Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 2£
ERLENT
Noimilrl• MA<ZA
Geimferðamálastöðinni í Houston, Canaveral-höfða. AP, AFP.
EMBÆTTISMENN hjá bandarísku
geimferðamálamiðstöðinni, NASA,
velta nú fyrir sér til hvaða bragðs
á að taka en annar vængur á sólar-
orkubúnaði, sem tengdur var um
helgina við geimstöðina Alpha,
virðist ekki vera fyllilega í lagi.
Strengir sem festa eiga vænginn
eru slakir en hann framleiðir samt
rafmagn. Vængirnir er samanlagt
um 74 metrar að lengd og 11,4
metrar að breidd, flatarmál alls
búnaðarins er um 2.000 fermetrar
og þyngdin um 17 tonn. Verður
geimstöðin með þessari viðbót nú
einn af björtustu hlutum sem sjást
á næturhimninum.
Sólarorkubúnaðurinn kostaði
um 600 milljónir bandaríkjadollara
eða um 52 milljarða króna. Er gert
ráð fyrir að hann geti þegar mest
er framleitt 65 kflóvött af raf-
magni, sem er fjórurn sinnum
meira en mun minni sólarrafhlöður
af rússneskri gerð, sem nú eru á
Alpha. Skortur er á rafmagni í
stöðinni núna og er til dæmis af
þeim sökum ekki hægt að nota eitt
af herbergjum stöðvarinnar. Um
borð í Alpha eru nú einn Banda-
ríkjamaður og tveir Rússar og hafa
þeir verið þar í rúman mánuð.
Tengdu þeir rannsóknastöðina
Unity við Alpha en í janúar er ætl-
unin að senda upp mjög öfluga við-
bótarstöð, Destiny, og mun orku-
þörfin þá enn aukast.
Sólarorkuvængirnir voru sendir
á vettvang með geimferjunni
Endeavour og eru fimm menn um
borð í henni. Vængirnir voru
geymdir samanbrotnir eins og
Orkuframleiðsla hafin
Geimferjan Endeavour flutti sam-
stæðu af sólarvængjum sem festar
væru við geimstöðina Alpha.
Hvor vængur er hátt í 40 metrar að
engd og rúmir 11 metrar að breidd.
Vængirnir voru fluttir samanbrotnir
eins og harmonikka til að draga úr
fyrirferðinni en siðan látnir þenjast
út þegar búnaðurinn
var settur upp
■ -
SKM
harmonikka í kössum á leiðinni til
að fyrirferðin yrði minni. Gert er
ráð fyrir að þeir geti enst í allt að
15 ár.
Geimfararnir Carlos Noriega og
Joe Tanner voru um sjö og hálfa
klukkustund að setja vængina upp
og er það óvenju löng geimganga.
Voru vængirnir um 14 minútur að
þenjast út en erfiðleikar komu upp
í sambandi við hægri vænginn,
sjálfvirkur tölvubúnaður, sem yfir-
maður feijunnar, Brent Jett, setti
Verður einn af björtustu
hlutum næturhiminsins
Sólarraforkuvinnsla hafín í geimstöðinni Alpha
AP
Geimfarinn Joe Tanner beitir
hér rafverkfæri við uppsetningu
sólarvængja á alþjóðlegu geim-
stöðinni í fyrrakvöld.
af stað, virkaði ekki í fyrstu. Sumir
strengirnir á vængnum voru áfram
slakir en báðir vængirnir voru
farnir að framleiða orku.
Ferjan var tengd við Alpha á
sunnudag er hún var stödd yfir
Mið-Asíu en meira en tvo daga tók
að stýra ferjunni að geimstöðinni.
Er það mikið vandaverk vegna
þess að jafnt feijan sem geimstöðin
eru á tugþúsunda kflómetra hraða.
Samskipti áhafnarinnar við þá sem
fyrir eru í geimstöðinni eru ein-
göngu með fjarskiptum. Loftþrýst-
ingur er ekki hinn sami í Alpha og
Endeavour og því mikið mál að
opna lúgur á milli þannig að menn-
irnir geti heilsast. Mun samt ætlun-
in að þeir geri það síðar í vikunni.
AP
Áhafnarmeðlimur geimferjunnar Endeavour vinnur að
uppsetningu sólarvængjanna á nýju geimstöðinni. Geim-
fararnir voru með sjónvarpsmyndavélar í hjálmum sínum,
sem gerði NASA kleift að sjónvarpa frá geimgöngunni.
HeuU'rs
Tölvugerð mynd af alþjóðlegu geimstöðinni eins og hún leit út fyrir
uppsetningu sólarvængjanna.
Yfir 17 milljónir afgreiðsiustaða um allan heim