia í hlutafjárútboði sænska símafyrir- tækisins í sumar. Verðið hefur lækk- að á útboðstímabilinu Verðlagning á Telenor-hlutabréfunum hefur breyst á útboöstímabilinu þannig aðfyrst var verðbilið ákveðiö 50-68 en í síð- ustu viku varverðbilinu breyttí 42- 46 krónur, eftir ákvörðun stjórnar fýr- irtækisins aðfararnótt sl. föstudags. Á sunnudag var síðan ákveðið að upphafsgengiö og útboðsgengi til al- mennings yrði 42. í kringum hádegið t gær voru við- skipti með hlutabréf Telenorí Kaup- höllinni í Ósló á gengi á bilinu 39-40 norskar krónur og bréf höfðu skipt um hendurfyrir alls níu milljarða ís- lenskra króna sem samsvarar helm- ingi af venjulegri dagsveltu í Kaup- höllinni. Markaóurfyrirhlutabréffjarskipta- fyrirtækja og annarra tæknifyrirtækja hefur verið í lægð undanfariö. Nas- daq-vísitalan hefur hríófallið og sömu sögu er að segja af hlutabréf- um tæknifyrirtækja um alla Evrópu. Forsvarsmönnum Telenor hefur gengið fremur illa að vekja áhuga stórra erlendra fjárfesta af þessum sökum og var ákvörðun um að lækka verðbiliö því tekin. Fregnir herma að fáir fulltrúar fjárfesta hafi mætt á kynningarfundi Telenort Banda- ríkjunum í síöustu viku. ----------------- Ritþjálfi til Singapore • ÍSLENSKA kennslutölvan Ritþjálfi sem verið hefur í notkun hér á landi síöastliðin 5 ár er nú komin í til- raunakennslu í Poi Ching-grunnskól- anum í Singapore. 40 Ritþjálfar með ensku lyklaboröi, forritum og æfing- um voru settir upp í nettengingu við eina kennara PC-tölvu sem fylgist með framvindu í námi nemendanna. Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Hugfangs, er nýkominn frá nám- skeiðahaldi oguppsetningu Ritþjálf- anna í Singapore. Hann segir í fréttat i I kyn n i ngu frá Hugfangi aö umboösaöili Hugfangs, Edlink Marketing, hafi nú í haust kynnt Ritþjálfann undir nafninu SAGAtech Writer meöal grunnskóla í Singapore. Tveir skólar hafa lýst áhuga á aö fá Ritþjálfann og er upp- setningu tækjanna og menntun starfsfólks nýlokið í öðrum þeirra, segirViöar. Hann segirennfremurí fréttatilkynningunni að af 2.500 Rit- þjálfum sem framleiddir hafa verið eru 1.700 í notkun á íslandi. Nýlega lagði skóladeild Akureyrartil við bæj- arráð að sexfalda fjölda Ritþjálfa í bænum. Bæjarráð Garöabæjar hefur til umfjöllunarsamskonartillögufrá skólanefndinni þar í bæ. Morgunverðarfimdur Reykjavíkur menningarborgar og Verslunarráðs íslands Miðvikudaginn 6. desember 2000, kl. 8:00 - 9:30, Sunnusal, Radisson SAS, Hótel Sögu ISLENSK MENNING - SAMKEPPNISTÆKI ATVINNULÍFSINS? Ástþór Jóhannsson frkvstj., Auglýsingastofunni Gott fólk McCann-Erickson Reykjavík - menningarborg 2000, reynsla og lærdómur Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar Hlutverk fyrirtækja í menningarlífinu Ásgeir Bolli Kristinsson, kaupmaöur ^ Menningarmiðstöð i miðbæ Reykjavíkur Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eöa bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. MENNINCARBORG EVRÖPU ARIÐ 2000 VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4 Samþykkt að auka hlutafé Össurar hf. TILLAGA stjórnar Össurar hf. um aukningu á hlutafé um 47 mil- Ijónir króna að nafnvirði var sam- þykkt á hluthafafundi í félaginu í gær og var stjórn heimilað að víkja frá forkaupsrétti hluthafa. Hækkun hlutafjár Össurar hf. er ætluð til kaupa á stoðtækjafyrir- tækinu Century XXII í Banda- ríkjunum, en Össur hf. skrifaði nýlega undir kaupsamning þar að lútandi. Century XXII er talið vöruflokka og þjónustu við við- skiptavini. Með kaupunum hefði ákveðnum hring verið lokað, og nú væri í raun búið að sameina undir hatt Össurar hf. nokkur bestu og þekktustu vörumerki sinnar tegundar innan stoðtækja- geirans. Á fundinum var farið yfir áætl- un ársins 2000 og fram kom að áætluð sala árið 2000 yrði 3.570 milljónir króna og að hagnaður Jón Sigurðsson segir að búið sé að sameina undir hatt Össurar hf. nokkur bestu og þekktustu vörumerki sinnar tegundar innan stoðtækjageirans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.