Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 35
LISTIR
Einlægur og alltaf
músíkalskur flutningur
TOWLIST
Geislaplötur
ÉG HLAKKA TIL
Inga J. Backman syngur íslensk
sönglög: Arnmundur S. Backman:
Ég hlakka til, Sofa urtubörn. Páll
Isólfsson: Kossavísur, Söknuður,
Litla kvæðið um litlu hjónin. Sigfús
Einarsson: Gígjan, Draumalandið,
Sofnar lóa, Augun blá. Gylfí Þ.
Gíslason: Amma kvað, Heiðlóar-
kvæði, Þjóðvísa, Ég leitaði blárra
blóma. Karl Ottó Runólfsson: Viltu
fá minn vin að sjá, Japanskt ljóð,
Ferðalok. Jórunn Viðar: Mamma
ætlar að sofna, Við Kínafljót. Jón
Þórarinsson: Islenskt vögguljóð á
Hörpu, Morgunvísur, Nú legg ég
augun aftur. Jón Ásgeirsson: Jóla-
ljóð, Á jólanótt. Sigvaldi Kaldalóns:
Ave María. Einsöngur: Inga J.
Backman (sópran). Píanóleikur: Ól-
afur Vignir Albertsson. Útgefanda
ekki getið. Útgáfunúmer: IB001.
Verð: kr. 2.199. Dreifing: Skífan.
Á NÝJUM diski þeirra Ingu J.
Backman sópransöngkonu og Olafs
Vignis Albertssonar píanóleikara
flytja þau nokkur uppáhaldslaga
sinna. Hljóðritunin var gerð af
Halldóri Víkingssyni síðastliðið
sumar og hefur hún tekist vel enda
virðist Víðistaðakirkja vera ákjós-
anlegur upptökustaður fyrir söng.
Inga J. Backman og Ólafur
Vignir Albertsson hafa átt með sér
gott samstarf um árabil. Þessar
nýju hljóðritanir á íslenskum söng-
Inga Ólafur Vignir
Backnian Aibertsson
lögum vitna um prýðilegan sam-
hljóm milli þeirra tveggja. Ólafur
Vignir er vandaður og nærgætinn
píanóleikari, hann hefur mikla
reynslu sem meðleikari söngvara
og í þessum hljóðritunum koma
kostir hans vel í ljós. Söngur Ingu
J. Backman ber vott um vandaðan
undirbúning og þar af leiðandi
góðan skilning á viðfangsefninu -
texti og lag eru eitt, ekki tveir að-
skildir þættir eins og stundum vill
verða. Styrkui' þessarar nýju plötu
felst í góðum samhljómi tónlistar-
mannanna tveggja sem tekst vel að
tjá innri merkingu tónlistarinnar
og ljóðanna. Hins vegar finnst mér
víbrató söngkonunnar stundum
vera óþarflega mikið og kemur það
í einstaka tilvikum niður á tón-
mynduninni.
Efnisval þeirra Ingu og Ólafs
Vignis er nokkuð fjölbreytt. Þau
hafa sett saman efnisskrá sem
samanstendur af þekktum lögum
og óþekktum. Sérstaka athygli
vekja lögin eftir bróður Ingu, Árn-
mund Backman sem lést fyrir
nokkrum árum. Titillag plötunnar,
Ég hlakka til, er sérkennilega fal-
legt og barnagælan Sofa urtubörn
barnslega innilegt. Þrjú veþ valin
og vel flutt lög eru eftir Pál ísólfs-
son, Kossavísur, Söknuður og Litla
kvæðið um litlu hjónin. Og ekki má
gleyma Þjóðvísu Gylfa Þ. Gíslason-
ar. Þessi góðu sönglög standa allt-
af fyrir sínu. Sama má segja um
lög Jórunnar Viðar, Við Kínafljót
og Mamma ætlar að sofna, en það
síðara er mjög fallega sungið.
Þetta eru vel gerð sönglög sem
mættu vel heyrast miklu oftar. Is-
lenskt vögguljóð á Hörpu eftir Jón
Þórarinsson er ómótstæðileg og af-
ar slitsterk perla i flokki íslenskra
einsöngslaga. Það verður hins veg-
ar ekki sagt um útjöskuð lög Sig-
fúsar Einarssonar: Gígjuna,
Draumalandið, Augun blá og Sofn-
ar lóa sem íslenskir söngvarar
verða að fara að hvíla sig á - af til-
litssemi við alla hlutaðeigandi.
