Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐ.JIIDAGIJR 5. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ WBB m eða inn'®99 3 l,reWin9e>*i"'al íslandsbanin bV® alab.éHV<i> .mtíðaita'bnin^'. FRflMTIÐflR RtIKNINCUR iSlflNOsBflNKfl ~ bomin fá bestú vextíria! Ómetanleg jólagjöf! Stofnun Framtíöarreiknings (slandsbanka er frábær kostur fyrir þá sem vilja gefa börnum ómetanlega gjöf er nýtist þeim sem veganesti út í lifið. Reikningurinn ber hæstu vexti sem í boði eru í bankanum á hverjum tíma og þú getur lagt inn reglulega eða bara þegar þér hentar. íslandsbanki býður sérstök gjafabréf fyrir Stækkað Evrópu- samband mun halda EES í heiðri Gerhard Sabathil, nýr sendiherra framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins gagnvart Islandi og Noregi, afhenti trúnaðarbréf sitt í síðustu viku. I samtali við Auðun Arnórsson segir hann að ESB muni halda EES-samninginn í heiðri eftir stækkun sambandsins, en bendir á að ójafnvægi hinna tveggja stoða EES aukist mjög. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerhard Sabathil, sendiherra framkvæmdastjórnar ESB. ÍSLENDINGAR, sem og hinar EFTA-þjóðirnar tvær sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, Norðmenn og Liechtensteinbúar, verða að vera vakandi yfir því hvað verður samið um við ríkin tólf í Mið- og Austur-Evrópu, sem brátt munu fá inngöngu í Evrópusambandið, þar sem stækkun ESB verður jafn- framt stækkun EES. Þetta segir Gerhard Sabathil, sem í sumar tók við stöðu sendi- herra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Noregi og Islandi, með aðsetur í Ósló. Hann afhenti trúnað- arbréf sitt á Bessastöðum sl. mið- vikudag, en átti auk þess viðræður við fjölda íslenzkra stjórnmála- manna og fulltrúa hinna ýmsu sam- taka og hagsmunahópa í íslenzku atvinnu- og þjóðlífí. Á morgunverð- arfundi á vegum Samtaka atvinnu- lífsins, Útflutningsráðs, ReykjavíkurAkademíunnar, og landsskrifstofu Euro Info Centre sl. fimmtudag talaði Sabathil, ásamt sendiherra Ungverjalands, um stækkunaráform ESB undir yfir- skriftinni „Stækkun ESB er einnig stækkun EES“. „Ég var hér í því hlutverki að læra, hlusta og skilja,“ segir Sabathil í samtali við Morgunblaðið. „Það tókst mjög vel. (...) Eg hef öðl- azt miklum mun betri innsýn í að- stæður á íslandi en hægt er að afla sér utan frá.“ Einkum og sér í lagi eigi þetta við um þau mál sem efst eru á baugi í stjórnmálunum, eink- um hver staðan er í Evrópu- málaumræðunni hér á landi. Hér sé hún allt öðru vísi en í Noregi. Þar sé margbúið að fara svo ítarlega ofan í þau og skotgrafir milli þeirra sem vilja að Noregur gangi í ESB og hinna sem vilja það ekki mjög áber- andi. Hér sé umræðan ferskari. „Hún er í nánum tengslum við al- menn efnahagspólitísk mál - við- skiptahallann og gjaldeyrismál, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sabathil. Þessi fyrsta íslandsheimsókn sendiherrans markaðist nokkuð af umræðunni um tillögur þær sem framkvæmdastjórnin lagði fram í síðustu viku um skyndiaðgerðir til að bregðast við nýjustu bylgju „kúariðufársins“. í tillögum þess- um, sem landbúnaðarráðherrar að- ildarríkjanna samþykktu með breytingum í gær, var gert ráð fyrir að einnig yrði bannað að nota fiski- mjöl í skepnufóður. „Ég kom at- hugasemdum íslenzkra stjómvalda tafarlaust til skila til Brussel,“ segir Sabathil. ísland verður að finna sér sinn stað „Ég sé vel hvemig lítið land eins og ísland verður að eiga sinn stað í fjölskyldu Evrópuríkja - sem það vissulega þegar á, með aðildinni að EES, en innri markaður Evrópu er aðeins hluti samrunaþróunarinnar í álfunni,“ segir hann. Öryggismál, stækkunarferlið, samstarf í dóms- og innflytjendamálum nefnir hann sem dæmi um svið sem EES-samn- ingurinn nær ekki til. Hlutfallslegt mikilvægi efnahagssamvinnunnar sem slíkrar minnkar, þótt áfram verði innri markaðurinn kjarninn í Evrópusamstarfinu. „íslendingar þurfa að gera