Hver veit nema einhverrar þreytu
sé farið að gæta hjá fleirum en
mér, því mér finnst þeim Ingu og
Ólafi Vigni takast hvað síst upp í
þessum lögum. Jón Ásgeirsson á
tvö jólalög á diskinum, Jólanótt og
Jólaljóð. Þetta eru hugljúf og ein-
læg lög sem láta ekki mikið yfir
sér. En hvers vegna snerta þau
mig ekki sem jólalög? Hvað gerir
lag eiginlega ,jólalegt“? Varla
nægir það eitt að textinn fjalli um
fæðingu Krists. En hvað um það,
þetta eru falleg lög og alls góðs
makleg.
Hér er margt vel gert. Flutning-
ur Ingu J. Backman og Ólafs Vign-
is Albertssonar á þessum nýja
diski er jafnan einlægur og alltaf
músíkalskur.
Valdemar Pálsson
Sigur fyrir ljóðlistina
NORSKA ljóðskáldið
Jan Erik Vold hefur
verið gerður að heið-
ursdoktor við háskól-
ann í Ósló. Af þessu til-
efni lét hann hafa eftir
sér að hann liti á þetta
sem sigur fyrir ljóð-
listina. „Þeir sem
stungu upp á mér eru
hreyknir og ég er líka
hreykinn, “ segir
Vold.
Vold, sem er eitt
kunnasta ljóðskáld
Norðmanna býi- í
Stokkhólmi, kvæntur sænskri konu.
Hann er mjög afkastamikill og flyt-
ur oft ljóð sín við undirleik djass-
leikara. Hann hefur
oftar en einu sinni
kvartað yfir litlum
áhuga á ljóðlist við há-
skólann. Þegar hann
hélt þar eitt sinn erindi
var það að hans eigin
frumkvæði. Nú hefur
hann stigið á svið skól-
ans sem heiðursdoktor
og (jallaði þá um upp-
áhaldsefni sitt, norska
ljóðlist. Jan Erik Vold
er fjórði Norðmaðurinn
síðan 1961 sem hlýtur
heiðursdoktorsnafnbót
við sögu- og heimspekideild háskól-
ans. Hinir eru Thor Heyerdahl,
Helge Ingstad og Leif Ostby.
Jan Erik Vold
Sjónræn sagnaveisla
JÓLAFUNDUR Sagnfræðingafé-
lagsins verður haldinn annað kvöld,
miðvikudag, kl. 20.
Hann hefst í húsakynnum Ljós-
myndasafns Reykjavíkur í Grófar-
húsi í Tryggvagötu 15 þar sem skoð-
uð verður sýningin „Móðirin í
íslenskum Ijósmyndum" undir leið-
sögn Guðbrands Benediktssonar
sagnfræðings.
Fundinum verður fram haldið í
Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús-
inu þar sem Eggert Þór Bemharðs-
son sagnfræðingur leiðir fundar-
menn um sýningu á ljósmyndum úr
braggahverfum borgarinnar. Þær
varpa nýju ljósi á mikilvægan en van-
ræktan þátt í sögu Reykjavíkur. Sýn-
ingin tengist nýútkominni bók hans
sem nefnist Undir bárujámsboga.
Braggalíf í Reykjavík 1940-1970.
I kaffistofu Listasafnsins mun
Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræð-
ingur svo fjalla um bókina ísland í
sjónmáli en í henni em gamlar ljós-
myndir frá íslandi sem Æsa Sigur-
jónsdóttir fann í skjalasöfnum í
Frakklandi. Að því búnu verða al-
mennar umræður um gildi sjón-
rænna heimilda fyrir sagnfræðinga
og aðra söguritara. í kaffistofunni
gefst fundarmönnum kostur á léttum
veitingum.
1M-2000
5. desember
HEIÐMÖRK KL. 13.30
Jólatré í Heiðmörk
Hin árlega jólaferö leikskóla borgar-
innar í Heiómörk. Þetta markar iokin
á fjölbreyttri heilsársdagskrá í tilefni
af 50 ára afmæli Heiömerkur.
InnX BÍLDSHÖFÐI16
SÍMI 577 1170
Italskar
heimaskrifstofur
á góðu verði
frá kr.
11.900.-
19.900
team 10
• Hægt aö stilla bak
setu-hæð og halla
• Stillanlegir armar
• Góöur vinnustóll i
team 20
* Hægt aö stilla bak og setu-haaö og halla
* Stillanlegur mjóhryggsstuöningur
* Stillanlegir armar