það upp við sig að hve miklu leyti þeir vilja taka þátt í þessum samstarfs- þáttum öðmm, t.d. öryggismálum," segir sendiherrann. Þetta séu allt mikilvæg mál, sér- staklega með tilliti til þess hverju mögulegt verður að ná fram í krafti EES-samningsins í framtíðinni, og hverju ekki. „Alþjóðavæðingin, uppstokkun hins pólitíska landa- korts álfunnar hafa ný vandamál og ný tækifæri í för með sér,“ segir hann. Aðspurður um árangurshorfur á leiðtogafundinum í Nice, þar sem þjóða- og ríkisstjórnaleiðtogar að- ildarríkjanna fimmtán munu sitja á rökstólum síðari hluta vikunnar, segist Sabathil frekar bjartsýnn, „ég tel vel yfir 50% líkur á að Nice- fundurinn verði árangursríkur,“ segir hann. Fyrir því kvað hann vera mikilvægar ástæður. „Þetta er ekki bara innra mál ESB, heldur er trúverðugleiki ESB gagnvart um- sóknarríkjunum tólf - já gagnvart allri Evrópu - í húfi. Leiðtogar að- ildarríkjanna eru sér vel meðvitandi um þessa ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeir munu leggja allt í sölurnar til að komast að samkomulagi, þótt úr- lausnarefnin séu vissulega erfið, mörg hver,“ segir sendiherrann. Ójafnvægi eykst ,Árangur í Nizza er forsenda þess, að stækkunaráformin, eins og þau liggja fyrir, komizt til fram- kvæmda, en þau fela í sér að fyrstu umsóknarríkin fái inngöngu árið 2004, tímanlega til að kjósendur í nýju aðildarríkjunum geti tekið þátt í næstu kosningum til Evrópuþings- ins. Það er alveg sama hvort þetta gerist árinu fyrr eða síðar - þetta er það sem verða mun,“ segir hann. í EFTA-stoð EES verði eftir sem áður aðeins ríkin þrjú, Noregur, ís- land og Liechtenstein, á meðan ESB-stoðin vex í 27 aðildarríki. Segir hann láta nærri að þegar svo verður komið verði um 480 milljónir manna í ESB, hundrað sinnum fleiri en í EES-stoðinni. „Þetta mun eðli- lega færa áherzlurnar enn frekar til. En það er alveg á hreinu, við munum halda EES-samninginn í heiðri. Hann mun halda gildi sínu næstu árin; hann missir það ekki þótt breytingar verði gerðar á inn- viðum sambandsins," fullyrðir Sab- athil. Ljóst sé að stækkun ESB sé einnig stækkun EES. Það muni þó ekki verða um neinar sérviðræður við EFTA-EES-ríkin um aðildar- samningana. Þau verða að yfirtaka það sem ESB semur um við um- sóknarríkin. Hvetur Sabathil ís- lendinga og hinar EFTA-þjóðirnar í EES til að greina vel og tímanlega, hvað þær geti sætt sig við í þessu sambandi. Búizt er við því að í samningunum um aðild Mið- og Austur-Evrópur- íkjanna verði nokkuð um aðlögunar- fresti og tímabundnar undanþágur frá vissum þáttum samstarfsins. Aðspurður um þetta segir Sabathil að bóka megi að um einhverja að- lögunarfresti verði að ræða. Aðlögunarfrestir, en samt mikil áhrif á ísland „Umsóknarríkin hafa óskað eftir margvíslegum undanþágum og að- lögunarfrestum, á landbúnaðarsvið- inu einkum og sér í lagi, en einnig á mörgum öðrum. Það verður auðvit- að að finna skynsamlegar málamiðl- anir hvað það varðar,“ segir hann. Hann sjái það fyrir sér, að Island verði fyrir miklum áhrifum af þess- um sökum. Augljóslega muni það breyta ýmsu, þegar opnað verður fyrir frjálsa flutninga vinnuafls inn- an alls EES-svæðisins. Eftir stækk- un munu Pólverjar hafa hér sömu réttindi og skyldur og Norðmenn eða Svíar njóta núna á íslenzkum vinnumarkaði, svo dæmi séu nefnd. „En það er ekki svo, að það sé einhver ástæða til að óttast að „gáttirnar opnist“ fyrir aðflutningi fólks frá hinum væntanlegu nýju aðildarríkjum. Hér er engin hefð fyrir slíkum innflytjendastraumi. Við vitum líka eitt: Ef efnahagsleg- ar aðstæður í hinum nýju aðildar- ríkjum verða eins góðar við erum að vinna að því að þær verði, þá vitum við að borgarar þessara landa - Póllands, Tékklands, Ungverja- lands o.s.frv. - kjósa helzt að vera heima hjá sér. Þessi varð þróunin þegar Spánverjar og Portúgalar fengu aðild á níunda áratugnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.